Tíminn - 01.03.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.03.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. marz 1972. TÍMINN 7 Úigífqndi; Framíðkftarfiwtkurfnn ::: :Fr«mkv*iwJa»tf(>ri; KflStjáfi B«n*dtkfss<iMv RjtStjórar.1 ttórtrifth.;. •:•: Þd'rarijisson |áb)> Aftdrés-KfWíáftSSftrt, dón H«!ðaíOrt> IftdriSi G. Þorsteinsson og Tómas Kartsson. Aufltýsinjfaítjórk Stelrt- grífiuir Gíslason. Rilsfiórnarskrifst'Otnr f ídduhlSsiftU/ sfftvar IÖ3ÖO — 19306. Skrifstofftr BankastfÆfi 7. — AfsretSsiustmÍ 15333. Auglýsingasrmi 19533,. Aírar skrif?tofvr slmi T8300, Áikriftargíald kf, 52$,60 á mánuSt innanlands. 1 lausasólu kr. 55.66 etntaktS. — BiaSaþrertt b.t. (Offsati Byggðastefna ríkisstjórnarinnar Þáttur i þeirri stefnubreytingu, sem nú- verandi rikisstjórn hét að beita sér fyrir, er hún kom til valda, er að taka byggðamálin til nýrrar meðferðar og treysta sem bezt eðlilega þróun i byggð landsins. Skyldi m.a. að þvi stefnt, að rikisstofnunum yrði valinn staður úti um land meir en gert hefði verið. 1 tengslum við þessa stefnu er það fyrirheit rikisstjórnar- innar að vinna að jöfnun menntunaraðstöðu ungmenna og gera heildaráætlun um þörf þjóð- arinnar fyrir hvers kyns fræðslustofnanir, kennaralið, námsleiðir og tengsl milli þeirra i þvi skyni að skapa samræmt og heilsteypt menntakerfi. Rikisstjórnin er svo nýlega tekin við völdum, að ekki er þess að vænta að mikið sjáist eftir hana á þessu sviði enn. Þessi mál eru þess eðlis að þau kref jast rækilegrar athugunar og undir- búnings og allir þessir þættir verða að falla skipulega að þeirri áætlunargerð, um alhliða uppbyggingu atvinnu- og félagsmála lands- byggðarinnar, sem nú er að hefjast á vegum Framkvæmdastofnunar rikisins. Fjölmargar tillögur hafa komið fram um þessi efni. M.a. hafa komið fram á yfirstand- andi Alþingi nokkrar tillögur um þætti þessara mála. Þær verða að sjálfsögðu allar teknar til athugunar i sambandi við þá skipulegu upp- byggingu landsbyggðar, sem ætlunin er að festa i áætlanir, sem samræmdar verði að al- mennri þróun atvinnu— og efnahagslifs i land- inu. Ein þeirra tillagna, sem fluttar hafa verið á Alþingi nú um þessi efni, er tillaga þingmanna Framsóknarflokksins i Norðurlandskjördæmi eystra um að stefnt skuli að dreifingu skóla og hvers kyns mennta- og menningarstofnana um landið og að tillit verði tekið til þeirrar stefnu i framkvæmd byggðaáætlana og ennfremur leggja flutningsmenn til,að Alþingi lýsi þvi sér- staklega yfir, að Akureyri verði efld sem skólabær og miðstöð mennta og visinda utan höfuðborgarinnar. 1 framsöguræðu sinni fyrir tillögunni sagði Ingvar Gislason, að á siðari árum hefðu miklar umræður átt sér stað um byggðaþróunina i landinu og mætti af ýmsu marka, að flestir væru nú þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt væri að gera beinar ráðstafanir af opinberri hálfu til þess að stjórna þessari þróun. Væri það eitt mikilvægasta stefnuskráratriði rikisstjórn- arinnar. En hér væri um vandasamt mál að ræða og áhugamönnum um þetta efni bæri að sýna fyllsta raunsæi. Það væri ofætlun að búast við þvi, að ýtrustu vonir um jafnvægi i byggð landsins rættust á nokkrum mánuðum. Hjá þvi yrði heldur ekki komizt i sambandi