Tíminn - 01.03.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.03.1972, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. marz 1972. TÍMINN Þau voru verðlaunuð. F.v.: Hallgrímur, Hörður, Sigurlaug og Ingibjörg framan við myndir slnar. (Timámynd Uunnar) Úrslit í verolaunasamkeppni SB -Reykjavik. Verðlaun í teiknisamkeppni Junior Chamber i Reykjavik voru afhent á mánudag. Mikil þátttaka var i keppninni, en eins og kunn- ugt er, voru J>að vegfarendur um Hafnarstræti, sem dæmdu mynd- irnar. Þær voru til sýnis i verzl- uninni Heimilistæki og dreifðu börnin atkvæðaseðlum til vegfar- enda, sem siðan fylltu þá út. Munu um 8000 seðlar hafa borizt. Tuttugu og fjórar myndir voru til að velja á milli, tvær úr hverjum skóla i Reykjavik. Fyrstu verðlaun, áritaða lista- Bandalag kvenna i Reykjavik segir: Áfengisþjökuð heimili þurfa samfélagsvernd og skyndihjálp Seint I nóvember hélt Bandalag kvenna i Reykjavfk ársfund sinn og gerði ýmsar ályktanir, þar á meðal eftirfarandi ályktun um áfengismál: „Aðalfundur Bandalags Kvenna i Reykjavik álitur, að á- fengisvandamálið sé orðið svo al- varlegt, sérstaklega drykkju- skapur unglinga, að full þörf sé á einhverjum aðgerðum hins opin- bera, svo og á batnandi fram- komu Og auknum skilningi al- mennings. Fundurinn telur þvi nauðsynlegt að vekja athygli á eftirfarandi atriðum: 1. Að aukið verði eftirlit með vinveitingahUsum, eftirlits- mönnum fjölgað og hert á viðurlögum við brotum ákvæðum um hámarkstölu gesta. Jafn- framt sé þess gætt vandlega, að engum öðrum sé veittur aðgangur . að vinveitingahúsum en þeim, sem eru 20 ára eða eldri og mega kaupa áfengi. 2. Að reynt verði að uppræta áfengissölu til unglinga og að þeir, sem selja þeim áfengi, hljóti þung viðurlög. 3. Að aukin verði fræðsla i skólum um skaðsemi áfengis og tóbaks og annarra fiknilyfja og að reynt verði með viðtölum og samvinnu við foreldra að hafa jákvæð áhrif á unglinga i þessum efnum. 4. Að hert verði ennþá meira á sektum fyrir ölvun við akstur og sekir sviptir ökuleyfum hiklaust. 5. Að brugg og sala á áfengu öli komi ekki til mála hér á landi. Fundurinn skorar þvi á Alþingi að fella sérhvert frumvarp þar að lútandi, komi það fram á þingi. 6. Að útvarp, sjónvarp og dagblöð hefji fræðsluþætti um skaðsemi áfengis, tóbaks og ann- arra eitur- og fiknilyfja. 7. Aðunnið verðiaðþviað skapa heilbrigðara almenningsálit, sem sér, skilur og vill vinna að þvi, að æskufólkið okkar lifi heilbrigðu og hamingjusömu lifi. Aðalfundurinn vill i ljósi þeirra staðreynda, að fjöldi heimila er nú þjakaður af drykkjuskap og öl- æði beina þeim tilmælum til borgarstjórnar Reykjavikur, að skipulögð verði til handa þessu bágstadda F.ki þjónusta, sem veiti heimilishjálp og skyndi hjálp". Umferðarráð: Spurningakeppni meðal 12 ára barna Akveðið hefur verið aö efna til spurningakeppni um umferða- mál meðal allra 12 ára skóla- barna á landinu. Það er Um- ferðarráð og fræðsludeild menntamálaráðuneytisins, I samráði við Rikisútvarpið, sem gangast fyrir keppninni. Verð- launin eru æfintýraferð til Norðurlanda