Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 5. marz 1972. TÍMINN 11 JLSINS BEIZLAÐAR VEGALENGDIR KM UM SKEIÐAR NÚ ARSAND REYKJAVÍK REYÐARFJ 769 755 --- ■■ -- FASKRÚÐSFJ. 818 700 --- « -- DJÚPIVOGUR 881 579 --- „ --- HÖFN 977 191 --- „ --- SKAFTAFELL 1111 317 VÍK HOFN 1172 296 Útföll jökulhlaupa hafa jafnan verið mörg og dreifð um jökui- sporðinn, og náðu i stórhlaupum allt vestur i Súlu. 1 hinum siðari og smærri hlaupum hefur mikill meiri hluti hlaupvatnsins komið fram i farvegi Skeiðarár. 1 hlaupinu 1954 komu þannig um 2/3 af hámarks- rennsli (7.200 rúmm/sek) i Skeiðará og um 1/3 (3.300 rúmm/- sek) i Sandgigjukvisl. t stórhlaup- um fyrr á árum var skipting hlaup- vatnsins á hinn bóginn mjög breyti- leg, og á stundum hafa aðalútföll verið það vestarlega, að vatn frá þeim mundi falla til Sandgigju- kvislar við núverandi aðstæður. IV. Mannvirki, forsendur og tii- högun. Hér á undan hefur verið gerð grein fyrir þvi, að búast megi við jökulhlaupum úr Grænalóni með hámarksrennsli af stærðargráð- unni 3.500 rúmm/sek á minna en þriggja ára fresti, eins og aðstæöur eru nú viö lónið. Úr Grimsvötnum hafa hlaup með hámarksrennsli af stærðargráðunni 10.000 rúmm/sek undanfarið komið með 5-6 ára bili. Samkvæmt reynslu undangenginna ára koma þessi hlaup yfirleitt ekki á sama eða svipuðum tima. Má þvi búast við, að hlaup af áðurnefndum stærðum geti komið á Skeiðarár- sandi með 2-3 ára bili að meðaltali. Með hliðsjón af þessu er i áætlun miðaö við, að mannvirki geti tekið á móti slikum hlaupum án þess að vegasamband rofni. Er þá haft i huga, að ýmis konar þjónustufyrir- tæki og annar atvinnurekstur mundi verða mjög háður vegasam- bandi yfir sandinn, þegar þvi hefði eínu sinni verið komið á. Mundu þá mjög tið sambandsrof, sem ef til vill stæðu nokkrar vikur i hvert sinn, verða algerlega óviðunandi. Hin mikla óvissa um stærð og dreifungu jökulhlaupa i framtiðinni veldur þvi,að ekki er unnt að hanna mannvirki með það fyrir augum, að þau taki stærstu hlaup áfalla- laust. Á hinn bóginn er reynt að hafa tilhögun mannvirkja þannig, að sem minnst tjón hljótist af slik- um stórum hlaupum, og dýrustu hlutar þeirra, þ.e. brýr og varnar- garðar næst þeim, geti staðizt án verulegra áfalla. Slik hlaup mundu þá flæða yfir varnargarða iengra frá brúm, svo og yfir vegi og gætu þau valdið verulegu tjóni á þessum hluta mannvirkjanna, auk þess sem vegasamband mundi að sjálfsögðu rofna. 1 áætluninni er gert ráð fyrir, að auk smærri brúa á Aurá og Sælu húsvatn verði aðalbrýrnar á sand inum þrjár talsins, þ.e. á Núpsvötn - Súlu, Sandgigjukvisl og Skeiðará. Heildarlengd brúa er um 1700 m. Brýrnar eru allar sömu gerðar, stálbitabrýr með timburgólfi á steyptum stöplum. Stöplarnir hvila á staurum, sem reknir eru niður i sandinn. Brýrnar eru með einfaldri akbraut, en vegna hinnar miklu lengdar þeirra, verður ekki hjá þvi komizt að hafa útskot á þeim með 150-200 m millibili. Við öll vatnsföllin er aðeins hluti farvegar brúaður, en varnargarðar gerðir út frá brúnum til að veita vatni undir þær. Mestir eru garðarnir við Skeiðará, þar sem byggðir eru garðar frá Skaftafells- brekkum að brú, og er þeim ætlað að halda Skeiðará vestan til i nú verandi farvegi sinum. Einnig eru miklir garðar við Núpsvötn - Súlu, en þar er fyrirhugað að veita Núps- vötnum til austurs frá Lómagnúpi. Heildarlengd varnargarða er um 17 km. Vegalengd yfir Skeiðarársand milli Núpsstaðar og Skaftafellsár er um 34 km, eins og áður er sagt, og er reiknað með að byggja upp veg á allri þeirri vegalengd. Til að gera mannvirkjagerð á Skeiðarársandi mögulega, er óhjá- kvæmilegt að framkvæma veru- legar endurbætur á vegum og brúm frá Kirkjubæjarklaustri að Núps- stað. Þá er einnig nauðsynlegt að endurbyggja stuttan kafla austan Skeiðarársands, þ.e. frá Skafta- fellsá að Virkisá, vegna grjót- flutnings á varnargarða. V. Kostnaður. Gerð hefur verið lausleg kostn aðaráætlun byggð á þeim forsend um, sem hér hafa verið raktar á undan. Eru helztu niðurstöður hennar sem hér segir. Lengd Kostn. m.kr. Skeiðarársandur: Brýr 1700m Varnargaröar 17 km 440 Vegur 34 km Kirkjubæjarklaustur - Núpsstaður og Skaftafellsá - Virkisá Vegur 34km Brýr 230 m 60 KflsLii. a11 s 500 bessar tölur eru miðaðar við verölag i ágúst 1971. I áætlun er miðað við, að fram- kvæmdir geti hafizt i vor og að ljúka megi þeim árið 1974. Hringvegur um landið, eins og hann verður f framtfðinni. Loftmynd af Skeiðarársandi og vötnunum þar. (Mynd KB)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.