Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 27. febrúar 1972 Sveinn Gunnarsson: KVON- BÆNA SAGA 50 til að sjá ungu stúlkurnar. En það var ekki ómaksverk, því ég sá að þœr hræddust mi.g og þær blésu á mig álfta blástri. Ég fýldi auðvitað grön framan í þær, en l>að þýddi ekkert. Ég var einn á lieimleiðinni og reið liðugt ég skemmti mér á Fálka mínum. Veg urinn lá neðanvert við berjabrekk ur og þai- voru mörg börn við ber. Skyldi ég eiga að finna þau? Þar eru líka fullvaxnir menn og fjörugar stúlkur. Mér liggur ekk- ert á, ég ætla að finna það. Þarna er ein utan við hópinn. Máske það sé konuefnið imitt. Ég ætla að finna greyið og vita hvað hún er greiðug á berin. Þannig hugsaði ég og hleypti Fálka á sprett, þó á fótinn væri, upp til me.v jarinnar. Þarna var hún, snotur, en óþjál ög ekki föl að gefa mér berja- bragð. Svo hætti hún að gegna. Þetta var ekki gull í skel. Hvað varst þú kölluð eftir að prestur- inn hafði handvolkað þig í fyrsta sinni? spurði ég. Það var þögn. Ég sagði: — Ertu Melkorka önnur? Tal- aðu, ég verð máske biðillinn þinn. Nei, hún var mállaus. Ég flulti mig unn set og fann aðra full- vaxna stúlku, bráðfjöruga og sú þagði ekki. Alltaf að spyrja um það og hitt og allan fjandann vissi hún. Eg spurði um nafn og ætterni þögulu meyjarinnar. Hún hét Álfheiður, þaðan skammt frá, frá Smárabakka, sá bær var næst ur við Fögruvelli og lönd lágu þar saman. Álfheiður var dóttir hjóna þar og einbirni. Foreldrar hennar voru fátæk. Ég er ónýtur að halda ástamálafræði á lofti og því fellur mér bezt að hafa það svo gagnvart mér og stúlku þess- ari, að ég stuttu fyrir sumarmál veturinn eftir ritaði föður minum og sagðist ekki igeta verið hjá hon um lengur, sagðist ég búast við að fara að 'Smárabakka og taka þar við búi og giftast Álfheiði. Sagðist ég eiga hjá honum kaup, sem ég vildi að hann borgaði mér þanniig, að halda veizlu mína helzt á þessu vori. Þetta gekk liðlega. Föður mínum líkaði ekki svo illa kvonfangið. Lofaði því veizlunni strax og skip kæmu. Níu vikur af sumri skyldi ég drekka brúðkaup mitt. Iljónavíglsan fór fram eftir vanda; gamalt þetta blessunarbusl bara frítt og sorarusl. Ég var inn an fárra daga orðinn bóndi á Smárabakka. Eins og fyrr var frá sagt, lágu lönd saman frtá Fögru- völlum. Oft töluðum við Herlaug um, að ég skyldi kaupa Fögruvelli að henni dauðri. Sjö áruim eftir að ég giftist, dó Hcrlaug, og sam stundis var Fjölnir orðinn eig- andi jarðarinnar. Það var ekki svo gott að sjá við honum. Fjöln- ir flutti því að Fögruvöllum. Mér hafði gcngið vel búskapur, skepn ur voru orðnar margar og ágang- ur óx til Fögruvalla. Fjölnir kom og bað mig að hirða, eða stæði til vandræða fyrir mér. Ég sótti á að ná sambeit og friði, en þó að ég borgaði Fjölni tíu ríkisdali í hagatoll árloga, rak Fjölnir eft- ir sem áður og varð ég fyrir tjóni af rekstri hans, og hafði í skaða- bætur hótanir, brigzlyrði og skammir. Það allt fékk ég en annað ekki. Sumarið leið, annir minnkuðu. Reið ég þá til að finna lögmann og skýrði málavexti og bað hann að sjá svo til, að ég næði rétti mínum á Fjölni. Lögmaður eyddi þessu og sagði ekki þess vert að •gera umtal úr skítti því. Ég varð reiður og lét á