Tíminn - 29.02.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.02.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA - s SCKDlBILASTOÐIN HF EINGÖNGU GÓÐIR BfLAR iWlllll 49. tölublað — Þriðjudagur 29. febrúar 1972 — 56. árgangur HROSS FORUST í FLÓÐUNUAA OO-Reykjavik. Óttast er að nokkur hross hafi farist i flóðunum i Borgarfirði i siðustu viku. Tvö hross hafa þegar fundist rekin niðri á mýrum, en nokkurra er saknað. Eru hestar þessir frá Ferjukoti. Verið er að leita þeirra hesta, sem saknað er og fundust fjórir i dag en sex eða sjö hesta frá Ferjukoti er enn saknað. Hestarnir frá Ferjukoti voru á svonefndum Flóa þegar flóðin skullu yfir. Tilheyrir þetta land Ferjukoti og Ferju- bákka. Er slegið þar á sumrin en skepnur ganga þar á veturna. Er þarna mikil flóða- hætta þegar mikill og skyndi- legur vöxtur hleypur i Norðurá. Ekki er vitað til að hestar frá fleiri bæjum en Ferjukoti hafi verið þarna þegar flóðin hófust. Leitin stóö enn yfir i kvöld og vera má að fieiri hestar hafi fundist lifandi en þeir fjórir sem að framan getur. Engra stórbreytinga er að vœnta í fínnsk- um stjórnmálum sögðu forsætisróðherra og utanríkisrdðherra Finna við íslenzka blaðamenn í gærmorgun viðtölum KJ-Helsinki. Minnihlutastjórn jafnaðar- nianna tók við völdum hér i Finn- landi í siðustu viku( eins og kunnugt er, og á öörum virkum degi ráðherranna, tóku forsætis- ráðherrann og utanrikisráö- herrann á móti þeim sjö islenzku blaðamönnum, sem dveljast i Finnlandi um þessar mundir i boði finnska utanrikisráðuneytis- ins. Káðherrarnir tveir vildu iitiu Frd búnaðarþingi: Verður kýr- kjöt flutt inn til vinnslu? AK-Reykjavik. A fundi búnaðarþings i gær, mánudag, flutti Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri, erindi um ull, gærur og fleira, og siðan urðu allmiklar umræður um útflutning landbúnaðarvara, og Agnar svaraði mörgum spurn- ingum um það mál. Umræður urðu til að mynda um rúning og kosti og galla vetrar- rúnings. Agnar sagði, að vetrar- ullin flokkaðist betur og væri hreinni, en hún færi minnkandi, og virtist draga úr vetrarrúningi hjá bændum. Þá kom það fram hjá Agnari, að mikill skortur væri á nauta- kjöti og ærkjöti, eða öðru vinnslu- kjöti kjötiðnaðarstöðva. Ærkjöt minnkaði um 400 lestir á haust- markaðnum miðað við árið 1970, eða um 30%. Hafa svo snöggar sveiflur ekki orðið áður. Þá sagði hann, að sala á dilkakjöti hefði stórvaxið eftir siðustu verð- lækkun innan-lands. Hann kvaðst ekki geta sagt um, til hvaða ráða yrði gripið i þvi skyni að afla vinnslukjöts i kjötiðnaðarvörur, en sér þætti ekki óliklegt, að knúið yröi á um leyfi til þess að flytja inn kýrkjöt, hvað sem úr yrði. Þetta hefði einu sinni verið gert. Það var 1956, þegar flutt var inn kýrkjöt frá Danmörku til vinnslu. Þá minntist Agnar á kynningu ísl. matvara, sem fyrir dyrum stæði nú i Royal-hótelinu i Kaup- mannahöfn og mundi hún standa i viku. Agnar sagði, að bezta kjötsalan væri nú til Norðurlanda, og fengist þar bezt verð, einkum i Sviþjóð. Eftir þátttöku okkar i Efta hefðum við fengið þar all- góða innflutningshlutdeild. Ef Noregur gengi i Efnahagsbanda- lagið, misstum við liklega kjöt- sölu þar, en hann kvaðst von- góður um, að við héldum sölunni i Sviþjóð. A þessum mörkuðum væri verðið það hátt, að miklu minna þyrfti i útflutningsbætur á kg en færi i niðurgreiðslu á inn- lendum markaði. Agnar minntist einnig á hrossa- útflutning og kvað um 600 hesta, flesta tamda, hafa verið flutta út á s.l. ári og hefði meðalverð verið um 40 þús. kr. Hann kvaðst álita, að aðeins ætti aö flytja út tamda hesta og aðeins með flugvélum en ekki skipum. Þessi mynd var tekin, er Reykjavikurskákmótinu var siitið í fyrrakvöld. Á myndinni er Geir Haligríms- son, borgarstjóri að flytja ávarp, en á myndinni sjást m.a. Anna B. Jónsdóttir, kona Guðmundar G. Þórar- inssonar, Friðrik Ólafsson, brezki sendiherrann, borgarstjórafrúin, Erna Finnsdóttir og Iióinsteinn Steingrímsson, formaður Taflfélags Reykjavikur. Frásögn af skákmótinu er á bls. 6. Tímamynd Gunnar. Enn hækka boðin í laxveiðidrnar: 7 