Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 5. marz 1972. Menn og máUfni Deilan um skattakerfin Skattakerfin tvö Nefndir hafa nú lokið við að fjalla um skattafrumvörpin, og munu þingstörfin næstu viku ein- kennast mjög af umræðum um þau. í þessum umræðum mun ekki minnst deilt um það, hvort skattar hækki samkvæmt hinu nýja skattakerfi, miðað við skattakerfi það, sem gilt hefur undanfarið. Af hálfu stjórnarflokkanna og talsmanna þeirra verður þvi haldið fram, að nýja kerfið muni reynast lágtekjufólki og miðlungstekjufólki mun hag- stæðara en gamla kerfið var. Stjórnarandstæðingar munu halda hinu gagnstæða fram. Vafalitið verður þetta mál sótt af miklu kappi. Skattgreiðendur munu fyrst fá endanlegan úr- skurð, þegar þeir fá skattseðlana i sumar. En skattseðlarnir verða vist ekki á ferðinni fyrr en seint i júni, þvi að eitt af þvi, sem fyrr- verandi rikisstjórn ákvað á þingi i fyrravetur að fresta fram yfir kosningar, var birting skatt- skránna. Ef skattalögin hefðu verið látin standa óbreytt um þetta efni, hefðu skattskrárnar verið birtar rúmri viku fyrir kosningarnar. Það þótti ekki álit- legt, og þvi var ákveðið, að hér eftir skyldu þær ekki birtar fyrr en i siðari hluta júni, en kosn- ingarnar fóru fram 13. júni. Þáttur skattvísi’ tölunnar 1 samanburði þeim, sem fjár- málaráðuneytið hefur látið gera á gamla kerfinu og nýja kerfinu, hefur það lagt til grundvallar persónufrádrætti þá og skatt- stiga, sem farið var eftir við skattálagningu siðastliðið vor, og siðan bætt við 6.5% skattvisitölu, en það svarar til þeirrar hækk- unar á framfærslukostnaði, sem orðið hefur á siðastliðnu ári. Þessi útreikningur er byggður á þvf, að það hafi verið tilgangur skattvisitölunnar að koma i veg fyrir, að menn borguðu skatta af dýrtiðarbótum, heldur greiddu menn hærri skatta þvi aðeins að rauntekjur hefðu hækkað. Af hálfu stjórnarandstæðinga mun reynt að halda þvi fram, að skattvisitalan hefði átt að hækka meira, eða um 21.5%, og þvi sé samanburður ráðuneytisins rangur og óeðlilega óhagstæður gamla kerfinu. Úr þessari þrætu verður ekki skorið, nema menn geri sér þess grein, hvernig skattvisitalan var hugsuð og hvernig hún hefur verið framkvæmd af fyrrv. rikis- stjórn. Frumvarp Jóhanns og Magnúsar Upphaf skattvisitölu i nú- verandi mynd sinni er að rekja til þess, að eftir gengisfellinguna 1950 hækkaði mjög verðlag i land- inu og kaupgjald fylgdi á eftir, þvi að kaupvisitalan, sem mældi dýr- tiðarbæturnar, fylgdi þá fram- færsluvisitölunni, að mestu. Þetta leiddi til þess að skattþunginn jókst stórlega, án aukningar á rauntekjum. Asamt öðru varð þetta til þess, að rikisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, sem þá fór með völd, ákvað að taka öll skatta- lögin til heildarathugunar og fól sérstakri nefnd það verkefni vorið 1952. Aður en þeirri athugun lauk, eða á haustþinginu 1952, fluttu tveir ungir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, Jóhann Hafstein og Magnús Jónsson, frumvarp um viðtæka breytingu á skatta- lögunum. Frumvarp þetta mun að mestu hafa verið samið af nú- verandi rikisskattstjóra, Sigur- birni Þorbjörnssyni. Höfuð- breytinguna