Tíminn - 01.03.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.03.1972, Blaðsíða 16
Forsetahjónin farin til Finnlands SB-Reykjavlk. Forsetahjónin leggja af stað I dag i opinbera heim- sókn sina til Finnlands, en þar dvelja þau til næsta mánudags. A dagskrá heim- sóknarinnar eru heimsóknir til ýmissa merkra staöa, safna og verksmiðja. A sunnudaginn mun forseti Islands opna islenzka sýningu i Lathi og siöan heimsækja mikla húsgagna- sýningu þar i bæ. Um kvöldiö veröur móttaka fyrir tslend- inga á heimili islenzka kon- súlsins. Heimleiðis verður siðan haldið meö Loftleiðum um hádegið á mánudaginn. Tugþúsundir fögnuðu Nixon við heimkomuna c Miðvikudagur 1. marz 1972. NTB-Reykjavik. Flugvél Nixons Bandarlkja- forseta, ,,Spirit of'76" lenti á St. Andrewsflugvelli við Washington kl. 2.15aðlsl. tlma I fyrrinótt. 8-10 þúsund manns voru á flug- vellinum til aðfagna forsetanum. 1 gær ræddi Nixon við stjóru sina og leiðtoga beggja flokka og gerði þeim grein fyrir við- ræðunum viö kinversku leið- togana. A fundi Nixons með 21 þing- manni voru einnig þeir Rogers, utanrikisráöherra og Kissinger, ráögjafi. Forsetinn fór til Capitol og hitti þingmennina þar, en fundurinn meö stjórninni var haldinn I Hvíta húsinu, þar sem veggir eru þegar þaktir stórum litmyndum ur Kínaferðalaginu. Við komuna til Washington — eftir viku, sem breyta mun heim- inum, að sögn Nixons — lagði hann áherzlu á, að hann hefði ekki gert neina leynisamninga við kln- versku kommúnistaleiðtogana. Margir eiga af gömlum vana erfitt meö að meðtaka það, að til- kynningin, sem gefin var út eftir heímsóknina, leyni ekki meiru en þar kemur fram, eins og flestar slikar tilkynningar gera. Flestir þeirra, sem komu á flugvöllinn til að fagna Nixon voru rikisstarfsmenn og fjöl- skyldur þeirra, en allir 117 am- bassadorarnir I borginni höfðu fengiö „boð". Sendiherra Sovét- rikjanna kom, en ambassador Formósu ekki. 1 mannfjöldanum voru nokkrir ihaldssamir náungar, sem komu með regn- hlifar til að leggja áherzlu á það álit sitt, að Nixon hefði ekki gert meira fyrir friðinn, með ferð sinni, en brezki forsætisráð- herrann Chamberlain, þegar hann kom aftur til London eftir fund sinn með Hitler. I ræðu sinni sagði Nixon, aö hann hefði hvorki meðferðis skrifaða né óskrifaða samninga, sem tryggja myndu friðinn, en hann teldi, að fundir hans með kinversku leiðtogunum myndu minnka likurnar á árekstrum og styrjöldum I Asiu og á Kyrrahafs- svæðinu og skapa friðargrund- völl. Sjónvarpið lokast ekki SJ-Reykjavik. Tæknimennirnir 48 hjá sjón- varpinu, sem sögðu upp störfum sinum fyrir þrem mánuðum, hafa dreeið uDDsaenir sinar til baka. Skipan þeirra I launaflokka hefur verið i endurskoðun, en málið átti að fara fyrir fund kjararáðs BSRB og samninganefndar rikis- ins i kvöld. Kröfur tæknimann- anna og kjararáðs BSRB fyrir þeirra hönd, fela I sér hækkun milli launaflokka, misjafnlega mikla fyrir hina ýmsu tækni- menn. Ekki kemur þvi til stööv- unar á útsendingum sjónvarps^ ins vegan uppsagna tæknimann- anna að sinni. ÞÖ-Reykjavík. í gær kviknaði f fiskimjölsverk- smiðjunni I Keflavík og mun bræðsla stöðvast þar nokkurn tlma. Eldurinn kom upp I mjölþurrkara og komst þaðan I blásara, sem skemmdist mjög mikið. Eldur í fiskimjölsverksmiðjunni í Grindavík: Allar þrær fullar og vinnsla stöðvast í nokkra daga OÓ-Reykjavík. Eldur kviknaði i þurrkara fiski- mjölsverksmiðjunnar I Grindavik i gærmorgun. Fljótlega tókst að slökkva eldinn, en nokkrar skemmdir urðu á tækjum og verður verksmiðjan óstarfhæf I 3 til 5 daga. Allar þrær í Grindavlk eru nú fullar, og var hætt að taka við loðnu þar i fyrradag, þar sem verksmiðjan hafði hvergi nærri undan að vinna það magn sem að barst. Er þvl mjög bagalegt að vinnsla