Tíminn - 04.03.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.03.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. marz 1972. TÍMINN 3 Hvar á varaflug- völlurinn að vera? Nokkrar umræður hafa að undanförnu orðið um vara- flugvöll á Islandi fyrir milli- landaflug, og eru menn ekki á eitt sáttir um.hvar á landinu sá völlur ætti að vera. Hafa þarf i huga, að staður fyrir varaflugvöll þarf að vera á öðru veðursvæði en Keflavik- urflugvöllur, almenn lend- ingarskilyrði þurfa að vera góð og kostnaður við hann þarf að vera viðráðanlegur. Lik- legustu staðir eru i Aðaldals hrauni — Húsavikurflugvöllur — og á Fljótsdalshéraði — Egilsstaðaflugvöllur —. Báðir eru staðir þessir að jafnaði á öðru veðursvæði en Keflavik- urflugvöllur. Talið er, að miklu ódýrara sé að gera mannvirkið i Aðaldalshrauni en við Egilsstaði. Athugun hefur leitt i ljós, að bæði að- flugs- og flugtaksskilyrði eru mun betri á Húsavikurflug- velli en Egilsstaðaflugvelli. Fundið hefur verið Húsa- vikurflugvelli til foráttu, að þar skorti aðstöðu til móttöku farþega og áhafna. Þetta giör- breytist við tilkomu nýja hótelsins á Húsavik i aðeins 10 til .15 min. akstursfjarlægð. Þar geta á fjórða hundrað manns borðaö sam- timis.oggistirýmiverður fyrir 68 manns. I fárra minútna fjarlægð eru skólarnir að Hafralæk i Aðaldal og Laugum i Reykjadal, þar sem um 200 sumargestir geta fengið gistingu, og um 35 minútna akstur er til hótelanna við Mývatn. A sumrum er rúmur klukku- stundarakstur frá Húsavikur flugvelli til Akureyrar. Aður en millilandaflugvöllur er gerður i Aðaldalshrauni, þarf að bæta flugstöðvarað- stöðuna þar, bæði flugstjórn- unaraðstöðuna og aðstöðu far- Þe§a- Þorm.J. Samkeppni á vegum Þjóðhátíðarnefndar Eirikur Smith við mynd sina „Tvöandlit á vori” 10 ára yfirlit Eiríks Smiths í Norræna húsinu Undanfarið hefur staðið yfir samkeppni á vegum Þjóðhátiðar- nefndar um hátiðarljóð vegna 1100 ára afmælis tslandsbyggðar, og einnig um hljómsveitarverk og þjóðhátiðarmerki. Af þessu tilefni þykir Þjóð- hátíðarnefnd rétt að minna á þá samkeppni, sem hún hefur efnt til. Handritum að hátíðaljóðinu eða ljóðaflokknum, sem ætlaður er til söngs og flutnings við hátiða- höldin, þarf að skila til skrifstofu Alþingis fyrir 1. marz 1973, merktum Þjóðhátið 1974. Verð- laun eru 150 þúsund krónur. Ljóðin skal senda inn undir dul- nefni, og fylgi lokað umslag merkt sama dulnefni með nafni höfundar. Þá hefur verið efnt til sam- keppni um tónverk til flutnings við hátiðahöld á 1100 ára af- mælinu. Tónverkið skal vera hljómsveitarverk, og taki flutn Fyrirlestur dr. Jakobs Jónssonar í dag í dag kl. 5 sd. flytur séra Jakob Jónsson, dr. theol., opinberan fyrirlestur i boði heimspekideild- ar Háskóla Islands i 1. kennslu- stofu Háskólans. Fyrirlesturinn nefnir dr. Jakob „Kýrusarrimur”. Megináherzlu leggur fyrirlesari á mynd Kýrusar konungs eins og hann birtist i rimunum og heimfærslu sögunnar til samtíðar rimna- skáldanna. Ollum er heimill að- gangur að fyrirlestrinum. ingur þess eigi skemur en 1/2 klukkustund. Handritum skal skila til skrifstofu Alþingis fyrir 1. marz 1973, og skal ganga frá þeim á sama hátt og handritum að þjóðhátiðarljóði. Verðlaun eru 200 þúsund krónur. Eins og kunnugt er var sam- keppni um þjóðhátiðarmerki framlengd, og er skilafrestur i þeirri keppni nú til 20. marz 1972, og skal tillögum skilað til skrif- stofu Alþingis, merktum Þjóð- hátið 1974. Tillögu að merki skal skila i stærðinni 10-15 cm i þvermál. Vél- rituð greinargerð getur fylgt til- lögunni, ef