mér skiljast, að ég væri þá nauðbeygður að vitja annarra yfirvalda, en ef allir álitu eins, væri nnálið gengið úr hendi mér. Sýslumaður bað mig að bíða á imeðan hann ritaði Fjölni. Fékk mér svo bréf og sagði að við mundum jafna okkur. Fjölnir og lögmaðúr voru vinir og því traðk aði hann rétti mínum. Ég reið heimleiðis. í djúpu gili nálægt Fögruvöllum spruttu upp tveir menn og vildu stöðva hestinn, en hann var kvikull og fældist um leið og þcir risu upp, rétt nálægt okkur. Ég var því nær hrokkinn af en dagar mínir voru ekki tald- ir. Um leið og ég rétti mig við í hnnkknum, náði annar þeirra í fót mér og var þó Fálki á allþétt- um spretti. Hann var farinn að verða 'gamall og mæðinn. Ég sló svipunni á únlið mannsins, og var laus um leið. Var þá hinn kom- inn á hest og ireið að mér. Ég setti hælana í Fálka og hann lét til, það sem honum var mögulegt. Ilestarnir voru nær því jafnir. Ég vissi að ekki dygði að ríða svo lcngi, því Fálki var feitur og far- inn að bila í lungum. Ég stillti því allt í einu, að mestu leyti, en það varaðist hinn ekki, um leið og hann flaug fram hjá, sló ég af afli til hans. Ég hafði jafnan járn búna svipu í hcndi, langa og sterka. Höggið kom milli herða mannsins. Hann rak upp hljpð og lagðist fram á makkann. í því bili heyrði ég hófatak, en nær því níðdiimmt var. Ég var alveg kyrr. Ég athugaði að hófahljóðið stefndi beint á mig. Ég vék mér aðeins frá. í því kom maðurinn. En af því hann reið svo afarhart, hafa augu hans verið full með vatn, því hann hélt að ég væri félagi sinn og sagði: — Því heldurðu ekki áfram? Bölvuð gungan! Hann skal kom- ast í bönd, ef þú bilar ekki —■ og um leið flaug hann fram hjá mér. Hcyrði ég þá skóhljóð í gras inu rétt hjá mér. Þóttist ég vita að þar færi Fjölnir til að vita livað liði. Ég reið því á stað, svona skokkfcrð, og þegar ég hafði stutt riðið varð ég var við menn ina báða og heyrði ég að annar spurði hvort hinn væri ekki ferða fær. í því var sagt: — Þar kemur fanturinn. Vertu kyrr á meðan. Hann var kominn á sprettinn. Ég stanzaði alveg, og hann kom. Þegar ég sá hann, sneri ég hestinum þvert að hon- um setti hælana í klárinn og hann á fart beint að þessum imyrka gaur, Hann varaðist það ekki, að fundum bæri svo fljótt saman. Ég var kominn að honum og hafði svipuna á lofti og sló henni af afli í fang hans. En af því ég hvatti hestinn, þaut hann lengra, og vissi ég því ekki hvað imannin um leið. Hesturinn fór þó nokk- uð til baka, þar til ég gat stillt hann. Heyrði ég þá sagt skammt frá mér: — I-Ivernig gengur það? Þetta var Fjölnir sem talaði, og það gat honum ekki dottið í hug,1 að ég kæmi til baka. Ég gegndi ekki. Reið heldur beint að honum og slangraði svipuólinni utan um hálsinn, neðan við eyr- að. Ilann hallaðist á hestinum, en von bráðar rétti hann sig við og 1049 Lárétt 1) Vanfærar. 6) Farða. 7) Kind.9) Burt. 10) Brúnina. 11) Eins. 12) Bor. 13) Arinn. 15) Aðlaðandi. Lóðrétt 1) óróinn. 2) Hrið. 3) Gervi- hermenn. 4) Eins. 5) Laga- setning um refi. 8) Runa. 9) Æða. 13) Röð. 14) Bar. Ráðning á gátu No. 1048 Lárétt 1) Upplifa. 6) Söl. 7) GH. 9) ED. 10) Lagfæra. 11) IM. 12) NN. 13) Hól. 15) Glaðara. Lóðrétt 1) Ungling. 2) PS. 3) Lögfróð. 