skuli stöðvast I nokkra daga vegna brunans. Slökkviliðið var kallað að „Fiski- mjöl og lýsi". Var talsverður eldur i þurrkara verksmiðjunar, en slökkviliðiö réði niðurlögum eldsins nær samstundis og það kom á vettvang. En lengri tlma tók að kæla þurrkarann niður. Eldurinn var I þurrkaranum og blásara. Tæki þessi eru öll úr málmi, og i járnhúsi og urðu skemmdirnar ekki miklar, en það tekur samt nokkra daga að lag- færa tækin svo að verksmiðjan verði starfhæf aftur. Verið var að þurrka beinamjöl, þegar eldurinn varð laus. Talið er að hann hafi komið upp með þeim hætti, að keðja á snigli slitnaði og frárennsli úr þurrkaranum stiflaðist og mjölið safnaðist saman i honum og ofhitnaði. Kom eldurinn upp i sjálfu mjöl- inu. Munu nokkur hundruð kíló af mjöli hafa eyðilagzt, en aðal- tjónið vegna eldsins, er stöðvun vinnslunnar þegar svo mikið liggur við, sem raun ber vitni, að vinna loðnuna. Angela Davis. ANGELA DAVIS VERÐUR SINN EIGINN VERJANDI NTB-San Jose. Angela Davis kom á mánu- daginn fyrir rétt I San José I Kaliforniu, ákærð fyrir morð, mannrán og þátttöku I sam- særi. Angela, sem er 28 ára, verður sinn eigin verjandi við réttarhöldin, með aðstoð lög- fræðinga þó. Nú er liðnir nær 19 mánuðir siðan harmleikur- inn átti sér stað I réttarsal I San- Rafael, þar sem dómari og þrir ákærðir negrar voru skotnir til bana, þegar ræna átti dómaranum. Angela er ákærð fyrir að hafa skipulagt mannránið og leggja til vopnin. Hún var látin laus úr fangelsinu á miðvikudags- kvöld gegn rúmlega 100 þús- und dollara tryggingu. Enginn hefur getað sannað, að Angela hafi átt þátt i harm- leiknum, en verði hún sek fundin um að hafa útvegað vopnin, er hægt að dæma hana fyrir morð. Angela, sem er gáfuð, og vel mehntuð er þannig ákærð fyrir hreinan glæp. Meðal vinstrisinnaðs ungs fólks um allan heim og negra i Banda- rikjunum er sú skoðun rik- jandi, að Angela sé leidd fyrir rétt meira vegna stjórnmála- skoðanna sinna og hörunds- litar en glæpsins. Angela Davis varð fyrst heimsþekkt, er henni var visaö úr stöðu sinni sem fyrir- lesari i heimspeki við há- skólann i Los Angeles 1969. Astæðan var sú, að Angela viðurkenndi opinberlega að hún væri kommúnisti og að hún hagaði máli sinu þannig, að „hafa óæskileg áhrif" á nemendurna. Dómstóll dæmdi siðar uppsögnina ólögmæta, en háskólinn réði Angelu þó ekki til starfa á ný. Þá fékk Angela áhuga á svo- nefndum „Soledad-bræðrum" remur ungum negrum, sem ákærðir voru fyrir að hafa myrt fangavörð i uppreisninni i Soledad-fangelsin'u. Hún beitti sér fyrir þvi að fá þremenningana látna lausa. Hún og stuðningsmenn hennar héldu þvi fram, að þeir þrir hefðu verið útnefndir morð- ingjarnir, vegna þess að þeir voru talsmenn hinna svörtu I fangelsinu. Ránstil- raunin, sem leiddi til réttar- haldanna yfir Angelu, var I beinu samhengi við þremenn- ingana. Ætlunin var að ræna dómaranum og halda honum i gislingu, þar til Soledad- bræöurnir yrðu látnir lausir. Ein þeirra, George Jackson var skotinn til bana, er hann reyndi að flýja úr San Quentin- fangelsinu. Angela Davis hefur ekki neitað sambandi sinu við bræðurna og heldur ekki að hafa keypt vopnin, sem notuð voru, en aðeins til þess að verja sjálfa sig gegn þeim of- sóknum, sem hún varð fyrir, eftir að hafa lýst yfir stjórn- málaskoðunum sinum. Jonathan, yngri bróðir Georges Jackson segir hiin, að hafi tekið byssurnar, án hennar vitundar. Eftir að allar tilraunir til að láta réttarhöldin fara fram i San Fransisco hafa reynzt árangurslausar, beinist athyglin nú einkum að kvið- dómendunum. Bæði Moore, aöalverjandi Angelu og sæk- jendur leggja áherzlu á, að reynt verði að finna i hann fólk, sem lita muni á málið Framhaldábls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.