Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 20
Rætt við fulltrúa á Fiskiþingi „ÚTGERÐARMAÐUR VERÐUR AD VERA BJARTSÝNISMAÐUR” ÞÓ—Reykjavik. 31. Fiskiþing íslands hefur nú staðið yfir i tæpar tvær vikur. Fiskiþing sækja 22 fulltrúar, 4 fyrir hverja deild félagsins, sem eru um allt land. Mörg viðamikil mál hafa verið rædd á Fiskiþingi, og ber þar hæst landhelgismálið, breytingar á lögum félagsins, friðunaraðgerðir á ungfiski og fl. Við brugðum okkur einn daginn á Fiskiþing og hittum þar nokkra fulltrúa aö máli. Hér á eftir fer viðtal við tvo þeirra en eftir helg- ina birtast svo fleiri. Hafa trú á skuttogurunum. Fyrstur varð á vegi okkar Frið- geir Þorsteinsson, frá Stöðvar- firði, en hann er einn af fjórum fulltrúum Austurlands á þinginu. Hvaö geturöu sagt okkur um aflabrögð Austfjarðabáta á siðastliðnu ári, Friðgeir? - Heildaraflinn var mjög svip- aður og árið 1970, en þó ber þess að gæta, að meira var siglt með aflann. Minni bátarnir fiskuðu heldur minna, en skuttogararnir Harði á Norðfirði og Hólmatindur á Eskifiröi jöfnuðu það vel upp. Þá má segja það, að afli netabáta var miklum mun minni, og þar af leiðandi gæði fisksins betri. — Hvað er helzt að frétta frá Stöðvarfirði? — Útgerðarhættir hafa verið að breytast þar, og i þá átt, að menn hafa farið meira út i útgerð smærri báta. A siöasta ári bættist við einn 15 lesta bátur og von er á öðrum i sumar. Einn 140 lesta bátur var seldur á siðasta ári. Þá er svo til ákveðið að selja stærsta bátinn okkar, Heimi. 1 hans stað er hugmyndin að kaupa japansk- an skuttogara f samvinnú við að- ila á Breiðdalsvik. Þeir aðilar, sem að þessum kaupum standa, eru Varðaútgerðin h f. á Stöðvar- firöi, Hraðfrystihúsið á Stöðvar- firði, Bragi hf. á Breiðdalsvik og Hraðfrystihús Breiðdalshrepps. Eins og er, þá er loðnan aðallyfti- stöng atvinnulifsins hjá okkur. Búið er aö taka á móti rúmum 0000 tonnum, og bræðsla gengur mjög vel. — Nú hófuð þið vinnslu á humri s.l. sumar, hefur sú vinnsla geng- ið vel? — Tveir bátar lönduðu humri hjá okkur s.l. sumar og siðan hef- ur verið nóg að gera við vinnslu aflans, meira að segja höfum við fengið viðbót frá Hornafirði. Friðgeir Þorsteinsson. Þetta hefur aukið vinnu kven- fólksins mjög mikið, og á sumri komanda er gert ráð fyrir þvi, að fjórir bátar landi hjá okkur, og munu þeir landa til skiptis á Hornafirði og á Stöðvarfiröi, en i þau skipti, sem aflanum verður landað á Höfn, verður honum ekið til Stöðvarfjarðar i bilum. — Hvað telur þú vera stærsta málið, sem rætt hefur verið á yfirstandandi Fiskiþingi? — Höfuðmálið er aö sjálfsögðu landhelgismálið og treysti ég þvi, að útfærslan takist vel. 1 trausti þess ætlum við Austfirðingar að endurnýja okkar skip, og er hér um sérlega mikinn áhuga að ræða m.a, vegna þess hve vel hefur gengið á skuttogaranum Barða og Hólmatindi. Með tilkomu togara teljum við að hráefni berist til frystihússins einu sinni i viku, og mun það ef- laust hjálpa mikið að brúa dauða timann, sem er oft hjá okkur nokkra mánuði á ári hverju. Endurnýjunin byggist á bjartsýni Næstur varð á vegi okkar hinn landskunni útgerðarmaður Einar Sigurðsson, en Einar er fulltrúi Reykjavikurdeildar Fiskifélags- ins. Hvað er stærsta og mesta mál- ið, sem hefur verið rætt um á þessu þingi? Það er vafalaust landhelgis- málið og um það hefur náðst full- komin eining, og gera menn sér miklar vonir i sambandi við út- færsluna 1. september. fcg tel, að hin mikla aukning fiskiskipaflotans, bæði smiði á bátum og togurum byggist á bjartsýni manna með aukna liskigengd, þegar