Tíminn - 03.03.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.03.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 3. marz 1972. ■ Frumvarpið um sölu Holts i Dyrhólahreppi: Verður „Eilífðar- málið" loks sam- þykkt í þinginu ? Meirihluti landbúnaðarnefndar efri deildar meðmæltur sölu jarðarinnar EB—Reykjavík. i fimm ár i röö hefur legið fyrir Alþingi án þess að fá endanlega afgreiðslu frumvarp til laga um heimild fyrir rikisstjórnina að selja Jóhönnu Sæmundsdóttur, Nykhóli i Dyrhólahreppi, eyði- jörðina Holt i sama hreppi. Krumvarpið hefur þrivcgis veriö samþykkt i efri deild, en jafnoft dagað uppi i neðri deild. t fyrra var frumvarpið fellt I efri dcild. Frumvarpið var á þessu þingi lagt fyrir efri deild og urðu tals- vcrðar umræður um það, er það var til 2. umræðu i deildinni siðast liðinn miðvikudag. Landbúnaöar- nefnd deildarinnar klofnaði um málið. I.eggur meiri hluti nefn- darinnar, þeir Alexander Stefánsson (F>, Ilelgi Seljan (AB), Páll Þorstcinsson (F) og Björn Jónsson (SFV) til að frum- varpið verði samþykkt, cn minni hluti nefndarinnar, þeir Stcinþór Oestsson (S), Jón Arnason (S) og Jón Armann Iléðinsson (A) leggur til að það verði fellt. — Að loknum umræðum um frum- varpið i efri deild á miðvikudag var atkvæðagreiöslu um það frestað. Hreppsnefnd Dyrhólahrepps meðmælt frumvarpinu. Björn Fr. Björnsson (F) er flutningsmaður þessa frumvarps. I greinagerðinni er þvi fylgir segir flutningsmaður, að Jóhanna Sæmundsdóttir og eiginmaður hennar, Þorsteinn Einarsson, serh nú er látinn, hafi átt jörðina Holt og búið þar um fjölda ára. 1936 hafi rikissjóður keypt jörð ina. Astæðan fyrir þvi hafi verið sú, að rikið ákvað að koma upp fyrirhleðslum og að öðru leyti að gera breytingar á vatnasvæði jarðarinnar. Var talið, að þessar aðgerðir af opinberra hálfu gætu orðið til þess, að jörðin yrði vart eða ekki byggileg. Jóhanna hélt eigi að siður ábúðarrétti sinum á jörðinni, segir flutningsmaður, og hefur hún nytjað hana ásamt sinu fólki frá annarri jörð i nágrenn- inu. Þegar sýnt þótti, að ágangur vatns og önnur spjöll voru minni en óttazt hafði verið i fyrstu.sögðu Björn Fr. Björnsson — hefur flútt frumvarp um sölu jarðarinnar fimtn ár i röð. til sin hin traustu bönd, sem bundu ekkjuna við hina gömlu eignarjörð. Þess vegna hefur hún sótt fast að eignast jörðina aftur og má þykja ofur eðlilegt, segir flutningsmaður ennfremur. Minnir hann svo á, að miðað við þá stefnu, sem fylgt hefur verið á Alþingi um kaup og sölu á rikis- jörðum, ætti sizt alls i þessu til- viki að vera nein fyrirstaða þvi, að ekkjunni gefist þess kostur að leysa til sin jörðina. Björn minnir ennfremur á i greinargerðinni, að hreppsnefnd Dyrhólahrepps hefur einróma mælt með þvi, að orðið verði við beiðni Jóhönnu. „Fleygur rekinn á milli 2ja ríkisjarða". Umræðurnar um frumvarpið i efri deild á fimmtudaginn hófust með þvi að Alexander Stefánsson mælti fyrir áliti meiri hluta land- búnaðarnefndar. Lagði Alexand- er áherzlu á — eins og fram kemur i greinagerð frumvarpsins — að miðað við þá stefnu, sem Alþingi hefur fylgt i slikum mál- um, ætti ekki að vera fyrirstaða þvi, að rikið seldi Jóhönnu Sæm- undsdóttur jörðina. Steinþór Gestsson