Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 5. marz 1972. TÍMINN 3 Umsjón: Einar Björgvin Axel Einarsson — vill ekki i ..gamla hjakkið’’ aftur Ómar óskarsson — vill samkeppni milli hljómsveita um flutning frumsamins efnis Asgeir óskarsson — mun vera hógvær maður með afbrigðum. „Athyglisverðasta hljómsveitin í langan tíma”: ISCROSS BER SJALF ABYRGÐ A TÓNLIST SINNI Ein þeirra nýju hljómsveita, sem var stofnuð upp úr þeim hræringum, er urðu í poppheim- inum hér núverið, er hljómsveitin Iscross með þeim Axel Einars- syni, gitarleikara en hann var sem kunnugt er i Tilveru áður. Ómari Óskarssyni, bassaleikar — áður gitarleikara I Dýpt — og Ásgeiri Óskarssyni trommuleik- ara, áður i Rifsberja, innanborðs. Athyglisverðasta við þessa hljómsveit er auðvitað ekki það, að nú leikur Axel Einarsson ekki lengur i hljómsveit, sem heitir Tiivera, heldur það, að komin er fram fyrsta popphljómsveitin hérlendis, sem ætlar eingöngu — aðeins með smá undantekninum að leika lög frumsamin af sjálfum hljómsveitarmönnunum. Iscross kom fyrst fram á sunnudags- hljómleikum i Tónabæ fyrir skömmu, en þar sem fátt fólk var þá i húsinu, mun andrúmsloftið þar hafa verið þannig, að um undir- tektir er fátt að segja. Tekið skal fram, að um þetta atriði ræði ég samkvæmt upplýsingum frá öðr- um, þar eð ég var ekki staddur i Tónabæ, þegar þessir hljómleikar fóru þar fram. Nokkrum dögum eftir hljómleikana, hringdi einn starfsmaður i Tónabæ „niður á blað” til min og hélt töluverða tölu um ágæti þessarar hljóm- sveitar. Hann fullyrti, að fram væri komin ein athyglisverðasta hljómsveit i langan tima. Þar sem þessi starfsmaður er ágætur kunningi minn, var ég fullviss um, að hann væri ekki að segja „neina vitleysu” og talaði samkvæmt fyllstu sannfæringu sinni. Óskarsson, sem ekki eru bræður — og nú hófst alvaran. „Ætlum aðeins að bregða frá frumsamda efninu á sveitaböllum." Þeir félagar fræddu mig um það, að Iscross hefði verið stofnuð i siðasta mánuði og auk þess að koma fram á sunnudagshljóm- leikunum i Tónabæ, hefði hljóm- sveitin spilað um siðustu helgi i Borgarnesi. — Spiluðuð þið þar eingöngu ykkar eigin verk? — Við vorum með okkar eigin verk að mestu. Spiluðum jú nokk- ur gömul rokklög lika, sem við kunnum allir. — Hvernig brást fólkið við? — Við teljum, að þetta hafi haft ágætis áhrif á fólkið — og það er alveg á hreinu, að mikið fjör var i lokin. Þeir félagar sögðu, að stefna hljómsveitarinnar væri sú, að flytja eigin tónverk. — Við erum ekki með neitt annað á lista hjá okkur núna, bættu þeir við. — Og ekkert annað en frum- samið i framtiðinni? — Við ætlum á sveitaböllum og undir slikum kringumstæðum að bregða aðeins út af þessari reglu. — Semjið þið saman? — Nei við semjum allir sitt i hvoru lagi, svöruðu þeir Iscross- menn og lögðu áherzlu á sjálf- stæðan persónuleika hvers ein- staklings i hljómsveitinni. Hins vegar töldu þeir, að auðvelt yrði fyrir þá, að setja sig inn i tónlist hvers annars. Þá skaut ómar þvi að, á þessu augnarbliki, að „mað- ur sezt ekki niður til að semja eitthvað ákveðið”. — það kæmi bara hvernig sem það yrði. /,Erum komnir spor i rétta átt" — Við teljum okkur vera komna á spor i rétta átt að eigin stefnu, sagði Axel og þeir félagar voru sammála um, að tónlist þeirra væri fullboðleg og ekki siðri en „þetta kóperingastöff” sem margar hljómsveitir væru með á dansleikjum. — Það er nóg fyrir fólk að hlusta á óskalögin i út- varpinu, sagði Ómar. Ég spurði, hvort efnahagslegur grundvöllur væri fyrir hljómsveit hér á landi, sem eingöngu væri með sin eigin tónverk til flutn- ings. Iscross-menn voru bjart- sýnir, hvað það snerti. Hljóm- sveitin ætlaði að leika á dans- leikjum. Enn sem komið væri, væri hljómsveitin ekki algjör at- vinnuhljómsveit. — En við ætl- um að lifa af þessu. Þetta á að verða atvinnuhljómsveit, það er góður grundvöllur fyrir algjörri atvinnumennsku, sögðu þeir. — Hvað um atvinnu þessa vik- una? — Við spilum á föstudaginn i Tjarnarbúð. Varðandi laugar- daginn höfum við úr þremur til- boðum að velja, einu i Reykjavik og tveimur úti á landi. „Leiknina skortir ekki — bara andrikið" Meðlimir þessarar nýju hljómsveitar sögðust vera þeirr- ar skoðunar að popphljómsveit- irnar hérlendis þyrftu aö leggja áherzlu á að frumsemja þau tón- verk, er þær flyttu. — Hljómsveit- irnar eiga að taka þetta upp til þess að verða fastmótaðri i allri gerð tónlistar, sagði Ómar, og lagði þvi næst áherzlu á, að sam- keppni skapaðist milli popp- hljómsveitanna um flutning eigin tónverka, og þá fyrst væri grund- völlur fyrir samkeppni viö stéttarbræður þeirra erlendis.