Tíminn - 02.03.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.03.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 2. marz 1972. Fimmtudagur 2. marz 1972. TÍMINN 9 Séö yfir fundarsalinn á þingi Kjördæmissambands Reykjaneskjördæmis i félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. (Ljósm. Gunnar—Timinn) yjv : I / * jÆúgr '. & aBapjmm'í. - 0-' —* wzÆIIlI ‘ Jm m Ársþing Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi Lagði áherzlu á raun- hæfa vinstri stefnu Eins og hún birtist f málefnasamningi ríkisstjórnarinnar Kjördæmisþing Fram- sóknarmanna i Reykjanes- kjördæmi var haldið i Félags- heimili Seltjarnarness sunnudag- inn 28. nóv. 1971. Var þetta tólfta þing sambandsins. Sigfús Kristjánsson, formaöur sambandsins, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna. Þingfor- seti var kjörinn Guttormur Sigur- björnsson, Kópavogi, Varaforseti var kjörinn Gunnar Hólmsteins- sonen ritarar Sigurjón Daviösson og Jón Pálmason. Helgi Oláfsson mælti fyrir til- lögu um breytingar á lögum sam- bandsins. Formaöur flutti siöan skýrslu um störf stjórnar sam- bandsins, en i framkvæmdastjórn þess áttu sæti Sólveig Runólfs- dóttir, gjaldkeri, Gunnar Hólm- steinsson, ritari og formaður. Formaður ræddi siðan um framkvæmd alþingiskosning anna á s.i. ári og útgáfu blaðsins Ingólfs, en hana önnuðust Björn Jónsson, Erlingur Jónsson og Leó Löve. Fundir og skemmtanir voru haldnar á sambandssvæðinu i sambandi við kosningarnar af hálfu Framsóknarmanna, auk sameiginlegra framboðsfunda. Sólveig Runólfsdóttir gerði grein fyrir reikningum sam- bandsins, og er fjárhagur þess góður. Leó Löve gerði grein fyrir reikningum Ingólfs, og varö nokkur tekjuafgangur af útgáfu hans. Hannes Jónsson o.fl. fluttu til- lögu um stjórnmálaviðhorfið, og vdr henni visað til 9 manna st- jórnmálanefndar, sem fundurinn kaus til þess að semja drög að stjórnmálaályktun fundarins. t nefndinni áttu sæti Jón Skaftason, Björn Sveinbjörnsson, Stein- grimur Hermannsson, Hilmar Pétursson, Hannes Jónsson, Andrés Kristjánsson, Siguröur Geirdal, Leó Löve og Elias Jóns- son. Eftir hédegisverðarhlé flutti Þórarinn Þórarinsson, formaöur þingflokks Framsóknarmanna, erindi um stjórnmálaviðhorfiö, og Steingrimur Hermannsson, ritari flokksins, ræddi um skipu- lagsmál hans. Þá urðu allmiKlar umræður um lagabreytingar, sem samþykktar voru, en þær voru einkum um skipulag félagsstarfsins á sambandssvæðinu, og kosningu fulltrúa á flokksþing og sam- bandsþing,en hin nýju lög sam- bandsins fara fyrst til fram- kvæmdastjórnar Framsóknar- flokksins, áður en þau taka gildi. Stjórnmálaáiyktun. Stjórnmálanefnd þingsins lagði fram tillögu aö stjórnmálayfir- lýsingu, og hafði Björn Svein- björnsson framsögu fyrir henni. Tillagan var samþykkt sam- hljóða eftir nokkrar umræður: „Kjördæmisþing Framsóknar- manna i Reykjaneskjördæmi, haldið sunnud. 