Tíminn - 02.03.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.03.1972, Blaðsíða 1
EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR 51. tölublað —Fimmtudagur 2. marz 1972—56. árgangur. Klórduft blandað með fiski- olíu getur valdið íkveikju Sennileg ástæða fyrír mörgum bátsbrunum Hér er búið að kasta eldspýtu niður i krukkuna, og eldurinn teygir sig upp. Nokkrum sekúnd- um siðar var krukkan bráðnuð af hitanum, sem myndaðist. (Tima- myndir Gunnar) Rætt við Pál Þó-Reykjavík. Nú er um það bil eittt ár siðan sjóslysadeild var stofnuð, og mest allan þann tima hefur Páll Guð- mundsson, skipstjóri,verið starfs- maður nefndarinnar. Aðalstarf Páls hefur verið að sitja sjópróf, vegna slysa, sem hafa orðið um borð i skipum eða eignartjóns, sem hlotizt hefur. Einnig hefur Páll ferðazt út um landið og at- hugað ástand skipa með skyndi- skoðunum, og fyrirhugað er, að á næstunni verði meira um slfkar skyndiskoöanir. Þéssar skoðann- ir eiga sérstaklega að gefa til kynna, hvernig veiðarfærum skipa er háttað, — en þeim er oft á tíðum mjög ábótavant, enda engin reglugerð til um hvernig skuli frá þeim gengið, sagði Páll er blaðamaður Timans ræddi við hann. Páll sagði,að oft hefðu hlotizt al- varleg slys af þessum sökum, t.d. vegna frágangs á togrúllum, blökkum, og oft er lika illa gengið frá spilunum. Nefndin hefur gert margar til- lögur og þar á meðal sent bréf til ráðuneytisins, þar sem farið er fram á, að bannað verði að henda netum úr léttum efnum i sjóinn, enda hefur oft komið fyrir, að bátar hafi fengið slikar netadræs- ur i skrufuna. Það mál, sem kannske hefur vakið mesta athygli er nýkomið upp og er varðandi hina miklu eldsvoða, sem oft hafa orðið i véla- og l'estarrúmum skipa. Sannað þykir nú, að klórduft sé á- stæðan fyrir þessum eldsvoðum, en klórinn örvar alla fiskoliu þannig, að gifurlegur eldur myndast um leið, og t.d. eldspýtu er kastað á gólfið. Fyrsta málið af þessu tagi kom upp hérlendis i fyrravor, en þá fóru fram sjópróf út af bruna, sem varð suður i Keflavik. Velarrúm bátsins, sem kviknaði i, hafði orðið alelda á svipstundu, og var vélstjórinn þar staddur, er eldurinn kom upp. Þegar þetta gerðist var skipið ný- komið á veiðar, eftir að hafa legið i höfn með klórduft i lestinni. Samskonar bruni hafði komið fyrir sama bát undir sömu kring- umstæðum nokkru áður. Um slikt leyti kom upp bruni i öðru skipi, en ekkert hafði verð fullyrt um á- stæðuna fyrir þeim bruna. Eldur í Gautaborg kom Páli á sporiö. — Hvað var það, sem kom ykkur á sporið Páll? Guðmundsson hjá Sjóslysadeild — Er ég var viö skipstjórn i -Norðursjónum i sumar, var danskt skip eitt sinn að losa klór- duft i Gautaborg. Varð þá mjóg mikil sprénging, með þeim afleið- ingum, að tveir menn fórust og margir slösuðust. Þegar farið var að rannsaka slysið kom i ljós, að ástæðan fyrir þvi var sú, að fisk- olia hafði komizt i farminn, og siðan hafði einhver kastað sigar- ettu i farminn. og olli það sam- stundis ikveikju. — Þegar ég kom heim hafði ég samband við rannsóknarstofnun iðnaðarins, og bað um athugun á þessu. Kom þá i ljós, að klórinn sjálfur er ekki eldfimur, heldur gerir hann fiskoliu geysieldfima. Þetta klórduft, sem mikið hefur verið notað hér, ber nafnið kal- siumhypoklorit. Þá er þess einnig að gæta, að engin eldhætta hefur komið fram af klórleginum, enda segir i leiðbeiningum, sem fylgja duftinu, að breyta beri þvi i fljót- andi form, áður en það er notað. — Við frekari rannsókn kom j ljós, , að klórduftið, og klórlögur inn opna steypuna i botni skip- anna, ef of mikið er notað, og við það helzt kolsýringurinn enn bet- ur i botninum. Þess vegna vil ég vara menn við að nota klórinn i of ríkum mæli, en þegar hann er notaður, ber mönnum að nota veika blöndu, sem úðað er yfir lestina með háþrýstidælu og þvo siðan klórinn af, en ekki láta hann liggja á. — Hvað geturðu sagt okkur um tiðni slysa á islenzka flotanum? — Jú, við höfum unnið að þvi, að fá hjá tryggingastofnuninni sky'rslur um bótaskyldur vegna slysa, og er þa' rniðað við.að menn séu 10 daga eða lengur frá vinnu. Meg_nið af þessum slysum eru smavægileg, en samt er talan geigvænlega há, ef miðað er við sl. ár. A þessu timabili hafa slysin orðið frá 273 - 322 á ári. — A eldri togurunum okkar er slysatalan langhæst.