Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA i i SEMDIBILASTODIN HF EINGÖNGU GÓÐIR BlLAR — c 55. tölublað - Þriðjudagur 7. marz 1972—56. árgangur. Breytingartillögur við skattafrum- varpið lagðar fram f gær: 145 þúsund í frádrátt fyrir einstaklinga - og hjón, sem telja fram sitt í hvoru lagi EB - Reykjavik. Breytingartillögur og nefndarálit við stjórnar- frumvarpið um tekjuskatt og eignarskatt voru i gær lögð fram á Alþingi af fjárhagsnefndarmönnum neðri deildar. Nefndin varð ekki sammála um afgreiðslu frumvarpsins. í dag verður 2. umræða um frumvarpið á fundi i neðri deild,og á sama tima verður frumvarpið um tekjustofna sveitarfélaga tekið fyrir á fundi i efrideild. Meiri hluti fjárhagsnefndar, fulltrúar stjórnarflokkanna, leggja m.a. til í breytingartil- lögum sinum aö frádráttur fyrir einstaklinga skuli vera 145 þúsund krónur eöa 5 þús. kr. meiri en lagt er til i frumvarpinu. Frádráttur fyrir hjón veröi 145 þús. kr.,telji þau fram sitt i hvoru lagi, en 220 þúsund, telji þau fram sameiginlega. Þá leggur meiri hluti nefndar- innar til, aö tekjuskattur tekju- skattskyldra skuli reiknast svo:- Af fyrstu 50 þús. kr. skatt- gjaldstekjum greiöist 25%, af tek- jum 50 - 70 þús. kr. greiöist 35%, af tekjum yfir 75 þús. kr. greiöist 44%. Ennfremur er lagt til aö tek- juskatt gjaidenda,sem náö hafa 67 ára aldri á skattárinu, aö fjárhæö 5 þús. kr. eöa lægri, skuli fella niöur. Tekjuskattsömu gjaldenda aö fjárhæö 5 - 10 þús. kr. skuli lækka þannig, aö lækkunin réni I beinu hlutfalli viö hækkun tekju- skatts. 1 frumvarpinu er lagt til aö eignarskattur skuli reiknast þannig,aö af fyrstu 100 þús. kr. greiðist enginn skattur,og svo ák- veöin prósenta eftir það. Meiri hluti fjárhagsnefndar leggur til að af næstu 100 þús. kr. greiðist 0,6% i stað 0,4% samkvæmt frumvarpinu. Af þeirri skatt- gjaldseign, sem þar er umfram, greiöist 1% i staö 0,8% samkvæmt frumvarpinu. Þá leggur meiri- hlutinn til aö skattur af eignum þeirra innlendu og erlendu félaga og annarra skattskyldra aðila, sem um ræöir i 5. grein skatta- laganna, skuli vera 1,4% i stað 1,2% samkvæmt frumvarpinu, af skattgjaldseign. Þá leggur meirihlutinn fram fleiri breytingartillögur, m.a. aö auk frádráttar samkvæmt 1.-4. málsgrein 14. greinar skatta- laganna, skuli frá beinum tekjum sjómanna af fiskveiðum á islenzkum fiskiskipum draga 8% teknanna, áður er skattur sé lagður á þær. Eins og fyrr sagöi verður 2. umræöa um skattafrumvörpin i deildum þingsins i dag. Þing- fundirnir hefjast klukkan 2 eftir hádegi. - . Forseti tslands dr. Kristján Eldjárn viö grafreiti hermannanna i Sundod í Helsinki, eftir aö hann haföi lagt blómsveig á minnismerkið þar. Yfirforingi úr finnska iandhernum er til hægri, en á milli þeirra Haraldur Kröyer sendiherra tsiands i Sviöþjóö og Finnlandi. (Timamynd Kári). Forsetinn kominn heim: Kvöddust lengi með innilegu handabandi KJ í Loftleiðaflugvélinni Leifi Eiríkssyni yfir At- lantshafi. Það var langt og innilegt handtak á flugvellinum í Helsinki,þegar