Tíminn - 01.03.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.03.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Miðvikudagur 1. marz 1972. Frá umræðum á Alþingi s.l. mánudag um veggjaldið á Reykjanesbraut: Engin ákvörðun verður tekin fyrr en sambæri- legir vegir eru til hér, sagði Hannibal Valdimarsson, samgöngumálaráðherra. — Þörf Suðurnesjabúa réði ekki byggingu Reykja- nesbrautar, sagði Jón Skaftason EB - Reykjavik. Eins og greint hefur veriö frá I blaöinu, urðu miklar umræður um veggjaldið á Reykjanesbraut á fundi i neðri deild Alþingis siðast liðinn mánudag, þegar þar var framhaldið 1. umræðu um frumvarpið, þar sem lagt er til.að þetta gjald verði fellt niður og jafnframt heimild sú fyrir ráðherra - sem er i vegalögum - til þess að ákveða með reglugerð, að greiða skuli sérstakt umferðar- gjald af ökutækjum, sem aka um tiltekna vegi eða brýr. I þessum umræðum kom i ljós að Hannibal Valdimarsson, sam- gönguráðherra, taldi ekki eðlilegt.að veggjaldið á Reykja- nesbraut yrði lagt niður og sagði, að Suðurnesjamenn hefðu búið viö forréttindi,hvað þennan góða veg áhrærir. Sagði ráðherrann,að niðurfelling á þessu veggjaldi kæmi ekki til greina af sinni hálfu. Jón Skaftason (F) , einn af flutningsmönnum frumvarpsins, gagnrýndi harðlega þessa afstöðu ráðherrans. Minnti hann á, hvernig Keflavikurvegurinn heföi verið fyrirgerð steypta vegarins. Þá sagði þingmaðurinn,að þarfir Suðurnesjabúa heföu ekki ráöið þvl, að þessar samgöngubætur hefðu verið gerðar og rökstuddi þá skoðun sina siðan nánar. Stefán Gunnlaugsson (A) tók fyrstur til máls, og minnti á ummæli Jóns Skaftasonar á Alþingi 11. nóvember s.l. Hefði þingmaðurinn þá sagt, að ef hann yrði úrkula vonar um,að stjórn- völdin ætluöu að afnema veggjaldið myndi hann leita annarra ráða. Spurði Stefán þessu næst Jón að þvi.hvort flut- ningur þessa frumvarps væri visbending þess.að þingmaðurinn væri þeirra skoðunar nú, að st- jórnvöld ætluðu ekki að afnema veggjaldiö. Ingólfur Jónsson (S) sagði, að þegar hann hefði verið samgönguráðherra hefði hann ákveðið, að afnema veggjaldið 1. janúar 1973. Þingmaðurinn sagði, að veggjaldið hefði verið 50 krónur frá þvi byrjað hefði verið að innheimta það. Það hefði ekki verið látið fylgja verðlaginu og þess vegna mætti segja, að búið væri nú þegar að afnema gjaldið til hálfs. Það hefði ekki verið látið fylgja verðlaginu vegna þess, að búið hefði verið að ákveða að afnema það. Hef hugboö um aö ráðherrann ætli að afnema gjaldið" Ennfremur kvaðst þing- maðurinn hafa hugboð um það, að Hannibal Valdimarsson, sam- gönguráðherra, atlaði að láta afnema þetta veggjald, þegar vegaáætlunin yrði til umræðu i þinginu, en það yrði væntanlega i næsta mánuði. Þá sagði Ingólfur, að eðlilegra hefði verið. að flut- ningsmenn þessa frumvarps hefði verið flutt þingsályktunar- tillögu þess efnis, að skorað yrði á rikisstjórnina að afmena veggjal- dið. Veggjaldið verður ekki fellt niður" Hannibal Valdimarsson, samgönguráöherra, sagðist vera þeirrar skoðunar, að fyrrverandi samgönguráðherra, Ingólfur Jónsson, hefði ekki framkvæmt óréttlæti gegn Suðurnesjabúum þegar hannheföi lagt veggjaldið á. Þessi vegur væri forréttindi Suðurnesjabúum til handa og allir landsmenn heföu v.erið skattlagðir fyrir þennan veg. Þá sagði ráðherrann, að Suðurnesja- menn hefðu haft ágóða af þessum vegi hvað viðkæmi viðhalds- kostnaði á bifreiðum þeirra. Þessu næst sagði ráðherrann,að flutningsmenn frumvarpsins væru litilsigldir, með flutningu þess