Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Sigurður Eiríksson: UM FERÐAMÁL OG ÖNNUR ATVINNUMÁL í ÞINGEYJARSÝSLU Einhæfni atvinnulffsins Vegna dýrtiðar, markaðsmála og kólnandi tiöarlars virðast litlar horfur á verulegri atvinnuaukningu við bústörf i þessu héraði. Búskapur og fiskiveiðar hafa jafnan verið aöalstörf fólksins i þessum landshluta, þótt fl. hafi komið til I smáum stil, og senni- lega um takmarkað árabil — og á ég þar við brennisteinsnám liö- inna alda. Þess vegna hlýtur mönnum að veröa mjög hugsaö til þeirra atvinnumöguleika sem fyrir hendi eru i héraðinu. Kisiliðjan við Mývatn er ekki likleg til þess aö geta veitt fjölda manns atvinnu umfram það sem orðið er. Viö sjóinn verður tæp- lega mikið um iðnaö umfram þaö sem er, nema e.t.v. eitthvað a Kópaskeri, Raufarhöfn og bórs höfn, en þá mun það byggjast á fiskveiðum, sem ekki eru öruggari en reynslan sýnir — þótt vera megi aö úrfærsla landhelg- innar bæti þar nokkuð úr. Aukin ferðaþjónusta Þess vegna verður mér mjög hugsað til feröamanna — og þá einkum útlendra ferðamanna, enda mun það vera svo, að okkar héraö hefur sitthvað upp á að bjóða slikum gestum, hvort sem um er að ræða fólk sem litiö er skólalært en hefur sæmilega glöggt auga fyrir hinu marg- breytilega landslagi — hraunum, fjöllum, fljótum, fossum og jöklum — eða þá laxveiðimenn og siðast en ekki sist jaröfræðinga, sem löngum hafa lagt leið sin sina i þetta hérað. Og þá kemur að þvi hvernig förum við aö — og hvað þarf að gera, til þess að við getum tekið á móti þessum gestum, og sýnt þeim það sem hér er einkum að sjá, og þeir munu einkum hrifast af. Nauðsyn samgöngubóta Þá er fyrst aö nefna brú á Mjóadalsá og siðan veg yfir Sprengisand. Það þolir enga bið aö rannska þaö vegarstæöi, enda veltur á mjög miklu hversu tekst um val vegarstæðis um hálendið og ræsa- og brúargerð vegna vor- leysinga, þá eru það stórbættir vegir viða innan héraðs.Mig langar að nefna: Veg frá Akur- eyri um Fosshól og nýja brú þar á fljótiö — sem enga bið þolir — um Laugaskóla til Helluvaðs að Skútustöðum. Svo koma vegir til sumarferða — þar má nefna vegi i Fjöru, á Fleyjardal; sprengja þarf bergið fyrir forvaðana norður i Nátt- faravikur, svo þangað veröi komizt. Þá eru það vegir, sem eru sumir farnir, og þarf að end urbæta, t.d. úr Reykjahverfi aö Fjöllum og veg að Þeysta- reykjum — sennilega þaðan til Reykjahliðar. Greiðfæran sumarveg aö vestan við Jökulsa' — um Svinadal, Hljóöakletta, og allt til Herðubreiðarlinda og i öskju, frá Svartárkoti og Græna- vatni til Suðurárbotna, þaðan um Dyngjufjalladal, austan fyrir fjöllin, veg lengra upp með Jökulsá um Kistufell og Gæsa- vötn i Tómasarhaga. Veg i Hvannalindir, veg frá Stórutungu um Sandmúía, Krossárgil, i Hraunárbotna til Gæsavatns. Ýmsar þessar leiðir eru þegar farnar, eöa fiestar þeirra — en þær þyrftu ailar að vera greið- færar á sumardegi. Þetta var um vegakerfið, en það er mikil þörf á þvi að fá stóran og fullkominn flugvöll i Aðaldalnum, þar verða að geta ient þotur i millilandaflugi og fengið þar nauðsynlegustu fyrir- greiðslu, t.d. þegar þoka eða óveður hamlar för þeirra um Keflavik — svo sem um hefur verið talað. Og svo er sennilegt, að þörf sé á að bæta flugbraut- irnar hjá Reykjahliö fyrir minni vélar, en ég er þvi með öllu ókunnugur. Gististaðir og hótel - dvalir á sveitaheimilum Þá er komið að hótelum og gististööum — með öllu, sem þvi fylgir. Senniiega þarf að reisa nokkrar byggingar i þvi sam- bandi, en allmikið er um skólahús i héraðinu, sem liklegt er að mikil hjálp gæti orðiö að i þessu sambandi. Svo þarf viða að byggja smágreiðasölur — ..sjoppur' meö snyrtiaðstöðu — sennilega