við slika stefnumörkun að velja og hafna Allar tillögur um umbætur á þessu sviði eru þakksamlega þegnar, en þær verður að ræða, vega og meta og velja siðan þá þætti sem bezt falla að samræmdri og jákvæðri heildar- þróun. — TK. ERLENT YFIRLIT „Vinnirðu einn, þá týnirðu hinum” Kínaför Nixons getur leitt til margvíslegra breytinga Hér er Nixon forseti hress og kátur aö heilsa Iitlum dreng I Hangchou. Litli drengurinn er meö Mao — merki i barminum. Fundum þessara tveggja bar saman i skemmtigaröi I Hangchou. MÖRGUM hefur vafalaust þótt það bera vott um helzt til mikið yfirlæti, þegar Nixon forseti komst svo að orði i lok Kinaferðar sinnar, að vikunn- ar, sem hann dvaldi i Kina, yrði siðar minnzt sem vikunn- ar, er breytti veröldinni. i þessum orðum getur þó átt eftir að felast meiri sannleikur en menn yfirleitt órar fyrir nú. Með vissum rétti má segja, að ástand alþjóðamála hafi verið staðnað, þegar Nixon ákvað Kinaförina. Það hafði haldizt i nokkurn veginn óbreyttum skorðum siðan á fyrstu árunum eftir siðari heimsstyrjöldina. Tilkynning- in um Kinaför Nixons kom nýju róti af stað. Enn verður það ekki staðhæft til fulls, hversu mikið það verður. En margt bendir til, að mynd heimsmálanna verði önnur eftir Kinaför Nixons, en hún var fyrir hana. A ÞESSU STIGI er vitan- lega of snemmt að spá þvi, hvort Kinaför Nixons veröi upphaf batnandi sambúðar milli Kina og Bandarikjanna, en sitthvað bendir til þess, að svo geti orðið. Sögulega séð, eru flest skilyrði til þess. Allt fram til loka siðari heims- styrjaldarinnar var sambúð Kina við Bandarikin betri en við önnur vestræn riki. Eftir að Vietnamstriðinu og For- mósudeilunni lýkur, verða stórum minni hagsmuna- árekstrar milli Kina og Bandarikjanna en t.d. milli Kina og Sovétrikjanna. Bætt sambúð Kina og Bandarikjanna getur hinsveg- ar orðið til að sanna enn einu sinni þau spakmæli Einars Benediktssonar, að „vinnirðu einn, þá týnirðu hinum”. Sú getur hæglega orðið ein mikil- vægasta afleiðing vikunnar, sem Nixon dvaldi i Kina. Tilraun Nixons til að vingast við Kinverja, hefur þegar haft slæm áhrif á samskipti Bandarikjanna og Indlands. Hún hefur lika vakið tor- tryggni Japana i garð Banda- rikjanna og það getur átt eftir að hafa hinar örlagarikustu afleiðingar. Japanir óttast hið nýja Kina alveg eins og það óttast Japan. Japönum stend- ur vaxandi ótti af kjarnorku- vigbunað/ Bandarikjanna, ef þeir þyrftu á vernd og hjálp að halda. En telja þeir sig geta gert það lengur? Verður ekki svar þeirra fyrr en siðar það, að þeir hefjist handa um sinn eigin kjarnorkuvigbúnað? Þannig ris hver spurningin af annarri eftir Kinaför Nixons. Ef til vill, hafa Bandarikin eignazt nýjan vin i þessu ferðalagi, en þau hafa jafn- framt vakið ugg og tortryggni meðal ýmissa fyrri banda- manna sinna. AFSTAÐAN til Sovétrik- janna er svo sérþáttur i þessu máli. Rússar lita batnandi sambúð Bandarikjanna og Kina ekkert hýru auga. Fyrstu viðbrögð þeirra eftir að Kinaför Nixons var til- kynnt, var að vingast við Ind- verja og þar náðu þeir strax miklum árangri. Siðan hafa þeir leitað bættrar sambúðar við Japan og er engan veginn óliklegt, að það beri einnig verulegan árangur. Margt bendir til þess, að Rússar