Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 5. marz 1972. TÍMINN 5 BREF FRA HARRISBURG Flutningur á skólabörnum Einn þáttur i jafnrettis- málum mislitra, hérna i henni Ameriku, sem hæst virðist bera um þessar mundir, er spurningin um það, hvort skólabörnum skuli ekið i fjar- læga skóla i þeim tilgangi að blanda i réttum hlutföllum blábörnum og hvitum innan sama skólasvæðis. Hérna vestra þarf ekki svona mörg orð til að útskýra þetta mikla vandamál. Hér vita allir, hvað við er átt, þegar sagt er „busing”, en okkar ástkæra tunga lætur ekki sveigja sig eða misbjóða sér, svo að við verðum að nota nokkuð fleiri orð til að skýra þetta fyrir- bæri. bannig er málum hér háttað, að þeir hvitu elska ekki bræður sina, blámennina, sem skyldi. Margir blámenn endurgjalda þær tilfinningar. betta hefir valdið ýmsum for- ráðamönnum þjóðarinnar hugarangri, sérstaklega fyrir kosningar. Tiu prósent af ibúum landsins eru dökkir á brún og brá.og er litill vafi á þvi að þeir hafa verið miklum órétti beittir allt frá þvi, að þeir voru hnepptir i fjötra og fluttir hingað i þrældóm. bað hefir nú verið opinber og yfirlýst stefna stjórnarvalda i mörg ár, að blámenn skuli hafa sömu mannréttindi og sömu tækifæri til að komasttil manns og mennta og hinir hvitu kynbræður þeirra. Töldu flestir, að þetta myndi bezt tryggt með þvi, að blá- mönnum væri ruglað innan um hina hvitu. Myndu kyn- þættirnir smám saman blandast saman og vanda- málið þannig verða úr sögunni áður en nokkur vissi af. En þetta hefir ekki gengið sem skyldi. bað hefir ekki heppnazt vel að blanda svörtum inn i ibúðarhverfi hvitra. Oft hefir hræðsla gripið um sig hjá hvitingj- unum við komu fyrstu dökku fjölskyldunnar og þeir hafa allir viljað flytja burtu i einu. Húsaverðið lækkar af sjálfu sér og aðrir blámenn kaupa húsin. Innan tiðar eru allir hvitir, sem bolmagn til hafa, horfnir i önnur hverfi lengra i burtu. Meirihluti hvitra og svartra virðist vera á móti þvi að blandast hinum kyn- þættinum. Sérlega finnst hvitum karlmönnum al- gjörlega óbærilegt til þess að hugsa, að blámenn hafi mök við hvitar konur. Hitt þykir ekki óhugsandi, að hvitir geti lagzt með blákonum, hvað og lengi hefir verið haft til siðs i Suðurfylkjunum, allt frá dögum þrælahalds. Mörg ár eru nú liðin frá þvi að fyrstu blábörnin voru sett i skóla með hvitum. Hér var um að ræða skóla i hverfum, þar sem bjuggu bæði hvitir og svartir. En þar sem blöndun kynþáttanna i ibúðarhverf- unum hefir gengið eins hægt og raun ber vitni, ákváðu dómstólarnir að finna yrði leið til að flýta fyrir sameiningu stofnanna i skólunum. Dómstólar byrjuðu brátt að fella úrskurði um það, að rétt hlutfall dökkra og hvitra skyldi rikja i hverjum skóla innan ákveðins borgarsvæðis. betta þýddi, að hverfi hvitra urðu að senda hluta af sinum börnum i skóla i svertingja- hverfum. Til þess að slikir flutningar gætu farið fram, varð að byggja þúsundir skólavagna. bað varð að aka börnum vitt og breitt um borg- irnar. Til að útskýra þetta, getum við imyndað okkur að meiri hluti krakkanna i Hliðahverfi hafi græn nef. Fjöldi skritnu krakkanna i Hliðunum myndi t.d. nema 25% af öllum skóla- skyldum börnum i Reykjavik og nágrenni. Yfirvöldin myndu svo einn góðan veður- dag kveða svo á um, að rétt hlutfall af grænnefjuðum börnum, eða 25%, yrði að rikja i hverjum einasta skóla borgarinnar. bað yrði þannig að flytja grænnefjuð börn úr Hliðunum og i alla hina skól- ana. I staðinn