með Loftleiöum. Keppnin fer fram i þremur áföngum. i fyrsta áfanga verður verkefni lagt fyrir 12 ára börn samtimis i öllum skólum. Þá verða valdir 5 beztu nemendur i hverju kjördæmi til þátttöku i öðrum áfanga, sem fer fram um miðjan april gegn um sima. Þriðji áfangi fer fer fram i sjón- varpinu um mánaðamót april- mai en þar keppa tvö stigahæstu liðin úr öörum áfang_a til úrslita. Verðlaunaferðin verður farin fyrri hluta júnimánaðar. OO-Reykjavik. Biræfinn þjófnaður var framin i veitingastofunni að Geithálsi, s.l. laugardagskvöld. Þar var stolið 6 þús. kr. úr peningakassanum á meðan veitingamaður og aðrir voru i salnum. Veitingamanninn grunaði hverjir valdir voru að ráninu og hringdi hann i lögregluna i Hafnarfirði og benti á mennina. Voru þeir handteknir og settir inn. Þeir neituðu allir, og var sá erfiðastur við yfirheyrzlur, sem siðar kom i ljós að var þ.iófurinn. verkabók og skólavist á barna- námskeiði Handiða- og Mynd- listaskólans hlaut Hörður Braga- son, Alftamýrarskóla. Onnur verðlaun, listaverkabók, hlaut Ingibjörg Jónsdóttir Hliðarskóla og þriðju verðlaun, listaverka- bók, hlaut Sigurlaug Eyjólfs- dóttir, Breiðholtsskóla. Verðlaun fyrir beztu hugmyndina hlaut Hallgrimur Helgason, Alfta- mýrarskóla. Junior Chamber- skjöldinn hlaut Alftamýrarskóli. önnur teiknisamkeppni er nú að fara af stað á vegum JCI og er það Evrópukeppni, þar sem við- fangsefnið er mengun. Er hún i sambandi við Evrópuþing JCI, sem haldið verður i Edinborg i júli. Verðlaun eru ferð til Skot- lands, ásamt uppihaldi. Þátt munu taka bæði gagnfræða- og barnaskólar i Reykjavik. Dungalon látinn OÓ—Reykjavík. Karl Éinarsson Dungalon lézt I Kaupmannahöfn 25. febr. s.l. 75 ára að aldri. Karl fæddist á Seyðisfirði, en fluttist ungur með foreldrum sinum til Færeyja og þar ólst hann upp. Frá Færeyjum lá leiðin til Kaupmannahafnar og i Danmörku ól hann mestan sinn aldur. Dungalon taldi sig samt aldrei Dana, og ekki heldur Fær- eyinga eða islending. Hann var alheimsborgari. A þann eina stað, sem hann kenndi sig við sté hann aldrei fæti. Það er eyjan St. Kilda, en þar stofnaði Dungalon hertogadæmi og fór ekki i graf- götur með hver hertoginn var. Hér á landi er Dungalon liklega hvað þekktastur fyrir tvær smá- sögur, sem Laxness skrifaði um hann tvisvar til Islands, hélt málverkasýningar og seldi myndir og heilræði, auk ljóða á ýmsum tungumálum, en Dunga- lon var málhagur i bezta lagi og heimspekingur á sinn hátt. Þótt Dungalon væri einn mesti sölu- maður af norrænu bergi grotinn mun hann hafa látizt jafnsnauður af jarðneskum verðmætum og þegar hann var borinn i þennan heim. OÓ-Reykjavik Æskulýðssamband Islands hélt á laugardag og sunnudag ráð- stefnu i Norræna húsinu, þar sem fjallað var um fangelsismál á Is- landi. Voru flutt erindi um ýmsar hliðar fangelsismálanna. A sunnudag talaði Baldur Möll- er, ráðuneytisstjóri um fram- kvæmdaáætlun fangelsismála. 