28. nóvember 1971 i samkomúhúsinu á Seltjarnar- nesi, lýsir yfir ánægju sinni með þá rökréttu afleiðingu kosninga- úrslitanna, að efnt var til núver- andi samvinnu vinstri flokkanna i rikistjórn undir forystu Ólafs Jóhannessonar, formanns Fram- sóknarflokksins. Jafnframt lýsir kjördæmis- þingiö yfir fullum stuðningi við hinn raunhæfa málefnasamning, sem er grundvellur stjórnarsam- vinnunnar, og bendir á mikilvægi þess, að stuðningsmenn stjórnar- innarstandi fastsaman i sókninni fyrir framkvæmd þeirrar vinstri stefnu, sem felst í málefnasamn- ingnum, en verði vel á verði gegn sundrungar- og tortryggnisáróðri Sjálfstæðismanna og Morgun- blaðsins. Kjördæmisþingið minnir á þá samþykkt siðasta flokksþings, að flokkurinn beiti sér fyrir þvi að móta sameiginlegt stjórnmálaafl allra þeirra sem aðhyllast hug- sjónir jafnaðar, samvinnu og lýð- ræðis og lýsir stuðningi við gerðir framkvæmdastjórnar flokksins i málinu og þátttöku hans i við- ræðum vinstri flokkanna um þetta mál. Kjördæmisþingið telur eölilegt. aö allir flokkarnir vinstra megin við Sjálfstæöisflokkimv eigi hlut að þessum viöræðum. Þó er ljóst, að samstarf og samruni er sitt hvað, og farsælt samstarf i rikis- stjórn hlýtur að vera óhjákvæmi- legur grundvöllur samruna, ef til hans kemur. Vinstra samstarf þarf þvi að sýna gildi sitt í fram- kvæmd raunhæfrar vinstri stefnu. Heilshugar samvinna i rikisstjórn um þá vinstri stefnu, sem felst i málefnasamningi rikisstjórnarinnar er þvi traust- asti grundvöllur heilbrigðrar stjórnmálaþróunar á islandi. Kjördæmisþingið leggur sér- staka áherzlu á mikilvægi þess fyrir heilbrigða þróun islenzkra stjórnmála, að Framsóknar- flokkurinn eflist og hvetur fram- sóknarfélögin i kjördæminu til öflugs félags- og útbreiðslustarfs, þ.á.m. til sameiginlegra funda og samkvæma yngri og eldri Fram- sóknarmanna. Að lokum bendir kjördæmis- þingið á,að nauðsynlegt er að etía Framsóknarflokkinn i þeirri forystu, sem hann hefur um framkvæmd þeirrar raunhæfu vinstri stefnu, sem felst i málefnasamningi rikisstjórnar- innar”. Trygging atvinnuskilyröa. Eftirfarandi tillaga frá Pétri Einarssyni o.fl. var samþykkt samhljóða: „Kjördæmisþing Framsóknar- manna i Reykjaneskjördæmi, haldið i félagsheimili Seltjarnar- ness 28. nov. 1971, beinir þvi til Jóns Skaftasonar þingmanns kjördæmisins, aö áður en herinn fer úr landi verði gerðar ráðstaf- anir til að tryggja atvinnuskilyröi þeirra, sem á vegum hans hafa unnið. Þær ráðstafanir verði fólgnar i gerð ýtarlegrar fram- kvæmdaáætlunar fyrir Suðurnes og öflun nægilegs fjármagns til að tryggja framgang hennar”. Þá lögðu þeir Sigfús Kristjáns- son, Valtýr Guðjónsson og Mar- geir Jónsson fram eftirfarandi tillögu: „Aðalfundur kjördæmis- sambands Framsóknarmanna i Reykjaneskjördæmi 28. nóv. 1971 fagnar fram kominni tillögu á Alþingi um framkvæmdaáætlun fyrir byggöarlögin sunnan Hafnarfjaröar, og vonar. að með framkvæmd tillögunnar veröi mörkuð ný stefna til eflingar at- vinnulifs á Suðurnesjum”. Viðbótartillaga frá Birni Ein- arssyni o.fl. kom fram