Tíminn - 04.03.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.03.1972, Blaðsíða 16
■ ....................................... Jólagjöfin er lögð af stað til Júpiter FLYTUR KVEÐJUR FRA JORÐ- INNI TIL ANNARRA SÓLKERFA SB-Reykjavík. Pioneer 10, sem verður jóla- gjöf okkar jarðarbúa til plán etunnar Júpiters á næsta ári, var i fyrrinótt loks skotið upp frá Kennedyhöfða. Upphaf- lega var áætlað að Pioneer legöi af stað á sunnudaginn var, en af þvi varð ekki, fyrst vegna óhagstæðs veðurs og siðan vegna þess aö banda- riski flugherinn þurfti að kom- ast að til að skjóta á loft könnunarhnetti. Pioneer lagði af stað kl. 1.50 i fyrrinótt að isl. tima og er þegar kominn langt fram hjá tunglinu. Hann er hraðskreið- asta jaröneska geimfariö til þessa, fer með 50 þús. km hraða á klst. að meöaltali. Leiðin til Júpiters er hvorki meira né minna en 800 milljón km og er áætlað að Pioneer verði um 22 mánuði á leiðinni. Um jólaleytiö á næsta ári mun Pioneer fara fram hjá Júpiter i 140 þús. km fjarlægö. Myndir og upplýsingar munu berast til jaröar um Júpíter og væntanlega um einhvern hinna 12 fylgihnatta. Siðan heldur Pioneer áfram ferð sinni út úr okkar sólkerfi og eitthvað út i eilifðina. Innanborðs er gullskjöldur, sem á er grafin kveðja meo visindalegum táknum og myndum af nöktum karl- manni og konu. Þá geta vits- munaverur, sem kunna að verða á leið Pioneers ein- hverntima i framtiðinni séð, hvernig smiðir þessa aðkomu- hlutar litu út, hvaðan hann kom og hvenær hann lagði af stað. A leiö Pioneers, er mikið loftsteinabelti þar sem stórt og smátt grjót siglir um. Tak- ist Pioneer að komast óskemmdum þar i gegn, er mikilla upplýsinga að vænta, þvi skeyti frá honum munu væntanlega berast til jarðar næstu 5 árin. sbhhhbbhe Búnaðarfélagið heiðraði Guðmund á Hvanneyri SB-Reykjavik. t tilefni sjötugsafmælis Guð- mundar Jónssonar skólastjóra á Hvanneyri héldu gamlir nemendur á Vesturlandi og vinir I héraðinu honum kvöldverðar- samsæti á Varmalandi. t sam- sætinu var tilkynnt, að Guð- mundur heföi verið geröur að heiöursfélaga Búnaðarfélags tslands fyrir langt og heillarikt starf að menntunar- og félags- málum bænda. 1 samsætinu voru 220 manns, og fluttu eftirtaldir ræður: Halldór E. Sigurðsson fjármálaráöherra, sr. Guðmundur Sveinsson skóla- stjóri, Bifröst, Ásgeir Pétursson sýslumaður Borgarnesi, Asgeir Bjarnason Asgarði, formaður Búnaðarfélags Islands og búnaðarsambands Dalamanna, Gunnar Guðbjartsson form. Stéttarsambands bænda og búnaðarsambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, Björn Jónsson i Deildartungu, form. Búnaðarsambands Borgar- fjarðar, Sigurþór Halldórsson skólastjóri Borgarnesi, Óttar Geirsson kennari Hvanneyri, Jón Snæbjörnsson kennari Hvann- eyri, Daniel Jónsson bóndi Dröngum og Jón Arnason alþm. Akranesi. Veizlustjóri var Bjarni Arason ráðunautur i Borgarnesi, og Vil- hjálmur Einarsson skólastjóri i Reykholti stjórnaði söng undir borðum. Afmælisbarnið þakkaði með ræðu. Frá afmælishófinu á Hvanneyri. Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra heldur ræðu. Líklegt að búnaðar- þing mæli með stækk i’ ÞaeiiaötjnBændahallarinnar Islendingar Ef þeir segja KJ-Helsinki. Blöð, útvarp og sjónvarp I Finnlandi hafa öll minnzt á heim- sókn islenzku forsetahjónanna undanfarna daga, ýmist meö greinum um Island eöa forsetann. A miðvikudagskvöldið var sýndur 35 minútna þáttur I sjónvarpinu, Þá var I einu kvöldblaöinu i fyrradag sagt aö ef einhver heyrðist segja ,,Já” i Helsinki þessa dagana, þá væri það tslend- ingur. AK-Reykjavik. Á fundi búnaðarþings i gær, föstudag, lagði fjárhagsnefnd búnaðarþings fram tillögu um að mæla með þvl, að hússtjórn Bændahallarinnar fengi heimild til þess aö byggja viðbótarálmu við húsið I þvi skyni að stækka Hótel Sögu verulega. Segir nefndin i áliti sinu, að með þessu mundi fást hagfelldari rekstrarútkoma og jafnframt yrði tryggt áframhaldandi for- ystuhlutverk bændastéttarinnar i gistihúsrekstri i landinu. Þessi stækkun hefur verið all- lengi á döfinni og skoðanir veriö skiptar um hana. Talið er, aö rekstur gistihússins yrði miklu hagkvæmari, ef gistirými væri aukiö verulega og bætt viö hús- rými til ráðstefnuhalds og feröa- þjónustu, ásamt húsnæði til ýmissa annarra þarfa stórs gisti- húss. Ef aðrir aöilar byggðu stærra gistihús meðfjölþættari og fullkomnari þjónustu, gæti Hótel Sögu vérið hætt I samkeppni með núverandi fyrirkomulagi. Búnaðarþing