Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 5. marz 1972. Sveinn Gunnarsson: KVON- BÆNA SAGA 5* „Féll við rómu glímugný gildur hringabörinn. Það var tómahljóðiö ekki í, undir syngur mönnn. Ferðaskellin 'gengu enn freinair vigra mæru. Allir féllu Austanmenn, ögn þó digrir vaaru.“ Það voru skapsmunir 1 snáðan- um Jóni, því hann var staðinn upp og stökur þessar settu í hann óframhald. Hann var því kominn undir mig aftur og bú:nn að ná hryggspennu. hlú treysti hann afli sínu. Ég var irétt fallinn. Æptu þá sunnanmenn, að það væri ekki sopið kálið, ég gat náð stælingu í búkinn og tók að skrúfa mig betur og betur, neðar og neð- ar, undir brjóst hans. Hann var heldur hærri maður, svo ég gat lagazt og fór nú að góma hrygg hans og dró þrjótinn að mér, náði innanfótarhælkrók og um leið flat ur og ég ofan á hann. Var ég þá magnþrota eins og Grettir forð um ofan á Glúmi. Ég stóð upp og sá hvar Jórunn stóð álengdar og þakkarfórn brann úr augum hennar. Ég tók í hönd Árna og leidda hann til hennar og sagðist ég bjóða þessum ungu persónum, Árna Jónssyni frá Mýri í Skaga- firði og Jórunni Þórðardóttir frá Auðnum í Garði á Suðumesjum, að takast höndum saman, trúlof- un sinni til fullgildis. Bravó þeim og heill ykkur glímumönnum. Veturinn leið og geislafagur sumarsólarinnar sonur fæddist, eftir mótstæðilegar og þvingandi jóðsóttarpíslir harðveðragyðj- unnar. Sumardagurinn fyrsti var að upplýsa gluggann upp yfir mér, ný heimiriðinn og sendur oss frá stjórnarvöldum austurríkja- náttúrunnar, sem strax fór að starfa og endurskapa meðal unga fölksins nýjar framtíðarvonir og blessuð sumarsólin var að byrja á að verma koddann minn með sín- um ylgeisla mundum. Þá var klappað á hurðina á kompunni minni. Ég sagði; Kom inn, það er ólæst. Það var nett, fríð og góð- leg ungfrú, sem kom og bauð mér góðan dag og gleðilegt sum- ar. Hún var feimin, samt vogaði hún að taka til smáu, hreinu hönd unum sínum og losa um hnúta á klút, er hún hélt á. Ó, ég fæ ný næmi! Hún ætlar að gefa mér sumargjöf. Jæja, það munar ekki um minna. Hún rétti að mér tíu spesíur og segist vilja þakka mér með þessu fylgi mitt með Árna glímufundardaginn. Betra var að fara það. Þetta var Jórunn. En hvað hún var þá hýr. Stúlkumar eru lands vors prýði. Svona voru þær við mig framan af, á meðan ég var ekki farinn að tapa milli- sporinu. Vorið hljóp, stökk og hentist áfram. Það var komið í fimmtu viku sumars, þegar marg- litur kaðlaklár kom með útþönd- um seglum inn á leguna Garðs- sjávarins. Þetta var spekúlant. Hann lá þarna í fullar þrjár vikur. Skipstjórinn var kraftalegur og harðlegur maður. Hann seldi útl. vörur mót ísl. vörum og rnikið var verzlað við hann, en almæli var það, að hann vigtaði íslenzku vör- una illa og hafði, að menn héldu, brellur í frammi. Það voru marg- ir sem kvörtuðu um þetta bara við hann sjálfan og sagðist hann hafa sáttagerara, sem réttlátur væri og kynni úr málum að skera og það væri Langatöng á hægri hendi sinni og skal hún skera úr í milli okkar, væni minn. Bara komdu í krók og sá sem vinnur krókinn, hann hefir á réttu máli að standa. 