Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 5. marz 1972. TÍMINN 13 # m Skitinn fjörutíu og fimm þúsund kall Eins og nærri má geta, hafa dálkar blaðanna fyllzt undan- farið af þvi málinu, sem allir tala um — sem sagt seinasta ORG — showinu. Og nú enn eitt árið eru úthlutunarmál listamanna á döfinni — þetta frábæra árlega skemmti- atriði, sem hvorki lista- mennirnir sjálfir né heldur aðrir óbreyttir ibúar landsins geta án verið. Og vindurinn i taugunum hjá greina- höfundum svo ekki sé nú talað um þá „sönnu” listamenn, sem staddir voru i sjónvarps- salnum — var ekki minni en þegar konur i Vesturbænum auk einhvers fólks i Kópavogi uppfylltist réttlátri reiði yfir þvi að Flosi Ólafsson fékk ekki inni hjá sjónvarpinu með sitt skaup um áramótin. Óafvitandi eru lista- mennirnir orðnir jafn sjálf- sagðir skemmtikraftar um þetta leyti árs og þeir voru, Guðmundur Jónsson, Baldur og Konni og það fólk á svonefndum héraðsmótum hinna „ábyrgu” stjórnmála- flokka um árabil. Og þetta er alveg ágætt — ramakvein og skammir eins og alltaf fylgja Þessari blessaðri úthlutun hvert einasta ár — eru atriði, sem við getum ekki verið án i skammdeginu og rigningunni. Ég má til að segja alveg eins og er, að ég hefi sjaldan skemmt mér betur við að sitja fyrir framan þennan svonefnda imbakassa en þetta þriðjudagskvöld — þarna voru samankomnir skemmti- legustu og gáfuðustu menn á landinu — og þeir drógu svo sannarlega ekki af sér — og á stólum sátu svo leiðinlegustu og heimskustu menn á landinu — að þvi að manni skildist — og mitt á milli var Ólafur minn blessaður og gætti þess eins og góðum sjónvarps- manni sæmir, að egna liðin sitt á hvað til atlögu. Deilurnar um þessa blessaða úthlutunarnefnd listamannalauna eru nú nokkurn vegin jafn gamlar þeim bréfum, sem alltaf koma fram við og við frá allskonar fólki, sem telur sig verða afskipt i viðskiptum við mjólkursamsöluna — „stúlka brúkaði munn við mig i mjólkurbúð um daginn” og þar fram eftir götunum. En þeim mun furðulegra er það, að nokkur heilvita maður skuli fást til þess að sitja i þessari úthlutunarnefnd. Þeir sem það gera, hljóta að njóta þess á einhvern afbrigðilegan hátt, að láta aðra menn skamma sig og skella á sig svivirðingum — manni skilst að þessi úthlutunarnefnd hafi aldrei gert nokkurn hlut rétt — Og þá er ég kominn að Sverri minum Hólmarssyni og yfirlýsingu hans um það, að hann hefði tekið sæti i nefnd inni — sjálfsagt eftir fortölur og eftirgangsmuni flokk- bræðra sinna — til þess eins að vinna i henni skemmdarverk — innan frá, eins og hann sagði sjálfur. Nú þekki ég Sverri að þvi einu að vera með eindæmum prúðan og vel siðaðan pilt, sem orkar alveg sérstaklega traustvekjandi á mann og er raunar seinasti maður, sem manni gæti dottið i hug að ynni skemmdarverk á einu eða öðru sviði. En svona er þetta nú samt. Og sam- nefndarmenn hans létu það gott heita að þeirra kollegi lýsti yfir svona hlut —. Ég er svo gamaldags og afturhaldsamur að álita, að þegar maður er kjörinn i opin- ber störf eins og þessi, þá feli slikt i sér þá skyldu, að leysa verkið eins vel af hendi og mögulegt er. Annars gæfi maður hreinlega ekki kost á sér til starfans. En Sverrir er auðsjáanlega svo mikill nútimamaður og framfara- sinni, að hann telur það skyldu sina að þiggja laun fyrir að spilla og skemma þá starf- semi, sem honum eru goldin laun fyrir að vinna. Annars verð ég að segja að ég er steinhissa á Alþingi að vera að kjósa þessa úthlutunarnefnd og raunar ennþá meira hissa á þvi, að góðir og gegnir menn skuli fást til þess að sitja i þeirri sömu nefnd. Hversvegna á kveða Alþingismenn ekki bara upphæðina, sem þeir telja að rikið geti veitt til lista- mannanna og láti þá svo sjálfa um að útdeila fénu? Vafalaust mundi þeim ganga mjög vel að koma sér saman um hverjum bæri hvað — og hverjir séu hinir „sönnu” listamenn og verðugir laun- anna — . Ég legg til, að Alþingi láti Bandalagi islenzkra listamanna i té umrædda fjárhæð með þvi skilyrði að listamennirnir verði að hafa komið sér saman um, hvernig þvi skuli varið, t.d. fyrir 1. marz ár hvert. Ég efast ekki um, að listamenn hljóti að vera slíkri