svohljóð- andi: ,,. . en leggur áherzlu á, að jafnframt sé gerö sams konar áætlun fyrir önnur byggöarlög kjördæmisins”. Svo breytt var tillagan sam- þykkt samhljóða. Að tillögu þeirra Björns Ein- arssonar og Sigurðar Geirdal var kjörin nefnd til þess að gera fyrir næsta kjördæmisþing tillögur að auknu félagsstarfi flokksins og flokksfélaganna i kjördæminu. I hana voru kosnir: Eirikur Tómasson, Sigurður Einarsson, Björn Einarsson og Sigfús Kristjánsson. Jón Skaftason, alþingismaður ræddi i ýtarlegri ræðu ýmis hags- munamál kjördæmisins, svo sem um hitaveitumál, hafnargerðir, vegamál, skólamál, varanlega gatnagerð i þéttbýli, simamál og lánamál sveitarfélaga. Kosningar. Formaður kjördæmissam- bandsins var. endurkjörinn Sigfús Kristjánsson, Keflavik, og með honum i stjórn Sólveig Runólfs- dóttir, Gunnar Hólmsteinsson, Sigurlinni Sigurlinnason og Friðrik Georgsson. Varamenn Ari Sigurðsson og Pétur Einars- son. Endurskoðendur Þorkell Skúlason og ólafur Jensson og til vara Leó Löve. t miítjórn Framsóknarflokks- ins af hálfu kjördæmissam- bandsins voru kjörnir Björn Sveinbjörnsson, Valtýr Guð- jónsson, Leó Löve, Ólafur Jens- son, Sigurður Geirdal, Friðrik Georgsson, Hilmar Pétursson og Pétur Einarsson. Þingið sóttu um 90 fulltrúar auk nokkurra gesta. Við ræöustól og fundarstjóraborö: ólafur Ragnar Grimsson i ræöustól, þvl næst Guttormur Sigurbjörnsson, fundarstjóri, Gunnar Hólmsteinsson, varafundarstjóri, Jón Pálmason fundarritari, Sigfús Krist jánsson, formaður kjördæmissambandsins, Sólveig Runólfsdóttir, gjaldkeri þess, Jón Skaftason, alþingis- maöur og Björn Sveinbjörnsson, varaþingmaöur. Þ.M. SKRIFAR: Hann sneri sjaldan á mig á seinni árum t Dölum vestur hafa um aldir verið búhöldar góðir og svo er enn, enda byggðin sviphýr og gróðursæl. Þorkell Einarsson, viðmælandi minn i þetta sinn, er aAdraður Dalabóndi, sem nú hefur horfið af þeim vettvangi og aðrir yngri tekið við jörð þeirri, sem einu sinni var hans. Ef ég er ekki búinn að gleyma aldrinum, þá er ég fæddur 22. desember 1889. Foreldrar minir voru Einar Þorkelsson og Ingirið- ur Hansdóttir. Þau voru bæði Dalafólk, bjuggu á Hróðnýjar- stöðum allan sinn búskap og ólu þar upp niu börn. Heiðinni kynntist ég ungur. Hún var minn æskuheimur. Um hana lá leið smalans, og svo seinna veiðimannsins. Fram i heiðarvötnin var sótt nýmetið, þegar Isa leysti á vorin, og inn á heiðina var gengið til rjúpng,þeg- ar vindsvalur vetur lék yfir landi. Ég fór ungur að fara með byssu. Það þótti mér gaman. Næsti nágranni okkar var Jón bóndi Guðmundsson 'i Ljárskóg- um. Hann var afburðaskytta. Ég leit upp til hans og hugsaði til þess, að takmark mitt hlyti að vera það að veröa hans jafningi. Hann var mér góöur. Eftir að hann sá mig handfjalla byssu held ég að honum hafi fallið nokk- uð vel við strákinn. Ungur maður fór ég I Hjarðar- holtsskóla. Þar var ung stúlka norðan úr Strandasýslu. Guðrún Tómasdóttir frá Kollsá i Hrúta- firði. Okkar kynni leiddu til