Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 27. febrúar 1972 TÍMINN 13 AAagnús H. Gíslason, Frostastöðum: OFUGÞROUN Fyrir nokkrum áratugum siðan skrifaði ungur hugsjónamaður, Jónas Jónasson frá Hriflu, grein, sem hann nefndi Filistear og landsfræg varð á sinni lið. I grein þessari vakti Jónas athygli á þeirri ógeðugu uðju, sem sumir mektarmenn þeirra tima stun- duðu öðrum þræði og laut að þvi að véla góðviljaða og hrekklausa bændur til þess að ganga i ýmiss konar fjárhagsábyrgðir, felldu á þá ábyrgðir og hirtu siðan jarðirnar við gjaldþrot bæn- danna, sem ekki vöruðust þessa nýtízkulegu viðskiptahætti peningaheimsins. An alls efa átti Filisteaþgrein Jónasar frá Hriflu verulegáh þátt i að draga úr þessum aðförum, sem i raun og veru voru ekki annað en lögverndaður þjófnaður. En þvi er þetta rifjað hér upp, að á siðari árum hefur það mjög færzt i vöxt, að efnamenn i þétt- býlinu sækjast eftir að ná eignarhaldi á jörðum i sveitum, þótt eftir öðrum leiðum og viðfeldnari sé en áður. Þykir þessum mönnum þær jarðir einkum eftirsóknarverðar sem laxveiðiréttindi hafa og fiski- ræktarmöguleika, eða önnur verðmæt hlunnindi. A hverju ári verða, af eðlilegum og auðskildum ástæðum, eignaskipti á mörgum jörðum i landinu. Bóndi, sem selur jörð sina á opnum markaði, óskar að sjálfsögðu eftir að fá sem hæst verð fyrir hana og þarf þess. Ungir menn, sem gjarnan vildu eignast jörðina og hefja þar búskap, hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að yfirbjóða efnamenn þéttbýlisins, jafnvel þótt einhver lánsfjáraðstoð komi til, sem fram að þessu hefur ekki vegið þungt á metunum. Bón- danum nægir heldur ekki að eignast jörðina, hann þarf lika að eiga bústofn, vélar, e. t. v. að hressa við byggingar eða byggja að nýju.Peningamaðurinn úr borginni kaupir sjaldnast jörðina i þvi skyni að byggja hana heldur til þess að halda henni i eyði. Hann þarf ekki bústofn, hann þarf ekki byggingar, nema honum dytti i hug að koma sér upp sumarbústað, sem sumum tekst að visu að koma umtalsverðum fjármunum i. Hann þarf ekki vélar, hann þarf einungis veiðistöngina sina. Hann skoðar ekki jörðina með augum bóndans, hann litur á hana sem skemm- tistað, veiðistöð, sem veruleg hagnaðarvon getur að visu verið bundin við. Hér skilur þvi mikið á milli bæði úm viðhorf og afstöðu. Og enda þótt viðkomandi sveitarfélög hafi að visu rétt til þess að ganga inn i hæsta boð þá er fjárhagur þeirra , velflestra a.m.k., þvi miður þannig, að þau hafa litið bolmagn til jarðar- kaupa. í þessu sambandi skiptir það að sjálfsögðu ekki megin- máli, hvort jörðin er seld i einu lagi ákveðnum einstaklingi eða bútuð niður undir sumarbústaði, afleiðarnar verða að jafnaði á- þekkar. Þeirri þróun, sem hér hefur orðið, fylgja þrir meginannmark- ar: 1. Þar sem þessum jörðum er oft- ast haldið i eyði er ungt fólk svift möguleikum á þvi að hefja bú- skap, með þeim afleiðingum oft- ast nær, að það flytur burt úr sveitinni og er henni þar með að jafnaði endanlega glatað. 2. Byggðin gisnar og veikist, gjaldendum fækkar og sá arður, sem jörðin getur gefið af sér er ýmist ekki nýttur eða fluttur burtu. 