menn vilja taka fram um liti eða annað tillögum sinum viðkomandi. Verðlaun nema 75 þúsund krónum fyrir bezta merkið að mati dómnefndar. Samtimis fer fram keppni um 3 myndskreytingar til nota á vegg- skildi. Myndskreytingunum skal skila i sömu stærðum og þjóð- hátiðarmerki. Verðlaun fyrir mynd- skreytingar eru 60 þúsund krónur. Skilafrestur er sá sami og á þjóðhátiðarmerki, þ.e. til 20. marz 1972. Þjóðhátiðarmerki og teikningum á að skila merktum kjörorði, og fylgi lokað umslag merkt sama kjörorði með nafni höfundar. Heimilt er hverjum þátttakanda að senda eins margar tillögur og hann óskar. Þjóðhátiðarnefnd 1974 Vantar blóðgjafa á ísafirði GS-tsafirði Fyrir allmörgum árum var stofnuð á isafirði blóðgjafasveit að forg. úlfs Gunnarss. sjúkra hússlæknis, og með aðstoð Rotaryklúbbsins á isafirði. Fjöldi manna hefur verið kallaður út til blóðgjafa á undanförnum árum og ávallt brugðið skjótt við, en þeir þátttakendur, sem upphaf- lega voru skráðir, hafa nú nokkuð tint tölunni af ýmsum ástæðum, og hefur sjúkrahúsið nú ekki nema 50 meðlimi á sinni spjald- skrá. Sjúkrahúslæknirinn og starfs lið hans verður i sjúkrahúsinu sunnudaginn 5.marz kl. 1-3 eftir hádegi, og verður þar tekið á móti nýjum meðlimum i blóðgjafa sveitina til blóðflokkunar og skráningar. Þeir, sem ekki geta komið þvi við á þeim tima, eru velkomnir siðar ef pantaður er tími i sima eða á annan hátt látið vita. SB-Reykjavik. Eirikur Smith opnar i dag mál- verkasýningu i kjallara Norræna hússins. Verður hún opin kl. 2-22 alla daga til 12. marz. A sýning unni eru 76 myndir af öllum stærðum og eru þær allar til sölu. Eirikur hefur áður haldið f jölda sýninga á myndum sinum, allt sið SB-Reykjavík. Iðnnemar á Akranesi efna til svonefndrar „Sparaksturs- keppni” á mánudaginn. t keppn- inni taka þátt 11 bflar, og fær hver þeirra 3 litra af bensini, áður en iagt er af stað. Sá bilstjóri, sem fyrstur veröur að Ferstiklu I Hvalfirði, fær ókeypis hádegis- verð þar. Glundurlögin Það hefur lengi verið vitaö að við islendingar drykkjum veikan bjór. Akveðið er I iögum hve sterkur hann má vera, en nú hefur sannazt að lög þessi miða við mæiingu samkvæmt rúmmáli en ekki þyngd, eins og venjan er alls staðar annars staðar i Evrópu, og gott er ef ekki i öllum heiminum. Liklegast hafa iög þessi um mælingu á áfengis- magni I bjór verið sett áður en simasamband komst á við útlönd, en skekkjan siðan látin gilda. Afengismælingin hjá okkur er þvi ámóta óskiljanleg og peninga og mælikerfið brezka áður en þeir tóku upp tugakerfið. Það hefur löngum verið skikkur ákveöinna áhugamanna að halda an 1948. Siðasta sýning hans var f Bogasalnum 1969, en hann tók þátt i samsýningu i HSsselbyhöll i Sviþjóð i fyrra. Sýningin núna, segir Eirikur að sé eins konar 10 ára yfirlit. Upp á siðkastið hefur hann málað meira figúrativt og eru margar myndir hans sambland af abstrakt og figúrativu. Bilarnir 11, sem aka sparakst- urinn, eru af eftirtöldum gerðum: Fíat 1100'66, Renault R8 '64, Ford Capri'71, VW'63,'64, og'70, Taunus 20'66, Hilman Imp.'66, Chervolet '64, Cortina '70 og'71. Er þetta I fyrsta sinn, sem slik keppni fer fram á Akranesi, en mun ein- hverntima hafa verið f Reykja- vfk. þunnum drykk að tslendingum. Almennt hefur þvi verið svarað meö sivaxandi drykkju áfengis. Og ekki mun skapið batna i bjór- mönnum landsins viö vitneskjuna um að þeir hafa verið hlunnfarnir með rúmmáismælingu i stað þyngdarmælingar, sem nettar og siðaðar bjórþjóðir fylgja. Lögin um mælingu á áfengis- magni I bjór eru