hjónabands, og tókum við þá til ábúðar 1/4 úr jörö foreldra minna Hróðnýjarstöðum og hófum þar búskap. Vorum við þar i nokkur ár, en fiuttumst svo árið 1928 norður að Kollsá á æskuheimili konu minnar og byrjuðum búskap þar. Þarna varð þó samleið okkar ekki löng, þvi að kona min andað- ist árið 1930. Við höfðum eignazt eina dóttur, sem þá var barn að aldri. Ég gat ekki hugsaö til að sjá af henni svo ungri I hendur annarra, án þess að vera sjálfur nærri, svo að ég hélt áfram bú- skap og bjó með ráðskonu næstu fimm árin. Arið 1935 kvæntist ég Hrefnu Jóhannesdóttur frá Hrafnadal i Hrútafirði. Við höfum eignazt tvær dætur, sem báðar eru upp- komnar og giftar. Arið 1938 hætti ég búskap á Kollsá og fluttist aftur að Hroð- nýjarstöðum. Sú ráöabreytni or- sakaðist fyrst og fremst af þvi, að foreldrar minir aldraðir og bróðir minn einhleypur, óskuðu eftir samstarfi við mig. Ekki löngu seinna gáfu þeir upp búskap sinn og það færðist i minar hendur að hlynna að jörðinni og nytja hana. A Hróðnýjarstöðum bjuggum við fram til ársins 1963. Þá var ég ekki lengur starfhæfur bóndi, enda farinn að eldast. Siðan höf- um við átt heimili á Búðardal. Hróðnýjarstaðir eru landmikil jörð, slægjur eru þar miklar og gott til beitar. Hún er þvi vel fall- in til sauðfjárbúskapar. Þar eru engin teljandi hlunnindi önnur, en veiði fram i heiðinni. Jörðin minnir mig að sé 26 hundruð að fornu mati. Minn búskapur var eingöngu sauðfjárbúskapur. Kýr voru að- eins til þess að nóg mjólk væri handa heimilinu. Veiðimaður — refaskytta? Já, liklega var ég veiðimaður i eðli minu. Ég hafði gaman af þessu og gaf þvi oft auga,þegar tófur voru að hoppa norður yfir flóann skammt frá túninu. Eftir að ég fór að fara með byssu og ganga á rjúpnaveiðar vaknaði jafnframt áhugi minn á að veiða refinn. Fimmtán ára gamall byggði ég mér snjóhús og hugðist nota það sem skothús, og bar niður æti i grendinni. En þar hafði ég ekki erindi sem erfiði, þvi að enga skaut ég tófuna. Liklega hafa þær tekið lykt af mér og orðið min varar fyrr en ég þeirra. Einum hlauparef náði ég þó þennan vetur og þóttist meiri maöur af. Nokkur næstu ár náði ég svo 2 — 3 dýrum hvern vetur, og hafði þvi nokkra reynslu af refaveiðum(þegar ég kom norður i Hrútafjörð. Hrútfirðingar höfðu talsvert fengizt viö refaveiðar, og vissi ég að skothús voru I Bæ, á Hvalsá og úti i Guðlaugsvik. Einnig var Kristján Helgason á Þambárvöllum i Bitru ágæt skytta og bar út agn viö skothús. Strax eftir að ég kom norður aö Kollsá byggði ég skothúskofa og bar út agn. Kofi þessi var svo stór og rúmgóður, að ég gat haft I Hon- um fimm kindur, það var þvi ekki einungis mannaþefur, sem brá fyrir vit rebba, þegar hann lagði leið sina þarna um. Refaskytta viö grenjavinnslu i Bæjarhreppi var Eysteinn Einarsson á Bræðrabrekku og var ég ekkert aö troða mér þar að. En þegar ég fékk 4 — 5 og allt upp i niu refi hvern vetur, þótti nágrönnum minum, sem einnig egndu, en náðu þó ekki sama árangri, sem