1 erindi hans kom fram, að hug- rriyndin væri, að reisa sérstakt gæzluvistarfangelsi i Reykjavik. A ráðstefnunni komu fram til- lögur, sem fela i sér að rikisfang eisi verði ekki reist. Niðurstöður ráðstefnunnar veröa teknar saman og rituð um þær greinar- gerð. Músagildran í Kópavogi SB—Reykjavik Leikfélag Kopavogs frum- sýnir annað kvöld „Músa- gildru" Agöthu Christie i annað sinn, en félagiö sýndi leikritiö einnig fyrir 12 árum. Músagildran á 20 ára frum- sýningarafmæli um þessar mundirog allan þennan tima hcfur hún verið sýnd i London fyrir fullu luisi. Kristján Jónsson hefur nú tekið við leikstjórn Músa- gildrunnar i Kopavogi af Klemenz Jónssyni, en leikendur eru flestir þeir sömu og áður, nema hvað Auður Jónsdóttir tók við af Ingu Blandon. Leikendur eru átta. Magnús Pálsson gerði leikmynd eins og i fyrra skiptið, en hún er nú all- breytt. 1 tilefni afmælis Músa- gildrunnar er hún nú endur- sýnd viða um heim. Þetta er hópurinn, sem setur Músagildruna á sviðið I Kópavogi i annað s Þá eru ritstjórar Morgunblaðs ins enn einu sinni orðnir óánægðir með Sigurð A. Magnússon, jafn- vel hluti af útvarpsráði Ifka. Og I þetta sinn stafar óánægjan af þvi, að SAM staðhæfði I útvarpsþætti, að sama manngerð stýrði Morg- unblaðinu og Prövdu. Auðvitað er SAM ókurteis, það er atvinna hans á parti, en hins vegar verður erfitt að koma kenningu hans heim og saman, m.a. vegna þess, að ritstjórar Prövdu hafa ekki próf i Njálu, eins og Matthias, hvað þá að þeir séu aldir upp I Stykkishólmi, eins og Eyjólfur Konráð. En það er varla þörf á þvi fyrir útvarpsráð að ætla að víta SAM fyrir skoðanir sem þessar. Hann getur hvort sem er aldrei lokið likingunni. Ef hann gerði það lenti hann sem eitthvert ótint skáld á hæli i Sfberiu. t stað þess getur hann haldið áfram að gera mannjafnaðarmat á ritstjórum Morgunblaösins eins lengi og hann vill, og engum dettur I hug að álita hann geðveikan, sem ætiö verður síðasta röksemd Sovét- manna gegn SöM-unum þegar þeir gerast ókurteisir við kerfið. Það er þvi rangt mat hja SAM, þegar hann jafnar saman mönn- um við Prövdu og Morgunblaðið til sönnurar á sa-stæðu kerfi. Það er ekki einu sinni hægt að koma fram vitum á hann í útvarpsráði. islenzka „kerfið" er svona pott- þétt. En samt verður ekki hjá þvl komizt að álita að SAM sé ó ánægður með öll kerfi, og er það gott, þvi nóg er að vera þrúgaður af aktygjum skoðanna sinna, þótt racnn láti ekki kerfin hálfdrepa sig að auki. Kitstjórar Morgunblaðsins mega eftiratvikum una þvi vel að vera taldir jarlar á borð við rit stjóra Prövdu. Samkvæmt þvi eiga þcir aö hlýöa rikisstjórninni. Það er kannski þess vegna, sem flokksbræöur þeirra I útvarps- ráði heimta vítur og Stefán Júliusson situr hjá. En þá er að hugga þá mcð þvi, að um það bil scm Morgunblaöið verður þjóð- nýtt i þágu rikisstjórnarinnar verður SAM búinn að eyöileggja frekari rökræður um kerfið i austri, sem ekki er hægt að Ijúka öðruvisi en þær hitti hann sjálfan — og alla hina sem hafa nú um hriða ástundað að segja hálfar dæmisögur. ihaldið á islandi er slæmt, og ekki nema gott eitt um það að segja, að það sé skammað öðru hverju. En það er ekki rautt. Svarthöfði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.