Tíminn - 29.02.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.02.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 29. febrúar 1972 UiinUHiln fffffimlfflWlmllllmlffWWWfflllmll Jómfrúrræða Alexanders Stefónssonar á Alþingi: Leiguhúsnaeði úti um landsbyggðina er brennandi vandamál EB—Reykjavík. t umræðunum um þings- ályktunartillöguna um byggingu leiguhúsnæðis á vegum sveitar félaga, er fram fór á fundi sameinaðs þings s.l. fimmtudag, tók Alexander Stefánsson til máls og flutti þar með fyrstu ræðu sfna á Alþingi. Fer jómfrúræða Alexanders hér á eftir: ,,Ég tel mér nauðsyn á þvi aö tjá mig hér i sambandi við þetta mál, sem ég tel eitt af stærri vandamálum margra byggðar- laga i landinu. Eins og sérstak- lega viökemur hinum ýmsu út- geröarþorpum og bæjum, pa er þetta brennandi mál. Húsnæðis- málalöggjöf okkar er þannig upp- byggð, að hún gerir hvergi ráð fyrir aö leysa þennan vanda. En ég fullyrði, að þetta er eitt af þvi, sem stendur i vegi fyrir eölilegri fólksfjölgun, sem er brýnasta nauðsyn þess, að uppbygging i mörgum sjávarþorpum geti verið eðlileg. Þið háttvirtir þingmenn kannizt sjálfsagt við þaö, að það dynja yfir þjóöina auglýsingar um, að það vanti fólk á þennan og hinn staðinn i nauðsynlegustu framleiðslugreinum. útgerðar- menn og forstööumenn fisk- vinnslustööva viös vegar um landið eru alveg i vandræðum meö starfsemi slna, sem þó er undirstaöa byggöarinnar á við- komandi stööum. Og þaö sem fyrst og fremst er vandamál viða i þessum sjávarþorpum, er ein- mitt þaö, að ekki er hægt aö út- vega húsnæði fyrir það fólk, sem vill koma i þessa starfsemi. Það er heldur ekki hægt að ætlast til þess að ungt fólk eða fólk, sem vill stunda atvinnu á þessum stööum, veröi að byrja á þvi aö leggja i milljónafjárfestingu, bæði við að byggja hús eöa kaupa hús til þess að geta stundaö þessa atvinnu. Og það er öruggt mál, að þaö er ofviða viökomandi sveitar- félögum að leysa úr þessu vanda- máli nema hið opinbera komi til. Ég tel, að þaö sé þess vegna mjög timabært aö hugsa af alvöru um þetta mál. Þess vegna fagna ég þeirri tillögu, sem hér er til umræöu. Það er tómt mál að tala um eflingu byggðar um landið, ef einmitt svona veigamiklir þættir eru ekki teknir inn i dæmiö. Með lögunum um Húsnæöis- málastofnun rikisins var vissu- lega stigið stórt og merkt skref i sambandi við húsnæöismál þjóöarinnar, og hefur sú löggjöf vissulega lyft Grettistökum. En hún er vissulega gölluð.Til dæmis hvað viökemur verkamanna- bústöðum. Verkamannabústaöa- lögin eru ein nauðsynlegasta löggjöf, sem fram hefur verið sett i þessum málum, þvi aö hún miöar einmitt að þvi að hjálpa þeim, sem minnsta hafa mögu- leikana til að koma yfir sig húsnæði. En framkvæmd laganna eins og er i núgildandi lögum er þannig, að þessir staöir, sem við erum einmitt aö tala um núna, hafa litla eða mjög litla mögu- leika til þess aö notfæra sér löggjöfina, þannig að gagni komi. Ég get sagt ykkur litið dæmi úr byggðarlagi minu. Við stofnuðum stjórn fyrir Byggingarfélag verkamanna, við létum auglýsa eftir áhuga fólksins á þvi að nota sér þá löggjöf. Eftir hálfs mánaðar umsóknarfrest var þörfin orðin það mikil, að það þurfti að byggja 18 Ibúðir. En þótt sveitarfélagið hafi samþykkt að leggjafram hámark þeirrar upp- hðar, sem löggjöfin gerir ráð fyrir, þ.e.a.s. 400kr. á hvern ibúa, sem gerir i þessu tilfelli 400 þús. kr., þá nægir það aðeins til bygg- ingar 6 ibúða á 4 árum. Ég tel, að þarna væri mjög verðugt verkefni, þ.e. að gera breytingar á þessari löggjöf, þannig að hún gæti komið að