ég mundi kunna nokkuð til verka. Að minnsta kosti hlaut hann Þorkell á Kollsá að vera heppinn. Einu sinni mætti ég tveimur veiðimönnum, höfðu þeir klæðzt hvitum flikum og voru að rekja tófuslóð, sem ég var kominn inn á. Ég vildi þó ekkert vera aö etja kapp við þá, og sagði að þeir skyldu bara hlaupa. Ég færi heim og biöi kvöldsins, þá mundi ég sennilega fá tófuna. Þetta reynd- ist svo; hún kom i agnið hjá mér um kvöldið á niunda timanum. Þá gat ég ekki á mér setið að fara i simann og segja fréttirnar. Við Kristján á Þambárvöllum töluðum oft saman og bárum saman bækurnar. Hann var at- hugull maður og ekki hávaða- samur. Hann hringdi stundum til min á morgnana og spurði: „Jæja, hvernig gekk þér i nótt, Þorkell minn?” Stundum gat ég sagt honum skemmtilega veiði- sögu, sem hann svo endurgalt þegarhann varð fyrir „happinu”. Einu sinni voru tvær tófur farn- ar að ganga i agnið hjá mér, önn- ur hvit en hin mórauð. Lit þeirra mátti ráða af förunum. Ég fór svo upp i skothúskofann kvöldtima, kem mér fyrir innan við skotgatið og legg byssuhlaupið út. Beið ég siðan þess að tófan kæmi. Loft var alskýjað og mjög dimmt. Eft- ir að hafa verið þarna góða stund, þykist ég verða þess var, að tófa er komin i agnið. Ég vissi ná- kvæmlega hvar agnið var, og virtist sem brygði fyrir hreyfingu dýrsins. Lét ég þvi skotið fara, hleyp svo út að agninu og verð einskis var, enda greindi ég ekkert vegna myrkursins. En þegar ég sný við aftur, rek ég tærnar i tófuna, þar sem hún ligg- ur dauð rétt við agnið. Ég tek hana upp og held á þannig aö sem minnst blæði i snjóinn og slóð mina. Þegar ég hleypti skotinu af,fann ég aö byssan hreyfði ónotalega við kinn minni, og nú varð ég þess var að þar hékk allstór skinnflipi og blóö rann úr sári, sem ég hafði fengiö, hraðaði ég mér þvi heim. Fólkinu gafst heldur illa á aö lita, og var skjótt viö burgðiö og simað til Hvammstanga eftir lækninum þar, sem þá var Torfi Bjarnason frá Ásgarði. Hann kom landveg vestur og var svo fluttur yfir I Kjöreyrartangann. Hann þreif upp sárið, saumaöi þaö saman og bjó svo um. Meðan hann var að þessu og eftir að hafa frétt orsök meiðslisins, segir hann: „Hafðirðu nú nokkuð upp úr þessu, Þorkell minn?” „Ójá, tófunni náöi ég. Fallegum hvitum ref. Hann hangir hérna niðri i kjallaranum”. Ég hélt kyrru fyrir i nokkra daga, en þá er komið að þvi að taka þarf sauminn úr. Ég fæ þá boð frá lækninum, Torfa Bjarna- syni, að hann sé á leið vestur i Hrútafjörð.en hafi ekki tima til að koma út að Kollsá og biður mig að koma inn á Kjörseyrarmela og hitta sig þar. Ég geri þetta og þar setjumst við niður á freðinn þúfu- koll og hann plokkar sauminn úr. Læknirinn hélt svo áfram sina leið, en ég sneri heim að Kollsá og fór að egna. Tveim nóttum seinna náði ég móru. Eins og ég hef áöur sagt, var Eysteinn Einarsson á Bræðra- brekku aðal-grenjaskyttan þarna nyrðra, en nú stóð til að hann flytti úr sveitinni, Eftir ein- dreginni ósk hans og annarra þeirra, sem