Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. marz 1972. TÍMINN 7 300 elskhugar Margt hefur á daga Lönu Turner drifið, og nú er komið að þvi, að frá ævintýrum hennar verði sagt. Leikkonan hefur verið gift sjö sinnum, og það er talið sæmilegt, meira að segja meðal Hollywoodfólks. Það eru ófáir karlmennirnir, sem hafa haft viðkomi i örmum Lönu, ef rétt er frá skýrt, og eru þar nefndir Frank Sinatra, Robert Wagner, James Stewart, Tyrone Power, Robert Stark, og þá eru ekki nefnd nöfn þeirra, sem hún hefur lengst átt vingott við, né eiginmanna hennar. — Það var á engan hátt hægt að fullnægja Lönu né uppfylla allar hennar óskir, segir fyrrverandi maður hennar nr. 3, Bob Topp- ing. Ronald Dante, siðasti maður hennar, sem hefur verið þvi vanastur, að geta haft stjórn á hlutunum, þvi hann er dáleið- ari, hefur sagt: — Það var aðeins um tvær leiðir að ræða fyrir mann, sem var kvæntur Lönu, að fremja sjálfsmorð, eða skilja við hana. Lana er ekki að reyna að fela það fyrir umheim- inum, að hún hefur átt marga elskendur. Hún segir sjálf i ævi- sögu sinni, að þeir hafi ekki verið færri en 300 talsins til þessa. Vildi deyja fyrir söngvarann Margt er nú hægt að leggja á sig fyrir uppáhaldssöngvarann sinn. Það kom i ljós nýlega á Italiu þegar hernaðaryfirvöld fengu bréf frá manni nokkrum, Umberto de Sevo, 35 ára göml um múrara, sem sagöist vilja taka á sig 15 mánaða herþjón- ustu fyrir söngvarann Massimo Ranieri. Sevo, sem er tveggja barna faðir, sagði i bréfinu, að augljóst væri, að Ranieri væri mikilsverður maður, og ómiss- andi fyrir þjóðfélagið. Hann væri óbætanlegur, ef hann félli i hernaði, en hann sjálfur væri hins vegar einskis nýtur. Eftir að yfirvöldin höfðu velt tilboði De Sevo fyrir sér um stund höfnuðu þau þvi, svo Massimo Ranieri verður að gegna sinni herþjónustu. Nefíð á önnu vinsælt. Hápunkturinn i andliti hvers manns er nefið. Nefið er m jög á- berandi, að minnsta kosti, ef það er stórt eða illa lagað. Konur um allan heim, og jafnvel karlar lika, hafa gert töluvert að þvi, að fá fræga skurðlækna til þess að breyta nefum sinum. Einn þeirra lækna, sem lagt hefur stund á slikar breytingar er dr. Hans G. Bruck i Vinar- borg. Hann segir, aö lengi vel hafi nef Jackie Onassis verið vinsælasta nefið, og konur hafi komið inn á stofu hans með mynd af Jackie og beðið hann, eins og guð sér til hjálpar, að breyta nefni þeirra og gera það sem likast nefni Jackiear. Nú er Jackie ekki lengur á vinsældar listanum, og nefnið, sem allir vilja hafa, er nef Onnu Breta- prinsessu. Dr. Bruck hélt ný- lega fyrirlestur i Miami um nef og nefbreytingar. Hann sagði, að verið gæti, að nef Onnu prinsessu yrði ekki vinsælt i Bandarikjunum, en það væri það að minnsta kosti i Evrópu. Dr. Bruck hefur framkvæmt 5000 nefbreytingar. Hann segir, að ameriska nefið sé mun minna heldur en nef i Evrópu, en bandariskum stúlkum virðist falla það vel. Hins vegar vilji Evrópustúlkurnar alls ekki svona litið nef. Þær séu hrifnar af stórum nefum. Skiptivinna i verksmiöj- um Verksmiðjuvinna hjá stór- fyrirtækjum hefur löngum þótt einhiiða. Menn hafa staðið ævi- langt við færiband og ekki gert annað en festa eina skrúfu. Nú er verið að kanna möguleika á breytingum á þessu sviði i Frakklandi. Unnið er að þvi að byggja upp nýtt kerfi, hópvinnu aílt að tuttugu manna, sem allir vinna saman, en geta skipzt á verkum innbirðis. Hópurinn semur þá við verksmiðjuna um ákveðin afköst, en getur svo sjálfur ráðið, hvað hver og einn innan hans gerir hverju sinni. Mönnunum er ætlað að skipta um verk annað slagið, svo vinnan verði ekki jafn einhliða og hún hefur verið. Þetta skipu- lag hefur verið haft i nokkur ár, á vinnu i útvarpsverksmiðjunni i Nogent-le-Rotrou, en þar eru -1200 starfsmenn. Verkalýðsfé- lög eru sögð andvig þessari ný- breytni, en þrátt fyrir það, hefur hún mælzt vel fyrir meðal fólks- ins sjálfs. Á fræga frænku Þessi glæsilega dama heitir Ann-Britt Ekberg. Hún er tutt- ugu og eins árs gömul og ættuð frá Málmey i Sviþjóð. Sumir hafa kallað föðursystur hennar, „fegurstu gjöfina, sem Málmey hefur fært umheiminum” og hver skyldi þessi föðursystir vera. Jú, hún er engin önnur en Anita Ekberg. Fyrir nokkru brá Ann-Britt sér til Rómaborgar til þess að heilsa upp á frænku sina. Þar hitti hún kvikmynda- leikstjórann Fellini, sem varð yfir sig hrifinn af ungu stúlk- unni, og bauð henni þegar i stað hlutverk i kvikmynd. Hún sagði nei takk, vegna þess að hún er ekki alveg búin að læra. Hún ætlar að verða aðstoðarstúlka á rannsóknarstofu, og lýkur námi nú i vor. Eftir það er hún tilbúin til að leggja út á leiklistarbraut- ina. Henni var nýlega gefinn kostur á að fá forsmekkinn af allri þeirri vinnu, ser er við að koma fram i kvikmyndum. Sænsk snyrtifyrirtæki fengu að leggja til alis konar snyrtivörur, og siðan var Ann-Britt máluð og snyrt frá toppi til táar. Eftir þaö var þessi fallega mynd tekin af Svo er það maðurinn sem fór i fyrsta sinn i virkilega fina veizlu. Hann borðaði of margar ostrur og varð illt i maganum. — Þá hefur verið ein skemmd, sagði kunninginn. —Hvernig litu þær út, þegar þú opnaðir þær? — Opnaði....Átti að opna þær....? i Leifi litli var spuröur þeirrar sigildu spurningar, hvað hann væri gamall. — Ég er fimm ára, en mamma er búin að lofa, að ef ég borða hafra- grautinn minn á hverjum morgni, verði ég sex á næsta ári. Það er til skýring á öllu. Til dæmis með frúna, sem á niu börn og væntir þess tiunda Eitt sinn var hún spurð hvers vegna hún héldi alltaf áfram að eiga börn. —Til þess að það yngsta verði ekki spillt af eftirlæti. '9-72- DENNI DÆAAALAUSI — Það er ekkert að, ég er bara aö kenna honum sumt af gömlu brellunum minum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.