meiri notum einmitt fyrir þessa staöi viðs vegar um landið. Ég hygg, að það séu margir sammála mér i þvi, að hin svo- kallaöa Breiðholtsáætlun taki of mikið af hinu almenna fjármagni, sem er veitt til byggingar- framkvæmda, þannig að hlutur landsbyggðarinnar verði of rýr. Ég er ekki að halda þvi fram að byggingaráætlun i Breiðholti sé ekki nauðsyn fyrir vöxt og við- gang Reykjavikur, en ég tel, að þaö þurfi einmitt I þessu sam- bandi að huga vel aö þvi, að það eru fleiri staðir úti um landið, sem þurfa á opinberri aöstoö að halda á þessu sviði, og það er nauösyn. Ég held þess vegna, aö eina lausnin á þvi vandamáli, sem ég minntist á i upphafi, aö styrkja aðstöðu sjávarþorpa og byggða viös vegar um landiö, það sé einmitt sú lausn, sem þessi tillaga fer inn á, að gera sveitar- félögunum kleift að byggja leigu- húsnæði sem þau geta boöiö þvi fólki, sem vill koma á þessa staði og veröur að koma á þessa staöi, ef byggð á að haldast. Og ég tel i þessu sambandi að eölilegt væri að veita i þessu skyni lán til sveitarfélaganna, sem þyrfti að vera allt að 90% af byggingar- kostnaði slikra byggina. En ég legg áherzlu á, og það var eigin- lega tilgangur minn með þvi að fara hingað i ræðustól, að þetta verður aö gerast mjög fljótt, ef ekki á illa að fara i uppbyggingu á Alexander Stefánsson. þeim stöðum, er hafa lagt allt sitt i að byggja upp atvinnulifið og nú einmitt, þegar það opinbera er enn fremur að stuðla að sliku, meö þvi að dreifa stórvirkum tækjum eins og skuttogurum og öðru sliku til þessara byggðar- laga, þá er útilokað annað en þessi þróun fari jafnhliða fram. — Og ég vil varpa þeirri spurningu framjhvort þarna sé ekki einmitt verkefni fyrir Byggðasjóðinn, sem nú er orðinn að veruleika. Herra forseti. Ég hef nú vist haldið jómfrúræðu mina hér á hinu háttvirta Alþingi i allt öðru máii en ég hafði ákveðið. En þetta mál, sem hér er á dagskrá, er mér svo ofarlega i hugá sem sveitarstjórnarmaður i ört vaxandi sjávarþorpi, þar sem þetta er brennandi vandamál, að ég taldi mér skylt að undirstrika mikilvægi málsins. Og ég vil treysta á hæstvirta rikisstjórn, og sérstaklega hæstvirtan félags- málaráðherra,að vinna ötullega að þvi að leysa þetta vandamál byggðanna úti um landið á raun- hæfan hátt. hægt að leysa meö þvi að gera sveitarfélögunum kleift aö byjja litlar en góðar ibúðir, sem siðan væru leigðar út, og þessar ibúðir mættu sveitarfélögin ekki selja. t lok ræðu sinnar sagöi Eysteinn að þarna væri um sér stakt vandamál að ræða, sem þyrfti að leysa sérstaklega. — Og ég held, sagði þingmaðurinn, að ekkert væri athugavert viö það, þótt stjórn Byggðasjóðsins yrði höfð i ráðum um það, hvernig svona fjármagni yrði raðað niður og þá með tilliti til þess, hvernig ástatt er með vinnuafl og at- vinnulif i einstökum byggöarlög- um. En ég vil eindregið skora á rikisstjórnina að taka þetta mál föstum tökum i sambandi við byggðamálin og uppbyggingu at- vinnulifsins, en ég vil enn einu sinni segja, að þetta, sem ég er að segja hér á ekkert skylt við það, að bezt sé, að menn eigi eigið húsnæði, en þetta verður áreiðan- lega að koma þarna með inn i dæmið. Talsverðar umræður urðu enn um tillöguna. Hannibal Valdimarsson sagði að i tillög- unni væri aðeins átt við tima- bundinn húsnæðisskort, en Steingrimur Hermannsson sagöi að svo væri ekki, enda segðu flutningsmenn tillögunnar i greinargerðinni: ,,Hins vegar er eðlilegt, að ungu fólki hrjósi hugur við að þurfa strax að hefja byggingu eigin húsnæðis, ekki sizt þvi, sem hefur i huga að flytjast tii viðkomandi staðar”. — Ég