þessum málum réöu, tók ég að mér grenjavinnslu i utanverðum Bæjarhreppi. Jón Tómasson i Hrútatungu hafði nokkur greni uppi i Tröllakirkju og inn af botni Hrútafjaröar. Þótt ég væri vanari þvi að stunda vetrarveiðaren að liggja á greni, þekkti ég þó dálitið til þess. Tiu eða tólf ára gamall fór ég fyrst á gren með Jóni i Ljár- skógum. Þaö fannst mér ævin- týri. Eftir það, meðan ég var á Hróönýjarstöðum, fór ég með honum á gren eða fyrir hann, ef þess þurfti með. Og eftir að ég var kominn norður að Kollsá, hringir Jón til min vortima og segir, að það sé gren á Laxárdalsheiði og biður mig endilega að fara á það fyrir sig. Hann mun hafa vitað hvers hann mátti vænta af mér. Guðmundur sonur hans var þá úti i Noregi. Auðvitað varð ég að gera þetta, og ég var þá orðinn það viss með byssuna, að ég missti mjög sjald- an marks. Einhverju sinni fékk ég boð frá Jóni bónda á Kolbeinsá. Hann segir mér frá greni, sem muni vera i Kolbeinsárborgum. Ég bregð við skjótt og fer úteftir. Þegar þangað keur, segir Jón: Þú verður að vinna þetta gren. önnur hvor tófan eða báðar eru bitir og hafa gert hjá mfer mikinn usla, meðal annars lagzt á varpið. Ég var upp i borgum um nóttina og tókst þá að ná annarri tófunni. Um morguninn fer ég heim að Kolbeinsá, hitti Jón, segi honum fréttirnar og einnig það að ég vilji sofa þar heima fram eftir deginum, vökumaðurinn minn vakti grenið. Jón lætur þetta gott heita, en segir að ég veröi að ná hinni tófunni, þvi auðvitað hlaut hún að vera enná skaðlegri en sú hafði veriö, sem dauð var. „Já, og þú skalt fá vel útilátið staup af brennivini þegar þú hefur skotið hana”, bætti hann viö. Um kvöldið fór ég svo uppeftir og náði tófunni um nóttina. Já- á-, Jón tók vel á móti mér, og ekki var dregið af brenni- vininu, „þú átt það skilið”, sagði hann. Þegar ég kom aftur að Hróð- nýjarstöðum 1938, fór ég strax að fást við grenjavinnslu og lá á 13 grenjum þaö vor. Þá var farið að ala hvolpana i búrum yfir sumarið og lóga þeim þegar kom fram á vetur og skinnin voru orðin vel hærö. Ég hafði byrjað á þessu tvö siðustu árin, sem ég var fyrir norðan, en þaö lánazt miður vel, olli þvi vanþekking á gerð búranna. Eftir að ég kom suður gekk þetta betur og þá fór ég einnig aö ala silfurrefi. Fyrstu árin fékk ég goldið vegavinnukaup fyrir þann tima, sem ég var við grenjaleit og svo var borgað visst fyrir hvert unnið dýr, fullorðið. 1 þá daga sá maður ekki oft peninga og varð þvi feginn hverjum skilding... En nú kom nýtt upp á teninginn. Eftir aö hvolparnir komust i verð vildu landeigendur fá hluta af greninu, og fór ég þá að taka þá með mér sem voku menn, ef þá væri öllu réttlæti full- nægt og friður héldist. Minnir mig að þeirra hlutur væri 1/3 af verði Þorkell Kinarsson. hvolpanna. Stundum var þetta nú bara til að æra óstöðugan, þegar yrðlingarnir voru lélegir og verð- lausir. Mér varð lika fremur önugt að vera alltaf með nýja og óvana menn. Létu þá jarð- eigendur vera sem ég vildi. Alltaf voru þó einhverjir, sem höfðu sin á milli orð á þvi, hve geysilegar tekjur hann Þorkell á Hróðnýjarstöðum heföi af grenja- vinnslunni. í nokkur ár var meö mér á grenjum, Jens Guðbrandsson frá Höskuldsstöðum. Hann var aö- gætinn maöur og áhugasamur og komst fljótt upp á lag meö aö skjóta. Lönd þau, sem tilheyra Laxár- dalshreppi, eru viðáttumikil og þvilangtaðleita.