Tíminn - 04.03.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.03.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 4. marz 1972. tíminn 11 LUGI HÉLT VELLI Góður endasprettur og 7 mörk frá Jóni Hjaltalin björguðu LUGI frá falli. — Jón varð einn af markahæstu mönnum Svíþjóðar LUGI - lið Islendingsins Jóns Hjaltalíns Magnús- sonar, hélt sæti sínu í 1. deildinni sænsku eftir ein- hverja mest spennandi keppni um hvaða lið yrðu uppi og hvaða lið féllu, sem fram hefur farið í Sviþjóð í fjöldamörg ár. Fyrir siöustu umferöina var vitaö hvaða lið yrðu i fjórum efstu sætunum, en milli þeirra fer fram aukakeppni um Sviþjóðar- meistaratitilinn. bað voru Hellas, Saab, Drott og Kristianstad. A hinum enda deildarinnar var aftur háð æðisgengin barátta. Þar var staðan fyrir siöustu um ferðina þannig að 4 lið voru i fall- hættu (tvö neðstu liðin falla) það voru GUIF, sem var með 12 stig, LUGI meö 11 stig, Ystad með 11 stig og Vikingarna einnig með 11 stig. I siðustu umferðinni mættust svo GUlF og Redebergsl., Vastra Frölunda og LUGI og Ystad og Vikingarna. Leikirnir milli þessara liða voru ofsalega jafnir og spenn- andi. GUIF tókst með harmkvæl- um að sigra Reberbergsl. og var þar með sloppið á 14 stigum. Leikur Ystad og Vikingarna, sem fram fór á heimavelli hinna fyrrnefndu var ofsalegur. Ystad hafði yfir i hálfleik 7:5. Þegar þær fréttir bárust frá leik Frölunda og LUGI að Frölunda hefði yfir 13:8 hljóp mikið kapp i Vikingarna. Þeir náðu að jafna og komast ýfir og að sigra i leiknum með 1 marki 12:11. Mikil var gleði þeirra i leikslok- menn voru teknir og „tolleraðir” og sungið var og klappað, en i hópi leikmanna Ystad var hljótt, þvi það var örugglega fallið i 2. deild ásamt LUGI. En þá komu fréttir frá leik Frölunda og LUGI. Þar hafði hið ótrúlega skeð. Eftir að hafa verið undir 13:8 i Hálfleik og 17:10 er 15 min. voru eftir af leiknum, höfðu LUGI-menn farið hamför- um— náð að jafna upp 7 marka forustu Frölunda og skora sigur- markið i leiknum þegar i 1 sekúnda var eftir af honum - 24:23. Þegar markatalan var at- huguð, en hún ræður i 1. deildinni i Sviþjóð, kom i ljós að LUGI var með mun hagstæðari markatölu en Vikingarna. Hafði LUGI skorað mun fleiri mörk i sinum leik en Vikingarna gegn Ystad. Munurinn var þó litill - 308:333 hjá LUGI á móti 307:336 hjá Vikingarna. Er ekki annað hægt að segja en þetta sé litill munur hjá liðum sem leika 18 leiki hvort. Það varð þvi mikil sorg meðal Vikingana við þessar fréttir, en hundruði kilómetra i burtu fögnuðu leikmenn LUGI á sama hátt og hinir höfðu gert rétt áður. I þessum siðasta leik LUGI átti Jón Hjaltalin stórkostlegan leik, sérstaklega þó á lokaminútunum. Hann varð markhæstur i leiknum með 7 „fulltraffara” eins og sænsku blöðin segja, en hjá þeim fær hann mikið hrós. Lokastaðan i 1. deildinni sænsku varð þessi: Hellas 18 14 1 3 298:238 29 Saab 18 11 1 6 357:336 23 Drott 18 10 1 7 336:292 21 Kristjanst. 