var að finna i 10. grein frumvarpsins, en hún var á þessa leið: „Upphæð persónufrádráttar samkvæmt 3. grein, upphæð skattfrjálsra tekna samkvæmt 4. grein og tekjubil og skatt- upphæðir samkvæmt 7. grein, er miðað við meðalkaupgjaldsvisi- tölu ársins 1952, en skal breytast til hækkunar eða lækkunar i sam- ræmi við árlegar breytingar á meðalkaupgjaldsvisitölu”. Eins og áður segir, fylgdi kaup- gjaldsvisitalan (dýrtiðar- uppbætur) nokkurn veginn fram- færsluvisitölunni á þessum tima, eins og sést á þvi, að þegar breytt var um visitölugrundvöll 1959, var framfærsluvisitalan, er gilti á umræddum tima, 210 stig, en kaupgjaldsvisitalan 202 stig. Hlutverk kaupgjaldsvisitölunnar var að segja til um, hverjar dýr- tiðarbæturnar ættu að vera. Forusta Eysteins Þegar þeir Jóhann og Magnús fluttu frumvarp sitt, var orðið samkomulag um framangreint efni i rikisstjórninni, en heildar- athugun milliþinganefndarinnar enn ekki lokið. Frumvarp til nýrra heildarlaga um skattana var lagt fram á þinginu 1953 af Eysteini Jónssyni, þáverandi fjármálaráðherra, og voru þar mörg nýmæli, eins og t.d. skatt- frelsi sparifjár, sem þá var fyrst i lög leitt. 1 frumvarpinu var einnig ákvæði um það samkomulag, sem orðið var milli rikisstjórnarinnar, að tekjutölur skattalaganna skyldu hér eftir breytast til hækk- unar eða lækkunar i samræmi við kaupgjaldsvisitölu. Eysteinn Jónsson beitti sér fyrir þvi, að þetta var samþykkt og gilti þetta allan þann tima, sem hann var fjármálaráðherra, eða til ársloka 1958. A þessum árum var það þvi tryggt, að skattar hækkuðu ekki, nema vegna aukinna rauntekna eða kaupgetu. Dýrtiðin varð þess ekki lengur valdandi, að skatt- arnir hækkuðu sökum aukinna dýrtiðarbóta, er bættu mönnum aðeins verðhækkanirnar eða tæp- lega það. Túlkun Jóhanns 1 framsöguræðu Jóhanns Haf- steins á Alþingi 1952 fyrir áður- nefndu frumvarpi þeirra Magnúsar Jónssonar, kemur glöggt fram, að hann ætlar skatt- visitölunni fyrst og fremst að koma i veg fyrir, að dýr tlðarbætur leiöi til skatta hækkunar. Jóhann sagði m.a.: Úr Skaftafellssyslu ,,Það, sem menn hafa ekki nægjanlega gert sér grein fyrir á undanförnum árum, er, að enda þótt Alþingi hafi ekki með nýrri skattalöggjöf lagt nýja skatta á einstaklingana i þjóðfélaginu, þá hafa skattarnir stöðugt verið að hækka stórkostlega, og það er vegna þess, að dýrtíðin i landinu, hin sivaxandi dýrtið, hefur gegnt hlutverki vaxandi skattpiningar ár frá ári”. Jóhann lýsti siðan þvi ákvæði i frumvarpi hans og Magnúsar, að miða umreikning á sköttunum við kaupgjaldsvisitölu, á þennan veg: „Þetta ákvæði á að miða að þvi, að verðbreytingar, hækkandi dýrtið i landinu, verki ekki ein út af fyrir sig sem stórkostleg skattahækkun á þegnana, þó að skattalöggjöfin að öðru leyti breytist ekki neitt, heldur að skattaálagningin að þessu leyti hreyfist til og frá eftir þvi, sem verðhækkanir eða verðlækkanir kunna að verða i þjóðfélaginu”. Hér er bersýnilegt, að Jóhann reiknar með þvi, að kaupgjalds- visitalan fylgi framfærsluvisitöl- unni, eins og lika var á þessum tima. Vísitalan frá 1965 Lagaákvæðið frá 1953 um um- reikning skattanna samkvæmt kaupgjaldsvisitölu, h.