3. Eignarhlutföllin i þjóðfélaginu færast i auknum mæíi til þeirrar áttar sem siður skyldi. Trúlegt má ætla, að flestir seu sammála um, að þessari þróun þurfi að breyta. Um hitt kann frekar að rikja ágreiningur, hverra leiða skuli leita til úrbóta Eðlilegast sýnist, að þeim ein- staklingum, sem eignast viljajarð irnar i þvi skyni að hefja þar bú- rekstur, sé gert það kleift með opinberri aðstoð i einhverri mynd. Sé þeim ekki til að dreifa þá éru sveitarfélögin efld til jarðarkaupanna. Tekjumissir sveitarfélaganna vegna þeirrar jarðarsölu, sem þegar hefur farið fram og sem hugsanleg kann að vera i framtiðinni, þrátt fyrir að- gerðir hins opinbera mætti e.t.v. mæta með riflegum skatti á þær Breiðholtsbúar - Breiðholtsbúar 4. H{ i:DSU Fl"M )l hinn verður háldinn i andyri barnaskólans mánudaginn 28.febrúar kl. 21. Umræðuefni 1. Barnabækur og leikföng Frummælandi: Lára Gunnarsdóttir for- stöðukona Umræðuefni 2. Kvöldvaka á heimilinu Frummælandi: Hrefna Tynes Foreldrar fjölmennið Sóknarnefndin. ÚTBOÐ Tilboð óskast i að leggja „Reykjaæð II ” fyrir Hitaveitu Reykjavikur, frá Reykjum I Mosfellssveit til Reykjavík- ur. Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri gegn 3.000. - króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 23.marz, 1972, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 fasteignir, sem haldið er óarð- gæfum fyrir sveitarfélögin. Loks mætti hugsa sér um sið- asta úrræðið, að rikið keypti jarðirnar og leigði þær siðan eða seldi með viðráðanlegum kjörum þeim, sem vildu hefja þar bú- skap. Hér skal að öðru leyti ekki farið út i að benda á leiðir né meta þau úrræði, sem til greina kunni að koma. Með þessum ábendingum, er að sjálfsögðu ekki að þvi stefnt að meina þéttbýlisfólki að njóta dvalar i sveit. Löngun þeirra til þess er skiljanleg, eðlileg og mörgumþéirra a.m.k. er slik hvildar- og ánægjustund úti á landbyggðinni bein nauðsyn. Aðstöðu bæjarbúatil sumardvalar i sveit á ekki að skerða heldur auka og bæta. Og engin hætta er á, að sveitar- og þéttbýlisfólki takist ekki i sameiningu að finna þvii máli þann farveg, að báðir aðilar megi vel við una. En lausn þessa máls fyrir aljan almenning liggur ekki i þvi, að jarðeignir i landinu færist i aukn- um mæli á hendur einstaka efna manna i þettbylinu. Sú öfugþróun hefur þvert á móti leitt til hins gagnstæða þannig, að æ flei'ri svæði og einmitt þau, sem vegna fegruðarog friðsældar henta bezt til sumardvalar fyrir hinn al menna borgarbua er öllum lokað land utan fáeinum útvöldum. Maguús (Uslason ZETOR 3511 - 40 ha. verð frá kr. 210 þús. ZETOR 5611 - 60 ha. verð frá kr. 310 þús. MESTSELDA DRÁTTARVÉUN 1971 Ástæðurnar fyrir því að ZETOR dráttarvélarnar eru nú mest keyptar af bændum eru: 1. Óvenju hagstæð verð kr.80-100 þús. lægri en aðrar sambærilegar vélar. 2. Fullkomnari búnaður og fylgihlutir. Varahluta- og verkfærasett 3. Vel hannaðarog sterkbyggðarvélar. 4. Afkastamiklar og hafa mikið dráttarafl. 5. Ódýrar í rekstri og endingargóðar. 6. Góð varahluta- og eftirlits- þjónusta. 7. Ánægðir Zetor eigendur, sem mæla með vélunum. ÁRÍÐANDI — 20. MARZ Þá rennur út umsóknarfrestur stofnlánadeildarinnar fyrir lánum vegna dráttarvélakaupa. Hafið því samband við okkur strax ef þér hyggist kaupa ZETOR í ár. Biðjið um Zetor mynda- og verðlista og upplýsingar um greiðsluskilmála. 'Zeíur' umboðið ÍSTÉKKf Sími 84525 Lágmúla 5 ,*.RUST0fd í/, **° '0URIS1 FEKÐASKKIFSTOFA RfKISINS Hópferð á VORKAUPSTEFNUNA í FRANKFURT 5. - 9. marz. Verð fró kr. 17.500,00 til kr. 20.105,00 Innifalið: flugfar fram og til baka með viðkomu I London eða Kaupmannahöfn, gisting ög morgunverður (HOTEL BASELER HOF), aðgöngukort (dauer-ausweis).Lagt af staö 4. marz — heimferö hagaö að vild. Ferðaskrifstofa rfkisins, (Einkaumboð á Islandi fyrir Internat. Frankfurter Messe) LÆKJARGÖTU 3, REYKJAViK, SiMI 11540

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.