Tíminn - 01.03.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.03.1972, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. marz 1972. TÍMINN 5 Rússneskar konur verða hrifnar af Kissinger. Ekaterina Furtseva, ein aðal- manneskjan i stjórn Sovétrikj- anna, hitti fyrir nokkru Henry Kissinger ráðgjafa Nixons for- seta i veizlu i sovézka sendiráð- inu i Washington. Þau Furtseva og Kissinger ræddust lengi við, og voru létt og kát: ef dæma má af orðaskiptum, sem þeim átti að hafa farið á milli. Furtseva sagði við Kissinger: —Eg hef heyrt, að þú sért mjög vinsæll meðal kvikmyndaleikkvenn- anna i Hollywood. Er það satt? Þá svaraði Kissinger: —Ég segi ekkert um samband mitt við kvikmyndastjörnurnar. Einn gestanna sneri sér þá að Furt- sevu og spurði hana, hvort hún héldi, að Kissinger ætti eftir að ganga i augu á rússneskum kon- um oghún svaraði þvi til, að þar myndi hann vekja jafnvel enn meiri aðdáun og eftirtekt heldur en hjá leikkonunum i Bandarikj unum. —Ég öfunda ekki konurnar, sem verða fyrir barð- inu á þér þar, sagði Furtseva. Kissinger sagði þá við Furt: sevu: Ég vona, , að þið hafið góða hjartasérfræðinga i Mosk- vu.. —Já það höfum við, var svarið. Hafðu ekki áhyggjur af þvi. Loks leit hún á Kissinger og virti hann fyrir sér svolitla stund, og sagði svo. —Ég hélt, að þú værir miklu hávaxnari, já mikklu stærri, og svo kom striðnissvipur i augu hennar. Met í umferðarslysum í Frakklandi Hvorki meira né minna en 16.200 dauðaslys urðu i umferð- inni i Frakklandi á siðasta ári, samkvæmt tölum, sem tryggingafélög þar hafa birt. Auk þessa slösuðust 350 þúsund manns i umferðarslysum á sama tima. í sumarleyfa- mánuðunum júli, ágúst og september létu 4800 manns lifið i slysunum. Þótt undarlegt megi virðast kenna yfirvöldin vega- bótum i landinu um þessa háu dauðaslysatölu. Þau segja, að vegna bættra vegasamgangna og betri vega fari fólkið hraðar, og þá verði slysin. Skýrslur sýna, að aðaldauðaorsök manna á aldrinum 20 til 25 ára i Frakk- landi er umferðarslys. Saman- burðurinn á milli Frakklands og annarra landa er mjög óhag- stæður fyrir Frakkana á þessu sviði. Hefur komið fram i athugunum tryggingafé laganna, að í r rakklandi koma 9 dauðaslys á hverja 100 milljón kilómetra, sem eknir eru, miðað við 6 dauðaslys i Bretlandi og aðeins þrjú i Bandarikiunurn MENGUN MÆLD MEÐ RAFEINDATÆKNI Sovézkir tæknimenn hafa hannað og reynt nýtt og algjör- lega sjálfvirkt tæki til mælinga á mengun andrúmsloftsins. Er ætlunin að setja upp net af slik- um tækjum i iðnaðarhverfum borganna Kiev og Leningrad, svo og við vegi, þar sem bila- umferð er mikil. Tæki þetta er litill kassi, sem hefur að geyma teljara og þess- konar tól, sem gera mönnum kleift að hafa eftirlit með magni eiturefna og ryks i andrúmsloft- inu, svo og nokkur tæki til að mæla vindátt og vindstyrk, hita- stig loftsins og raka. Mælingarnar má framkvæma án þess að lát verði á, og niður- stöður þeirra berast jafnóðum til tölvu, sem vinnur úr upp- lýsingunum. Áður en unnt verður að ráðast af krafti gegn menguninni, verða að liggja fyrir eins ná- kvæmar og ýtarlegar upp- lýsingar og kostur er á um eðli mengunarinnar, stig og þess háttar. Þær mælingar, sem veðurfræðingar vinna stöðugt að i neðri lögum andrúmslofts- ins, eru engan veginn nægi- legar, eigi árangur að fást áður ★ enlangir timarliða i baráttunni við loftmengunina. Þess vegna eru nýjar aðferðir reyndar. NÝR HÁSKÓLABÆ R UTAN VIÐ LENÍNGRAD Petrodvorsets, hið gamla Peterhof utan við Leningrad, sem viðfrægt er fyrir alla gos- brunnana, sém þar eru, verður i framtiðinni háskólabær, mið- stöð ýmissa háskólastofnana. Fyrstu byggingarnar hafa þegar risið af grunni, þ.e. hús eðlisfræðideildar háskólans og rannsóknastofnunar. Þessi hluti háskólabæjarins verður sex húsasamstæður: þar verður aðalbygging, húsnæði fyrir hóp- rannsóknir og hópstarf, útibú háskólabókasafnsins með til- heyrandi lestrarsölum, og 14 rannsóknarstofur. Meðal