Tíminn - 29.02.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.02.1972, Blaðsíða 20
John Taylor, innanrikisráðherra Norður-írlands, liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir skotárás á föstudaginn. Hann var skotinn fjórum skotum er hann var aö fara inn I bifreiö sína i Armagh. Skotin hittu hann i hnakkann, kjálkann og brjóstið, og var Taylor i lifshættu i fyrstu. Þriðjudagur 29. febrúar 1972 Veggjaldið á Reykja- nesbraut verður ekki fellt niður sagði samgönguráðherra á Alþingi i gær EB-Reykjavik. Hannibal Valdimarsson, sam- gönguráðherra, sagði á fundi i neðri deild Alþingis i gær, að hann væri þeirrar skoöunar, að á meðan i vegalögum væri heimild fyrir ráðherra til þess að ákveða meö reglugerð, að greiða skyldi ákveöiö umferðargjald af öku- tækjum, sem ækju um tiltekna vegi eða brýr, ætti ekki að fella Jarðskjálftar á Húsavik SJ-Reykjavik. Húsvikingar urðu varir viö minniháttar jarðskjálftakipp á sunnudagsmorgun kl. rúmlega átta. Kippur þessi mældist ekki á mæla Veðurstofunnar i Reyk- javik, og mun hafa átt upptök sin innan 5 km fjarlægðar frá Húsavik. niður veggjaldið á Reykja- nesbraut. Lýsti samgönguráðherra þessu yfir, þegar fram var haldið i deildinni 1. umræðu frumvarps um að þessi heimild verði felld út af vegalögum og að hætt verði jafnframt að innheimta veg- gjaldið á Reykjanesbraut, en eins og áöur hefur komið fram eru HalldórS. Magnússon (SFV), Jón Skaftason (F) og Gils Guðmunds- son (AB) flutningsmenn frum- varpsins. Urðu miklar umræður um frumvarpiö i þinginu i gær, en frá þeim verður greint siðar á þing- fréttasiðunni. OÓ-Reykjavik. Geysiharður árekstur varð miili tveggja fólksbila i Olfusi s.l. sunnudagskvöld. Voru tvær konur og tveir karlmenn, sem i bilunum voru, flutt á slysadeild Borgar- spitalans, en ekkert þeirra er talið alvarlega slasað. Áreksturinn varð um kl.6 á veginum á móts við Kögunarhól. „Vikan, sem breytti heiminum" er liðin Formósustjórn óánægð með yfirlýsingu Nixons og Chous NTB-Anchorage. Nixon Bandarikjaforseti og lylgdarlið hans kom i gær til Anchorage i Alaska úr viku- heimsókn sinni i Kina. 1 siöustu ræðu, scm Nixon hélt á kinverskri grund, þegar hann lauk heim- sókninni á sunnudagskvöld sagði liann að siðasta vika mundi breyta heiminum. 1 Anchorage hvildi forsetinn sig i niu klukkustundir, en siðan var lagt af stað til Washington og mun flugvél forsetans hafa lent þar um kl. 2 i nótt. Vegleg móttökuathöfn var i undirbúningi i Washington i gærkvöldi og var von á ráð- herrum, sendiherrum, hátt- settum embættismönnum öörum svo og fjölskyldunni á flugvöllinn. Ekki var vitað, hvort Am- bassador Formósu mundi koma á ílugvöllinn til að fagna Nixon. Stjórnin á F'ormósu sagði i gær, að heimsókn Nixons til Kina væri einskis virði fyrir friðinn, þótt Nixon héldi annað. bá höfðaði stjórnin til „frjálsra landa i Asiu og á Kyrrahafssvæðinu” að standa sáman gegn ógn komm únismans. bÚ-Reykjavik. ijoðnuaflinn mun nú vera kominn i 200 þús. tonn og er hér um nýtt met að ræða. Aður hafa Isiendingar aflað mest 190 þús. á einu úthaldi. Fiskifélag tslands var ekki til- búið með aflaskýrslu sina i gær, en eftir öllum sólarmerkjum að dæma mun aflahæsti báturinn vera farinn að nálgast 10 þús. tonna markið og er það einnig nýtt met. Allar þrær eru nú yfirfullar, frá Akranesi til Hornafjarðar og verða þvi margir bátanna að sigla með aflann til Austfjarða, og þeir, sem hafa siglt þangað af svæðinu út af Garðsskaga, eru nærri 40 tima á leiðinni. Loðnu- miðin eru á stóru svæði, eða alveg frá Ingólfshöfða og vestur i Faxa- t ljós hefur komið, að sprengjur þær, sem valdið hafa brunasárum á nokkrum starfsmönnum Sementsverksmiðjunnar, eru bandariskar að uppruna smiðaðar árið 1942. Leiðtogar beggja flokka á bandariska þinginu, létu i gær i ljós ánægju sina með viðræður Nixons við kinverska leiðtoga og innihald tilkynningar þeirrar, sem á sunnudaginn var gefin út i Shanghai. A fimmtudaginn mun Nixon gera