Égþurftiaögá i 104 grenstaéði á hverju vori. Fyrir mig var þetta i aðra röndina spennandi leikur, en kuldinn og vosbúöin fór þó illa með mig sérstaklega á seinni árum. Ég fékkst þó við þetta þangaö til ég var hálf áttræður,og ennþá treysti ég mér til að skjóta, ef fæturnir gætu borið mig svo nærri tófu, að ég fengi á henni færi, en þess er nú ekki kostur lengur. Eg var farinn að þekkja rebba af löngum samskiptum og læra af honum ýmsar brellur, sem honum svo siðar komu sjálfum i koll. Hann sneri sjaldan á mig á seinni árum, þótt hann stundum hefði yfirhöndina fyrst. Ég hef lært mál hans það vel, að þess eru mörg dæmi að hann hefur komið út úr holu sinni, þvi sem næst i fangið á mér, þegar ég hef kallaö til hans. Einhverntima var ég á heim- leið að Hróðnýjarstöðum, og verö þá var við gren á hærri bekknum i fremra klifinu. Þarna náði ég strax tveim hvolpum úti, og sá nú að ég gat alls ekki farið frá þessu. Ég tók ofan af trússhestinum, þar var tjaldið mitt, skrifa á miða boð til Hrefnu um, að hún skuli koma meö kaffisopa til min seinna um daginn. Miðann bind ég i faxið á Bleik, set svo tauminn upp á klárana og visa þeim heim á leið. Veðrið var fremur leiðinlegt, hvass norðan stormur og kuldi. Ég setti upp tjaldið og kveikti svo á primusnum. Ekki leið á löngu fyrr en læðan kemur beint niður ofan við tjaldið og ætlar að steypa sér niður i grenið, en þar náði ég henni. Skömmu seinna kemur Hrefna. Klárarnir höfðu á trú- verðugan hátt skilað erindi sinu. Hún kom með góöa hressingu handa mér og fór svo heim. Ennþá hafði ég ekkert oröið var við refinn, en klukkan sjö um kvöldið kom hann i skotfæri og slapp ekki úr þvi aftur. Ég er I grenjaleit, kominn yfir á Þverdal. Þar er stórt gren tvi- skipt. Smáurðargrjótur ofar, en stórgrýtt holurö fyrir neðan og dálitill kriki á milli. Ég segi félaga minum, að ég ætli fyrst að athuga minna grenstæðið og þegar ég kem þangað sé eg strax að þar hefur tófan iagt i krikanum og ennþá ekki fært byggð sina niður i stórurðina, en það gera dýrin iðulega þar sem svo hagar til sem þarna. Fljótlega varð ég var við tvo hvolpa og gat náð þeim, fór ég með þá spölkorn frá greninu og tjóðraði þá hvorn i sinu lagi og hafði það langt á milli þeirra, að þeir náðu ekki saman. Við reistum svo tjaldið skammt þar fyrir ofan, eða i góðu skotfæri frá hvolpunum. Viö fórum svo inn i tjaldið og biðum þess sem veröa vildi. Þegar hvolparnir fundu að þeir voru fangar, fóru þeir að væla, og urðu þvi háværari sem lengra leið. Ekki löngu seinna kom svo tófan og skaut ég hana út um tjalddyrnar. Já, égkann