18 10 1 7 310:289 21 „SVIKALEIKUR” Það er varla þess virði að það sé eitt rúmi á þessari siðu i „svikaleik” þann, sem tvö af beztu handknattleiksliðum okkar, FH og Fram, buðu áhorfendum að sjá i Laugardalshöllinni i fyrrakvöld. FH-ingar mættu án Geirs Hall- steinssonar, sem var sagður veikur-en án hans er litiö varið i FH. og Fram kórónaði allt með þvi að banna sinum landsliðs- mönnum.Sigurbergi, Björgvin og Axel að leika, og gáfu upp sem ástæðu fyrir þvi — AÐ FRAM HEFÐI EKKI FENGIÐ AÐ VERA MEÐ t MOTINU... Þetta minnir á hugmyndaflug 2ja ára gamalls barns, sem er vont út i Bjarni fremstur á Norður- landaskránni Nýlega var gefin út afrekaskrá Norðurlanda i frjálsum Iþróttum karla, 25 beztu i hverri grein. Alls eru fimm tslendingar á þessari skrá, Bjarni Stefánsson, KR, Er- lendur Valdimarsson, IR, Guð- mundur Hermannsson, KR, Karl Stefánsson, UMSK og Valbjörn Þorláksson, Armanni. Bjarni Stefánsson er fremstur Is- lendinganna, hann skipar 12. sæti i 400 m hlaupi, á 47,5 sek. og er auk þess I 20.-25. sæti I 200 m hlaupi á 21,7 sek. Guðmundur Hermannsson er 15. i kúluvarpi meö 18,02 m . Þá er Er- lendur Valdimarsson 17. i kringlukasti, en hann kastaði 56,54 m I fyrra. Karl Stefánsson er 18. i þristökki með 15,16 m og Valbjörn borláksson 23. i 110 m grindahlaupi meö timann 14,7 sek. leikbróður sinn og segir. „Þú tókst spýtuna mina og þá verð ég ekki með þér”. Áhorfendur urðu mjög óhressir yfir þessu og gengu út i hópum. Er það vel skiljanlegt, enda eru þetta hrein svik við þá. Þeir eiga ekki að gjalda þess þó að einhver óvinátta sé á milli Péturs og Páls i félögunum. Þeir hafa borgað fyrir að sjá leiki i allan vetur og jafnvel i mörg ár þar á undan, og að er mikið þeim að þakka hvar andknattleikurinn stendur i dag. Það er satt og rétt, sem einn áhorfend- áhorfendanna sagði um leið og hann yfirgaf húsið —„begar þeir hafa fengið bikarinn og verð- launapening i barminn halda þeir að þeir geti allt og leyft sér allt” Hvað um það þessum „svika- leik” lauk með sigri FH 19:18, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 12:9 fyrir FH... Segir þetta sitt um frammistöðu Islands- meistaranna gegn „Geira-lausu FH-liði”!!! Ollu meir var varið i fyrri leik- inn, sem var á milli Gottwaldov og Vikings. Þar voru miklar sviptingar og fjör, en leiknum lauk með sigri Gottwaldov, 23:21. Vikingur haföi yfir i hálfleik 13:12. En Tékkarnir jöfnuðu og komust yfir 18:17. Þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka var staðan 22:21 fyrir Gottwaldov og þá átti Einar Magnússon, sem var bezti maður Vikings i leikn- um, möguleika á að jafna, en hon- um mistókst i dauðafæri— og Tékkarnir brunuðu upp og skoruðu i staðinn 23:21. Tékkarnir eru með gott lið, sem gaman er að og Vikingarnir eru friskir. Þeir voru óheppnir i þess- um leik, misnotuðu mörg vitaköst og varkvarzlan var engin. Einar Magnússon var markhæstur þeirra með 9 mörk, en Guðjón skoraði 6. —klp— Redebergsl. 