ætluðu þeír sér að „snapa" atkvæði. - Ég hef ekki gert slikt og samt fengið atkvæði eins og þeir, sagði ráðherrann. Hannibal sagði þvi næst, að ekki kæmi til greina að fella veggjaldið niður nú. Þegar sambærilegir vegir við Reykja- nesbraut yrðu til i landinu, yrði tekin ákvöröun um það hvort þetta veggjald yrði fellt niöur, eða'veggjald lagt á sambærilega vegi. Hann sagði, að sér hefðu borizt samþykktir utan af landi um að veggjaldið yrði hækkað, allt að tvöfaldað og ítrekaði svo skoöun sina að ekki ætti að af- nema veggjaldið nú. Það yrði ekki gert jafnvel þótt allir sex þingmenn Reykjanesskjör- dæmis flyttu frumvarp um afnám þess. Samgönguráðherra gat þess ennfremur, aö ekkert i skjölum ráðuneytis hans gæfi visbendingu um,að fyrirrennari hans, Ingólfur Jónsson, hafði verið búinn að ák- veða að fella veggjaldið niður. Framhaldábls. 14. Flutningur ríkis stofnana út um land Lárus Jónsson (S) hefur lagt fyrir Sameinað Alþingi tillögu til þingsályktunar um, að kosin skuli 5 manna nefnd til þess að gera tillögur um staðarval og flutning rikis- stofnana út um lamd i þvi skyni að stuöla með þeim hætti að aukinni fjölbreytni þar i atvinnu- og menningar- lífi og traustari byggð. Nefndin hafi samráð viö landshlutasamtök sveitar- félaga og aðra þá aðila, er málið varðar, og kynni sér enn fremur vinnubrögð annarra þjóða á þessu sviði, m.a. á Norðurlöndum. Nefndin leggi skýrslu um athuganir sinar og tillögur fyrir næsta Alþingi. Skólaíþróttahús við Hamrahlíð Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, Ragnhildur Helga- dóttir og Ellert B, Schram hafa lagt svohljóðandi tillögu fyrir Sameinað þing: „Alþingi ályktar, aö leitað skuli samstarfs viö Reykja- vikurborg um að reisa sam- eiginlegt iþróttahús fyrir Hliðaskóla og Menntaskólann við Hamrahlið, enda tryggi rikisstjórnin, að fram- kvæmdir geti hafizt á þessu ári" Fyrirspurnir frá Álexander Stefánssyni Alexander Stefánsson (F) hefur lagt eftirfarandi fyrir- spurnir fyrir Hannibal Valdi- marsson samgönguráðherra: 1. Hvenær má vænta þess, að veghefill verði staðsettur á utanverðu Snæfellsnesi, þ.e. i Olafsvik? 2. Verða stórvirk vega- geröartæki, svo sem fullkomin grjótmulningsvél, til fram- leiðslu & efni i slitlag á vegi, send á Snæfellsnes á þessu ári? 3. Hvenær má vænta fram- kvæmda við endurbætur á flugvellinum að Gufuskálum við Hellissand og bættrar þjónustu i sambandi við hann? 4. Verður endurskoðun hafnalaga lokið það timan- lega, að hægt verði að leggja þau fyrir yfirstandandi Alþingi til afgreiðslu? 5. Hefur verið tekin ákvörð- un, hvernig létta megi hina erfiðu fjárhagsstöðu hafnar- sjóðs, sérstaklega hvað varðar þær hafnir, sem eiga i mestum fjárhagserfiðleikum, sbr. samþykkt ársfundar Hafnasambands sveitar- félaga 15. nóv. 1971, er send var rikisstjórninni. Gylfi spyr um skólafrumvörpin Þá hefur Gylfi Þ. Gislason (A) lagt fram fyrirspurn til rikisstjórnarinnar um frum- vörp um skólakerfi og grunn- skóla. -EB. Þingsályktunartillaga AAagnúsar H. Gislasonar og Stefáns Valgeirssonar: ÁÆTLUN VERÐI GERÐ UM KOSTNAÐ VIÐ AÐ LEGGJA AKFÆRA VEGI UAA VERST SETTU BYGGÐARLÖGIN EB—Reykjavík. Tveir þingmenn Framsóknar- flokksins, þeir Magnús H. Gisla- son og Stefán Valgeirsson hafa lagt fyrir Sameinað þing tillögu til þingsályktunar um,aö rikis- stjórninni verði falið að láta hið allra fyrsta gera áætlun um kostnað við að leggja akfæra vegi um þau byggöarlög, sem verst séu stödd I þeim efnum. Skuli miðað við þaö, aö vegurinn veröi fær venjulegum