milljónir kr. fyrir Norðurá EB - Reykjavík. Stangaveiðifélag Reyk- javíkur leigir Norðurá fyrir 7 milljónir króna næsta sumar og mun leigan á ánni því hækka um 4 milljónir króna frá síðast- liðnu sumri. Þessi gífurlega hækkun á leigu árinnar hefur orðið þess valdandi að Stangaveiðifél hefur þurft að fara á stúfana er- lendis til þess að endur- leigja ána og hefur nú tryggt sér 40 bandaríska laxveiðimenn til að veiða í Norðurá næsta sumar. Þá hefur félagið nú gefið út kynningarbækling um Norðurá á ensku. Barði Friðriksson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavikur staðfesti þessar upplýsingar i við- tali við Timann i gær. Þá kom fram i viðtalinu við Barða, að Stangaveiðrféiag Reykjavikur hefur nú tekið á leigu neðstu veiðisvæði árinnar, þar sem væntanlega verða 3 stangir. Barði Friðriksson sagði, að flestar yrðu stangirnar 15 næsta sumar i Noröurá. Þau eiga afmæli í dag - 29. febrúar Þeir munu nokkuð margir hér á landi, sem eiga afmælii dag, og þvi aðeins f jórða hvert ár. Það er nefnilega 29.febrúar, hentugur falldagur á vixlum þegar ekki er hlaup- ár, og þráður dagur hjá þeim, sem þurfa að biða i þrjú ár samfleytt eftir veizlunni sinni. Við vitum ekki um marga sem eiga afmæli i dag, enda hefur blaðið ekki gert sér far um að leita upplýsinga. En það er vitað, að i dag á Klemenz Jónsson, leikari afmæli, lik- lega orðinn þrettán ára. Hauk- ur Þ. Benediktsson, fram- kvæmdarstjóri, á einnig af- mæli i dag, og Einar Páisson, verkfræðingur, Ægissiðu 44. spá um framtíðina i finnskum stjórnmálum við þennan fyrsta hóp erlendra blaðamanna, sem þeir taka á mót i stjórnartið sinni, en þó er greinilegt að ekki verður um neina stórbrcytingu að ræða á sviði stjórnmáianna I Finnlandi, -svo fremi sem þessi jafnaðar- mannastjórn verður eitthvað við völd á annað borð. Hvorugur ráð- herranna vildi tjá sig neitt uin landhelgismálið, en báðir töldu það mikilvægt fyrir island. Að þvi er fróðir menn segja, er þetta 55. rikisstjórnin, sem mynduð er i Finnlandi frá árinu 1917, svo Finnar kippa sér ekki svo mikið upp við stjórnarskipti og búast ekki við miklum breytingum, þótt ný stjórn taki við. Þingmenn eru alls 200 og þar af eru 55 jafnaðarmenn. Þingið kom saman i fyrsta skiptið i gær, svo alls er óvist hvaða ilokkar styðja stjórnina i hverju máli. Viö skulum engu spá Forsætisráðherrann, Paiso, sagði við islenzku blaðamennina að hann vildi engu spá um langlifi stjórnarinnar. ,,Við skulum láta vikuna liða og næsta mánuð og næstu þrjá mánuði og eftir það verður kannski eitthvað hægt að segja” sagði hann, og ennfremur „Okkar stærstu mál, eru kjara málin. Allir kjarasamningar eru lausir 1. april og fyrir þann tima verður að vera búið að finna lausn á þeim. Bæði verkalýðsfélögin og opinberir starfsmenn eru með lausa samninga.” Forsætisráðherrann vildi ekkert tjá sig um landhelgismál lslands, sagði að málið hlyti að vera mikilvægt fyrir landið. Að- spurður sagðist hann ekki búast við, aö þótt herinn færi frá lslandi myndi valdajafnvægið milli austurs og vesturs raksast, -her- stöðin á Islandi væri varla það mikilvæg. Fylgi fordæmi fyrirrenn aranna Utanrikisráðherrann, Kalevi Sorsa, ræddi við islenzku blaða- mennina i hálftima. Hann sagði, að ekki væri að vænta neinna stórkostlegra breytinga á utanrikisstefnu Finna. ,,Ég mun fylgja fordæmi fyrirrennara minna i starfinu”, sagði hann, ,,og kanna gaumgæfilega hvaða sambönd við eigum að hafa. Það eru tvö mál, sem eru efst á baugi i minu ráðuneyti, viðskiptamálin með hliðsjón af fyrirhugaðri stækkun E.B.E. og svo öryggismálaráðstefna Evrópu, sem við Finnar ætlum að halda hér. Finnar munu aldrei ganga i Efnahagsbandalagið, vegna þess að Finnland er hlutlaust land og lokatakmark Efnahagsbanda- lagsins á ekki við hlutlaust land.” Þá var ráðherrann spurður um afstöðu sina til fyrirhugaðrar út vikkunar fiskveiðilögsögu við Is- land. Sagðist hann enga afstöðu, Framhald á bls. 19 Framtíðarverkefni samvinnuhreyfingarinnar - viðtal við Erlend Einarsson á bls. 10 og 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.