Tíminn - 29.02.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.02.1972, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. febrúar 1972 TÍMINN 5 Erlendu skákmeist- ararnir með bækurnar, sem þeir fengu að gjöf, talið frá vinstri, Keene, Bretlandiy Stein, Sovétrikjunum, Timman, Hoilandi, Anderson, Sviþjóð, Ifort/ Tékkósló- vakiu, Tukmakov, Sovétrikjunum og Gcorghiu/Rúmeniu. Islenzkur sigur á Reykjavíkurmótinu Friðrik efstur samkvæmt stiga- útreikningi ÞÓ-Reykjavík Alþjóðaskákmótinu, sem kennt er við Reykjavik, var slitið i fyrrakvöld með hófi, sem Táflfélag Reykjavikur hélt. í hófinu voru verðlaun afhent, Anderson og Tukmakov, fengu blómvendi, en allir fengu bókina ísland eftir Hófið, sem haldið var i Glæsi- bæ, hófst með þvi, aö formaður Taflfélags Reykjavikur, Hólm- steinn Steingrimsson,flutti ávarp. Sagðist hann sérstaklega þakka alþingi, rikisstjórn og borgar- stjórn fyrir ómetanlegan stuðn- ing, einnig bauð hann velkomna brezka og sovézka sendiherrann, og þakkaöi þeim fyrir veitta að- stoð. Er Hólmsteinn hafði lokið máli sinu, bað hann Guðmund Arnlaugsson rektor, sem var yfirdómari mótsins, að stjórna hófinu. Þessu næst tók Guðmundur við, og sagði hann, að hann væri nú i smávanda vegna málsins, en þarna voru töluð ekki færri en sjö tungumál. Siðan bað Guðmundur sigurvegarana að taka við vinn ingunum. Komu Friðrik, Hort og Georghiu fyrst og tóku við sfnum sigurverðlaunum, sem námu 500 dollurum, en 1. 2. og 3. verðlaun- um var skipt milli þeirra. Næstir komu upp hinn ungi Svii Ulf Anderson og Rússinn Stein, en þeirurðu i 4.-5. sæti. Þeirra verö- laun námu 175 dollurum. Einnig fengu þeir Tukmakov, sem varð i 6. sæti, Timman i 7. og Keene sem varð i 8., peningaverðlaun. Þá var komið að þvl að veita fegurðarverðlaunin, og sagöi Guömundur, að þar hefði verið úr vöndu að ráða, þvi ekki komu upp margar skákir á mótinu, sem þóttu mjög fallegar. Að allra dómi hefði Friðrik telft skemmtilegustu skákirnar, en ekki þær fallegustu. Þá hefði Stein einnig teflt margar góöar skákir, og var það einkum skák hans við Anderson og skák hans viö Guömund Sigurjónsson, sem hefði vakið óskipta athygli dóm- nefndar, sem skipuö var þeim Guðmundi Arnlaugssyni, Baldri nýorðnu stórmeistarar, erlendu þátttakendurnir Hjálmar R. Bárðarson. Möller og Jóni borsteinssyni. Niðurstaðan varð sú, að Stein fékk fegurðarverðlaun mótsins fyrir skák sina á móti Guðmundi Sigurjónssyni. Þegar Stein hafði tekið við sigurverðlaununum bað Guð- mundur þá Tukmakov og Ander- son að koma til sin og færði hann þeim blómvendi og óskaði þeim um leið til hamingju með þann á- fanga, sem þeir náöu á þessu móti, en þeir unnu sér rétt til stór- meistaratignar. Þessu næst tók borgarstjórinn i Reykjavik, Geir Hallgrimsson.til máls, og kvað hann það vera á- nægjulega stund, sem hann ætti hér á þessum stað. Óskaöi hann sigurvegurunum til hamingju og þakkaði útlendingunum fyrir að hafa komið og tekið þátt i þessu móti i Reykjavik,og sagðist vona að þeir heföu notið dvalarinnar 'vel og gaman væri að sjá þá aftur i Reykjavik. Aö lokum sagðist Geir vona, að þetta mót væri aö- eins byrjunin á einvigi þeirra Spasskys og Fischers, en fyrir- hugað er að seinnihluti þess fari fram i Reykjavik i sumar. Sfðastur tók til máls Freysteinn Þorbergsson,og talaði hann sem aldursforseti skákmannanna. Ekki virtist Frevsteinn vera i neinum vandræðum með tungu- málin, þvi að hann flutti sitt á- varp á fslenzku, sænsku, ensku og rússnesku, og hrifust allir mjög af því. Freysteinn óskaði þeim Frið- rik og Anderson sérstaklega til hamingju', Friðrik meö þennan góða árangur og Anderson sem hinum nýja stórmeistara Norður landana. Hófi Taflfélagsins lauk með þvi, að trióiö Þrjú á palli skemm- Framhald á bls. 19 Guðmundur Arniaugsson afhendir sigurvegurunum verðlaunin, frá vinstri er Friörik, Georghiu i miöju og til hægri er Hort. Hér er Guömundur Arnlaugsson meö hina nýbökuöu stórmeistara Tukmakov og Anderson. Timamyndir Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.