Tíminn - 01.03.1972, Side 8

Tíminn - 01.03.1972, Side 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 1. marz 1972. k .«1 P\«. .71 I ÍÉ LrfP $ té ' ' ~ MiIím. 'iHj í WM Myndin er úr Glókolli. Þarna má sjá drottningu og konung, Glókoll sjálfan og prinsessuna, auk margra ann- arra úr hiröinni. (Timamynd GE.) Reiknings- hausinn Þjóðleikhúsið: Glókollur Höfundur: Magnús Á. Árnason samdi upp úr sögu Sigurbjarnar Sveinssonar. Leikstjórn: Benedikt Árnason Leiktjöld, búningar og blómaskreytingar: Barbara Árnason Tónlist: Magnús Á. Árnason Höfundur dansa: Vasil Tinterov Magnús A Arnason, list- málari og myndhöggvari, hefur fært eitt af sannfegurstu ævin- týrum sagnamannsins góða, Sigurbjarnar Sveinssonar, i lag- legan leikbúning, sem flest börn ættu aö kunna af» meta að verö- leikum. Arangur Magnúsar heföi þó orðið enn fullkomnari og glæsi- legri heldur en raun varö á, hefði Glókollur lýst landi sinu og þjóö meö færri oröum og valdari,fyrst þegar fundum hans og konungs- dóttur ber saman.íslandslýsing þessi leiðir til of langrar kyrr- stöðu leikenda, sem er hvorki börnum né fullorðnum aö skapi.Það er ekki gaman aö guöspjöllunum, ef enginn er i þeim bardaginn. Á sama hátt er ekkert gaman að ævintýrum, ef i þau vantar athafnir og fjör. Hér hefti leikstjórinn mátt skerast i Jeikinn eöa öllu fremur klippa á Iráöinn, úr þvi að sviðhæfingar- Biaöurinn lét þaö ógert. Er fram i Mkir rætist sem betur fer svo rækilega úr þessu, að hver at buröur rekur annan. Ef frá eru taldir smávægilegir en sennilega óumflýjanlegir agnúar, hefur þessi barnasýning á sér heillegan, sviphreinan og fágaðan blæ, og er það leikstjór- anum, Benedikt Arnasyni, eflaust mest að þakka, þvi næst dansa- höfundi, Vasil Tinterov, sem á einnig sinn þátt i þvi að gera skemmtun þessa sem bezt úr garði. Barbara Árnason á listfengi, hugvitssemi og úrræðasnilld til að ljá ævintýraheimi Glókolls iburö og skraut bæði i leiktjöldum og búningum, sem hæfa þykir. Leikbúnaður listakonunnar er manni óþrjótandi augnayndi, enda er engu likara en að hann sé laugaður einhverri framandi birtu og þokka Suðurlanda. Leikur Ævars Kvarans i hlut- verki konungsins einkennist af hófstillingu, stilöryggi og góð- látlegri kimni. Ankannalæti og upphrópanir drottningar hans, Bryndisar Pétursdóttur, vekja verðskuldaðan hlátur áhorfenda, enda hefur leikkonunni sjaldan tekizt betur upp en hér. Þórhallur Sigurðsson leikur með allra mestri kátinu og gleði. Auk ann- arra listbragða og kúnsta, veltir hann sér gjarnan eins og bolta eða bandhnykli fram og aftur um sviðiö, svo lygilega liðugur og fjaöurmagnaður er þessi ungi og fjölhæfi leikari. Það sem gerir ráðgjafa konungs svo spaugilega og kostulega I augum áhorfenda er einkum sú þversagnakennda staðreynd, að þeir eru ávallt úrræðalausir aog ráðþrota, þegar mest á reynir. Hlutverkum þessara svikahrappa er farsællega borgið i höndum þeirra Siguröar Skúlasonar, Hákonar Waage og Randvers Þorlákssonar. Loks sakar ekki aö geta þess, að gervi þessarar óheilögu þrenn ingar er i fyllsta samræmi við innræti og eðlisgreind. Enda þótt tröllkonan og risinn séu bæði ófrýnileg og hrikaleg ásýndum, þá fer viðs fjarri, að þau skjóti börnum óþarflega mikinn skelk i bringu.eins