Tíminn - 01.03.1972, Qupperneq 2

Tíminn - 01.03.1972, Qupperneq 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 1. marz 1972. Þörf áminning Kitt af undirstööuatriðum þcss,aö þinghald á Alþingi is- lendinga gcti gcngið með eðli- legum hætti og alþingismenn unnið að setningu löggjafar með viöunandi hætti, er að störf þingnefnda séu sem ná- kvæmust og mál þar þraut- skoðuö. Til þess að þingnefnd- ir geti unniö starf sitt viöhlit- andi þurfa þær aö eiga greiöa leið að sérfræðilegri aöstoð og upplýsingum um alla þá þætti, sem mál snerta, er til með- ferðar eru hverju sinni. t þessu skyni leita þingnefndir venjulega til ýmissa aöila, sem sérfræöiþekkingu hafa á þeim málum, sem þær fjalla um. Nú á seinni árum hefur boriö á þvi,að ýmsir þeir aðil- ar, sem þingnefndir biðja um sérfræöilega aöstoö, eru svo seinir til svars, að bagalegt er. Sumir láta jafnvel alveg undir höfuð leggjast að láta nefnd- um i té umsagnir. Af þessum sökum hafa þing- menn úr öllum þingflokkum Alþingis nú lagt fram tillögu um að fela rikisstjórninni, aö hlutast til um, að embættis- menn og stofnanir, sem henni lúta eða njóða rikisaðstoöar, svo og sveitarfélög og sam- bönd þeirra láti þingnefndum I té i tæka tfð umsagnir og aðra sérfræðilega aöstoö, sem ósk- aö er cftir við athugun þing- mála. Fyrsti flugningsmaður þessarar tillögu er Gísli Guö- mundsson. Mikilvægi þingnefnda Kfnislcg rannsókn þingmála fcr fram I nefndum þingsins og i þingsköpum er ætlazt til þess, aö álit nefnda séu rök- studd og helzt þannig úr garði gerð, aö þau geti oröið þing- mönnum utan viðkomandi nfendar til leiðbeiningar við umræðu og atkvæðagreiðslu. Niðurstöður nefnda eru oft aö verulegu leyti undir þvi komn- ar, hvers konar umsagnir þær hafa fengið frá þeim sérfræði- legu aðilum, sem þær leita til. Kf þingstörf eiga að ganga með cðlilegum hætti verða þingnefndum að berast um- sagnir sérfróðra aðila, sem lcitað er umsagnar hjá, það timanlega, að bið eftir um- sögnum veröi ekki til þess að tefja nefndarstörf. Kf nefnd- arstörfin tefjast verða að sjálfsögðu einnig tafir á þing- störfum og eru um það dæmi, að þjóðþrifamál hafa dagað uppi á Alþingi vegna þess.aö umsagnir bárust ekki frá þeim aðilum, sem leitað var til um sérfræöiálit, eða aö umsagnir sumra aðila bárust svo seint, að mál gat ekki hlotiö lokaaf- greiöslu fyrir þinglausnir. i greinargerð með tillögu sinni segja flutningsmenn, að þeir, sem lengi hafa átt sæti á Al- þingi hljóti að vcita þvi athygli aö nú i seinni tíð séu að véröá nokkuð mikil brögð að þvi, að ýmsir aðilar séu orðnir svo seinir til svars, að bagalegt sé, eða láti jafnvel alveg undir höfuð leggjast að láta þing- nefndum I té umsagnir. Þetta veröur aö breytast. Þessi tillaga þarfnast ekki umsagnar aðila utan þings og um hana verður vafalaust breið samstaða þingmanna. Hún mun þvi vafalaust ekki daga uppi á þinginu. — TK Niðrandi orð um Fjólu og Glókoll ■l'M.IISi.Illliiffll.il.I.. Landfara hefur borizt þessi ádrepa um beitingu móðurmáls- ins: ,,Á forsiðu Visis 4. febrúar s.l. standa þessi orð i fremsta dálki: ,,Hvaða islenzkt barn, sem komið er á lesaldur kannast ekki við þau skötuhjú, Fjólu og Glókoll?” Hvað þýðir „skötuhjú” þar i blaði? t orðabók Árna Böðvarssonar segir, að merkingin sé „fremur niðrandi”. 