ökutækjum árið um kring við eðlilegar aðstæður. A grundvelli þeirrar áætlunar verði síðan iiafizt handa um vega- gerðina. Skuli höfð samráð við Vegagerð rikisins og sýslunefndir héraðanna um áætlunargerðina. t greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn: „Þegar haft er i huga, hvað ts- land er tiltölulega stórt land og strjálbýlt, verður vart annað sagt en að undravert átak hafi verið gert i vegalagningu undanfarna áratugi. Aðalsamgönguleiðirnar spanna nú um meginhluta lands- ins auk ótal hliðargreina til hinna einstöku byggðarlaga. Vegir þessir eru að sjálfsögðu misjafn- lega úr garði gerðir, þvi að frum- bygginn byrjar ekki á þvi að reisa skrauthýsi, heldur bjálkakofa. Samgönguleysið ein meginástæðan En þótt þjóðin hafi af takmörk- uðum efnum, en miklum dugnaði, unniðótrúlegtafrek á þessu sviði, Magnús H. Gislason skortir þó enn nokkuð á, að ak- færir vegir geti kallazt komnir um öll byggðarlög. Nokkur eru enn þá þannig sett, að um þau liggja að mestu leyti aðeins rudd- ar götur, sem ófærar geta verið langtimum saman, einkum þó vegna snjóa á vetrum, en einnig sökum úrfellis á sumrinu. Flest þau byggðarlög, sem þannig eru sett; munu teljast til svonefndra útsveita. Mörgum þeirra fylgja þó miklir landkostir og marghátt- uð hlunnindi, sem tjón er fyrir þjóðfélagið, að ekki séu nýtt. En ibúum þessara byggðarlaga fer fækkandi. Ein meginástæðan til þess mun samgönguleysið. Fólkið vill gjarnan dveljast áfram á heimaslóðum, en það unir ekki þeim erfiðleikum og öryggisleysi, sem samgönguskorturinn skapar, og er ekki láandi. Greiöa gjöld sin ekki síður en aðrir Sú stefna hefur rikt að leggja fyrst vegi til þeirra svæða,sem þéttbýlust eru. Það er eðlilegt sjónarmið, þar sem ekki verður allt unnið á einum degi. En nú, þegar við teljum okkur hafa efhi á þvi að fara að leggja steypta'yegi út frá höfuðbyggðarkjörnunum, þá megum við ekki heldur gleyma þvi fólki, sem enn þá býr við óforsvaranlegt vegasamband. Það greiðir sin gjöld til þjóð- félagsins ekki siður en aðrir þegnar og hlýtur þvi einnig að eiga kröfu á þjónustu. Unnið að einhverju leyti í áföngum Með tillögu þessari er til þess mælzt, að rikisstjórnin láti gera áætlun um kostnað við að koma þessum byggðum i viðunandi vegasamband og hefja siðan framkvæmdir með þeim ýtrasta hraða, sem kostur er. Til að flýta fyrirframkvæmdum mætti hugsa sér, að verkið yrði að einhverju leyti unnið i áföngum. Sums stað- ar eru stuttir kaflar, sem ófærir verða strax og eitthvað bjátar á, og stöðva þannig umferð um allan veginn, sem að öðru leyti kann að vera slarkfær. Fyrsta skrefið er að lagfæra þessa kafla, sem viða má gera án verulegs tilkostnaðar. Siðan kæmu stærri framkvæmd- ir, unz verkinu er náð. Vegur um allt byggðarlagið, sem fær sé við allar eðlilegar aðstæður. Samráð við vegagerðina Óráðlegt væri, i bráð a.m.k., að leggja um þessi byggðarlög margra metra breiða vegi, sem miðast við mikla umferð og mik- inn umferðarþunga. Slik vega- gerð tæki kostnaðarins vegna svo langan tima, að siðustu ibúarnir væru löngu farnir burt, áður en þeirri framkvæmd yrði lokið. En rikisvaldið getur ekki beðið öllu lengur með að rétta þvi fólki hjálparhönd, sem svo lengi hefur beðið eftir handtakinu. Eðlilegt er, að samráð sé haft við Vegagerðrikisins um gerð slikrar áætlunar, sem hér um ræðir. Þáttur sýslunefndanna mundi á hintí bóginn vera fólginn i þvi að ákveða, hvaða vegir falli undir áætlunargerðina".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.