élzt óbreytt þangað til á Alþingi 1961. Þá var hin svonefnda viðreisnarstjórn komin til valda og þóttist ætla að efna loforð sitt um „afnám tekju- skatts á almennum launa- tekjum”. Stjórnin setti þvi ný heildarlög um skattamálin, þar sem skattstigum var breytt i samræmi við þessa stefnuyfir- lýsingu, en hins vegar alveg fellt niður ákvæðið um umreikning skattanna samkv. visitölu. Stjórnin taldi nefnilega, að hún væri búin að ráða niðurlögum dýrtfðarinnar með „viðreisnar”- lögunum, og því væri skattvisi- tala orðin óþörf! Þetta fór á annan veg, þvi að dýrtið óx meira en nokkru sinni fyrr. Sú skattalækkun, sem upp- haflega fólst i lögunum reyndist þvi fljótt óraunhæf, og miklu meira en það. Dýrtiðin hélt áfram að vaxa og skattarnir að þyngjast i samræmi við það, án þess að rauntekjur eða kaupgeta ykist. Einkum kom þetta eftirminnilega i ljós sumarið 1964, þegar laun margra hrukku ekki fyrir skött- unum og efnahagsráðgjafar stjórnarinnar lögðu til að skatt- þegnar fengju opinber lán til að geta greitt skattana. Rikisstjórnin var þvi tilneydd að endurskoða skattalögin á þingi 1965. Jafnframt var henni ljóst, að taka yrði upp skattvisitölu að einhverju leyti að nýju. 1 stað þess að binda hana við kaup- gjaldsvisitölu, eins og áður hafði verið, var sett það ákvæði i skattalögin, að skattvisitalan skyldi árlega ákveðin að fengnum tillögum kaupgjaldsnefndar, hag- stofustjóra og rikisskattstjóra. Skýring Gunnars Þegar Gunnar Thoroddsen, þá- verandi fjármálaráðherra, lagði áðurnefnt skattafrumvarp fyrir þingið, gaf hann eftirfarandi skýringu á þessari nýju skattvisi- tölu: „t fjórða lagi er það nýmæli i 8. grein frumvarpsins, að skylt sé frá og með gjaldaárinu 1966 að hækka eða lækka þær fjárhæðir, sem um ræðir i 1. gr„ 1. málsgr., 2. gr. og 3, gr„ svo og þrepin i skattstiga þeim, sem um ræðir i 4. gr.,þ.e.a.s. það er skylt að hækka eða lækka þær fjárhæðir, sem snerta persónufrádráttinn og skattþrepin, isamræmi við skatt- visitölu. Hér er þvi tekin upp svo- kölluð umreikningsregla. Það var ætlunin að ákveða i þessu frum- varpi, við hvaða visitölu skyldi miða. Þá kom til greina kaup- greiðsluvisitala, framfærsluvisi- tala, þ.e.a.s. samkvæmt a-lið visitölunnar, og fleiri möguleikar komu til greina. Nú er svo ástatt, að visitalan er i endurskoðun hjá hagstofunni og kauplagsnefnd, og töldu þeir sérfræðingar, sem til var leitað, sér ekki unnt að gera ákveðna tillögu um það, hvernig skattvisitalan, sem þessi um- reikningur var á byggður, skyldi byggð upp; treystu sér ekki til þess að svo stöddu. Það varð þvi niðurstaðan að ákveða annars vegar, að skattana skuli um- reikna frá og með árinu 1966, en sú skattvisitala, sem eftir skuli farið, skuli ákveðin siðar af fjár- málaráðherra að fengnum til- iögum kauplagsnefndar, hag- stofustjóra og rikisskattstjóra”. (Alþt. 1964, B-1873). Framkvæmd AAagnúsar Ljóst er af þessum ummælum Gunnars Thoroddsens, að hann hefur við setn. framangreinds ákvæðis um skattvisitölu fyrst og fremst haft i huga að miða hana við kaupgjaldsvisitölu, sem mældi dýrtíðarbæturnar, eða framfærsluvisitöluna, eða m.