'Þú mátt ráða því, væni minn, hvort heldur sem þú vilt framfylgja króknum á spotta, eða hinsvegar. Langatöngin min er rétt lát og lítillát, sértu óánægður með vigtina, þá reyndu, væni, hvað fingur okkar segja um það. Svona lagað teningskast brúka ég alla tíð og þér hafið yðar fram, ef þér dragið mig upp í krók. Svo þegar menn fóru að verða hýrir af brennivíni, þá bauð hann þeim í krók og lagði hálfan ríkisdal undir, og sagði sá sem krókinn ynni skyldi eiga þann hálfa ríkis- dal í kaupbæti. Þetta reyndu marg ir, en enginn vann sigur á kaup- manni og enginn náði rétti sín- um á honum, því úr öllu lét hann löngutöngina skcjra, en hennar frægð var ósigrandi. Þeir, sem vildu reyna fingraeinvígið við kaupmann skyldu vera framan við búðarborðið, en kaupmaður að innan og lagði þá kaupmaður hálfan ríkisdal á borðið og hinn átti að gera eins og þar skyldu preningamir liggja á meðan á króknum stæði. En um leið og kaupmaður dró þá upp, sópaði hann þessum báðum hálfu dölum ofan í budduna sína. Þannig komst hann hjá innheimtu á veð- fé þessu og hafði í því oft og eim- att há daglaun, svo þetta varð at- vinnuvegur fyrir hann. Mönnum varð því hálfilla við hann. Nú voru þar Norðlingar, sem höfðu sára fingur og höfðu misst hólf- an ríkisdal í krókveðmálinu, og þar á ofan orðið fyrir afvigt á innleggi sínu. Þeir þóttust því hafa um sárt að binda, bæði ytra og innra. Komu því til mín og þrábáðu mig að fara í krók við meinvættið. Húsbóndi minn hét Bjarni og hafði dálæti á mér. Hann var að smáala á mér, að reyna krókinn við kaupmann. Ég sagði honum að ég væri ekki vel góður í krók og þótti mér ekki viðfelldið að hugsa til þess, að bíða ósigur, en var fulltrúa um, að ekki væri hægt að draga kaupmann upp, annaðhvort fyrir sterkan vana sem kominn væri á sinataug- ar fingursins, ella þá hitt, að fing- urinn væri krepptur. Þetta talaði ég um við húsbónda minn, og sagðist ég vera viss um, að kaup- maður bæri sigur af mér, nema ef ég hugsaði mér að toga ekki til fulls- krókinn út, heldur beint að hugsa mér að snúa fingur kaupmanns úr liði, og ef ég færi að gera honum þær sakir, yrðu þeir, sem með mér færu fram, að duga mér vel, því hann mundi skipa mönnum sínum að taka mig fastan. Þeir létu nú vel yfir, að mér skyldi verða hjálpað drengi- 1055. Lárétt 1) Nauöug. 6) Lagni. 7) Þröng. 9) Röö. 10) Óheilnæm. 11) Guö. 12) Tónn. 13) Æöa. 15) Óréttvis. Lóörétt 1) Fugl. 2) Þófi. 3) Þvingun. 4) Eins. 5) Núast. 8) Mariutása. 9) Hyl. 13) Ott. 14) Bor. Ráðning á gátu No. 1054 Lárétt 1) Svangur. 6) Raf. 7) Au. 9) GF. 10) Klettur. 11) Kl. 12) Mö. 13) Eim. 15) Rennvot. Lóörétt 1) Skakkur. 2) Ar. 3) Nauti. 4) GF. 5) Rafröst. 