hafi að undanförnu styrkt aðstöðu sina hjá stjórn Norður-Viet- nams, sem bersýnilega hefur ekki litið Kinaför Nixons neitt hýru auga. En það eru fleiri aðilar aust- ur þar en stjórn Norður-Viet- nams, sem horfa til Rússa. Stjórnin á Formósu telur sig svikna af Bandarikjunum. Vafalitið lætur Chiang Kai- shek þar brátt af völdum. Lik- lega tekur þá sonur hans, Chiang Ching-kue, við af hon- um. Hann hlaut menntun sina i Moskvu og ekki þykir ólik- legt, að hann leiti þangað halds og trausts, ef hann þarf á að halda. Fyrir Rússa gæti orðið hagkvæmt að eiga bandamann á Formósu, ef stjórnin þar sveigði meira til vinstri og yrði minna háð Bandarikjunum. Þannig getur Kinaför Nixons átt eftir að leiða til hinna ósennilegustu breyt- inga. ÞVl hefur verið haldið fram, að Kinaför Nixons hafi orðið meiri ávinningur fyrir Pekingstjórnina en hann. Fyr- ir þessu má vissulega færa ýms rök. Kinaför Nixons hefur óneitanlega vakið mikla athygli á þvi, að Kina er stór- veldi, sem ekki tjóar lengur að reyna að sniðganga. Þá hefur Pekingstjórnin fengið ský- lausa yfirlýsingu Bandarikja- stjórnar um það, að hún viður- kenni Formósu sem hluta af Kina og muni draga her sinn þaðan. Þetta er að visu ekki nýtt, en bindur þó enda á allar hugrenningar um það, að Bandarikin ætli að styðja Formósu til að verða sjálf- stætt riki, ef ibúarnir þar óska þess. Þá hefur Kinaför Nixons óneitanlega aukið ýmsar efa- semdir og tortryggni banda- manna Bandarikjanna i garð þeirra, eða auk Japana, þjóða eins og Thailendinga, Filipp- seyinga og fleiri. En Kinaför Nixons er hins- vegar ekki einhliða ávinning- ur fyrir Pekingstjórnina. Hún er ekki iengur i augum byltingarsinna i þriðja heim- inum hin sama og hún var. Hún er farin að gera gælur við höfuðandstæðinginn og virðist jafnvel likleg til meiri skipta við hann. Þetta munu Rússar reyna að notfæra sér út i æsar í áróðri sinum meðal þjóða þjóða þróunarlandanna. MJÖG HEFUR verið um það rætt, að Nixon hafi stofnað til Kinaferðarinnar til að styrkja aðstöðu sina heima fyrir i forsetakosningunum i haust. Fyrstu skrif banda- riskra blaða eftir ferðina, benda til þess, að Nixon hafi heppnazt þetta, ef það hefur verið tilgangur hans. Þó er sennilega enn og snemmt að fullyrða um þetta. Sitthvað getur átt eftir að gerast næstu mánuði, sem gæti breytt þessu. T.d. ef ekkert miðaöi i samkomulagsátt i Vietnam, en margir Bandarikjamenn hafa áreiðanlega treyst þvi, að Kinaför Nixons gæti stuðlað að striðslokum i Vietnam. Þá getur það haft sin áhrif, ef þaö kemur meira i ljós, að Ban- darikjamenn njóti ekki eins mikillar tiltrúar bandamanna sinna og áður. Siðast, en ekki sizt, getur það svo haft mikil áhrif, hvernig Nixon gengur i Moskvu, en þangað fer hann i heimsókn i siðari hluta mai- mánaðar. Sjálfur hefur hann sagt, að hann vænti meiri árangurs þar en i Peking. Loks getur það svo haft mikið að segja, að kjósendur liti ekki á ferðalög Nixons til Peking og Moskvu eins og nokkurskonar kosningaferðalög, en vafa- laust verður þvi verulega beitt i áróðrinum gegn honum. Annars benda flest sólar- merki til þess, aö það verði efnahagsmálin heima fyrir, sem ráði meira um úrslit for- Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.