Tíminn - 04.03.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.03.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. marz 1972. TÍMINN 7 /—-------- Wlwmm ÚtgefattdU Fram*6ktta rftokkurtnn : :::Pramkv«:md0»tÍ6ril KrlítíáfKBan&dtktsSCiíl. lÍitatjörafi PárarirtH: : ::. ::: Þd’rarinsson !áb)> Aftdrás KftetíáfiSSOrt, dón H«t9«fi»Hf tildftSL . : C. Þorsloinsson 09 Tdmos Ksrtsson. Atí^týsttUfastiórt: Stetn- Jrírrtor Cislason. Rilsfiórriarskrifstotur t íddtliíúSHtU, SÍflMf l82ðO — 1830S. skrifstofur Raflkastrætj 7. — Afgretóslwsfmi lUál. Augtýsingasimi 19523. ASrar skrjfstofwr simj T83O0, Áskrtftargíald kt, '426,00 á mánuSt jnnanlands. f laUsasölg kl\ 15.00 alntaktS. — ðlaSáþrertt h.f. Farísear Morgunblaðið hefur nú dregið nokkuð úr skrifum sinum um visitöluna. Það hefur ber- sýnilega haft heppileg áhrif á ritstjórana, að þeim hefur verið bent á, að skrif þeirra um hana minntu á öfgafyllstu blaðaskrif i ein- ræðislöndum. öll skrif stjórnarandstöðublaðanna um fölsun á visitölunni hafa verið byggð á vis- vitandi ósannindum. útreiknihgar og ák- varðanir varðandi visitöluna eru alveg á valdi sjálfstæðrar nefndar, kauplagsnefndar, eins og rakið var hér i blaðinu i fyrradag. Sú nefnd fylgist samvizkusamlega með þvi, að allar verðhækkanir, sem snerta afkomu launafólks, séu teknar til greina. Vegna þess, að nokkrar breytingar verða nú á skattakerfinu, mun nefndin, að tilmælum Alþýðusambandsins, taka fullt tillit til þeirra. öll skrif stjórnarandstöðublaðanna eru þvi tilhæfulausar blekkingar. Engum er þetta betur kunnugt en sjálfum ritstjórum stjórnar- andstöðublaðanna, þótt þeir reyni dag eftir dag að ala á tortryggni um þessi efni. Annars má segja um þessi visitöluskrif st- jórnarandstöðublaðanna, að þau séu hámark ósvifni og fariseaháttar, þegar höfð er i huga forsaga leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna, Gylfa Þ. Gislasonar og Jóhanns Hafstein, i þessum málum. Meðan þeir sátu i stjórn, var það meginstefna þeirra að banna hvers konar visitölubætur á laun. Gylfi Þ. Gislason fullyrti á Alþingi 1960, að visitölubætur færðu laun- þegum engar raunverulegar hagsbætur. í samræmi við þessa kenningu hans var það eitt fyrsta verk viðreisnarstjórnarinnar að banna visitölubætur á kaup i hvers konar formi. Þetta bann hélzt i fjögur ár, en þá voru visitölubætur lögleiddar sökum öflugrar baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar, enda hafði dýrtið aldrei auk- izt meira en i tið visitölubannsins. En þetta hélzt ekki lengi. Eftir kosningar 1967 var það eitt fyrsta verk Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins að fella niður lagaákvæðið um visi- tölubætur á laun. Næstu árin urðu verkalýðs- félögin að heyja hörðustu verkfallsbaráttu i is- lenzkri sögu að fá visitölubætur teknar upp til fulls að nýju. Vegna þessa varð Island mesta verkfallsland, i heimi á siðasta áratug, sam- kvæmt skýrslum Alþjóðlegu vinnumála- stofnunarinnar. Fyrst sumarið 1970 fengu verkalýðssamtökin fullar visitölubætur viður- kenndar að nýju. En sú dýrð stóð ekki lengi. Haustið 1970 beittu þeir Gylfi og Jóhann sér fyrir laga- setningu um að svifta launþega dýrtiðarbótum sem svaraði fjórum stigum. Menn, sem eiga slika forsögu i visitölu- málum, ættu að telja sér sómasamlegt að minnast ekki á visitöiu. Þá sómatilfinningu hafa þeir Gylfi og Jóhann bersýnilega ekki. En jafn vist er það, að fariseaháttur þeirra i visi- tölumálunum mun ekki auka veg stjórnar- andstöðunnar. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Verður Chaban-Delmas steypt af stóli? Hann hefur ekki greitt tekjuskatt í mörg ár Chaban-Delmas ÞOTT þingkos ningar eigi ekki að fara fram i Frakklandi fyrr en i júnimánuði 1973, sjást þess orðið mörg merki, aö flokkarnir eru þegar farnir að búa sig undir þær. Meðal vinstri flokkanna og mið- flokkanna fara fram ýmiss konar viðræður um samstarf i kosningunum, en klofningur þeirra i þingkosningunum 1968 tryggði Gaullistum hreinan meirihluta á þingi, þött þeir fengju ekki nema um 44% af greiddum atkvæðum. Yfirleitt hefur þvi verið spáð, að sam- starfvinstri flokkanna og mið- flokkanna muni ekki takast og veldur þar mestu, að kom- múnistaflokkurinn er stærstur þessara flokka og i öllum hin- um flokkunum er meiri og minni andstaða gegn sam- starfi við hann. Þó er ekki talið alveg útilokað, að sam- komulag náist milli hans og jafnaðarmannaflokksins um kosningabandalag. 1 jaf- naðarmannaflokknum hefur Mitterand, sem reyndist de Gaulle skæöur keppinautur i forsetakosningunum 1965, náð forustunni og beitir sér fyrir sliku bandalagi. Ef þaö tækist, gæti það haft veruleg áhrif á kosningaúrslitin. FRAM að þessu hefur flokk- ur Gaullista treyst á, að vinstri flokkarnir og miðflokk- arnir verði tvistraðir áfram, og Gaullistar muni þvi enn á ný vinna auöveldan sigur. Það styrkir lika aðstöðu þeirra, að enn sem komið er, nýtur Pompidou forseti mikilla vin- sælda. Til vonar og vara hafa Gaullistar lika stjórnarsam- starf við hægri flokk, sem er undir forustu Giscard, d’Estaings fjármálaráðherra, þótt þeir þurfi ekki áfrvi að halda, þar sem þeir hafa meirihluta á þingi. Þeim hefur hins vegar þótt öruggara að tryggja sér samstarf við flokk Giscards, ef svo færi,að meiri- hlutinn tapaðist i næstu kosn- ingum. Þá reyndist og stuðn- ingur flokks Giscards mikil- vægur fyrir Pompidou i for- setakosningunum 1969. En þrátt fyrir þetta, er stundum grunnt á þvi góða milli þess- ara samstarfsflokka, og stafar það meðal annars af þvi, að bæði Giscard og Chaban for- sætisráðherra geta vel hugsað sér að taka sæti Pompidous, ef hann sækti ekki um endurkjör i forsetakosningunum 1976, en þá verður Pompidou orðinn 65 ára og myndi verða orðinn 72 ára i lok kjörtimabilsins. SIÐUSTU vikurnar hafa þeir stjórnmálaatburðir gerzt i Frakklandi, að meiri efa- semdir eru nú varðandi það en áður, hvort Gaullistar muni halda velli i þingkosningunum 1973. Til sögunnar hafa komið ýms hneykslismál, sem snerta rikiskerfið og ýmsir áhrifa- menn i hópi Gaullista hafa verið viðriðnir. Upp á sið- kastið hafa spjótin mjög svo beinzt gegn Jaques Chaban- Delmas forsætisráðherra, og honum hefur ekki tekizt að verjast nógu vel. Staða hans er þvi tvimælalaust veikari eftir en áður. Það er óháð blað, Le Canard Enchaine, sem hefur haldið uppi árásum á Chaban. Þetta er vikublað, sem er á ýmsan hátt i ætt við Spegilinn, en hefur jafnframt oft orðið fyrst til að segja frá ýmsu, sem valdamönnum hefur verið til óþæginda. Það skýrði fyrst frá þvi, að Chaban hefði engan tekjuskatt greitt um fjögurra ára skeið, enda þótt árstekjur hans á þessum tima hefðu verið sem svarar 15—20 þús. sterlingspundum. Forsætis- ráðherrann og flokksbræður hans urðu að viðurkenna, að þetta