held, sagði Steingrimur þessu næst, að hver einasti maður, sem skilur mælt islenzkt mál, hljóti að skilja ,,aö flytjast til viðkomandi staðar” svo, aö það sé um meira en aðeins um verbúðaflutning að ræða. Þá tók Alexander Stefánsson aftur til máls og lagði enn áherzlu á nauðsyn þess,aö þau byggðar- lög, sem þannig stæði á, fengju viðhlitandi lausn til þess að setja þetta mál I það horf, sem þaðnauð synlega þyrfti. — Ennfremur tók Matthias Bjarnason (S) til máls, svo og Oddur ólafsson (S) og Halldór S. Magnússon (SFV). Umræðunni um tillöguna var þessu næst frestað. Frd umræðum á Alþingi síðast liðinn fimmtudag: Nauðsyn á leiguhúsnæði úti á landsbyggðinni EB—Reykjavík. A fundi sameinaðs þings siðast liöinn fimmtudag urðu miklar umræður um byggingu leiguhús- næðis á vegum sveitarfélaga, þegar tillaga um það mál var til framhaldsumræðu, en tillagan gerir ráð fyrir, að þvi veröi lýst yfir af hálfu Alþingis, aö gcrðar vcrði hið fyrsta ráðstafanir til þcss að bæta úr þeim alvarlcga skorti á lciguhúsnæöi, sem rikj-. andi sé i flcstum þorpum og kaup- stöðum viðs vcgar um landið. t þvi skyni verði i fysta lagi látin fara fram könnun á þörf fyrir leiguhúsnæði i sveitarfélögum um landiö. og i öðru lagi veröi lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um útvegun fjármagns og útlán þe ss til sveitarfélaga, þannig að þeim sé gert fjárhagslega kleift að byggja og reka leiguhúsnæöi, þar sem þess kann að vera þörf. Allsherjarncfnd er sammála um að samþykkja beri þessa þingsályktunartillögu, en leggur fram brcytingartillögu við hana um að þess skuli gætt, að þessi sérstaka fjármagnsútvegun dragi ekki úr öflun lánsfjár til bygg- ingar eigin ibúðarhúsnæöis. Björn Fr. Björnsson(F) mælti fyrir áliti allsherjarnefndar. Hann sagöi, aö þaö væri alkunna, að viös vegar um land i þorpum og kaupstööum, ekki sizt þar sem útgerð og fiskiðnaður væri höfuö- atvinnugreinarnar, hefði rikt og rikti tilfinnanlegur og sumstaðar mjög alvarlegur skortur á leigu- húsnæði. Á mörgum þessara staða væru góð afkomuskilyrði fyrir ungt fólk, sem gjarnan vildi hefja þar störf og þá til langtima, ef fyrsta kastið væri til staðar hentugt ibúðarhúsnæði fyrir slikt fólk. Það væri ekki hægt að krefj- ast þess, enda ekki eðlilegt, að þegar ungt fólk kæmi á slika staði, þá léti það verða sitt fyrsta verk að byggja eigið ibúðarhús. Astandið sem hefði skapazt af þessum húsnæöisskorti hefði valdið alvarlegum örðugleikum i þeirri viðleitni að efla sjávarút- veg og fiskiðnað svo sem að væri stefnt og þjóðarnauðsyn krefði. Og önnur byggðarlög, þar sem öðrum atvinnuvegum eða at- vinnugreinum væri til að dreifa, stórliði fyrir skort á mannafla, m.a. fyrir þessa sök. Björn minnti á, að í núgifdandi lögum væru engin ákvæði, sem heimiluðu lánveitingar svo rúmar til sveitarfélaga, að þeim væri unnt að koma sér upp og eiga leiguhúsnæði af þessu tagi, Það yrði þvi að telja fyllilega tima- bært að Alþingi léti þetta mikils- varða náusynjamál til sin taka, og ekki yröi látið sitja við orðin tóm. Alexander Stefánsson (F) tók næstur til máls og er ræðu hans getið annars staðar hér á siðunni. Ingólfur Jónsson (S) ræddi um erfiðleikana i sambandi við fjár- magnsútvegun til þessara fram- kvæmda. Þingmaðurinn kvaðst efast um, að þessi tillaga hefði hernaðaríega þýðingu fyrir dreif- býlið. Eggert G. Þorsteinsson (A) kvaðst fagna þessari þings- ályktunartillögu. Hann lagöi áherzlu á, að ekki væri skyn- samlegt aö framkvæmd sú, sem tillagan gerði ráð fyrir, yrði utan verksviðs Húsnæðismálastofn- unar