ö.o. að hlutverk skattvisitölunnar væri að koma i veg fyrir skatta- hækkanir af völdum dýrtiðar- bóta. Vegna endurskoðunar þeirrar, sem þá stóð yfir á fram- færsluvisitölunni, er ákvörðun- inni um þetta frestað og fjár- málaráðherra falið ákvörðunar- valdið i samráði við þá aðila, sem mest fjalla um framfærslu- visitölu og kaupgjaldsvisitölu, þ.e. kauplagsnefnd og hagstofu- stjóra. Ætlunin hefur sem sagt verið að beita skattvisitölunni á likan hátt og á árunum 1953—’59. Framkvæmd Magnúsar Jóns- sonar á þessari lagasmið Gunn ars varð hins vegar með allt öðrum hætti. Hann rauf sam- bandið milli framfærsluvisi tölunnar og skattvisitölunnar á þann hátt, að á árunum 1966—’71 hækkaði framfærsluvisitalan úr 100 I 196 stig, en skattvisitalan ekki nema úr 100 i 168. Það vantaði m.ö.o. næstum þriðjung á það, að skattvisitalan fylgdi framfærsluvisitölunni. Sanngjörn aðferð Samkvæmt þvi, sem að framan er rakið, er það tvimælalaust réttur skilningur hjá fjármála- ráðherra, þegar reikna á út gamla skattakerfið, að miða við þann grundvöll persónufrá- dráttar og skattþrepa, sem ákveðinn var i skattalögunum á þingi i fyrra, og bæta siðan við til hækkunar þeirri breytingu á framfærsluvisitölu, sem siðan hefur orðið. Þá er fullnægt þeim tilgangi, sem skattvisitölunni hefur fyrst og fremst verið ætjaður, þ.e. að koma i veg fyrir að dýrtiðarbætur leiddu til hækk- unar á sköttum. Það má hins vegar segja, að það hefði sýnt enn betur hvernig gamla skattakerfið var fram- kvæmt af fyrrv. rikisstjórn að miða við það, að skattvisitalan hækkaði ekki nema um 68 stig á árunum 1966—’71, á sama tima og framfærsluvisitalan hækkaði um 96 stig. Samkvæmt þvi hefði átt að meta hækkun skattvisitöl- unnar I ár um 4.5%, eða rúmlega tvo þriðju af hækkun framfærslu- visitölunnar. Þetta gerir fjár- málaráðherra ekki, heldur lætur hana hækka um 6.5%. Sá út- reikningur er þvi meira en full- komlega sanngjarn gagnvart gamla kerfinu. Þrífelld tillaga Stjórnarandstæðingar vilja ekki una þessari sanngjörnu að- ferð, þvi að þeim er ljóst, að gamla skattakerfið þeirra hefði leitt til mikilla skattahækkana sökum þeirrar tekjuaukningar, sem hefur orðið á siðasta ári. Þess vegna halda þeir fram, án þess að geta rökstutt það hið minnsta, að skattvisitalan hefði átt að hækka nú samkvæmt gamla kerfinu um 21.5%. Sam- kvæmt þessari tilbúnu tölu fá þeir út, að gamla skattkerfið hefði oröið launafólki nokkru hag- stæðara en hið nýja! Þessi tala stjórnarandstæðinga er i algerri andstöðu við fram- kvæmd þeirra á gamla kerfinu, eins og hér hefur verið rakiðr og hún er meira en það. Hún nálgast þær tillögur, sem Framsóknar- menn hafa flutt á undanförnum þingum, og stjórnarandstæðingar hafa ekki sjaldnar en þrifellt og talið hina mestu fjarstæðu. Nú á það, sem þeir hafa fellt á þremur þingum, að sýna stefnu þeirra i skattamálunum og vera sönnun um gamla kerfið! Lengra verður ekki komizt i málefnalegum ógöngum. Slikur málflutningur haggar ekki þeirri staðreynd, að skattar hefðu hækkað gifurlega, ef gamla skattakerfið hefði haldizt áfram og framkvæmdin verið á sama veg og hjá fyrri stjórn. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.