taldi hins vegar þung rök mæla gegn þvi,að jörðin yrði seld. Kom fram i ræðu Steinþórs meginsjónarmið and- stöðumanna frumvarpsins, sem virðist vera eftirfarandi: Jörðin Holt á land samliggjandi að rikisjörðunum Felli að vestan og Alftagróf að norðan og austan. Afréttarland þessara jarða er sameiginlegt, og þvi ekki talið gerlegt að skilja það að með girð- ingu. Ekki orkar tvimælis, að eðlilegasta nýting Holts er tengd búrekstri á Felli og i Alftagróf og gæti sala jarðarinnar á margan hátt orðið til óhagræðis við bú- rekstur á þessum jörðum. Með sölu Holts er þvi verið að reka eins konar fleyg milli tveggja rikisjarða. ,/Slíkt eigum við að þekkja og meta". Björn Fr. Björnsson andmælti þessum rökum. Vel væri hægt að búa i Alftar-gróf og á Felli þótt Jó- hönnu yrði seld jörðin Holt. Ræddi Björn nánar um það atriði, en i lok ræðu sinnar minnti hann á það, að Jóhanna og fólk hennar væri tengt þessari jörð mjög sterkum böndum. Slikt ættum við íslendingar að þekkja vel og meta. Það mannlega i þessu máli væri kannski það sem fyrst og fremst ætti að taka tillit til. Frumvarpið um Jarðeignasjóð samþykkt EB — Reykjavik. Alþingi samþykkti á miðvikudaginn stjórnarfrum- varp um breytingar á lögum nr. 54 frá 1967 um Jarðeignarsjóð. Frumvarpið var samþykkt svo hljóðandi: 1 gr. Aftan við 4. tölulið 1. gr. bætist 5. töluliður, svo hljóðandi: Jörð, sem eigandi hefur ekki tök á að sitja lengur vegna áh- vilandi skulda, enda sé tryggt, að jörðin byggist samkvæmt lögum nr. 102 21. desember 1962 um ættaróðul og er- fðaábúð. 2 gr. laganna orðist svo: Við ákvörðun kaupverðs samkvæmt 1. gr. skal af hálfu kaupanda höfð hliðsjón af gangverði hliðstæðra jarða, sé þess kostur, og fjármunum þeim sem eigandi hafur lagt i jörðina. Náist ekki samkomulag um kaupverð, er hvorum aðila um sig heimilt að óska mats á jörðinni, samkvæmt ákvæðum 8. gr. 3 gr. Við 6 gr. bætist ný máls- grein svo hljóðandi: Abúendum jarða, sem selt hafa Jarðeignasjóði jarðir sinar, samkvæmt 5. tölulið 1. gr. skulu jafnan eiga þess kost að kaupa þær aftur fyrir það verð, er um semst. Náist ekki samkomulag um verð milli Jarðeignasjóðs og kaupanda, er hvorum aðila um sig heimilt að óska mats nefndar þeirrar, sem starfar samkvæmt 8. gr. Björn Pálsson i þingræðu: ,,Hefur sálræna þýð- ingu að auka verð- gildi krónunnar" EB-Reykjavik. A fundi sameinaðs þings siðast liðinn þriðjudag mælti Björn Pálsson (F) fyrir þingsályktun- artillögu sem hann flytur um( að rikisstjórninni verði falið að láta athuga, hvort ekki sé hagkvæmt að auka verðgildi islenzku krón- unnar þannig,að 10 kr. verði að einni og einn Bandarikjadollar jafngildi kr. 8.80. Verðbreyting krónunnar verði þannig fram- kvæmd, að innistæðusjóðir, vöru- verð og vinnuiaun og skattar lækki tifalt i krónutölu og skuldir einstaklinga og fyrirtækja hlið- stætt. 