sannkölluð glundurlög. Þeim verður að breyta svo að við islendingar komumst i bjórsamfélag annarra Evrópuþjóða. Þá mun Sana ekki þurfa að hclla niður. Það öl, sem þeir hjá Sana hafa orðið að setja I niðurföllin til þessa, hefur ein- faldlega verið mælt eftir þyngd, og þeir hafa þvi vcrið alveg á strikinu, þótt glundurlögin hafi komið i komið i bakið á þeim með rúmmál sitt. Nú er statt þar i Aðalfundur Ættfræðifélagið hélt 18. febrúar s.l. fund i 1. kennslustofu Há- skólans. Fór fram kosning stjórnar og skipa hana: Indriði Indriðason formaður Einar Bjarnason varaformaður Pétur Haraldsson gjaldkeri Jóh. Gunnar Ólafsson ritari Bjarni Vilhjálmsson með stjórnandi. Einar Bjarnason prófessor boðaði til fundarins. Hann skýrði frá þvi, að starfsemin hefði um skeið legið niðri og væri nú ætlunin að halda áfram útgáfu Manntalsins frá 1816, en af þvi hafa verið gefin út fjögur hefti, 1947, 1951, 1953 og 1959. Mun eftir sem svarar tveimur heftum, hvort um tiu arkir að stærð, um Vestfirði og Norðurland. Rauði krossinn heldur umræðufund um fíkni- og eiturefnamál Þó-Reykjavik Rauði kross tslands heldur al- mennan fund um þjóðfélagsleg vandamál, sem skapast af neyzlu ávana- og fikniefna, i Domus Medica við Egilsgötu i dag, laug ardag kl. 14. Rauði krossinn hefur fengið ýmsa menn til að vera frum- mælendur á fundinum. Aðal erindi fundarins flytur Ezra Pét- ursson geðlæknir, en hann er fenginn hingað frá Bandarikjun- um, þar sem hann hefur verið starfandi i 10 ár við sálgreiningu og geðlækningar við helztu sjúkrahús New York borgar. 1 þessu starfi sinu hefur hann unnið mikiö i þágu eiturefnasjúklinga og verið m.a. ráðunautur um meðferð heróinsjúklinga i fang elsum borgarinnar. Segja-má að Ezra Pétursson, sé sá læknir is lenzkur, sem mesta þekkingu og reynzlu hefur af hinum alvarleg- ustu þjóðfélagslegum vandamál- um, sem ávana og fikniefnin skapa. Þess má geta að Ezra hefur m.a. flutt um þetta efni fyrirlestra viðsvegar um Banda- rikin. A eftir erindi Ezra verða flutt stutt erindi, Dr. Jón Sigurðsson, borgarlæknir talar um ávana og fikniefni og þjóðfélagið. Jónas B. Jónsson fræðslustjóri talur um almenna fræðslu i þvi sambandi og Asgeir Friðjónsson, aðalfull- trúi lögreglustjóra, um lög- gæzluhlið málsins. A blaðamannafundi með for- ráðamönnum Rauða krossinskom m.a. fram, að ákveðin skoðana- myndun almennings er nauðsyn- leg undirstaða skynsamlegra við- bragða þjóðarinnar á þessu sviði, ekki siður en öðrum. Vænta framsögumenn og Rauði krossinn þess, að umræður verði hagnýtar og geti veitt nokkra leiðbeiningu um, hvað opinberir aðilar, fjöl- miðlar, einkaaðilar og samtök geti gert til að sporna við neyzlu fikniefna og hvað hægt sé að gera til að hjálpa þeim einstaklingum, sem hafa orðið þessum efnum að bráð. messunni, að Carlsberg, sem er framleiddur sem veikur bjór, fæst ekki innfluttur vegna glundurlaganna. Fara þá að þynnast filliriissögur af íslending um, þegar ekki er einu sinni hægt að selja hingaö veikan bjór. Við höfum rætt um hugsanlega inngöngu I EBE. Við þær um- ræöur hefur ekki hvarflað að neinum, að til þess gæti komið að við þyrftum að breyta tittnefnd um glundurlögum. En það er sá sem þetta ritar sannfærður um, að þegar að þvi kemur að þurfa að fara mæla áfengismagn I bjór miðað við þyngd i samræmi við reglur EBE-Iandanna, stranda allar viðræður, jafnvel þótt EBE- löndin hafi þegar gefið okkur hálft kóngsrikið og slangur af prinsessum. Svarthöfði. Sparneyzluakstur á Akranesi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.