og t.d. galdranornin i Dimmalimm gerði, vansællar minningar.Geríi þeirra beggja er hvorki ýkt né afskræmt úr hófi fram. Unnur Sverrisdóttir býður af sér barnslegan þokka, hlýju og einlægni og gerir margt snotur- lega, af svo ungri og óreyndri stúlku að vera. Helzti ljóðurinn á leik hennar er sá, að henni liggur svo lágt rómur, að ekki heyrist til hennar sem skyldi. Þótt mikið mæði á Vilmari Péturssyni, þá ber ekki á öðru en að hann sé fyllilega vanda sinum vaxinn. Hann er einarður og óþvingaður i framkomu, svip- hreinn og ágætlega skýrmæltur. Það gengi hreinni ósanngirni næst að gera kröfur til rikra blæ- brigða i túlkun, enda verður það alveg látiö ógert hér. Sé höfð hlið- sjón af þeim miklu Heraklesar þrautum, sem fyrir Glókoll eru lagðar, þá finnst manni tigrisdýrið helzti auðunnið.Þessu heföi leikstjóri hæglega getað kipptilag án mikillar fyrirhafnar né heilabrota. Dansar álfa eru til ósvikins ánægjuauka, eins og reyndar sýn- ingin i heild, sem á áreiðanlega vináældir visar, ef ef á þekki rétt mina þjóö. Halldór Þorsteinsson. HVER VERÐ DANA OG STARF NOR Rætt við Jón Skaftason, varaforseta Tuttugasta þingi Norðurlanda- ráðs lauk i Helsingfors s.l. fimm- tudag. Af hálfu íslands sóttu þing þetta þrir ráðherrar og sex alþingismenn, auk þriggja ráðu- neytisstjóra, skrifstofustjóra al- þingis og fulltrúa unghreyfinga stjórnmálaflokkanna o.fl. Formaður islenzku sendinefnd- arinnar var Jón Skaftason al- þingismaður og sneri Timinn sér til hans i fréttaleit frá þinginu. — Þetta var fjölmennt og við- burðarikt þing, eða var ekki svo? — Jú, þingið var fjölmennt og fór i alla staði vel fram. Undir- búningur þess var af hálfu Finna hinn bezti og móttökur allar góð- ar. Fjöldi málanna var lika óvenjumikill. Þarna voru mættir forsætisráðherrar allra Noröur- landanna 5 að tölu, sem allir héldu ræður og lýstu viðhorfum stjórna sinna til helztu mála, er varða Norðurlönd og V-Evrópu. — Hvað var helzta mál þessa þings? — Langstærsta mál þingsins voru markaösmálin og sú þróun, sem upp kemur i V-Evrópu i kjöl- far stækkandi EBE. Eins og þú veizt eru yfirgnæfandi likur tald- ar á þvi, að fjögur Evrópuriki þ.e. England, Irland, Danmörk og Noregur gerist aðilar að EBE frá og með næstu áramótum. Þó er rétt að hafa þann fyrirvara á um aöild Danmerkur og Noregs, að þjó'ðaratkvæðagreiðsla mun fara fram i löndum þessum um aðild- ina dagana 24.-26. sept. n.k.. Flestir, sem ég ræddi við,úr hópi Norðmanna og Dana voru þeirrar skoðunar, að meirihluti kjósenda myndu verða aðild fylgjandi og vist er um það, að i þjóðþingum þessara landa er mikill meirihluti fyrir aðild og rikisstjórnir land- anna hafa þegar samið um aðild- arkjörin við EBE og leita, þegar eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, endanlegs samþykkis þjóðþinga sinna á þeim samningum. — Hvaða áhrif hefur það á norrænt samstarf, ef Danir og Norðmenn gerast fullgildir aðilar að EBE? — Mönnum sýndist sitt hvað um það á þinginu. Þeir voru þó fleiri, sérstaklega úr röðum Dana, Norðmanna og Svia, sem töldu aðild þessara þjóða að EBE ekki skaða norrænt samstarf i neinum verulegum striðum. Jafnvel gæti vera Dana og Norðmanna i stofn- unum EBE hjálpað öðrum Nprð- urlöndum eins og Svium, Finnum