væri rétt, en færðu rök að þvi, að þetta hefði verið fullkomlega löglegt. Chaban var á þessum árum forseti fulltrúadeildar þingsins, en forseti hannar þarf lögum samkvæmt ekki að greiða skatt af forsetalaunum sinum. Aðrar tekjur Chabans, sem voru allmiklar, m.a. af eign- um, sem hann hafði erft, voru einnig skattfrjálsar, þvi að hann hafði komið þeim fyrir i hlutafélögum, og gróði af hlutabréfum er 'ekki skatt- skyldur, ef honum er ráð- stafað á tiltekinn hátt sam- kvæmt lögum, sem sett voru fyrir nokkrum árum og áttu að hvetja til þess, að Frakkar ávöxtuðu sparifé sitt í innlend- um hlutafélögum, en flyttu það ekki til útlanda, eins og mikil brögð hafa verið að. Taliö er, að Chaban hafi hreinsað sig sæmilega gagn- vart almenningi með þessum upplýsingum, en i Frakklandi eru beinir skattar ekki vin- sælir, og þykir það eiginlega sjálfsögð synd, að menn noti sér allar lagaheimildir og lagakróka til að komast hjá skattgreiðslum. EN Le Canard Enchaine átti eftirmeira i pokahorninu. Það drö fram i dagsljósið 14 mán- aða gamalt bréf, sem Chaban hafði skrifað skattstjóra ein- um, þar sem hann leitar ráða hans um viss atriði, en þessi skattstjóri hefur siðar orðið uppvis að sviksemi i starfi sinu og á þungan dóm yfir höfði sér. Út af fyrir sig var efni bréfsins ekki saknæmt, en það leiddi i ljós kunningsskap forsætisráðherrans við vafa- saman embættismann. Til þess að sýna, að hér væri ekki um neinn tilbúning að ræða, birti blaðið ljósmynd af bréf- inu. Það lét hér ekki heldur numið staðar. Viku siðar birti það ljósmynd af ellefu ára gömlu bréfi, sem fyrrv. fjár- málaráðherra hafði skrifað Chaban, en hann var þá orðinn forseti fulltrúadeildar þjóð- þingsins. 1 bréfinu var skýrt frá þvi, að sekt tiltekins fyrir- tækis, sem hafði verið dæmt fyrir skattsvik, hefði verið lækkuð úr upphæð, sem svar- aði til 300 þús. steríingspunda, i 57 þús. sterlingspund. Ráða mátti af bréfinu, að Chaban hafði sótt um lækkun á sekt- inni. ÞEGAR hér var komið sögu, taldi Chaban ekki annað fært en að verja sig svo eftir væri tekið. Hann ákvað að koma fram i sérstökum sjónvarps- þætti og svara spurningum um þessi mál. Blaðadómar benda til, að þetta hefi ekki styrkt aðstöðu hans. Hann er myndarlegur maður og kemur vel fyrir, en nýtur sin misjafn- lega i sjónvarpi. Hann mun hafa þótt gera sæmilega grein fyrir skattfrelsi sinu, en átt erfiðara með að verja hin atriðin. Megináherzlu lagði hann svo á, að hér væri um of- sókn að ræða, sem beindist að þvi að eyðileggja mannorð hans. A þann hátt vildi hann reyna að vinna sér samúð á- horfenda, en blaðadómar benda til, að honum hafi ekki tekizt það. En hver stendur á bak við þessa ofsókn, sem Chaban talar um? Tæþast eru það kommúnistar, þvi að þeir hefðu vafalitið látið blöð sin hafa forgangsrétt til að birta slik árásarefni. Sama gildir raunar um aðra stjórnarand- stæðinga. Birting áðurnefndra bréfa sýnir lika, að hér eru að verki mann, sem eiga greiðan aðgang að trúnaðarskjölum. Þær ágizkanir eru þvi ekki itiðar, að hér séu að verki ann- aðhvort flokksbræður Chabans sjálfs, sem séu hon- um andvigir, eða flokksbræð- ur Giscards fjármálaráð- herra, sem vilji steypa Chaban af stóli. Sum vinstri blöðin hafa bent kaldhæðnis- lega á, að sennilega myndi enginn græða meira á falli Chabans en Giscard. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.