Tíminn - 05.03.1972, Page 1

Tíminn - 05.03.1972, Page 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA Forsetaheimsókn- inni er að Ijúka : ■; - KJ—Hclsinki. Ilinni opinberu lieimsókn Forseta íslands til Finnlands lýkur i dag. íslendingarnir hafa hvarvetna mætt mikilli vinsemd og hlýhug finnskra framámanna og þjóöarinnar allrar. Oft heyrist þvi fleygt, að opinberar Útvarpsráð: Útvarpsráðsmenn sjái ekki um fasta þætti Oó—Reykjavik. Útvarpsráð samþykkti á fundi i fyrradag, að fastir fulltrúar i ráðinu sjái ekki um fasta þætti i hljóðvarpi og sjónvarpi. Var tillagan samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Eins og er, eru þrir full trúar i útvarpsráði, sem sjá um fasta þætti. Eru það for- maður ráðsins, Njörður P. Njarðvik, og Ólafur Ragnar Grimsson, sem báðir eru með þætti i sjónvarpi, og Tómas Karlsson, sem sér um fastan þátt i hljóðvarpi. Njörður sagði blaðinu, að allir þeir útvarpsráðsmenn, sem nú sjá um þætti, hafi tekið það að sér, áður en þeir vissu, að þeir færu i útvarps- ráð. Munu þeir halda áfram þáttaumsjón sinni meðan vetrardagskráin er i gildi, en hætta þá. Samþykktin nær ekki til varamanna i ráðinu. Þessi samþykkt útilokar ekki, að útvarpsráðsmenn geti stjórnaö stöku þáttum, en þeir mega ekki stjórna þáttaröð, sem ber sameigin- legt heiti. heimsóknir séu ekki annað en veizluhöld og skrautsýningar. En þótt Islendingarnir njóti frábærrar gestrisni Finna, eru þó viðræður þeirra við ráðamenn mikilvægasti þáttur heim- sóknarinnar. Fram hefur komið, að Finnar styðja okkur eftir beztu getu i landhelgismálinu. Kekkonen forseti lét svo ummælt, að i Finnlandi væri fullur skilningur á mikilvægi útfærslu fiskveiði lögsögunnar við ísland, og Einar Ágústsson utanrikisráðherra hefur átt viðræður við Sorsa utanrikisráðherra Finnlands um málið, og hafa þær umræður orðið málstað okkar til mikils gagns. Hafa æðstu embættismenn beggja þjóðanna rætt stöðu smáþjóða i siauknum efnahags- og við- skiptabandalögum, þar sem fjölmenn riki hafi tilhnegingu til að ráða lögum og lofum. Finnar og íslendingar munu hvorugir Frh á bls. 17 Skuttogararnir Barði frá Neskaupstaö og Hólmatindur frá Eskifirði hafa verið gerðir út með góðum árangri i eitt ár. Þcssir togarar eru miklum mun minni en þeir skuttogarar.semlslendingar hafa samið um kaup á. Þessi mynd var tekin um borð i Barðafrá Neskaupstað s.l. sumar. Varpan er komin inn á dekkið, og i henni eru 8—9 tonn. Ekki sést niður I gegnum rennuna, þar sem lúga cr sctt fyrir um leið og pokinn er kominn inn fyrir. Ljósm. Þorsteinn Kristjánsson. Verið að ganga frá skut- togarakaupum við Japani ÞÓ—Reykjavik. Undanfarið hefur hópur Japana dvalizt hér á landi við að ganga frá fullnaöarsamningum um kaup á skuttogurum frá Japan. Er hér um að ræða 10 togara, og eru þeir um 500 lestir að stærð. Japanir eru hér á vegum Asíufé- lagsins h.f. Þegar búið verður að ganga frá þessum samningum, verður búið að semja um kaup á 28 skut- togurum, og eru þeir allir, nema þrir, smiðaðir erlendis. Fyrstu skipin koma til landsins siðla sumars og i haust. Eru það togarar frá Spáni, Noregi og Pól- landi. Útgerðarmenn virðast vera frekar bjartsýnir með rekstur á nýju togurunum, sérstaklega ef útfærsla landhelginnar tekst eins og til