forsetar is- lands og Finnlands kvödd- ust þar í gær, skömmu eftir hádegið að þarlendum tíma, eftir hina mjög vel heppnuðu Finnlandsheim- sókn forseta Islands dr. Kristjáns Eldjárns, frú Halldóru Ingólfsdóttur og fylgdarliðs þeirra. Finn- land heilsaði í sól og kvaddi i sól og blíðu, og við brott- förina var virðuleg kveðju- athöfn, þegar Kekkonen Finnlandsforseti og finnska ríkisstjórnin kvaddi hina ís- lenzku gesti. Sagöi forsetinn i viötali víÖ islenzku blaöamennina sjö i for- setahöllinni á sunnudagskvöldiö, aö viðtökur allar i Finnlandi heföu veriö alveg stórkostlegar, og þessi heimsókn heföi fyllilega náö tilgangi sinum, og vonandi ykjust samskipti Finna og Is- lendinga viö þessa heimsókn. Fréttamaöur frá finnska sjón- varpinu sagöi fréttamanni Tim- ans, aö hann myndi ekki eftir þvi, aö eins mikið hefði verið sagt frá þjóöhöföingja upp á siökastið i sjónvarpinu þar, eins og dr. Kristjáni Eldjárn. Og hver var svo ástæöan? Jú, hún var sú, aö forsetinn væri sérlega viðkunnan- legur maöur, og heimsóknin heföi verið mjög vel heppnuð og Finnar og Islendingar ættu mjög margt sameiginlegt. I Turku, vinabæ Akureyrar Arla á laugardagsmorguninn héldu forsetahjónin og föruneyti þeirra til Turku, sem er um tveggja tima akstur i vestur frá Helsinki, þegar ekiö er á yfir eitt hundraö kilómetra hraöa aö jafn- aði, og lögregla i lofti og á láöi sér um aö bilalestin komist hindrun- arlaust áfram. Þess má geta i þessu sambandi, að fréttamaöur Timans var i lögreglubifreiö frá Turku til Helsingi, og á sextiu kilómetra kafla á leiðinni var meöalhraöinn 120 km á klst., en aldrei fóru þó hraðamælisnálarn- ar yfir 140 km markið, — þótt stundum lægi við. Fyrsti áfangastaðurinn i Turku var Abo höllin. 1 þessari höll bjuggu sænskir konungar á sinum tima, og verður höllin 700 ára gömul eftir átta ár. I henni eru m.a. þrjár kirkjur og ein þeirra gjarnan notuö fyrir brúðkaup og þess háttar. Annars hefur höliin verið endurbyggö, og þar bland- ast saman nýi og forni timinn. Innviöir hallarinnar brunnu, þeg- ar gerö var loftárás á höllina áriö 1941. Endurbygging hallarinnar hófst 1946 og stóð fram til ársins 1961. 1 hallargaröinum var tekið á móti forsetahjónunum og fylgdarliöi þeirra meö rauðum renningum, lúðrablæstri og heiðursverði. Eftir móttökuat- höfnina var gengið um höilina og snæddur þar hádegisverður I boði borgarstjórnar Turku i kóngasal kastalans. Næst lá leiðin i dómkirkjuna i Turku, en hún er ein þekktasta kirkja Finnlands, og þar situr erkibiskupinn. Aö lokinni skoðunárferö um kirkjuna var haldið I Sibeliusarsafniö.sem ný- Frh. á bls. 15 „12 réttir” gefa aðeins 12 þús. kr. Þaö var tregablandin gleöi aö hijóta 12 rétta I getraun- unum um siðustu helgi. Venjulegast gefa 12 réttir nokkur hundruö þúsund krónur i aöra hönd, en nú voru samtals 51 meö 12 rétta og hljóta aðeins 12 þúsund krónur hver. — Sjá nánar á bls. 16. Bretar vísa útfærslunni til alþjóðadómstólsins — Sjá baksíðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.