Þarslasaðist 10 hver maður árið 1970. Flest þessara slysa "voru smávægileg og urðu mörg þeirra með þeim hætti, að menn runnu til á dekk- inu. Næst hæsta slysatiðin er svo á netabátunum, en þar slasaðist 1 af hverjum 20 á ár- inu 1970. — Að lokum Páll? Framhaldábls. 14. kæli- skápar MFTXXJADtllO, HAFNAMTMTl 2S. AlW IfJM Hér hellir Páll smáskammti af ufsalýsi út Iklórduftið. MOTAAÆLA EYÐINGU STRAUAA- FJARÐARÁR OÓ-Reykjavik. Aðalfundur Veiðifélags Straumfjarðarár mótmælti harðlega framkominni þings- ályktunartillögu um virkjun Hraunsfjarðarvatns á Snæ- fellsnesi. t tillögunni er gert ráð fyrir, að veita afrennsii úr Hraunsfjarðar-. og Baulár- vallavötnum norður af fjall- garöinum á Snæfellsnesi, en nú er ekkert afrennsli úr vötnunum nerha suður af fjall- garðinum, en Straumfjarðará hefur aðalvatnsmagn sitt úr nefndum vötnum. Ef það af- rennsli veröur stiflað að sunnanverðu, verður Straum- fjarðará ekki annað en smá- spræna og laxagengd i ána úr sögunni. 12 lögbýli eiga land að Staumfjarðará og hafa bændur verulegar tekjur af henni. Benda þeir á, að ef virkjunin verði gerð við fjall garðinn sunnanverðan muni það ekki raska laxagengd i ána og muni þá ekki koma til skaðabótakrafna af hálfu eig- enda árinnar, sem væru hins vegar óhjákvæmilegar ef vötnin verða virkjuð norður af fjallgarðinum. Utlendi pilsnerinn of sterkur! Þó-Reykjavik. Kkkert hefur bólað á pilsnern- um, scra fyrirhugað var að flytja inn i lantlið, og er ekki hægt-að búast við, að svo verði, nema þvi" aðeins að áfengislöggjöfinni verði breytt. Karl K. Karlsson, stórkaup- maður, sem hefur umboð hér á landi fyrir Carlsberg, sagði i gær, að þegar farið var að mæla vinandamagnið i flöskunum hér á landi hefði pilsnerinn reyiizt of sterkur, eöa allt upp i 2.50% vin- andi, en hann er fluttur út frá Danmörku mcð 2.25% styrkleika. Þegar farið var að athuga þetta nánar kom i Ijós, að Danir og allar þjóðir i heiminum, aðrar en íslendingar, mæla styrklcikann cftir vigt innihalds flöskunnar, en islendingar, sem eru sér á báti, mæla styrkleikann eftir rúmmáli vökvans, sem er i Höskunni. Bretar: Höfum rétt til veiða SB-Reykjavík Brezka stjórnin ætlar að lýsa því yfir, að Bretar á- skilji sér fullan rétt til að veiða innan 50 mílna land- helgi íslendinga, sem gengur í gildi 1. sept. nk. var tilkynnt í neðri mál- stofu brezka þingsins. Þá kom stjórn V-Þýzka- landssamaná fund í gærtil að kanna möguleika á því að fela Alþjóðadómstóln- um í Haag að kanna hvort útfærsla islendinga væri lögmæt. 1 svari við fyrirspurn i neðri málstofunni i gær, sagði An- thony Royle, ; ^iðuneytisstjóri, að brezka stjórnin hefði nú fengið formlega tilkynningu um, að Is- lendingar myndu færa út fisk veiðilögsögu sina i 50 milur og að islenzka stjórnin sé þeirrar skoðunar, að samningur land- anna frá 1961 falli úr gildi við út- færsluna. Brezka stjórnin mundi svara þvi til, að hún áskilji sér á- fram öll þau réttindi brezkra tog ara til veiða innan 50 milnanna, sem gert sér ráð fyrir i sam- ningnum frá 1961. Ráðuneytis- stjórinn bætti þvi við, þó án nán- ari skýringa, að aðrar ráðstafanir væru i athugun. Vestur-þýzka stjórnin hélt með sér fund i gær til að ihuga að fela Alþjóðadómstólnum að kanna lögmæti útfærslunnar. Talsmað- ur stjórnarinnar sagði, að tveir þingmenn hefðu skrifað landbún- aðarráðuneytinu og bent á, að við útfærsluna verði v-þýzk fiskiskip útilokuð af miðum, þar sem þau hafa veitt þrjá fjórðu af heildar- aflanum undanfarið. Afleiðingin af þvi yrði sú, að ekki yrði nægi- lega mikill nýr fiskur á þýzkum mörkuðum. Þingmennirnir leggja til i bréfum sinum, að stjórnin hefji viðræður við is- lenzku stjórnina um kvótaveiði þýzkra togara innan 50 milnanna. ÍSLENDINGAÞÆTTIR TÍAAANS FYLGJA AAEÐ BLADINU í DA(

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.