Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. marz 1972. TÍMINN 7 Nýskógur i heim- skautslandi Sú stofnun á vegum sovézku visindaakademiunnar, sem fjallar um skógræktarmál i Kareliu hefur látið gera fram- kvæmdaáætlun i sambandi við nýgræðslu skógar á landsvæð- um norðan heimsskautsbaugar. A þessum slóðum er vöxtur trjánna hægfara, en þau verða á hinn bóginn mjög harðgerð og viðurinn sem fæst úr þessum skógi óvenju harður. Talið er að milli 10 og 20 ár liði þar til hin nýgróðursettu tré fara að teygja eitthvað að ráði úr sér. Skógræktarmennirnir hafa nú fundið aðferð til að gróðursetja ung tré, sem eru i vexti, þannig að þau vaxi mun hraðar en ella. Hús Mansons til sýnis Kofahrófið hér á myndinni litur heldur óskemmtilega út, en það eru margir, sem hafa áhuga á að skoða það. Astæðan er sú, að i þessum kofa bjó Charles Manson og áhangéndur hans, en Manson muna allir eftir frá þvi morðin miklu voru framin i Kaliforniu, fyrir einu eða tveimur árum. Eigandi búgarðsins, þar sem Manson- klikan lét fyrir berast, hefur nú ákveðið að gera sér mat úr áhuga fólksins á að sjá, hvar Manson bjó. Hann ætlar að gera hittog þetta, til þess að laða enn fleiri túrista að búgarðinum. Hann ætlar meira að segja að byggja þarna hótel, koma upp tjaldstæðum, veitingahúsum og verzlunum, sem eiga að selja minjagripi. Til þess að börnum, sem þarna eiga eftir að koma, leiðist ekki, á meðan foreldrarnir litast um, ætlar hann að setja upp eins konar Tívoli. Það yrði svo aukið aðdráttarafl fyrir staðinn ef ein- hverjir þeir meðlimir Satans- klúbbsins, sem enn eru lausir og liðugir fengju þarna vinnu og sýndu sig. Ekki er þó vist, að úr þvi geti orðið. Haföi ekki ráð á lögfræðiaðstoð Lögfræðingurinn Barrington Black i Leeds i Englandi sagðist vera sekur um of hraðan akstur. Hann sagðist ekki myndi hafa ráð á að ráða sjálfan sig til að verja sig fyrir rétti, — Ég geri ekki ráð fyrir, að ég væri gjaldgengur fyrir ókeypis lögfræðiaðstoð, og lög- fræðiaðstoð yrði mér of dýr- keypt, ef ég yrði að borga, það sem sett er upp. Konunglegur ófriður Það er ekki alltaf gaman að vera stærri og eldri, að minnsta kosti ekki þegar maður ætlar að sitja i friði og skoða myndabók, en litla svstir kemur skriðandi upp i hægindastólinn og reynir að ná af manni bókinni. Þaö reyndi Gustav prins, þegar hann kom i heimsókn til Dan- merkur fyrir nokkru með móður sinni Benediktu prinsessu og Richard prinsi. Hann hafði fundið bók, sem amma hans haföi keypt fyrir barnabörnin sin, og settist svo makindalega á stólinn, og ætlaöi að fara að kynna sér efni bókarinnar, En það leið ekki á löngu þar til hin eins árs gamla systir hans, Alexandra, var kominn upp að hliöinni á honum. Heima i Berleburg les mamma alltaf barnabækur fyrir son sinn, þegar Alexandra litla er upp- tekin við eitthvað annað. nefndinni verða fjórir fullorðnip en þrátt fyrir það mun þaö verða Adam, sem hefur úrslita- orð i dómsuppkvaðningunni. Hér er Adam á leikvellinum i nánd við heimili sitt. Þar var hann að æfa sig á að dæma litlu sætu stúlkurnar, sem búa I húsunun i kring um heimili hans sjálfs. Það var erfitt fyrir Adam að velja um á milli vinstúlkna sinna. Að lokum tókst honum þó að skera úr. Hún Sandra, sú með kálfsfæturna, og stendur önnur til hægri, sigraði. Tónlistarhátið Litlar fegurðardisir Adam Garratt, 6 ára gamall, undirbýr sig nú af mikilli kost- gæfni undir nýtt verkefni, sem honum hefur veriö fengið. Hann á nefnilega að vera dómari i fegurðarsamkeppninni Mini Miss Bretland, sem fer brátt fram i London. I samkeppninni eiga að taka þátt litlar stúlkur á aldrinum 3 til sex ára. Adam hefur starfað sem tisku- sýningardrengur hjá Tiny Tots. Með honum i dóm- —A þessu ári verður i fyrsta skipti efnt til tónlistarhátiðar i Moskvu aö sumarlagi, en ætlun- in er að hátiðin verði árlegur viðburður i tónlistarlifi borgar- innar i framtiðinni. Hátiðin verður nefnd „Moskvu-sumar” og haldin i júnímánuði. Hún verður að þessu sinni einn þátt- urinn i fjölbreyttum hátiðahöld- um sem efnt verður til viðsveg- ar i Sovétrikjunum á þessu ári i tilefni 50 ára afmælis Sambands sósfalískra sovétlýðvelda. Tón- verkin sem flutt verða á hátið- inni i sumar verða langflest eftir sovézk tónskáld og sjá beztu hljómsveitir Sovétrikj- anna, kórar og einleikarar og söngvarar um flutningin. „Moskvu-sumar” verður þriöja árlega tónlistarhátiðin, sem efnt er til i höfuðborg Sovétrikjanna. Hinar hátiðarn- ar eru „Mai-stjörnur” og „Rússneskur vetur”, og hafa þær verið haldnar ár hvert siðan 1963. Hún var nýlega orðin móðir 6 marka barns og hafði ólýsanlegar áhyggjur af^að barnið skyldi ekki vera stærra. Fjölskylduvinurinn reynir að hugga hana, en hann var einu sinni i Afriku: — Veiztu, að börn Pygmeanna i Afriku eru svo litil, þegar þau fæðast, að maður heldur, að þau séu barnabörn, þegar maður sér þau. Vinkonurnar eru að bollaleggja hanastélsveizlu. — Ætlarðu að bjóða Jónu? — Nei. Manninum minum geðjast ekki að henni. — En Gunnu? — Nei, manninum minum geðjast of vel aö henni. A þessum hraðatimum eru brúð- kaupsferðir miklu styttri en þær voru áður fyrr. En I staðinn fer fólk nú bara i fleiri brúðkaups- ferðir. Axel litli var að koma úr afmælis- veizlu og móðir hans spuröi hann, hvort þetta hefði verið góð veizla. — Neeeeeei, svaraði Axel. — Hvers vegna ekki? — Við máttum borða eins mikið af kökum og við gátum, drekka eins mikið súkkulaði og við gátum og svo eins mikið gos og viö gátum...en við gátum það ekki. —Ég held, að þetta gangi nák- væmlega upp 1100-kallinn, sem ég fékk lánaðann hjá þér i siðustu viku. —Viltu fá þessa bölvaða bindis- nælu þina aftur? 1 brúðkaupsveizlunni stóð Halli frændi frá Ameriku upp og hélt ræðu. Hann er afskaplega rikur. — Ef þú skyldir einhverntima þurfa á hjálparhönd að halda, sagði hann og beindi þessum orð- um til brúðgumans. —Þá mundu, að það eru tvær á endunum á handleggjunum á þér. DENNI DÆMALAUSI Gaztu lagað þetta hr. Wilson? Hr. Wilson, þú ert svo undarlegur I framan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.