1 orðabók Blöndals segir, að það tákni „daarlige personer”, sem ég skil svo að séu lélegar persónur. Hvers vegna hefur Visir niðr- andi orð um Fjólu og Glókoll? Sjálfsagt bara vegna þess, að hann skilur ekki móðurmál sitt betur en þetta. Þetta gerði ekki mikið til, ef það væri einstakt slys og einangr- að fyrirbæri. En sé þetta eitt dæmi af mörgum um það, að við séum að missa tilfinningu fyrir blæbrigðum málsins, sýnir það, að stefnt sé að þvi að gera málið snauðara og ófullkomnara, sam- anber orð skáldsins: „Hið greiðasta skeið til að skrilmenna þjóð er skemmdir á tungunni að vinna”. bá er það ekki heldur neitt hé- gómamál, hvernig blöð eru skrif- uð. Eigum við að biða eftir þvi, að virðulegustu persónur þjóðarinn- ar verði kölluð skötuhjú. - H. Kr.” Fleiri bekki í borginni. Og hér er annað stutt bréf: „Ég bað velvakanda Morgun- blaðsins nýlega að koma þvi á framfæri við borgarstjóra, að settir yrðu upp bekkir og stólar viðs vegar við götur bæjarins, svo að ég og önnur gamalmenni gætu tyllt sér niður, þegar við erum á gönguferðum um borgina. Ekki hefur þetta komizt til skila, og bið ég þvi Landfara að koma þessu á framfæri, ef ske kynni, að það bæri árangur. Gamall göngumaður”. Á spítalanum Og loks er hér bréfkorn frá sjúklingi: „Ég var um mánaðartima á Landsspitalanum nýlega. Þar var ágætt að vera, hreinlæti i bezta lagi og hjúkrun ágæt. Lækna sá ég sjaldan, enda þurfti ég litið á þeim að halda i þetta sinn — var aðallega hvildar þurfi. Ég er nú enginn sérstakur mat- maður, en nokkuð matvandur, þó að mér þyki nú beztur hafra- grautur og slátur, og svo brauð ef það er gott. En maturinn á spital- anum var vægast sagt lélegur, jafnvel hafragrauturinn var kekkjóttur. Lita læknar spitalans ekkert eftir þvi, hvaða matur er borinn fyrir sjúklingana? Sjúklingur.” Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til nýrra laga um stofnun og slit hjúskapar. Það var lagt fram seint á siðasta þingi, fékk ekki meðferð i þingnefnd og varð ekki útrætt. Núgildandi löggjöf er um hálfrar aldar gömul. Frumvarpið er samið af sifjalaganefnd. 1 henni hafa átt sæti frú Auður Auðuns, al- þingismaður, Baldur Möller, ráðuneytisstjóri og dr. Armann Snævarr, prófessor, sem unnið hefur mikið starf bæði á sviði islenzkrar og norrænnar hjúskaparlöggjaf- ar. Sams konar nefndir hafa starfað á hinum Norðurlönd- unum siðan 1960, en árið 1955 mælti Norðurlandaráð með þvi, að efnt yrði til samvinnu um endurskoðun þessarar lög- gjafar svo og löggjafar um réttindi og skyldur hjóna i þeim tilgangi að samræma löggjöf Norðurlanda eftir föngum. Ýmis athyglisverð nýmæli eru i frumvarpinu, sem væntanlega verður að lögum á þessu þingi. í greinargerð þess er einnig mikill fróðleik- ur, sem freistandi væri að gera góð skil. Á þvi eru þó ekki tök á þessum vettvangi. Hér á eftir verða þó teknir upp fá- einir fróöleiksmolar, en i næsta þætti verður vikið að höfuðbreytingum þessa frum- varps á núgildandi lögum. Fólk giftir sig nú miklum mun yngra en áður var. Um aldamótin var meöalaldur brúðguma rösklega 30 ár, en meðalaldur brúða 28 ár. Arið 1969 var meðalaldur allra brúðguma