skipan mála samþykkir — og hverjir vita betur en einmitt þeir, hver á aurana skilið — og vitanlega hverja munar ekkert um 45 þúsund kall. Páll Heiðar Jónsson. OMEGA Nivada ©IHgg! Jílpina. PIERPOnT Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sími 22804 Við velium punJa! það borgar sig • minfal ofnar h/f. • Síðumúla 27 . Reykjavík Símar 3-55-55 og 3-42-00 ATVINNUASTAND GOTT í JÁRNIÐNAÐI Aðalfundur Félags járniðn- aðarmanna var haldinn 29. febr. s.l. Á aðalfundinum var lögð fram að venju, fjölrituð skýrsla for- manns félagsins um starfsemi félagsins fyrir starfsárið 1971-72. Einnig endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir árið 1971. 1 skýrslu formanns kemur fram, að starf félagsins er marg- þætt. Megin þáttur starfsins var kjara- og samningamál. Niu félagsfundir voru haldnir á starfsárinu og á sjö þeirra var fjallað um kjaramálin, auk þessa voru haldnir 24 stjórnar- og trúnaðarmannaráðsfundir. Einnig nokkrir fundir vegna vandamála ýmissa vinnustaða. Félag járniðnaðarmanna á og rekur 3 orlofshús i ölfusborgum i Olfusi, 1 á orlofshúsasvæði A.S.A. á austurlandi og á einnig hluta i orlofshúsi á orlofshúsasvæði A.S.N. i Fnjóskadal. Um 75 félagsmenn fengu lán hjá Lifeyrissjóði málm- og skipa- smiða. Aðbúnaður, hollusta og öryggi á vinnustöðum var mikið á dagskrá félagsstarfsins á starfsárinu og verður væntanlega einnig næstu ár. Formaður félagsins hefur starfað í Fiskiskipasmiðanefnd og Málmiðnaðarnefnd. Innheifnt félagsgjöld á árinu 1971 námu um 2.960.000,00 krónum. Innheimt sjúkrasjóðsgjald nam um 1.918.000,00 kr.og orlofssjóðs- gjald um 421.000,00 kr. Styrktarsjóðir félagsins greiddu til 65 óvinnufærra félags- manna og ekkna látinna félags- mann tæplega 1.500.000,00 kr. Bókfærð eignaaukning á árinu 1971 nam kr. 4.398.262,97. Niður- stöðutölur á efnahagsreikningi við reikningsuppgjör er kr. 12.835.721,04. Atvinnuástand i járniðnaði er nú gott og horfur að svo verði að öllu óbreyttu. 1. janúar 1972 voru 722 félags- menn i Félagi járniðnaðar- manna, og hafði þeim fjölgað um 30 á árinu 1971. Stjórn félags járniðnaðar- manna fyrir næsta starfsár er þannig skipuð: Formaður: Guðjón Jónsson, varaformaður: Tryggvi Benediktsson, ritari: Gunnar Guðmundsson, vararitari: Sævar Guðmundsson, fjármálaritari: Gylfi Theodórsson, gjaldkeri: Arni Kristbjörnsson, meðstjórn- andi: Guðmundur Rósenkarsson Auk stjórnar skipa 14 félagsmenn trúnaðarmannaráð félagsins og 7 varamenn þeirra. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Tómas Árnason, hrl. og Vilhjálmur Árnason, hrl. Lækjargötu 12. (Iðnaðarbankahúsinu, 3. h.). Símar 24635 — 16307. PÍPULAGNIR STILLI HITAKERFI Lagfæri gömul hitakerfi. Set upp hreinlætistæki. Hitaveitutengingar. Skipti hita. Set á kerfið Danfoss ofnventla. Sími 17041. l Tímínn er peningar \ Anglýsid í Tímanum •*•••••••«•••••••••••••••••••• =D EGYPTALAND E 3 býður yður i ógleymanlega El ferð til Nilar. Þar dveljist p Zl þér meðal ævafornra forn- !3 minja og hinna 3 'HgMn heimsfrægu p pýramida. Þar i=7 b Jr er hin stóra bji =g] baðströnd t g Alexandria. " ^ Flogið hvern laugardag. ■g Alþjóða tcnniskeppni i“ =fj Cairo 3. - 12. marz. 1 EevptRir i Unit«d ARAB Airlinet ^ Jernbanegade 5 rp ■51 DK 1608 Köbenbavn V. pr- S Tlf. (01) 128746. Lb HafiB samband viö ferða- £ cJ skrifstofn yBw. [2. | B0GBALLE | I áburðardreifarinn i H ER N0TAÐUR AF BÆNDUM UM ALLAN HEIM | |Hér á landi hefur þessi ágæti dreifariH þjónað bændum á annan áratug Dreifarinn er búinn tveimur stillistöngum sem gera það mögulegt að dreifa aðeins til ann arar hliöarinnar t.d. við dreifingu meðfram skurðum og girðingum. Dreifarinn er búinn brærara sem sér um mulning á kögglum og tryggir þannig góða og jafna dreifingu áburð- L0I 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 iBIalalalálsIáíálalalslaláSlalalálHlslsIálalalalaíaísIsIslafs Gerð 325 rúmar 350-400 kg. - Verð með söluskatti kr. 15.000 KaupSélögtn & **AD*>V Sambattd iil.iamvinnufélaga Véladeild Ármúla 3, Riiik. simi J6900 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 L0 L0 10 10 10 L0 10 10 10 10 10 HI10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.