margar veiðisögur. Ég hef oft mátt glima við erfiða andstæðinga, ekki sizt bitina, sem flestir eru varfærnari en aðrir kynbræður þeirra. En ég hef aldrei misvirt það við þá, þótt þeir spöruðu mér ekki sporin. Ég var fóthvatari þá en ég er núna. Þ.M. 65 ára afmæli Sláturfélags Suðurlands Siáturfélag Suðurlands átti 65 ára afmæli nú fyrir skemmstu. Hefur Sláturfélagið eins og mörg önnur samvinnufélög gegnt mjög mikilvægu hlutverki i atvinnulifi sins félagssvæðis, en það nær allt frá Skeiðarársandi að Hvitá I Borgarfirði. Auk slátrunar, vinnslu og kjötverzlunar rekur Sláturfélagið nú margar smá- söluverzlanir og sútunar- verksmiðju og ullarverksmiöju. A afmælisdegi félagsins skoðuðu fréttamenn og fjöl- margir aðrir hiö myndarlega sláturhús félagsins á Selfossi. Sláturhúsið hefur nú verið endur- byggt og búiö fullkomnustu tæk- jum bæöi til sauðfjárslátrunar og stórgripaslátrunar. Aðstaða öll til hreinlegrar meðferðar á vörunni er eins og bezt verður á kosið og eru þar lagðar til grundvallar aðferðir og kröfur i samræmi við það sem fullkomnast tiökast meðal þeirra þjóða, sem lengst eru komnar í þessu efni. Nú er slátrað stórgripum 5 daga i viku hverri i þessu sldturhúsi og mun það vera eitt af fáum slátur- húsum á landinu, þar sem svo stöðug slátrun fer fram allan ársins hring. 1 ávarpi, sem formaður starfs- mannafélags Sláturfélagsins flutti á Selfossi gat hann þess, að starfsmenn félagsins i Reykjavik væru um 400 talsins. Þessi tala leiðir huga manns aö þeim riku lega þætti, sém landbúnaðar- framleiðslan á i atvinnuupp- bygginu þéttbýlisins. Oft hefur ÚR BORG OG BYGGÐ verið látiö að þvi liggja á undan- förnum árum, að drjúgur hluti þjóðartekna færi til greiðslu á útflutningsbótum og niður- greiðslum landbúnaöarvara. Vafalaust hefur mörgum mann inum fundizt, að kjöt og mjólkurverð færi beint til bænd- anna að viðbættri niðurgreiðslu og útflutningsuppbótum. Sjálfir hafa bændurnir talið, að of litill skerfur kæmi i þeirra hlut, og er þó vitað, að milliliðakostnaður á búvörum er hér til muna minni en i flestum nágrannalöndum okkar. En fæstir gera sér grein fyrir, hve margt þéttbýlisbúa fær lffsfram- færi sitt beint og óbeint af land- búnaði, enda ekki til neinar full- komnar upplýsingar þar um. Talið er, aö bændur landsins séu nálægt 5 þúsundum, og eru þeir flestir einyrkjar. Drjúgur er þó þáttur eiginkvenna þeirra og barna i landbúnaðarfram- leiöslunni, en þar á móti kemur, að fjölmargir bændur leggja drjúgan skerf af orku sinni til annarra atvinnugreina. Þessar staðreyndir eru flestum kunnar að meira eða minna leyti. En hitt vita sjálfsagt færri, að vinna sú, sem framkvæmd er i slátur- húsum og kjötvinnslustöövum landsins svarar til þess,að þar hefðu 7 - 8 hundruð manns vinnu allan ársins hring. Mundi mörgum bregða i brún, ef þessi atvinna væri frá þeim tekin og kjöt og kjötvörur fluttar inn i landið erlendis frá. Ingi Tryggvason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.