yrðu svo tekin hvitnefjuð börn úr þeim skólum og þau flutt i skólana i Hliðunum. bannig gæti það auðveldlega borið við, að krakki, sem byggi i næsta húsi við Laugarnesskólann, yrði að fara á hverjum degi i rútubil upp i Hliðaskólann o.s.frv. Mjög viða hér var þessum flutningafyrirmælum afar illa tekið. t haust er leið urðu viða árekstrar og lengst gengu foreldrar i Pontiac i Michigan fylki. beir sprengdu i loft upp marga skólavagna. búsundir mæðra héldu börnum sinum frá skóla og settir voru á stofn margir einkaskólar. Mótmæli foreldra eru flest á þá lund, að þeir vilji ekki að börnum sinum verði ekið i skóla uian þess hverfis, sem þau búa i. Flestir segjast ekkert hafa á móti þvi, að öðrum börnum verði blandað i þeirra skóla. Mrgir blámenn hafa snúizt á móti flutningunum af sömu ástæðum og hinir hvitu kyn- bræður þeirra. Foreldrar kin- verskra barna i San Fransisco hafa verið meðal þeirra, sem mest hafa mótmælt. Vilja þeir, að börnin fái áfram að stunda sina eigin skóla i Kina- hverfunum, en verði ekki ekið um langa leið til að láta blanda þeim i skóla með hvitum og svörtum. Margir róttækari leiðtogar blámanna vilja láta fram- fylgja flutningaboðskapnum út i æsar. beir telja það vera einu leiðina til þess að bjarga börnum úr hinum ömurlegu fátækrahveríum blámanna i stórborgunum. Skólanir i þessum hverfum og reyndar allt ástand menntamála ku vera i hinni mestu niður- lægingu. Stjórnmálamennirnir, sem flestir tóku undir úrskurði dómstólanna, eru nú farnir að ókyrrast i sætum sinum, þegar þeir sjá, hve kjósendur hafa snúizt illa við flutninga fyrirmælunum. Nýleg Gallup skoðanakönnun hefir leitt i ljós, að 77% Bandarikja- manna, hvitra sem blárra, eru á móti flutningum barna milli skóla til að koma á réttu kyn- þáttahlutfalli. Við svona tiðendi stökkva stjórnmála- mennirnir i loft upp, sérstak- lega svona stuttu fyrir kosningar. beir þykjast nú allir vera að reyna að bæta úr þessu, og liggja fyrir þinginu mýmörg frumvörp varðandi vanda- málið. Nixon hefir verið frekar loðinn i þessu máli sem öðrum, en hann hefir nú einnig lofað að láta til skarar skriða strax og hann kemur frá Kina. George Wallace, sá svarti senuþjófur, er sá eini sem alltaf hefir verið á móti flutn- ingunum^ og er þetta eitt af aðalbaráttumálum hans i kosningahriðinni, en hann ætlar að reyna við forsetaem- bættið aftur i haust, Allt er i óvissu um það, hvernig þetta mál muni fara. Hugsandi menn hafa þungar áhyggjur af þvi, að stjórnar- völdin geti ekki framfylgt úrskurðum dómstólanna vegna mótstöðu fjöldans. Ottast þeir algera ringulreið i landinu. Undirstöðunni undir úrskurði dómstólanna renndi reyndar Hæstiréttur Ban- darikjanna 1954, þegar hann kvað svo á um, að öll börn skuli hafa sama rétt til mennt unar, og að það sé einungis f r a m k v æ m anl eg t með blöndun kynþáttanna i skólum landsins. bórir S. Gröndal. 1 VANDIÐ VALIÐ VELJH) CERHNA Sendum gegn póstkröfu GUÐM. bORSTEINSSON GULLSMIÐUR Bankastr. 12 BÆNDUR ATHUGIÐ Ilöfum kaupendur að: Vörubilum. Fólksbilum. Dráttarvélum og búvélum. Öllum árgerðum og tegundum. BÍLA, BÁTA OG VERÐBRÉFASALAN. Við Miklatorg. Simar 18<>75 og 18677. HEIMDALLUR KAPPRÆÐ UFUND UR verður haldinn í Sigtúni mánudaginn 6. marz nk. kl. 20.30. UMRÆÐUEFNI: Aðgerðir og stefna ríkis- stjórnar Olafs Jóhannessonar Ræðumenn af hálfu FUF: Ræðumenn af hálfu Heimdallar: Fundarstjórar: Alfreð Þorsteinson og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.