4) II. 5) Andanna. 8) Ham. 9) Ern. 13) Ha? 14) La. Er þetta náma yðar, Trigon konungur. — Já, Hvellur. Þarna fáum við nægilega mikið magn til þess að rafvæða borg okkar. — Nú taka ræningj- arnir aðeins mat ykkar, en vissu þeir um þessa auð- lind. — Þið verðið að búast til varnar, ef þið ætlið að tryggja öryggi ykkar. — Nú er aftur viðvörunar- merki, nú kemur það frá fiskræktarstöðinni. — Nú fer ég með kafbárnum. Getur þú lýst ræningjunum, liðþjálfi? —Ja, peir voru allir svartklæddir. Ég skipaði þeim að nema staðar og skaut yfir höfuð þeirra. —Þeir héldu á fram, en hattarnir duttu af þeim. Þeir voru báðir skollóttir. Það var þó skrýtið. —Hvers vegna skrýtið? Það eru margir sköllóttir. —Þessir tveir voru of ungir til þess að vera orðnir sköllóttir. Það var bara undarlegt. Náðir þú nokkrum þeirra? —Nei. Þetta minnir míg á eitthvað. Hvað? illBiiii Sunnudagur 27. febrúar 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. 11..00 Messa I Keflavikurkirkju, 12.25 Fréttir 13.15 Frá Filipseyjum. 14.00 Miðdegistónleikar. 15.30 Kaffitiminn. 16.00 Fréttir. „Viðræður við Stalin” og stjórnkerfi Austur-Evrópu. 16.55 Veðurfregnir. 17.00 A hvitum reitum og svörtuni. 17.40 Útvarpssaga barn- anna: „Kata frænka” 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.30 Veiztu svarið? 19.55 Sinfóniuhljómsveit Islands leikur i útvarpssal. 20.20 Smásaga vikunnar: „Sjö simtöl og eitt sendibréf” eftir Davið Áskelsson. 20.50 Mozart-tónleikar út- varpsins. 21.05 óvisindalegt spjall um annað land. 21.20 Poppþáttur 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Mánudagur 28. febrúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar., 12.25 Fréttir og veðurfregnir 13.15 Búnaðarbáttur. 13.30 Við vinnuna: 14.30 Síðdegissagan: Abdul Rahman Putra fursti. Haráldur Jóhannsson hag fræðingur les kafla úr bók sinni um sjálfstæðisbaráttu Malaja (3). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Rússnesk tónlist. 16.15 Veðurfregnir. Endur- tekinn þáttur frá 26. f.m.: „SummerhillV Arthur 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.10 Framburðarkennsla i tengslum við bréfaskóla SÍS og ASl. Danska, enska og franska. 17.40 Börnin skrifa. Skeggi 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. 19.35 Um daginn og veginn. Sigurður Óskarsson fram- kvæmdarstjóri, Hellu, talar. 19.55 Mánudagslögin. 20.30 íþróttalif. 20.55 Gestur i útvarpssal: 21.20 Islenzkt mál 21.40 Samtíðartónskáld. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma 22.25 Kvöldsagan: „Ast- mögur Iðunnar” eftir Sverri Kristjánsson. 22.45 Hljómplötusafnið 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskráklok. lliiiili Sunnudagur 27. febrúar 16.30 Endurtekið efni.Rómeó og Júlia. 18.00 Helgistund. Sr. Jón Thorarensen. 18.15 Stundin okkar 19.00 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 við Djúp VII. Löng strönd, lax og lón. 20.55 Rauða herbergið. 21.40 Nóbelsverðlaunahafar 1971. 22.25 Dagskrárlok. Mánudagur 28. febrúar 20.00 Fréttir. 20.25 Veöur og auglýsingar. 20.30 Svartur sólargeisli Leikrit eftir Asu Sólveigu. Frumsýning. 21.35 A hreindýraslóðum. 22.00 Nóbelsverðlaunahafar 1971. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.