þingmönnum grein fyrir ferðalaginu og tilkynning- unni. Margir þingmenn vilja biða með að láta gagnrýni sina i ljós, þangað til eftir þann fund, en skarpasta gagnrýni-hefur hingað til komið frá þingmönnum hægri arms irepúblikanaflokksins. Stjórn Shang Kai-Sheks á Formósu gaf i dag út tilkynningu, þar sem segir, að það sé heilög skylda kinverskra þjóð ernissinna að útrýma kúgun kinversku kommúnistastjórnar- innar og þvi geti ekkert breytt. Eins og kunnugt er af fréttum, var það athyglisverðasta atriði yfirlýsingarinnar i Shanghai á sunnudaginn, að Bandarikin viðurkenni, að Formósa sé hluti af Kina, en Formósa álitur hins vegar, að Kina sé hluti af For- mósu. flóa og eru bátarnir dreifðir á öllu þessu svæði. Jónas Arnason. psssmmaummaaamuamm Fyrsta bana slysið á þessu ári OÓ-Reykjavik. Banaslys varð i um- feröinni í Reykjavík sk ömmu eftir miðnætti að fararnótt mánudags. V'ar ekið á gangandi mann á Snorrabraut og lézt hann samstundis. Er þetta fyrsta banaslysið af vötdum umferöar i Reyk- javik á þessu ári. Maðurinn, sem lézt hér Pétur Halldórsson, til heimilis að Hamrahlið 27. Hann var 46 ára aö aldri. bað var leigublll sem ók á Pétur. Var billinn á leið suður Snorrabraut, en slysið varð skammt norðan Miklatorgs. Var Pétur á leið yfir götuna, rétt sunnan við gang- braut, sem þar er. Bil- stjórinn segist ekki hafa séð manninn, fyrr en hann var rétt framan við bilinn, en það var of seint. Pétur höfuðkúpubrotnaði og var látinn þegar að var komið. mur Ted Willis. Met loðnuveiði: 200 þús. á land Ferð Jónasar tafði þingstörfin EB-Reykjavik. Opinber för Jónasar Arnasonar, alþingismanns, til Bretlands, til að túlka málstaö okkar i landhelgismálinu, varð að umræöuefni utan dagskrár i Sam- einuöu Alþingi i gær, en sem kunnugt er hélt Jónas til Bret- lands s.l. fimmtudag með togaranum Júpiter. bað voru formenn stjórnarand- stöðuflokkanna, þeir Gylfi b. Gislason og Jóhann Hafstein, sem kvöddu sér hljóðs utan dagskrár. Gylfi spurði Einar Agústsson, utanrikisráðherra, aö þvi hvort hann hefði vitað um að Jónas færi utan, áður en ákvörðun um þaö hefði verið tekin, og Jóhann Hafstein spurði, hvort þessi för Jónasar þýddi nýja starfshætti i utanrikisþjónustunni. Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra, sagði að sér væri ljúft að veita fyrirspyrjendum svo og öllum alþingismönnum öðrum þær upplýsingar, að þessi ferð Jónasar væri farin með fullri vitund og samþykki sinu. — Málið var hins vegar ekki, að ég taldi, þannig vaxið, að ástæða væri til að ræða þaö á fundi rikis- stjórnarinnar i heild. Má vera að þeim þingmönnum, sem hér hafa tekið til máls finnist það óvið- eigandi, að einn ráðherra geti ákveðið svona viðamikfð ferðalag til útlanda, án þess að bera það undir rfkisstjórnina alla. En þaö veröur þá að taka þvi, sagði, Einar. Utanrikisráðherra gat þess ennfremur, að Jónas hefði áður farið til Bretlands svipaðra erinda. — bað var þegar hann tók þátt i sjón varpsþætti Magnúsar Magnússonar i Aberdeen og ég hef beztu trú á þvi, að honum takist einnig nú, að halda þannig á okkar spilum, aö það verði málstað islands i landhelgis- málinu til ávinnings. Gylfi b. Gislason lýsti þvi yfir, að hann mæti Jónas mikils sem skáld og rithöfund og einstakling lika, en margir aðrir væru betur fallnir til að kynna málstað Islendinga i landhelgismálinu en hann. Jóhann Hafstein gagnrýndi það, að ekki hefði verið haft sam- ráð við stjórnarandstöðuna i sambandi við þessa för Jónasar. Lúðvik Jósepsson tók einnig til máls og sagði m.a. að brezkur þingmaður i lávarðadeildinni, Ted Willis, leikritaskáld, sem hér var staddur fyrir nokkru, hefði boðið Jónasi að vera viðstaddur, þegar hann gerði grein fyrir mál- stað okkar I lávarðadeildinni. Sagði Lúðvik, aö honum og utan- rikisráðherra hefði þótt rétt að nota þetta tækifæri og fá Jónas til að ræða viö fleiri aðila á erlend- um vettvangi um landhelgis- málið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.