er ætlazt. Talið er að minni togararnir geti fiskað fyrir 45—55 milljónir á ári, miðað við núver- andi verð, og þeir stærri eiga að getað fiskað fyrir 75 milljónir. Ef allur afli smærri togaranna verður verkaður innanlands, er áætlað útflutningsverðmæti afl- ans eitthvað um 125 milljónir, og sér þá hver maður, hvað svona skip koma til með að skila i þjóðarbúið. Ekki eru útgerðarmenn hrædd- ir um, að ekki takist að manna nýju skipin. Þeir hafa meiri áhyggjur af frystihúsunum, og telja að gera þurfi ráðstafanir til að fá fleira fólk til þeirra starfa. Þá telja útgerðarmenn, að illa muni ganga að manna gömlu tog- arana, enda eru þeir flestir komnir á þritugsaldur og endast ekki til eiliföar, frekar en önnur skip. Búnaðarþing: Stækkun Bændahallar samþykkt með 14:11 AK, Rvlk. — i gær, laugardag, afgreiddi búnaðarþing tillögu fjárhagsnefndar um heimild til stækkunar Bændahallarinnar f þvi skyni að stækka Hótel Sögu. Frávísunartillaga, sem fól i sér að vlsa málinu til álita bænadastéttarinnar aftur, var felld og tillagan um stækkunarheimild samþykkt með 14 atkv. gegn 11. Þegar tillaga nefndarinnar kom fram á föstudaginn urðu um hana allmiklar og hvassar umræður, og virtust það eink- um fulltrúar af Norður- og Austurlandi, sem voru stækk- un andvigir og þó fleiri. Fer nú málið aftur til Stéttarsambands bænda, sem visaði málinu frá til nánari at- hugunar i sumar. Tillagan, sem samþ. var á búnaðarþingi er svohljóðandi: „Búnaðarþing samþykkir fyrir sittleyti að heimila stjórn Bændahallarinnar i samráði við Stéttarsamband bænda, að reisa viðbyggingu við Bænda- höllina á lóð þeirri sem borgarstjórn Reykjavikur hefur nú heitið að veita Bændahöllinni. Skilyrði Búnaðarþings fyrir heimild þessari eru: 1. Að samstaða verði á milli eignaraðila um óbreytt eignarhlutföll undirbúning og framkvæmd verksins. 2 Að innlent fjármagn fáist til Frh á bls. 17 Farið að skilja loðnuhrogn úr dælingarvatni bátanna Tilraunasending til Japana á næstunni ÞÓ—Reykjavik Japanir halda þvi fram, að E-vitamin, sem t.d. fæst úr loðnuhrognum, sé mjög fjörgandi og náttúra manna haldist miklu lengur fyrir bragðið. Sennilega er eitthvað til i þessu, þvi að Japanir kaupa sifellt meira magn af frystri kvenkyns loðnu. Um þessar mundir er verið að gera tilraunir með að ná hrognunum úr vatn- inu, sem kemur frá skiljurunum, er loðnunni er landað. Ef vel tekst til með tilraun þessa, sem gerð er i Vest- mannaeyjum á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, getur okkur jafnvel opnazt nýr markaður í Japan. Arni Gislason, sem haíur annazt þessar tilraunir fyrir SH i Vestmannaeyjum, sagði, að byrjað heföi verið á þessum tilraunum I fyrra, og siðan hafi verið byrjað aftur i vetur. Talið er aö 3-4 % af aflamagninu séu hrogn, sem fari með dælingavatninu. Aðferð sú, sem Arni hefur notað, er frekar einföld, en sjálfur segir hann að trúlega megi finna aðrar betri. Við að ná hrognunum úr dæl- ingarvatninu hafa verið notaðir nokkurs konar silóar, svipaðir þeim sem eru notaðir i fiskimjölsverksmiðjum og taka frá þurrkurunum, en þar fellur mjölið niður, og Frh á bls. 17 Flóðgáffir jökulsins beizlaðar — sjá mynd, kort og frásögn af hringveginum í opnu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.