8) Ull. 9) Gum. 13) En. 14) MV. t a |s p S % HVELL Ég verö að komast frá þessum miklu byssum. Ein hver hlýtur aö hafa vitaö, aö ég var að elta ræningjaskipiö. Og sá hinn sami hefur sfðan fundiö mig hér. En hvernig'.' — Byssuhreiöur í fjöllunum. Kannski viö höfum rekizt beint til ræningjanna. Ég kemst aldrei undan niöri á jöröinni. D R E K I NO DOCUMENTS OR IDENTIpyiNG /VIARKS WERE FOUND ON THE MAN EXCEPT THE SMALL LETTER V TATTOOEP ON HIS HEAP - Á meöan á borgarastríöi stóö I borg okkar, rændu ó kunnir menn bankann og höföu á brott meö sér skartgripi úr skartgripaverzlunum. —Dularfulla röddin. — Otvarp. Lögreglan skaut einn ræningjann. Þaö þekkti hann enginn. Hann var svartklæddur og krúnrakaöur. — Hann var ekki meö nein skilriki á sér, en á enni hans var tátúver aöur stafurinn V. — Ef einhver getur gefið upp- lýsingar, er hann beðinn aö hringja. —V— þarna kom þaö. —Hvaö er þaö? iÍ § (11 'fi SUNNUDAGUR S.marz 8.30. Létt morgunlög. 11.00 Messa f safnaðarheimili Grensássóknar 13.10. Sjór og sjávarnytjar. Upphaf erindaflokks sem Hafrannsóknarstofnunin stendur að. Ingvar Hall- grimsson settur forstjóri flytur inngangserindi, siðan talar Svend-Aage Malmberg haffræðingur um isl. sjó- rannsóknir. 16.00 Fréttir. Skáldsagan „Virkisvetur” eftir Björn Th. Björnsson. Steindór Hjörleifsson les og stjórnar leikflutningi á samtalsköfl- um sögunnar._ 17.00 A hvftum reitum og svörtum. 18.00 Stundarkorn með þýzku söngkonunni Irmgard See- fried. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Bækur og bókmenntir. Hjörtur Pálsson cand. mag. 20.00 Mozart-tónleikar út- varpsins. 20.10. Hratt flýgur stund. Jónas Jónasson stjórnar 21.20 Poppþáttur 23.25. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Mánudagur 6. marz. 7.00 Morgunútvarp. 13.15 Búnaðarþáttur: Ór heimahögum. 14.30 Siðdegissagan: „Draumurinn um ástina” eftir Hugrúnu. Höfundur byrjar lestur áður óbirtrar sögu sinnar. 17.40 Börnin skrifa. Skeggi Ásbjarnarson les bréf frá börnum. 19.00 Fréttir. Tilkvnningar. 19.35 Um daginn og veginn. Einar Bragi skáld talar. 20.30 tþróttalif. Orn Eiðsson flytur erindi. 20.55 Verðlaunaverk i sam- keppni norrænna tónskálda i s.l. mánuði: „Eco” eftir Arne Nordheim. 21.20 tslenzkt mál. Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma 22.25 Kvöldsagan: „Ást- mögur Iðunnar”1 22.45 Hljómplötusafnið 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Sunnudagur 5. marz. 17.00 Endurtekið efni. Réttur er settur. Laganemar við H.I. setja á sviö réttarhöld 18.00 Helgistund. Sr. Ber- nharður Guðmundsson. 18.15 Stundin okkar. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar., 20.25 Miiljón punda seöillinn,.. Nýtt framhaldsleikrit frá BBC, byggt á samnefndri sögu eftir Mark Twain. 21.15 Maður er nefndur. Helgi Tryggvason bókbindari. Jón Helgason, ræðir við hann. 21.50 Tom Jones. Brezkur söngva- og skemmtiþáttur 22.40 Dagskrárlok. Mánudagur 6. marz, 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Með augum barnsins. Fræðslumynd umviöbrögð barna i umferðinni og um- ferðina, eins og hún kemur þeim fyrir sjónir.Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 20.50 Marta Larson 65 ára. Finnskt leikrit eftir Bengt Ahlfors. Aðalhlutverk May Philgren og Rurik Ekroos. 22.00 Postuli Grænlands. Mynd frá danska sjónvarpinu um prestinn og trúboðann Hans Egede. 22.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.