^— Leiknina skortir ekki, bara and- rikið. Menn eiga að leggja sig fram um að túlka sjálfa sig en ekki aðra. Ég skil ekki þá ein- staklinga sem fá útrás á þvi að syngja til dæmis Deep Purple — eða Lennon-lög, sagði hann. Þeir félagar sögðu, að sá mór- all, er rikti hér á landi varðandi gæði popphljómsveita, væri fáránlegur. Það væri ekki miðað við eigin verk hljómsveitanna, heldur hvernig þær spiluðu vinsæl lög erlendra .hljómsveita. Sem dæmi mætti nefna, að sagt væri, að þessi og hin hljómsveitin væru eins góðar og Led Zeppelin vegna þess að þær „tækju” lögin eins vel og sú hljómsveit — og einhver isl. söngvari væri eins og góður og til dæmis Robert Plant, ef hann syngi eins vel lög, sem Robert Plant hefði sungið upphaflega. ' — Eftir að ég byrjaði með þess- um strákum get ég ekki hugsað mér að fara út i gamla hjakkið aftur, sagði Axel, og félagar hans sögðust vera sömu skoð- unar. Þá bar á góma þær breytingar, sem urðu i poppheimi okkar fyrir skömmu. Þeir félagar i Iscross voru sannarlega þeirrar skoðun- ar, að þær breytingar væru já- kvæðar. -Til dæmis sú breyting á Náttúru, að hljómsveitin er farin að spila frumsamin lög, sagði Axel og bætti þvi við, að án efa væri það mikið Jóhanni G. Jóhannessyni að þakka. Pöpp- heimurinn i dag væri sem sagt jákvæður, hvernig svo sem vind- ar myndu blása i framtiðinm. Þar sem Iscross leggur svo mikla áherzlu á tónsmiðar eins og komið hefur glöggt fram, þá spurði ég þá félaga um væntan- lega plötuútgáfu. — Okkur Iangar tii að gera stóra plötu i sumar, ef við komust að samkomulagi við einhvern plötuútgefanda, sagði Axel. — Við eigum nóg verkefni fyrir höndum, sagði Ómar. Um gerð texta við lögin, sögðu þremenningarnir, að hver þeirra gerði texta við eigin lög, og þeir væru á ensku, enda væri enskan' betur fallin til sliks brúks, heldur en islenzkan, enskan væri hljóm- þýtt mál — og þar að auki al- þjóðamál. Ég spurði þá þremenningana að lokum, hvort þeir væru undir áhrifum frá einhverjum tónlist- armönnum. Allir þrir sögðust vera þeirrar skoðunar að svo væri ekki, en Axel sagði: — Þegar menn starfa saman, hljóta þeir að hafa áhrif hver á annan. Aður en ég kvaddi þá félaga, fékk ég að hlýða á tvö lög af list- anum þeirra. Þau voru bæöi eftir Axel — og ég var hinn hressasti, þegar ég kvaddi þá, ekki af þvi bara að komast út i miðvikudags- kvöldkyrrðina aftur, heldur yfir þeim tveimur lögum eins með- lims nýstofnaðrar hljómsveitar, sem ef til vill a eftir að vinna gott brautryðjendastarf i heimi popptónlistar á tslandi. Farið á stúfana i kvöldkyrrðinni ' Miðvikudagskvöld eru ágæt meðal annars vegna þess, að þá eru engir að sóa fjármunum sinum við barborð og sjónvarpið yfirleitt svo lélegt, að margir sóa ekki tima sinum fyrir framan það.heldur .nota þann tima til nyt- samra starfa, sem sagt: Miðviku- dagskvöld eru liklega nytsamleg- ustu kvöldin, sé litið á þjóðarbúið i heild. — Það var stillt og þurrt veður siðast liðið miðvikudagskvöld, þegar ég, eftir að hafa varpað frá mér önnum dagsins, lagði af stað til æfingabúða hinnar nýju hljóm- sveitar, Iscross til þess að reyna að fræða mig og ykkur eitthvað um þessa hljómsveit. Sem betur fer, gekk ferðin vel og innan skamms barði ég að dyrum. Axel Einarsson opnaði dyrnar til hálfs, hálf flóttalegur á svip, að þvi er mér virtist en varð brátt hinn gestristnasti og bauð mér að ganga inn. Þar voru þeir fyrir, Asgeir Óskarsson og ómar Hvað sem um Iscross verður, er óhætt að fullyrða aö hér er á feröinni popphljómsveit sem allir áhugamenn um Islenzka popptónlist munu fylgjast vel með. Takist þeim félögum i hljómsveitinni það sem þeir ætla sér verður um straumhvörf að ræða I poppheiminum okkar. (Timamyndir — Gunnai)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.