tslendingar verða einir um veiðar á svo til öllu landgrunninu. Þú minntist á togara. Hvaö er álit þitt á þessari nýsköpun flotans? Ég álit að núverandi rikis- stjórn, og að nokkru leyti fyrrver- andi stjórn, hafi ekki getað á ann- an hátt stigið öllu heillavænlegra spor til aukningar þjóðartekn- anna, en með þvi, að ýta undir aukna togaraútgerð, já og alveg eins bátaútgerð. Þetta er fljót- virkasta leiðin til að auka stór- kostlega útflutninginn, en það er einmitt nauösynlegt á verðbólgu- timum, aö hann haldist i hendur viö aukinn tilkostnað, hvort held- ur hjá rikinu, sem hefur hækkað fjárlög sin um 50% á einu ári, bæjum eða einstaklingum. Skipshafnahlutur 60 milljónir — Hvað færir einn togari á ári i þjóðarbúið? — Ég myndi áætla, að togari af stærri gerðinni, aflaði yfir árið fyrir 75 milljónir króna. Ef allur aflinn væri unninn innanlands, væri hann ekki minni að verð- mæti en 125 milljónir. Skipshafnahlutur og vinnulaun á landi við verkun aflans yrðu alltaf einar 60 milljónir kr. — Ertu hræddur við að þaö tak- ist ekki að manna þessi skip? — Nei, ég óttast ekki neina Kinar Sigurðsson erfiðleika við að manna nýju skipin, hvort heldur sem það eru togarar eða bátar. Það getur orð- ið erfitt að manna suma togarana, sem flestir eru orðnir aldarfjórðungs gamlir, en það er kannski ljótt að segja það, en er eitthvað athugavert við, þó að einhverju af slikum skipum verði lagt, einhverntíma kemur að þvi. — Þú ert bjartsýnismaður. Hvernig lýst þér á framtiðina? — Já, ég er bjartsýnismaður, guði sé lof, það er ekki fyrir aðra að vera útgerðarmenn. Ég hef að sjálfsögðu mikla trú ábjartri. framtið islenzks sjávarútvegs, og vona að það verði ekki farið alltof geyst i stóriðjuna, til að soga til sin vinnuafl frá sjávarútveginum. Sunnudagur 5. marz 1972. Ferðamannastraumurinn Jókst um 14,8% ÞÓ—Reykjavik. ,,Erlendir ferðamenn sækja til tslands i sifellt rikara mæli, og i sumar er útlit fyrir að aukningin veröi meiri en i fyrra, en þá varð hún 14,8%, og þá eru þeir ferða- menn, sem komu með skemmti- ferðaskipum og höfðu skamma viðdvöl, undanskildir”, sagði Lúðvig Hjálmtýsson, forstöðu- maður Ferðamálaráðs er blaða- menn ræddu við hann. A árinu 1971 komu 60.719 er- lendir ferðamenn til landsins á móti 52.908 á árinu 1970. Er hér um aukningu að ræða, sem nemur 7.811 einstaklingum eða 14,8%, eins og fyrr segir. Auk þess komu hingað 10.655 erlendir ferðamenn með skemmtiferða- skipum. Heildarfjöldi erlendra ferðamanna á árinu 1970 varð þannig 71.384, en sambærilegur l'jöldi 1970 var 63.408. Af þeim fjölda ferðamanna, sem hingað komu, að frátöldum þeim, sem komu með skemmti- ferðaskipum, voru Bandarikja- menn flestir eða 27,58%. Evrópu- búar voru ca. 28.000, en þar af voru Norðurlandabúar 10.600. Lúðvig sagði, að beinar og óbeinar gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum hefðu numið árið 1971 1.223,129,484.00 kr. en á árinu 1970 reiknað með sama hætti tæpum milljarð, er hér um að rða heildaraukningu, sem nemur kr. rúmum 232 milljónum. Eyðsla á hvern erlendan ferða- mann nam á árinu 1971 kr. 7.678.00 kr. og eru þá ekki með- talin fargjöld til og frá landinu og sala i frihöfn Keflavikurflug- vallar og farþegar skemmti- feröaskipanna ekki teknir með i dæminu. Á árinu 1970 nam eyðsla á hvern erlendan ferðamann Frh á bls. 17 AUGLYSINGASTOFA KRIST1NAR V-cV- 10.4 Veggfódur ereinnig medal alls þess, sem viö bjódum! .. — ^(og að sjálfsögöu í fjölbreyttu úrvali) BYKO BYGGINGAVÚRUVERZLUN KÚPAV0GS XX7 SÍMI 410 00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.