Tíminn - 29.02.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.02.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 29. febrúar 1972 TÍMINN 9 Ofgefandl; Prawídkttarfíokkurfnn Framkvaarndavfiúri; Krlstfán Bene-dfkUsau, ftjtsijörarí Þórarinb ::: : : Þd’rarlnsson : táb);: AndréS:; :Krki<{énSSbrt,:: Jón: Hefgai&rt/: IbdrRSf ; / C. Þorsteinsson og Tómas Ksrfsson, Auglýsinsfaítjórf: Steln- arímur Cislason. RHsftÓrnarskrifstofur ■( J6ddubúsmu/ SÍtrter léaðo — 1H3Q&. 5krif?tofur Bankastraéff 7. — Afgretösiusimi 11323. Augfýsíitgaslmi 19523, Aðror skrifstofur simj T830fl, Áskriftargtald kr, 22S.0Q á mánúSt Innanlands, í lausasclu ' kr. li.ofl elntaktö. — fitaöaprebt h.f. (öffsat) Kröfur menntaskólanema Siðastliðinn föstudag minnti Landsamband menntaskólanema eftirminnilega á helztu baráttumál sin. Aðalkröfurnar eru fimmþættar og fjalla um nýtt átak i húsnæðismálum menntaskóla- stigsins, að lögum um menntaskóla frá 1970 verði framfylgt, að námsaðstaða verði söm og jöfn um land allt, að vald nemenda i skóla- stjórnum verði aukið og að unnið verið úr verk- legum úrlausnum nemenda. Allt eru þetta eðlilegar kröfur, þótt ekki verði öllum þeirra komið fram i skyndi. En það má ekki draga úr þvi, að markvisst verði unnið að framgangi þeirra. Þess ber vitanlega einnig að gæta, að þótt húsnæðismál menntaskólastigsins séu i ólagi, gildir það ekki siður um önnur stig skólakerfis ins. Sum þeirra eru enn verr á vegi stödd. Núverandi rikisstjórn tók við þessum málum i algjöru öngþveiti, og þvi var framlag til skóla- bygginga stóraukið á fjárlögum þessa árs. Þannig var byggingaframlagið til Kennara- skólans aukið um 103%,til iðnskóla um 90%, til héraðsskóla um 80%, til barnaskóla og gagn- fræðaskóla um 37%, en til menntaskóla um aðeins 12%, þvi að þörfin var talin enn meiri á öðrum stigum skólakerfisins. Af áðurgreindum kröfum er ekki minnst ástæða til áð árétta kröfuna um, að námsað- staða verði söm og jöfn um allt land. í greinar gerðinni, sem fylgdi kröfunum, sagði m.a. svo um þetta atriði: ,,Hið lága hlutfall menntaskólanema frá landsbyggðinni miðað við hlutfall nemenda frá þéttbýliskjarnanum, sýnir einna bezt hve mikið óréttlæti rikir enn i þessum málum. . . Nám á ekki að vera forréttindi hinna efnaðri, heldur almenn mennréttindi”. Undir þessi orð ber að taka. Framar öðru þarf að stefna að þvi, að námsaðstaðan verði svipuð um land allt, og það mál verður heil- brigðast leyst á þann veg, að skólar verði ekki siður reistir i dreifbýli en þéttbýli. Viðskiptahallinn Það er kunnara en frá þurfi að segja,að mikill halli varð á verzlunarjöfnuðinum við útlönd á siðastliðnu ári. Haldist þessi halli áfram, eins og horfur eru á að óbreyttu ástandi, mun gjaldeyrisinneign banka erlendis ganga fljótt til þurrðar. Stjórnarandstöðu- blöðin hafa réttilega bent á þetta og krafizt að- gerða af hálfu ríkisstjórnarinnar. Rikisstjórnin hefur nú stigið nokkurt skref i þessa átt með þvi að draga úr heimild til vöru- kaupalána erlendis. Þá bregður svo við, að þetta er harðlega gagnrýnt i stjórnarandstöðu- blöðunum, án þess að þau bendi á nokkurt annað úrræði. Slik er nú stjórnarandstaðan á íslandi. Það er krafizt aðgerða, en siðan snúizt gegn sér- hverju, sem gert er. Þ.