og Islendingum til þess að ná við- hlitandi viðskiptasamningum við bandalagið, en allar hafa þessar þjóðir óskað eftir þvi. Finnar og islendingar höfðu meiri efasemdir uppi i þessu sambandi, enda sérstaða þeirra nokkuð mikil, Finna vegna hins sérstaka sambands sins við Sovétrikin og okkar vegna þess mikilvægis, sem fiskveiðarnar hafa i þjóðarbúskap okkar. Við getum þvi ekki verzlað með fiskveiðilandhelgina við aðrar þjóðir, þar 'sem þær geta ekki boðið okkur neitt jafn mikilvægt i móti. Mér sýnist, að aðild Dana og Norðmanna að EBE hafi litil sem engin áhrif á sumum sviðum norræns samstarfs, t.d. i sam- bandi við menningarsamstarfið, frjálsa vinnumarkaðinn o.fl. o.fl. En á öðrum sviðum, svo sem i efnahagssamstarfi Norðurlanda- þjóðanna og jafnvel á sviði utan- rikismála gætir meiri efasemda, þvi að við skulum minnast þess, að EBE stefnir að mjög nánu samstarfi t.d. að svæðið verði eitt gjaldeyrissvæði með sameigin legri mynt, sameiginlegri varn- arstefnu o.fl. — Fiskveiðilandhelgismálin voru þarna m.a. til meðferðar? — Já, tillaga var frammi frá þeim Magnúsi Kjartanssyni og Erlendi Paturssyni, efnislega áskorun á rikisstjórnir Norður- landa, að hafa um það samstöðu að fá sett alþjóðlega löggjöf, er viðurkenndi rétt strandrikja til fiskimiða landgrunnsins og heim- ildar þeirra til útfærslu fiskveiði landhelginnar einhliða á land- grunnssvæðinu, auk heimildar til þess að koma i veg fyrir mengun. Umsagnir um tillögu þessa fyr- ir þingið voru yfirleitt neikvæðar og töldu flestir umsagnaraðilarn- ir, að ekki væri rétt að Norður- landaráðið samþykkti stefnuyfir- lýsingu i málinu, heldur bæri að ÁdráttarveiC Enda þótt i siðustu grein Jóns Sveinssonar um Lárósmálið geri hann ekki annaö en að snúa út úr orðum minurn i Timanum 12. febr. si., þá vil ég þó gera nokkrar athugasemdir við grein hans. Mun ég svo ekki hirða um að munnhöggvast frekar -við Jón, enda munu skrif okkar litlu breyta um það, hvort ádráttar- veiðar veröa leyfðar við Lárós að nýju. Þar munu aðrir um fjalla. Örvæntingarfullur útúrsnúningur Fyrirsögn Jóns hljóðar svo: „Laxveiðin fór einungis fram á félagssvæðinu”. Rétt kann það að vera, en það getur ekki hafiö veið arnar upp yfir lög og rétt. Viöur- kennt er, aö laxinn var tekinn með ádrætti utan við garða Lárósstöðvarinnar i kolgrænum sjó á flæöi. Ég veit ekki betur en að hver einastiveiðiréttareigandi Lokaorð til Jór á landinu verði að beygja sig undir ákvæði lax- og silungsveiði- laganna, eins og sjálfsagt er, og haga veiðum sinum eftir þvi. Jón reynir á örvæntingarfullan hátt að hrekja það, sem ég sagði um flóðhæðina við Lárós. t grein minni i Timanum 12. febr. sl. sagði ég m.a. „Myndin er tekin i stórstreymi hinn 31. jan. sl., eða þvi sem næst á stór- straumsfjöru. A myndinni sést greinilega hve sjór hefir gengið hátt á flóðinu. Sést fjöruborð langt innfyrir garða stöð- varinnar”. Þetta taldi ég nógu góða is lenzku fyrir hvern sem væri, en mér hefir skjátlazt illa hvað Jón Sveinsson snertir. Hann skilur ekki, eða vill ekki skilja þessa ábendingu. Gerði Jón sér litið fyrir og birti enn eina mynd af Lárósstöðinni, bendir á ishroða á lóninu og segir, að ég haldi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.