bygginga, sem hannaðar hafa verið á hinu nýja háskólasvæði, er risastór vatnsgeymir, sem nota á við rannsóknir á hljóð- bylgjum i vatni. Hlaut milljónaarf Siðasta vinkona Maurice Chevaliers var Odette Junet- Meslier. Hún bjó með dóttur sinni Pascale, sjö ára gamalli á búgarði Chevaliers, La Louque. Nú hefur þessi óþekkta kona hlotið 20000 milljónir króna i arf eftir vin sinn, hinn látna leikara. Hittust eftir 20 ár Ingrid Bergman og Aron Petter Lindström hafa verið skilin i tuttugu ár. Þau hittust i fyrsta sinn eftir skilnaðinn i brúðkaupi dótturinnar Piu nú nýlega. Pia er 32 ára gömul, og starfar sem fréttamaður við sjónvarpsstöð i New York. Eiginmaður hennar heitir Joseph Daly og er fasteignasali i New York. Ingrid Bergman kom klædd á mjög yfirlætislaus- an hátt, og allt hafði verið gert til þess, að fréttamenn þekktu hana ekki og tókst það svo vel, að sumir sögðu, að þetta væri bezta gerfið, siðan úlfurinn taldi Rauðhettu trú um, að hann væri amma hennar. Þegar vitnaðist, að Ingrid Bergman hefði komið til brúðkaupsins, og það ein- sömul, en maður hennar, Lars Schmidt,var i Skandinaviu, við- staddur frumsýningu á Jesus Christ Superstar, varð það til þess, að blöðin fóru enn einu sinni að tala um skilnað þeirra Bergman ogSchmidt. Það hefði verið hægt að fresta brúðkaup- inu um einn dag, ef áhugi hefði verið fyrir hendi hjá Schmidt að vera viðstaddur, sögðu blöðin, þótt auðvitað hefði hann ekki getað sleppt frumsýningunni. Kvöldið fyrir brúðkaupið hélt Lindström dóttur sinni hóf, þar sem maðal annars var stödd nú- verandi kona hans, Agnes,og börn þeirra, og svo að sjálf- sögðu Ingrid Bergman. Hófið var á Hotel Carlyle. I mörg ár hafði Pia sagt, að hún hyggðist alls ekki gifta sig. Hún hafði reyndar reynt það einu sinn, þegar húnvar tvitug, og það hjónaband entist ekki nema 18 mánuði. Hún hafði einnig séð, hvernig farið hafði um hjóna- bönd móður hennar og vildi ekki,að slikt kæmi fyrir sig. En svo gerðist það fyrir sjö mánuð- um, að hún hitti Joseph Daly, og þá voru allar ráðagerðir á bak og burt. Hér sjáið þið Ingrid fagnandi við brúðkaupið, og svo á hinni myndinni er Pia,Joseph og Lindström. Joseph lætur vel að hundinum sinum, en hann fylgdi hjónaefnunum upp að altarinu. 1 brúðkaupsferð fóru þau til Vesturindianna. 1 brúð- kaupsferðina fóru auk brúð- hjónanna, Ingrid Bergman, og tvö af sjö hálfsystkinum Piu. Hvað sem hver segir, er eitthvað gott i öllu fólki, sérstaklega eftir góðan kvöldmat. — Það er verið aö safna handa stúlku, sem ekki er að fara frá fyrirtækinu til að giftast. Það er ég- Fjölskyldan hafði fengið sima og Óskar litli spurði pabba sinn: —Hvers vegna hefur enginn hringt til okkar áður? —Það var ekki hægt, þvi við höfð- um engan sima. —Hvernig gat fólk vitað það? Það var i finu kvöldverðarboði. Einn af gestunum kynnir sig fyrir ungri stúlku. —Alexander Gitzbaum, segir hann - ég er prófessor i sögu. —En gaman! Segðu mér eina! Ef það er satt, að ástin sé draumur, þá er hjónabandið vekjaraklukka. Amman fór með dótturdæturnar litlu i dýragarðinn. Þegar þær komu að storkunum, sagði am- ma: —Þið vitið liklega, að það er storkurinn, sem kemur með litlu börnin? Þá hvislaði önnur systirin að hinni: — Eigum við að segja henni frá Pillunni, eða láta hana bara halda þetta um storkinn áfram? Það er óumdeilanleg staðreynd, að helzta skilnaðarorsökin er hjónaband. Meðan stúlkum finnst allt i lagi að gifta sig bara til að komast að heiman, ætti þeim lika að finnast i lagi að eiginmaðurinn skreppi að heiman, bara af þvi hann er giftur. Kristófer litli fór að heimsækja móður sina á fæðingardeildina og horfði frá sér numinn af hrifningu á litlu systur sina fá sér að drekka. 1 næsta rúmi var einnig móðir með barn á brjósti, en sú var einmuna brjóstamikil. Kristófer gekk að rúminu og fylgdist með svolitla stund, en sagði svo: — Heyrðu litla barn, það á ekki að blása, heldur sjúga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.