rikisins. Það ætti ekki að koma upp nýrri stofnun vegna þeirra verkefna, sem skyld væru verkefnum Húsnæðismála- stofnunarinnar. Þá sagði þing- maðurinn, að Húsnæðismála- stofnunin væri nú að fara af stað með könnun á þvi,hve mikið væri um heilsuspillandi húsnæöi i kaupstöðum og kauptúnum landsins. Steingrimur Hermannsson, (F) sem er fyrsti flutningsmaður til- lögunnar, kvaðst fyrst og fremst vilja þakka allsher jarnefnd ágæta afgreiðslu málsins og góðar undirtektir. Hann sagðist vera fullkomlega sammála þeirri breytingartillögu/ er nefndin flytti. Það heföi aldrei verið hug- mynd flutningsmanna tillög- unnar, að dregið yrði úr þvi fjár- magni, sem veitt væri til annarra ibúðarbygginga i landinu. Hins vegar væri staðreyndin sú, að leiguhúsnæði i mörgum af hinum smærri stöðum úti um land gæti oröiö mjög mikilvægur áfangi á þeirri braut að flestir eignuðust sitt eigið húsnæði þar. Allir vissu, sem þekktu til þessara staöa úti á landi, að mjög oft hefði þaö verið einn erfiðasti þrándurinn i götu, þegar atvinnulifiö heföi verið á uppleið, að ekki hefði verið tiltækt húsnæði þar fyrir ýmsa, sem þangaö hefðu viljað flytja, en treystu sér ekki af eölilegum ástæöum til þess að ganga þegar i eigin ibúðarhúsabyggingu. Þessi tillaga væri fyrst og fremst hugs- uð til þess að brúa þetta bil. Hannibal Valdimarsson, fé- lagsmálaráðherra, sagöi, að það væri ýmsum vandkvæðum háð aö framkvæma þessa tillögu. Hins vegar væri sjálfsagt að könnun færi fram á þessu máli þegar i stað. Ráðherrann sagði, að með þessari tillögu væri fyrst og fremst stefnt að auknum lánveit ingum til staða þar sem atvinnu- lifið væri sveiflukennt, þess vegna væri þetta spurningin um hreyfanlega vinnuaflið. Taldi ráðherrann einnig,að hætta væri á þvi að skapa misrétti með þessu. Þá sagði ráðherrann, að á s.l. ári hefði Húsnæðismálastofnun rikisins vantað á 2. hundrað milljón kr. til þess að geta af- greitt þær lánabeiðnir, sem henni hefði verið skylt að afgreiða og 1972 skorti hana 520 milljónir til þess arna. Eysteinn Jónsson (F) sagöi, að við hefðum rekið okkur á það á undanförnum áratugum, að i hvertskipti, sem unnt hefði verið aö hleypa nýju fjöri i atvinnulif einstakra byggðarlaga úti um land, þá hefði vöxtur þeirra stöðvast af þvi að i þessum byggðarlögum væri ekkert leigu- húsnæði að fá. Aftur á móti væri ævinlega hægt að fá leiguhúsnæði við Faxaflóa, a.m.k. i Reykjavik. Þetta væri hiklaust ein stærsta ástæðan fyrir þvi, hversu erfið- lega gengi að stuðla að jafnvægi i byggð landsins. Og þaö þyrfti ekki að imynda sér, að hægt yröi að valda straumhvörfum i þvi efni á annan hátt en þann, að menn ættu kost á þvi að fá leigu- húsnæði i þessum smærri byggðarlögum úti á landi þar sem atvinna væri næg. Hér væri ekki um verbúöarmál aö tefla, slikt væri algjör misskilningur. Eysteinn sagöi, að hann og aðrir flutningsmenn tillögunnar heföu ekki i huga það fólk, sem ætlaði sér að vinna á þessum stöðum hluta úr ári. Þetta væri eingöngu spursmálið um þaö, hvort það ætti aö búa i þessum byggðarlögum þannig, að þau nytu sin, að þau gætu fengið til sin það fólk, sem vildi eiga þar heima. Ef það ætti að vera áfram þannig, að enginn gæti setzt að i neinu sjávarþorpi t.d. á Austur- landi annar en sá, sem væri til- búinn að byggja yfir sig strax, þá gætu menn afskrifað allt tal um aukið jafnvægi i byggð landsins af þessu tagi, algerlega. Eysteinn sagðist vera þeirrar skoðunar, að hér væri um eitt allra stærsta mál i byggða- þróunarmálum að ræða. Það væri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.