18 Frölunda 18 GUIF 18 LUGI 18 Vikingarna 18 Ystad 18 909 290:281 18 8 1 9 260:271 17 7 0 11 242:287 14 6 1 11 308:333 13 5 3 10 307:336 13 5 1 12 256:301 11 Jón Hjaltalin varð markhæsti maður LUGI i mótinu og i 9. sæti yfir markhæstu menn deildar innar. Hann skoraði 71 mark, eða 20 mörkum meir en næsti LUGI- maður, sem var Eero Rinne. Af þessum mörkum Jóns var aðeins eitt úr vitakasti. Markhæsti maður deildarinnar var Björn Andersson, Saab, með 121 mark. Annar var Bertil Söderberg, Frö- lunda með 109 og þriðji Tomas Persson, Kristianstad með 98 mörk. —klp— LAUGARDAGUR Frjálsar iþróttir: Laugardalshöll kl. 13,00. tslandsmótið innan- húss. Baldurshagi kl. 15,00. Is- landsmótið innanhúss. Handknattleikur: Laugardalshöll kl. 16,00. Heimsókn Vikings. Vikingur-HSV, Landsliðið-Gott- waldov. Körfuknattleikur: Laugardals- höll kl. 19,30. 1. deild, IR-Þór, HSK-Valur. Einar Magnússon, skoraöi 9 mörk gegn Gottwaldov Þorsteinn á EM í Grenoble Evrópumeistaramót i frjálsum iþróttum innanhúss fer fram i Grenoble i Frakklandi dagana 11. og 12. marz nk. Stjórn FRl hefur ákveðiö að senda einn keppanda, Þorstein Þorsteinsson, KR, sem nú stundar nám i Bandarikjunum og hefur náð ágætum árangri i mótum vestra. Þorsteinn keppir bæði i 400 og 800 m hlaupum. Þess skal getið, að ferða- kostnaður Þorsteins er sáralitið hærri, heldur en þó sendur væri maður héðan beint til Evrópu. bvi miður getur Bjarni Stefáns- son ekki farið til Grem ' !e vegna prófa, en hann stundar nám i Menntaskólanum við Hamrahlið. Með Þorsteini fer Svavar Mark ússon, gjaldkeri FRl. Meðal þess sem verður um aö vera i iþróttum um helgina, er Islands- mótið i frjálsum iþróttum innanhúss, sem fer fram i Laugardalshöll- inni og Baldurihaga. bar keppir flest okkar bezta frjálsiþróttafólk, eins og t.d. þeir sem eru á þessari mynd, sem tekin er i Baldurshaga. Knattspyrna: Vestmanneyja- völlur kl. 15,00.Meistarakeppni KSt, tBV-ÍBK. Skiði: Seljalandsdalur Isafirði. Þorramótið. (Punktamót) Badminton: Alftamýraskóli kl. 16,50. Firmakeppni TBR. (ÚRSLIT) SUNNUDAGUR Frjálsar iþróttir: Laugardalshöll kl. 13,00. Islandsmótið innan- húss. Baldurshagi kl. 15,00. Is- landsmótið innanhúss. Handknattleikur: Laueardalshöll kl. 16,00. Heimsókn Vikings. Landsliðið-Vikingur, HSV-Gott- waldow. tþróttahúsið Hafnar- firði kl. 15,00. 1. deild kvenna. Njarðvik-Vikingur. 2. deild kvenna, FH-Fylkir. 4 leikir i Reykjanesriðli. Körfuknattleikur: Laugardals- höll kl. 19,30. 1. deild, IS-Þór, HSK-Armann, KR-Valur. lþróttahús Háskólans kl. 13,30. tslandsmótið. 6 leikir i yngri fl. Knattspyrna: Melavöllur kl. 14,00. Úrvalslið KSl-Vikingur. Skiði: Seljalandsdalur tsafirði. Þorramótið (Punktamót). HIN VIÐURKENNDU AC-RAFKERTI FYRIRLIGGJANDI I ALLA BíLA Athugið hið hagkvæma verð á AC-RAFKERTUM BÍLABUDIN Armúla 3- Sími 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.