er þegar brýn þörf þess i Bárðardalnum, vegna ferða- mannafjöldans um Sprengisand. í sambandi viö þetta kemur til greina sú hugmynd, að ferðafólk gæti dvalið smá tima á heimilum bændanna, mér þykir liklegt, að þaö gæti orðið mjög heppilegt á marga grein, þar kynnist gestur- inn atvinnu og lifskjörum og hugsunarhætti sveitafólksins-- auk þess munu heimamenn fá af þessu nokkurn tekjuauka — ásamt meö nýjum straumum menningar og „ómenningar”. Ég tel sjálfsagt að heimamenn i héraði flytji þessa gesti um lengri og skemmri leiðir i bifreiðum sinum, þar er um verulega at- vinnu að ræöa, sem trúlega gæti drjúgt i aðra hönd, en hætt er við mikilli fjárfestingu i þeim far- kosti. Og svo eru það veiðiárnar, öll stöðuvötnin og pollarnir i heið- unum, þar sem þegar er meira og minna fiskalif, hér er stórkost- legt verkefni fyrir höndum, en sennilega er dýrasta fram- kvæmdin á einum stað að koma fiski upp Skjálfandafljót, sem nú er i undirbúningi. Heilsuhæli Enn er það stóra verkefni að reisa heilsuhæli i héraðinu, svo sem þegar hefur verið rætt um. Mér dettur i hug, hvort hægt væri að reka þaðyfiisumaHimann fyrir útlendinga, en fyrir heimamenn á vetrum.Þeir, sem dvalið hafa á heilsuhælinu i Hveragerði, gera sér nánari grein fyrir þvi, hver höfuðnauðsyn er á slikri stofnun i minnifjarlægðauk þess er þar um verulega atvinnu að ræða við byggingar og rekstur sliks staðar. Ég tel brýna þörf á þvi, að drjúgur hluti væntanlegra gesta komi beint til okkar, t.d. þannig að ferðaskrifstofa heima i héraði hefði beint samband við slikar stofnanir úti i löndum. Þá er hugsanlegt að fá slika ferða- mannahópa beint á næsta flugvöll — e.t.v. meö skipum til Húsa- vikur, þannig að heimamenn annist alla þjónustu og tekiurnar renni i þeirra vasa Heimilisiðnaður og minjagripir Þá er það verzlun með margs konar minjagripi — unna úr hinum breytilegustu efnum — ég geri mér vonir um nokkra fram- leiðslu slikrar vöru i heima- húsum, þegar skipulag væri komið á i þeim efnu. Þá er komið að þeim fjallháu vandamálum — hvernig afla skal þess fjármagns, er þarf til slikra framkvæmda. Að sjálf- sögðu þarf háar fjárhæðir fra þvi opinbera, en e.t.v. eru fleiri leiðir hugsanlegar. Hvernig væri að setja á stofn happdrætti? Ég tel sjáifsagt að leita margvislegs stuðnings Þingeyinga i Reykja vik, — m.a. Þingeyingafélags ins — liðveisla þeirra er okkur brýn þörf — enda vafalaust fús- lega i té látin. Ýmsir telja sjálfsagt að þetta, sem hér hefur veriö rætt um, séu draumórar einir og hringa vitleysa. En það er svo að Þing- eyingum hefur sitthvað komiö til hugar — sumt af þvi hefur komizt til framkvæmda og reynzt heillarikt fóikinu til handa. Það voru ekki sýnilegir vegir til allra átta fyrir 90 árum þegar Kaup- félag Þingeyinga var stofnaö — það var ekki heldur bjart yfir, þegar ákvörðun var tekin um að hefja byggingu Laugaskóla i harðindunum árið 1924. Við verðuni að finna nokkur úr- ræði til þess að halda i okkar unga, dugandi fólk heima i héraöi — enda virðist mér sem margt af þvi kjósi að eiga þar starfsdaginn — hér er reynt aö benda á nokkur ráð til þess að svo mætti verða. Fyrsta Fatafellan, á frummál- inu „The night they raided Minsky á”. Leikstjóri: William Friedkin, kvikmyndari: Andrew Laszlo. Handrit: Arnold Schul- man, Sidney Michaels, Norman Lear, byggt á bók eftir Rowland Barber. MmSM: Charles Strouse. Bandarisk frá 1970. Sýningar- staöur: Tónabió, islenzkur texti. Þetta er ofsafyndin og skemm- tileg mynd. Frábærlega vel kvik- mynduð af Laszlo, sem hefur not- að ljósmyndir og gamla filmu- búta til aö endurskapa andrúms- loft glööu áranna um 1920. Ralph Rosenblum hefur klippt af mikilli fimi og snilldjOg einnig er at- hyglisvert hvernig þeirr nota liti. Söguþráöurinn er mjög einfald- ur; segir frá ungri stúlku (Britt Ekland) úr trúaðri fjölskyldu,sem kemur til New York til þess . að gerast dansmær, og veröur fyrir tilviljun nektardansmær. 