Þ. Gerður Steinþórsdóttir: Brjóstvit og barnauppeldi ÞANN 3ja febrúar s.l. flutti ég tillögu i Borgarstjórn Reykjavikur um hagnýta for- eidrafræöslu i tengslum við Heilsuverndarstöðina. Fyigdi ég tillögumii úr hlaði með stuttri greinargerð, og birtist hluti hennar i Timanum 11. febrúar. i útvarpsþættinum ABC 23. fcbrúar var vikið að þessari tillögu og rætt um nauðsyn þess að ætla slikri fræðslu stað i skólakcrfinu. Að þvi mun sennilega koma, að uppeldisfræði verði kennd i samskóium landsins. En sliku verður ekki komið til vegar á einum degi. Þvi tel ég heppi- iega lausn eins og sakir standa aö Heilsuverndarstööin taki hagnýta foreldrafræðslu inn i starfsemi sina. Það gæti stuðl- að að þvi að breyta þeim almenna hugsunarhætti, að uppeldi barna kerfjist engrar þekkiugar. Tii frekari glöggvunar á þessum málum þykir mér rétt að birta hér greinargerðina i heild. ÞAÐ ER staðreynd, að I Reykjavik, sem telur nær hundrað þúsund íhúa, eru fyrir hendi ýmis alþjóðleg vandamál stórborgarlifs: taugaveikiun, ofneyzla áfeng- is, uppeldisvandamál o.s.frv. Ýmsir draga i efa, að Is- lcndingar séu að eðlisfari góðir uppalendur, á hinn bóg- inu hafi ekki á það reynt fyrr en nú. Þessu til skýringar má nefna hinn alkunna veik leika landans gagnvart öllu sem kallast gáfur, en vanmat á ýmsum góðum dyggðum, svo sem reglusemi, heiðar- leika og réttlætiskennd. Sið- ustu áratugi hefur orðið bylt- ing i þjóðiifsháttum eins og ailir vita. Afar okkar og ömm- ur ólust upp i kyrrstæðu hænda þjóðfélagi, þar sem heimilin voru mannmörg og á ýmsa lund sjálfum sér næg. Nú er svo komið, að sveitirnar eru mannfáar, en fólk hefur flykkzt inn i þéttbýlið, og er þvi að vonum, að við kunnum ekki enn nema til hálfs að lifa i borg. Telja má, að sá siður að setja börn út á götuna, — en liann mun vera einstæöur meðai siðmenntaðra þjóða, — sé runninn fra þeirri tið er is- lendingar voru bændaþjóð og börnin voru sett út i hlað- varpann. ÞEGAR skólar tóku til starfa hér á landi, gerðu ýmsir sér Ijóst að uppeldi krcfst þekkingar eins og önnur störf. Það var á þeim timum, þegar konur voru fyrst og fremst aldar upp til að veröa mæður og húsfreyjur. Uppeldisfræði hcfur þvi verið kennd i Kvennaskólanum í Reykjavík og svo i húsmæðraskólum landsins, þaö er að segja: þeim skólum sem sérstaklega eru ætlaðir konum. Auk þess kenna nú örfáir sérskólar upp- eldisfræði svo sem Kennara- skólinn og Fóstruskólinn. Ilins vegar er uppeidisfræði hvergi kcnnd á skólaskyldu- stigi að undanskildum Kvennaskólanum. ALLIR VITA, sem til þekk- ja, að það er ekki litið starf að vera góður uppalandi i obrgarsamfélagi nútimans. Flestir eru sammála um að heimilin gegni þýðingarmesta uppeldishlutverkinu, og þar sé grundvöllurinn lagður að and- legur og lfkamlegu heilbrigöi barnsins. Aðrir aðilar gegna einnig mikilvægu hlutverki, fóstrur, kennarar og æsku- lýðsleiðtogar. En hvernig eru foreldrar almennt undir það búnir að gegna hlutverki uppalandans? Flestir hafa hvorki rcynslu né bóklega þekkingu, og hér kemur einnig til atriði sem er Gerður Steinþórsdóttir. nútimafyrirbæri: piitar og stúlkur verða foreldrar æ yngri og að þvi skapi óþroskaðir og fákunnandi, og valda þvi ekki hlutverki þvi, scin þeim er fengið f hendur. Miðaldra kona sagöi um gift- ingu ungs fólks nú á tfmum, að i sinu ungdænii hefði það litið út eins og sendisveinninn og harnapian væru að giftast, svo fátiðar voru ungliugagiftingar þá. Og nú kem ég að kjarna málsins: hvcrs vegna ég tel að koma cigi á fót foreldra- fræðslu einniitt í tengslum við Heilsuverndarstöðina. UM ÁRABIL hefur Heilsu- vcrndarstöðin veitt verðandi inæðrum góða heilbrigðis- þjónustu. Einnig hefur stofn- unin haft með höndum eftirlit tneð börnum fyrstu þrjá mán- uðina cftir fæðingu, vigtað barnið til að sjá livort það þyngdist cðlilega og ráölagt um mataræði. Jafnframt er barniö bólusett sjö sinnum fyrsta árið. Slik þjónusta er ómetanleg og veitir mikið öryggi. Einnig má geta þess, að for- stööukona Kæöingarheimilis- ins hefur um nokkurt skcið og mcð góðum árangri haldið námskciö fyrir barnshafandi konur í afslöppun og leikfimi, rælt um þroskaferil fóstursins og fæöinguna. Slik fræösla er ágætur undirbúndingur, sem eyðir ótta við hið óþekkta og er nokkur andlcg aðlögun undir það scm koma skal. Nú spyr ég: Er