Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 7. marz 1972. TÍMINN 5 Séö yfir hluta Neskaupstaöar. (Tímamynd Gunnar) íþrótta kabarett i Austur „ÞEIR FLJÚGA Á LENGSTU bæjarbíó Verzlunin GELLIR selur v-þýzkar úrvalsvörur frá ITT SCHAUP-LORENZ. Kynnist tæknilega fullkominni framleiðslu. Ferðaviðtæki, segul- bönd, STEREO-hljómtæki og sjónvörp. Það borgar sig að kaupa það vandaða. Veitum heiðruðum viðskiptavinum okkar full- komna varahluta- og viðgerðaþjónustu. Verzlunin QELLIR r Garöastræti 11 simi 20080 I d) FLUGLEIÐ LANDSINS" Nýtt flugfélag, Landflug, hefur ferðir til Neskaupstaðar Flugmennirnir, þeir Einar Fredriksen til vinstri og Marind Jóhannsson viöstjórnvölinn. Þó-Reykjavik. Sifellt er verið, að reyna bæta samgöngur við þá staði, sem hafa búiö við litlar eða engar flug- samgöngur. Til þessara sam- göngubóta hafa mest verið notað- ar minni flugvélar, sem geta athafnað sig á litlum völlum. Nýlega tók til starfa á Reyk- javikurflugvelli nýtt flugfélag, sem ber nafnið Landflug H/F, og er tilgangurinn með stofnun þess, að auka þjónustu við þá staði úti á landi, sem hafa búið við lélegar eða engar flugsamgöngur. Að auki mun svo félagið reka leiguflug allskonar, svo sem útsýnisflug og flugskóla. Land- flug hefur nú hafið reglubundið flug til Neskaupsstaðar og Bildudals og i ferðum sinum þangað, notar félagið vél af gerðinni Super Twin Beech E - 18S. Þessi vél er tveggja hreyfla, og er hún búin mjög fullkomnum siglingatækjum svipuðum og eru i þotum stóru flugfélaganna og fullkomnari en verið hafa i tveggja hreyfla flugvélum hér á landi áður. Vélin, sem er 11 sæta, er búin tvennskonar innréttingu- og eru þær notaðar eftir þvi sem við á. önnur innréttingin er venjuleg 11 sæta, en að auki fylgir vélinni lúxusinnrétting með fimm djúpum stólum, spilaborðum og bar fyrir heita og kalda drykki. Þessi vél, sem Landflug notar i lengri ferðum sinum, er einnig mjög heppileg til leiguflugs til nágrannalandanna vegna góðs tækjakostar. Vélin er öll mjög rúmgóð að innan og er hún t.d. mjög heppileg fyrir hljómsveitir, sem þurfa að hafa með sér nokkuð magn af hljóðfærum. Þá á Landflug tvær minni vélar, sex sæta vél af gerðinni Cessna 205 og þarf hún mjög stuttar brautir, þó svo að hún sé mikið hlaðin. Þriðja vélin er af gerðinni Piper Cherokee, og er húneinkum ætluð til flugkennslu. Lengsta flugleið landsins. Flugleiöin Reykjavik- Neskaupstaður er sú lengsta á öllu landinu, en Landflug ætlar sér að fljúga til Neskaupstaðar að minnsta kosti tvisvar i viku og verður það mikil samgöngubót við Neskauðstað, sem hefur ekki notið alltof góðra flugsamgangna undanfarið, þó svo að ágætur flugvöllur sé á staðnum. Blaðamaður og ljósmyndari Timans skruppu i eina ferð með Landflugi til Neskaupstaðar um helgina. Farið var frá afgreiðslu Landflugs á Reykjavikurvelli um ellefu leytið á sunnudags- morguninn. Flugmenn i þessari ferð voru þeir Einar Frederiksen og Marinó Jóhannsson , og sögðu þeir okkur farþegunum, að mjög gott leiði mundi verða mestan hluta leiðarinnar, en er við nálguðumst Austfirðina, myndi eitthvað skýfar verða, en þó veður batnandi þar. Veður- fræðingarnir virtust hafa reiknað allt rétt út i þetta skiptið, þvi veðrið var einstaklega gott, mikinn hluta leiðarinnar. Sást yfir stóran hluta landsins og var mjög fallegt að horfa yfir snæ- viþakið landið i jafn góðu útsýni og var. Eftir klukkustundar flug vorum við komnir að „drottningu islenzkra fjalla” Herðubreið, sem alltaf er jafn tiguleg, þar sem hún skagar upp úr Ódáðahrauni. En ekki fengum við að sjá Herðubreið lengi, þvi við vorum rétt komnir fram hjá henni er fór að þykkna i lofti og flugum við i skýjum mestan hluta leiðarinnar, sem eftir var, þangað til vorum komnir yfir Egilsstaðir, en þar var komið niður úr skýjunum. Fyrst var hugmyndin að fljúga út á Héraðsflóann og suður með fjörðunum, þangað til komið væri að Norðfirði. Þetta var ekki hægt þar sem él voru úti fyrir. Var þá flogið yfir fjallgarðinn og komið niöur úr skýjunum úti fyrir Norð- firði og stefnan siðan tekin inn fjörðinn. Nokkrum minútum seinna lenti Beechchraftinn mjúklega á Norðfjarðarvelli.og vorum við ferðalangarnir fegnir að þurfa ekki flækjast alla leið frá Egilsstöðum niður á Noröfjörð i bil, en undanfarin ár hafa Norð- firðingar þurft að sækja allar flugferðir til Egilsstaða, þar sem litið sem ekkert hefur verið flogið á Neskaupstað , nema þá aðeins yfir vetrartimann. Höfð var tveggja tima viðdvöl i Neskaupstað og vorum við ekki nema 1 1/2 kl til Reyk javikur SB-Reykjavik. Það verður sitt af hverju að sjá og heyra i Austurbæjarbiói á fimmtudagskvöldið. Þar verður haldinn mikill iþróttakabarett og skemmtikraftarnir eru allt saman frjálsiþróttamenn, sem i rauninni eru þó frægir fyrir eitt- hvað annað en iþróttamennsku sina, að örfáum undanteknum. Af atriðum má nefna, að Svavar Gests drengjameistari i grindahlaupi stjórnar og kynnir, Sigvaldi Þorgilsson langstökkv- ari og hlaupari sýnir dans. Ómar Ragnarsson spretthlaupari grin- ast, Mag.iús Jónsson lands- liðsmaður syngur óperuariur Arni Johnsen, sem eitt sinn hljóp 100 metra á ll,6,syngur þjóðlög, Jón B. Gunnlaugsson keppandi i langstökki og kappáti grinast, Magnús Sigmundsson spjótkastari flytur frumsamin lög ásamt Jóhanni Helgasyni. Björn R. Einarsson.sem eitt sinn keppti i 100 m hlaupi drengja, flytur dixielandtónlist ásamt hljómsveit sinni, og Gestur Þorgrimsson viðavangshlaupari grinast. Ekki er að efa, að allar þessar iþróttahetjur munu lifga upp á sjónvarpslausa kvöldið,og er vert að geta þess, að miðar verða seldir i bióinu og Vesturveri. a-llt fyrir tseecncraltinn á flugvcllinum i Neskaupstað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.