1 framsöguræðu sinni sagði Björn Pálsson, að aðalatriði þessa máls væri það, að við ykj- um verðgildi peninganna, og það hefði sálræna þýðingu á þann veg, að við færum betur með fjármuni okkar og reyndum að stjórna fjármálunum þannig, að ekki þyrfti alltaf að vera að lækka gengið, slikt væri alger neyðar- ráðstöfun. Gengislækkun hefur svo marg- þætta erfiðleika i för með sér fyr- ir utan ranglætið, sem þvi fylgir, þvi að gengislækkun er það mesta eignarán, sem hægt er að gera i einu þjóðfélagi. Það er verið að taka smáþjófa, sem læðast inn og ná i nokkra sigarettupakka og svo leiðis og stinga þeim i tugthúsið. En rikisvaldið sjálft tekur kann- ski á einum degi helming af sparifjáreign landsmanna og enginn getur sagt neitt. Það er alvarlegur hlutur og það er þetta, sem fólki hefur hvekkzt á — og allir keppast við að eyða, sagði Björn m.a. Björn Pálsson. — gengislækkun mesta eignaránið. Miklar umræður um mjólkursölumálin Mestur hluti fundartima neðri deildar s.l. miðvikudag fór i umræður um mjólkur- sölumálin, er þingsályktunar- tillaga Ellerts B. Schram og tveggja annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins,var þar til 1. umræðu. Er frumvarpið þess efnis, að samsölustjórn verði gert skylt að heimila matvöruverzlunum, sem um það sækja, sölu og dreifingu mjólkurvöru, enda sé þeim al- mennum skilyrðum fullnægt, sem samsölustjórn ákveður um aðbúnað, greiðslufyrir- komulag og meðferð mjólkur- vöru i viðkomandi verzlun. Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráðherra, lýsti yfir stuðningi sinum við þetta frumvarp. Ennfremur tóku til máls Agúst Þorvaldsson (F), Gylfi Þ. Gislason (A) og Ragnhildur Helgadóttir (S). Frá umræðunum verður greint siðar. Menntun heíIbrigðis — starfsfólks Oddur Olafsson (S) hefur lagt eftirfarandi þings- ály ktunartillögu fyrir Sameinað þing: „Alþingi ályktar aö fela rikisstjórninni að gera ráð- stafanir til þess, að unnt verði aö mennta hérlendis ýmsa starfshópa heilbrigðisþjónust- unnar, er nú verða að sækja nám sitt til útlanda. Um er að ræða ýmsa hópa heilbrigðis- tækna. svo og siúkra- og iðiu- þjálfara, félagsráðgjafa og sálfræðinga. Enn fremur að auka og bæta aðstöðu til kennslu hjúkrunarfólks. Rannsóknirá safnamálum Inga Birna Jónsdóttir (SFV) og Bjarni Guðnason (SFV) hafa lagt fyrir Sameinað þing tillögu til þings- ályktunar um, að rikis- stjórninni veröi falið að skipa fimm manna nefnd sam- kvæmt tilnefningu eftirtalinna aðila: Safnvarðafélags Islands, Félags háskóla- kennara, Félags kennara- skólakennara, Arkitekta- félags Islands og Menningar- og fræðslusambands alþýðu. Auk þess skipi menntamála- ráðherra formann nefndar- innar. Skal þessi nefnd rann- saka ástand safnamála á íslandi og gera tillögur um úr- bætur i þeim málum. Frumvarp um sumarbústaði Sömu þingmenn hafa lagt þingsályktunartillögu fyrir Sameinað þing um, að rikis- stjórninni verði falið að láta semja frumvarp til laga um sumarbústaði, er lagt verði fyrir næsta reglulegt Alþingi. Radarsvari við Grindavík Þá hafa þeir Karl G, Sigur- bergsson (AB) og Geir Gunnarsson (AB) lagt fyrir Sameinað þing tillögu til þingsályktunar um, að skorað verði á rikisstjórnina aö beita sér fyrir þvi, að settur verði radarsvari við innsiglinguna til Grindavikur. —EB SVEFNBEKKIR Ódýrir vandaðir svefnbekkir til sölu að öldugötu 33. Upplýsingar i sima 19407. Laiulxins grróðnr / \ ” yðar liróður IJgBÚNAÐARBMKI ÍSLANDS Gamlar góóar bækur fyrir gamlar góóar krónur BOKA MARKAÐURINN SILLA OG VALDA- HÚSINU ÁLFHEIMUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.