Tíminn - 03.03.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.03.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. marz 1972. TÍMINN 7 Stærstu brjóstahöld í Evrópu Margt er kannað og það töl- fræðilega nú til dags. Israelskar stúlkur nota stærri brjósthald- ara en flestar stúlkur aðrar, segir i frétt i erlendu blaði. Upp- lýsingar eru fengnar hjá Ozer Rottenberg, þýzkum framleið- enda, sem framleiðir undirfatn- að, þar á meðal brjósthaldara, og selur vörur sinar viös vegar um Evrópu og einnig til Israels. Hann segist ekki vita, hvernig á þvi stendur, en það sé hins veg- ar rétt, að israelskar stúlkur þurfi mun stærri brjóstahald- ara, heldur en aðrir þeir við- skiptavinir, sem fyrir tækið framleiðir fyrir. Vilja heldur brennivín en marijuana 1 skýrslu, sem David nokkur Archibald hefur gert um neyzlu unglinga i Toronto á brennivini og eiturlyfjum kemur i ljós, að unglingarnir þar i borg vilja heldur drekka sterka drykki heldur en neyta eiturlylja, og segir skýrslan, að foreldrar andi léttara, eftir að hafa fengið þessar upplýsingar. F’oreldrar i Toronto telja, að hættuminna sé fyrir unglingana að neyta sterkra drykkja en eiturlyfj- anna. Þeir unglingar, sem neyti eiturlyfja hætti þvi sem neyti eiturlyfja hætti þvi sjaldnast, og engin von sé til þess að þeir hætti við eiturlyfin fyrir áfengið. Hins vegar láti þeir sér áfengið i mörgum til- fellum nægja, og reyni ekki ávanalyf. Villtist á neðanjarðar- braut og bílastæði Bifreiðastjóri i Brussel varð fyrir þvi óláni, að aka inn i jarð- göng neðanjarðarbrautarinnar i borginni, en hann hafði haldið, að inngangurinn væri að neðan- jarðarbilastæði. Manngreyið eyðilagði bæði bil sinn og braut- arteina, og lögreglan i Brussel segir, að höfðað verði mál á hendur honum fyrir skemmdar- verk þetta, þrátt fyrir það, að það hafi ekki verið unnið af yfir- lögðu ráði. Viljaselja Parisar-hússitt Hertogahjónin af Windsor hafa alltaf annað slagið verið að reyna að selja húseign sina rétt utan við Paris. Þetta hús, sem kallað hefur verið The Old Mill hefur verið dvalarstaður þeirra hjóna um helgar. Upphaflega var The Old Mill auglýst til sölu árið 1968, þegar stúdentaóeirð- irnar stóðu sem hæst i Paris, og þá var verðið, sem sett var upp fyrir húsið og landareignina 1.2 milljónir dollara. Enginn virtist um þær mundir hafa áhuga á að kaupa eitt eða neitt i Frakk- landi, enda heldur ófriðlegt i landinu. Nú er eignin aftur kom- in á söiulista, og verðið hefur verið lækkað um helming eða niður i 600 þúsund dollara, eða náiægt 54 milljónum islenzkra króna. Þó er ekki verið að selja nákvæmlega sama hlutinn. Áð- ur áttu að fylgja 25 ekrur lands, en nú aðeins 6 ekrur, svo verðið hlaut að lækka, og það töluvert. Hægt mun vera að kaupa meira af landi Windsorhjónanna á þessum slóðum, ef fólk vill, eða fá það leigt, samkvæmt upplýs- ingum einkaritara þeirra. Sonur Leo Tolstoy kvænist aftur Hann er rússnesk sænskur greifi, Nikita Tolstoy 69 ára gamall, og hún er 34 ára milljónamæringsdóttir, Diana Kempe. Diana og Nikita hittust fyrirátta árum á heimili systur hennar, Veronicu. Veronica er gift Lars nokkrum Björling. En hver er svo þessi Nikita Tolstoy. Þar sem móðir Nikita var sænsk | eyddi fjölskyldan alltaf sumr- unum i Sviþjóð, og i einu sliku sumarleyfi fæddist Nikita. Það var þó ekki fyrr en tekið var upp á þvi að skjóta á fólk á götum Pétursborgar árið 1917, að fjöi- skyldan neyddist til þess að setjast að i Sviþjóð fyrir fullt og allt. Nikita á tvö uppkomin börn og fjöldan ailan af barnabörn- um, og var áður forstjóri eða framkvæmdastjóri hjá Búnað- arnelnd rikisins. Þótt hann sé nú orðin 69 ára gamall, er hann alls ekki hættur að vinna, þó að hann sé ekki iengur fram- kvæmdastjóri. Hann er farinn að kenna rússnesku við Upp- salaháskóla. Og þá er það brúð- urin. Hún er yngsta dóttir milljónamæringsins Carl Kempe, sem kvæntur var i 33 ár Marianne Kempe, sem var hvorki meira né minna en 25 ár- um yngri en eiginmaðurinn, svo það er ekki mikið þótt Diana sé nokkrum árum yngri en Nikita. Diana hefur mikið ferðazt um Indland, og hefur mikinn áhuga á Búddatrú. Sömu sögu er að segja um Nikita, og það var þetta sameiginlega áhugamál, sem færði þau saman, eftir að þau höfðu hitzt i fyrsta sinn. Nú er æðsta ósk hinna nýgiftu að eignast börn, helzt tvö, segir frúin. Storkurinn hefur boðað komu sina og ljósmóðirin komin til að taka á móti honum. Hún spjallar við Pétur litla, meðan hún biður: —Jæja, Pétur minn. Hvort langar þig meira i lítla systur eða litinn bróður? —Mér er alveg sama, bara ef það verður ekki frændi, þvi ég á einn svoleiðis. Inga litla við móður sina: — 1 dag lærðum við i leikskólanum, hvað býflugurnar gera. —Nú, hvað gera þær svo? —Þær þurrka rykið af blómunum. Æðsta takmark hverrar konu hefur, að minnsta kosti fram að þessu, verið aö giftast eins fljótt og hægt er, en karlmannsins hins vegar að vera piparsveinn eins lengi og hægt er. Það góða við smábörn er að þau þjóta ekki milli manna, að þvi komin að springa af monti, og sýna foreldra sina. — Hefur yður aldrei dottið i hug, að hafmeyjar ættu feður eins og allir aðrir? Það er góð regla aö velja sér eiginkonu, sem ef hún væri karl- kyns, væri eins og maður, sem maður veldi sér að vini. — Er þetta það eina, sem hefur geczt, meðan ég var i burtu? Barnauppeldi er að kenna bör- num sinum að gera nákvæmlega öfugt við það sem þau vilja gera. Það verður að viðurkennast, að móðurmjólkin er hollari en kúamjólk. Helztu kostir móður- mjólkurinnar fram yfir kúamjólk eru þessir: Engin bið i mjólkur- búðinni, kostar ekkert, þarf ekki að geyma i isskáp eða velgja, og siðast en ekki sizt: Mun fallegri umbúðir. DENNI DÆAAALAUSI Heyrðu, Jói. Þú þarft alls ekki að vera hræddur við það, sem er svona gott á bragöið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.