ekki jafn nauösynlegt aö liafa þekkingu á eðli og þroskafcrli barna og vita hvað hæfir hverju aldurs- skeiði, eins og hitt að gcfa harninu rétta fæðu, þrifa það og bólusetja? ÞAR SEM sú þjónusta sem ( Heilsuverndarstöðin veitir er vel af hendi lcyst, tel ég að hagnýtri foreldrafræðslu sé bez.t komið fy rir í tengslum við hana sem einum þætti barna- verndar. Heisluverndarstöðin er i tengslum við foreldrana (einkum þó móöurina), og á þessum limamótum ævinnar er fólk móttækilegast fyrir slikri fræöslu. Eg vil minna á þau orð Hall- dórs Laxness, sem rituö voru á þvi herrans ári 1925, að harnauppeldi sé ekkert handahófsverk og skáldið spyr: „llvaö veit rjett og sljctt kona yfirleitt um, hvernig á að ala upp börn?” Siðan heldur Laxness áfram: „Barnaupp- eldi i siðmentuðu þjóðfélagi er námsgrein, list, visindi, fjarri þvi að geta vcrið handa- hófsverk hverrar kvenkindar sem á einn eða annan hátt hefir flæmst inn i hjóna- bandið”. Við tökum . eftir þvi, að hér er rætt um konuna sem uppaldanda, en karlinannsins ekki gctið. En margt hefur breytzt á háifri öld. Fyrir nokkrum árum þótti sjálfsagt og cðlilegt að börn fylgdu mæðrum sinuni ef til skiln- aðar kom, en nú gerir faðirinn æ meiri kröfur til barna sinna, og aldrei hafa jafnmörg for- ræöisdeilumál koinið fyrir baniaverndarnefnd og einmitt nú. Nú MUN ég reifa hug- myndir minar um hagnýta foreldrafræðslu. Námið verði þriþætt. Um einn þáttinn fjalli sálfræðingur eða uppeldis- fræðingur. llann skýri þroska- skeið barnsins, einkenni þess og þarfir. Hann fjalli um skyldur og ábyrgð foreldra. Ilaiiii ræði um hvernig skyn- santlega megi bregðast við ýmiss konar hegðun barna, svo sem þrjózku, reiöiköstum, smálygum o.s.frv. Hann fjalli um umgengni við börn, aga- vandamál og réttmæti hegn- inga. Um anuan þáttinn fjalli fóstra. Hún ræði um lcikþörf barna og hvaða lcikföng hæfa livcrju aidursskeiði, leiðbeini i föndri o.s.frv. Kélagsráðgjafi taki að sér þriðja þáttinn. Hanii ræði uin opinbera þjónustu sém borgin veilir. Hann fjalli um Félags- málastofnún Reykjavik- urborgar og hlutverk liennar (t.d. mæðraheimili og fjár- hagsicga aðstoð), um dag- hcimili, leikskóla, um gæzlu- vclli og skynsamlega notkun þeirra. UM FY RIRKOMULAG sliks námskeiðis cr það að scgja, að ég tcldi heppilegt, að það færi fram á lleilsu- verndarstöðiimi, eins og bólu- sctning og afslöppun, og væri auglýst þar. Náinskciðið sé haldið á kvöldin að vetrinum, tvisvar til þrisvar i viku, tvo tima i senn og standi fjórar til sex vikur. Að minnsta kosti tvö slik námskeið ætti að halda á vetri hverjum, en slikt fer auðvitað eftir þátt- töku. Námskeiðið sé einkum ætlað verðandi mæðrum og barnsfeðrum þeirra, og svo ungum foreldrum. Ilagnýt foreldraffæðsla scm þessi hefur verið reynd hér lijá Námsflokkum Reykjavikur, en þvi miður var þáttlaka dræm. Orsakir þcss kunna að vera ýmislegar: að hún hafi farið fram hjá fólki, það liafi ekki kunnað að notfæra sér liana og siðast en ekki sizt sú landlæga skoðun, að fólk þurfi ekki á slikri fræðslu að halda. Þelta er úreltur hugsun- arháttur, byggður á misskiln- ingi og fordómum. Engum finnst einkennilegt að maður scm ætlar sér að verða kenn- ari, lögfræðingur eða læknir, leiti sér menntunar á þvi sviði, en þegar til barnauppeldis kemur á brjóstvitiö eitt að ráða. Það er þvi von min að reynt verði að ráða bót á þessu. Það hlýtur að vcra þjóðinni væn- legra til lieilla en flest annað, að þeir sem uppeldisstörfum gegna fái sem bezt skilyrði til að leysa þau vcl af hendi. Við lifum i þjóðfélagi, sem verður sifellt fióknara og sakir þess, að piltar og stúlkur verða for- cldrar æ yngri, tel ég að for- cldrafræðsia eigi að verða einn þáttur barnaverndar i þjóöfélaginu. ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.