hins vegar 25,5 ár og brúða 23,3 ár. Hjónaskilnaðir hafa farið mjög i vöxt bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum á þessari öld. Á fyrstu árum aldarinnar komu hér 15 hjóna- skilnaðir á hver lOOOfyjóna- bönd. Árið 1969 hafði tala hækkað i 153. Sama ár var tala lögskilnaða hér á landi 668 og var þá i fyrsta sinn hærri hér en i Sviþjóð (663). Hin háa hundraðstala óskilgetinna barna hér á landi hefur jafnan vakið athygli. Á rin 1967-1969 var hún 30%. A rið 1967 voru hundraðstölur óskilgetinna barna, miðað við heildartölur fæddra barna, á hinum Norðurlöndunum: Danmörk, 11.1%, Finnland, 4.8%, Noregur 5.1% og Sviþjóð 15.1%. Hundraðstalan hér á landi hefur verið há allt frá siðari hluta 19. aldar, t.d. 20.2% árin 1876-1885. Lægst var hún árin 1916-1920, 13.1%. Hér á landi er hjúskaparald- ur kvenna 18 ár, en karla 20, hinn sami og i Danmörku og Sviss. 1 Noregi og Sviþjóð er aldurinn hinn sami fyrir karla og konur, 18 ár, en i Finnlandi 17 ár fyrir konur og 18 ár fyrir karla. Lægstu tölur, sem nefndar eru i greinargerðinni eru fyrir Irland og Spán. Þar mega konur ganga i hjúskap 12 ára og karlar 14 ára. Kirkjulegar hjónavigslur eru miklu tiðari en borgara- legar (hjá sýslumönnum og bæjarfógetum, i Reykjavik hjá Borgardómi) og miklu tið- ari en á hinum Norðurlöndun- um. Arið 1967 voru hinar fyrr- nefndu 94,5% en hinar siðar- nefndu 5.5%. — BGÞ. 2-1x2 (8. leikvika — leikir 26. febr. 1972.) úrslitaröðin: 1X2 — Xll — 2X1 — 111 1. vinningur: 11 réttir — kr. 104.500.00 nr. 3773 nr. 40457 nr. 57549 nr. 75075 2. vinningur: 10 réttir — kr. 5.600.00 nr. 1805 nr. 20110 nr. 42079 nr. 54968 — 2535+— 20857 — 42876+ — 55504 — 2558+ — 27125 — 43175 — 55985 — 2600+ — 28111 — 47539 — 69585+ — 11817 — 30487 — 48566 — 76606 — 13882 — 32653 — 49406 — 77277 — 18376 — 37157+ — 51893F — 81681 — 19191 — 36662 — 51908F — 86826+ + nafnlaus F10 vikna seðill. Kærufrestur er til 20. marz. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur veröa teknar til greina. Vinningar fyrir 8. leikviku verða póstlagöar eftir 21. marz. Ilandhafar nafnlausra seðla veröa aö framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiösludag vinninga. GETRAUNIR — iþróttamiöstööin — REYKJAVÍK. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. HJOLASTILLINGAR MÓTORSTILLINGAR LJÓSASTILLINGAR Lótið stilla I tima. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 LANDSVIRKJUN NÝTT SÍMANÚMER Frá og með miðvikudaginum 1. marz, 1972 verður simanúmer Landsvirkjunar 86400 AÐSTOÐARLÆKNAR 2stöður aöstoöarlækna eru lausar til umsóknar viö Skurö- lækningadeild Borgarspitalans. Upplýsingar varöandi stöðurnar veitir yfirlæknir deildarinnar. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavikur viö Reykjavikurborg. Stööurnar veitast frá 1. april eöa eftir samkomulagi. Umsóknir sendist til Heilbrigöismálaráös Reykjavikur- borgar fyrir 25. marz n.k. Reykjavik, 29. febr. 1972. Heilbrigðismálaráö Reykjavikurborgar. Sjúkraliða og starfsstúlkur vantar i Kleppsspitalann. Nánari up- plýsingar veitir forstöðukonan á staðnum og i sima 38160. Reykjavik, 29. febrúar 1972. Skrifstofa rikisspitalanna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.