Tíminn - 03.03.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.03.1972, Blaðsíða 10
10 ' 1 Föstudagur 3. marz 1972. ISLENZKIR ÞI 9 9 TVO HUNDR U lliciiidvi' i Sæilýriisafninu : - *> ws l mL V'-:'' ; í M wMm mi w ÆMmÆmt SMH :: jN s. ■ $RS£3 HW ijMlM t sumar voru 200 ár liðin siðan fyrstu hreindýrin voru flutt til ts- lands. Sumarið 1771 voru 14 hrein- dýr send Thodal, sem þá var stift- amtmaður og komu að öllum lik- indum i land i Vestmannaeyjum. Klog kaupmaður i Vestmannaeyj- um er sagður hafa tekið við hrein- dýrunum, en þau þrifust ekki þar, og sendi hann þá mann til Bessa- staða og með honum 6 eða 7 hrein- dýr. Sendimaður kom dýrunum upp i Landeyjar, en varð að skilja þau eftir á næsta bæ við sjóinn og hélt áfram for sinni til Bessastaða. t>aðan kom hann austur aftur með boð um að dýrunum skyldi sleppt og þau rekin til fjalla. Þá voru dýr- in farin að drepast, en þrjú komust til fjalla og þrifust þar vel. Hrein- dýrin, sem urðu eftir i Vestmanna- eyjum drápust á fyrsta ári. Þannig fór með fyrsta hóp hrein- dýra, sem fluttur var hingað, siðar komu þrir stærri hópar og gekk betur að gera þau hagavön hér. Nú eru hreindýrin orðin um 3000, en á ýinsu hefur gengið I 200 ára sögu þeirra I landinu og lá við nærri að þeim yrði útrýmt að fullu. Fuhrmann og Vidalin En litum nú á aðdragandann að innflutningi hreindýranna. Einn þeirra manna, sem afskipti höfðu af þessu máli, var Niels Fuhrmann amtmaður, sem kom til Islands ár- ið 1718 og andaðist að Bessastööum 1733. Niels Fuhrmann er þó frægari fyrir ástamál sin og Appólóniu Schwarzkopf, eða Hrafnhettu eins og Guðmundur Danielsson nefnir hana, heldur en frumkvæði sitt að innflutningi hreindýra til landsins. Skýrslur hermafað Fuhrmann hafi ætlaö sér að flytja hreindýr hingað en ekki enzt aldur til að fá þvf framgengt. Páll iögmaður Vidalin er þó sennilega fyrsti maöurinn, sem varpar fram hugmyndinni um inn- flutning hreindýra. 1 riti sinu Ðeo, regi, patriæ, skrifar hann að ráð- legt væri aö selja hesta Ur landi, en kaupa siöan hreindýr i Finnmörku fyrir hagnaöinn, þvi aö þau gætu oröið i mesta máta gagnleg ef þau þrifust hér. Af framkvæmdum varð þó hvorki um daga Vidalins né Fuhr- manns. En 19. janUar 1751 var gefin Ut konungleg tilskipun varðandi flutning á hreindýrum til íslands, og leyfi veitt til að senda 6 hrein- dýr, 4 kýr og 2 tarfa, hingað. Höfðu Hans Wium sýslumaður að Skriðu- klaustri, Þorsteinn sýslumaöur Sigurðsson, séra Hjörleifur Þórð- arson, séra MagnUs Guðmundsson og Arni lögréttumaður Þórðarson stungið upp á, að nokkur pör af hreindýrum yrðu send til Islands til- að reyna hvort þau gætu lifað þar. Ef þetta heppnaðist, gæti það orðið ibUunum til nokkurs gagns, þar sem heyfengur væri oft mjög hæp- inn. Um þetta urðu nokkur bréfaskrif milli tslands Danmerkur og Noregs, en þaöan skyldi fá dýrin. Það ár tókst ekki að handsama hreindýrin vegna óvenjumikils fannfergis. Næsta ár voru enn uppi ráðageröir um innflutning hrein- dýra, en alltaf reyndust einhver ljón i veginum. Áttu að verða björg i erfiðu árferði Varð siöan langt hlé á hreindýra- málinu. Svo sem að framan er greint átti að reyna hvort þessi harðgerðu dýr gætu ekki orðið notadrjUg i erfiðu árferði. 1751 var skammt að minnast vertarins 1749, er hestar féllu viða um land og margt sauðf jár var skorið af fóðr- um. Jarðbönn og illviðri voru þá sums staðar hér á landi meiri en marga undanfarna áratugi og grasleysi sumarið á eftir. Og árin 1751—58, var hallæri og mannfellir. En þegar fyrstu hreindýrin voru loks flutt til landsins árið 1771, höfðu enn þeir atburðir gerzt, sem hafa getað hraðað framkvæmdinni. Fjárkláði barst til landsins árið 1761, og tveim árum áður lungna- veiki i fé. Geisuðu þessar pestir samtimis og fækkaði sauöfé lands- manna á árunum 1761—1770 um ná- Hreindýrahjörð á Austurlandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.