mælti með RAÐSTEFNA HALDIN UM JARÐFRÆÐI ÍSLANDS Oó-Reykjavik. Jarðfræðingafélag tslands gengst fyrir ráöstefnu um jarð- fræði Islands i marz og april- mánuði. Verður þar fjallað um þau rannsóknarverkefni, sem islenzkir jarðvisindamenn vinna að um þessar mundir og hafa almennt gildi til skilnings á myndun og mótun landsins, eða hagnýtingar á náttúruauðlindum þess. Ráðstefnan fer fram i Norræna húsinu og verða fundir haldnir á mánudögum og fimmtudögum. A hverjum fundi veröa flutt þrjú erindi og að loknum flutningi þeirra svara ræðumenn fyrir- spurnum og almennar umræður verða um hvert erindi fyrir sig. Fyrsti fundurinn veröur n.k. mánudag. Á þeim fundi talar Guðmundur Pálmason um jarð- skorpumyndun og varmastraum i gosbelti, Þorbjörn Sigurgeirsson flytur erindi um segulmælingar i Surtsey og Leó Kristjánsson ræðir um bergsegulmælingar á sýnum úr nágrenni Stardals. öllum áhugamönnum um jarð- fræöi er heimill aðgangur að fundunum, en þeir verða haldnir kl. 4 til 6. stækkuninni i fyrra, en aðal- fundur Stéttarsambands bænda visaði málinu frá i bili s.l. sumar meö naumum meirihluta. Fjárhagsnefnd búnáðarþ'ings vill þó, að nokkur skilyrði verði sett fyrir leyfinu, til að mynda það að fé það, sem Bændahöllin á nú i sjóði og væntanlegur arður á byggingatimanum verði framlag eignaraðila til stækkunarinnar, og bændur verði ekki skattlagðir frekar til framkvæmdarinnar. Þá telur nefndin, að rikisáby rgð fyrir 80% stofnkostnaðar veröi aö fást og lán tekin sem þvi svarar. Sam- þykki búnaðarþing þessa tillögu fer máliö aftur til Stéttarsam- bandsins, þar sem leitað verður eftir samþykki þess. Talið er, að viðbygging þessi kosti a.m.k. 300 millj. kr. Fjárhagsnefnd mælir einróma með þessari stækkun. Utanríkisráðherrarnir undirrituðu skattasamninginn KJ-Helsinki. 1 gær undirrituöu Einar Agústs- son utanrikisráðherra Islands og Sorsa utanrikisráðherra Finn- lands samning um aö koma i veg fyrir tvisköttun Finna og tslend- inga i Finnlandi og á tslandi. Fiskiþing vill strangara eftirlit með rækjuveiðum Þó-Reykjavik. Fiskiþing hefur nú staðiö i tæpar tvær vikur og mun það standa eitthvaö fram i næstu viku. Mörg mál hafa veriö þar á dagskrá og þegar hefur það sent frá sér nokkrar ályktanir. Svohljóðanid ályktun gerði þingið um rækjuveiðar: „31. Fiskiþing skorar á stjórn Fiski- félagsins að beita sér fyrir þvi, að rækjuveiöar verði einungis leyfð- ar með þvi skilyrði, aö strangt eftirlit verði haft meö veiðunum og þær stöövaðar án fyrirvara, ef fiskiseiði nytjafisks fer að gæta i veiöi rækjubátanna." Þá fagnar fiskiþing þeim á- huga, sem vaknað hefur á siðustu árum um umhverfisvernd og um ráðstafanir til aö koma i veg fyrir mengun sjávar. Fiskiþing telur á- rangursrikast til að koma i veg fyrir rpengun sjávar, að leitað verði samstarfs við allar þjóðir, sem land eiga að sjó, um að komið verði i veg fyrir aö úr- gangsefnum verði varpað i hafið. Fiskiþing lýsir samþykki sinu við nýgerða samþykkt Alþingis um mengunarmál. SJAVAR- HITINN ÓVENJU HÁR FYRIR N0RÐAN SB-Reykjavik. Hitastig sjávar fyrir Norður- landi er nú 3-4% sem er einsdæmi samkvæmt mælingum á þessum árstima. Þá er ástand sjávar milli tslands og Jan Mayen mun mildara en undanfarin ár, og getur nýismyndun ekki átt sér stað þar, þannig að lfkindi á hafis eru minni en á siðustu árum. Likur þykja til þess, að veðráttan i vor hér á landi verði þvi mildari en undanfarið. Þetta kemur fram i fréttabréfi frá hafrannsóknastofnuninni um leiðangur Bjarna Sæmundssonar, sem kom heim á hlaupársdag eftir 25 daga útivist. t leiðangrinum voru geröar itar- legar rannsóknir á sjó og svifi á landgrunnssvæðinirfyrir Vestur-, Suöur- og Austurlandi. Þá var haldiö til Jan Mayen, og hvergi varö vart við is i leiðangrinum, nema smáhrafl nyrzt út af Siglu- nesi. Rannsóknirnar sýna, að hinn hlýi Irmingerstraumur, sem teygir sig vestur og norður með landinu, er óvenju áhrifamikill. Hitastig sjávar fyrir Norðurlandi er 3-4®,, en fyrir Austurlandi 2,5*., Sunnanlands er hitastigið einnig tiltölulega hátt, eöa 8*, en litlu kaldara næst ströndinni. Niðurstöður íeiöangursins i stórum dráttum eru þvi þær, að sjávarhiti sé óvenju hár miöað við árstima og skilin milli hlýs og kalds sjávar lengra norður af en venjulega. Þvi eru sterkar likur á þvi, að veðráttan verði mildari hér á landi i vor en verið hefur á undanförnum árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.