1 leikhúsinu hittir hún trúðinn (Norman Wisdom), sem veröur ástfanginn af henni, og heims- manninn Raymond (Jason Ro- bards); hann tekur aö sér aö fræða hana um leyndardóma ást- arinnar. Myndin er full af fjöri og kátinu og einnig þeim dapurleika, sem alltaf mun fylgja fólki, sem verð- ur að skemmta öðrum þó að hjartakornið hamist af ást og söknuði. Friedkin gefur okkur innsýn i lifið á bak viö tjöldin, og kór og dansstúlkurnar eru frá- bærlega vel leiknar,allar sérstæð- ar og skemmtilegar og fylla vel i þá heildarmynd af deginum, þegar lögreglan varð aö láta ryðja Minskyærslaleikhúsið. Harry Andrews leikur föður .stúlkunnar, eins og spámaöur stiginn beint út af siðum Bibli- unnar. Tónlistin er góö og Robards og Wisdom báðir I essinu sinu, svo ómögulegt er annað en hrifast og skemmta sér konung- lega þessar 99 minútur i Tónabiói. Myndin hefur allsstaðar .hlotiö frábsra dóma, enda vönduð og dável leikin. Þriöjudagur 7. marz 1972. Þriðjudagur 7. marz 1972. TÍMINN n sýnt, að oliumölin á framtíð fyrir scr hcrlcndis scm slitlag á vcgi og götur með lcttri umferð. Þar sem mcstur liluti islenzka vegakerf- isins ber létta umferð, mun notkun oliumalar fara ört vax- andi, og mcðhöndlun hennar á eftir að komast i margra hendur. Stofnunin telur þvi nauðsyn á, að eitt af fyrstu sérritum hennar fjalli um oliumöl, þar sem tekin er saman almenn þekking, islenzk rcynsla og niðurstöður rannsókna við stofnunina á þessu slitlagsefni.” 1 þessari skýrslu er siöan fjallað um malarslitlög almennt, bindingu þeirra með ýmsum efnum, saga oliumalar rakin, greint frá hráefni, vegoliu viðloðunarefni, prófblöndum, undirbyggingu, lagningu, eftirliti, viöhaldi o.fl. Einnig er allýtarleg verklýsing. Þessi skýrsla er þvi hin gagnlegasta handbók. —AK Olíumölin hefur staðizt íslenzka prófraun og á augsýnilega fram tíð fyrir sér hér Rætt við Björn Einarsson, bæjarfulltrúa um lagningu olíumalar og fyrir hugaða flutninga hennar til Austurlands Senn er liðinn áratugur siðan byrjað var að leggja oliumöl á akvegi hér á landi, þar á meðal götur i bæjum, þar sem umferð er ekki mjög mikil. Margt hefur koinið á daginn og ýmis mistök af reynsluleysi átt sér stað, en samt er svo komið, aö við höfum öölazt þá festu, reynslu og tækni i þessu starfi, að viöunandi árangur og oft ágætur hefur náðst, og allt bendir til, að oliumöl veröi I mjög vaxandi mæli notuð á islenzka vegi og götur I kauptúnum og kaupstöðum. I.íklega er búið að leggja oliumöl á nær hundrað kilómetra islenzkra vega, og átta cða níu ára reynsla hefur þegar sýnt góöa endingu, þar sem un- dirlag er sæmilega gott og blönd- un og lagning hefur tekizt vel. 1 sumar hefst alveg nýr þáttur i lagningu oliumalar, þar sem oliu- möl verður væntanlega flutt á skipi frá Keflavik austur um land og lögð á götur kauptúna þar. Upphaf oliumalarnota hér. Einn helzti brautryðjandi notkunar oliumalar hér á landi er Sveinn Torfi Sveinsson, verk- fræðingur. Hann segir, að svo hafi boriö til sumarið 1961, að þeir hafi hitzt i gistihúsi i Kaupmannahöfn hann, Guðmundur Jónsson, deildarstjóri Oliusöludeildar KEA og Arni Þorsteinsson, deildarstjóriOliufélagsins h.f., en þá hafi verið búið aö gera ráðstaf- anir til þess, að forystumenn vegagerðar á Skáni sýndu þeim slitlag úr svonefndri oliumöl, sem farið var að nota I Sviþjóð. Þeim félögum leizt vel á þetta, og Sveinn skrifaði grein um oliu- möl i timaritið ökuþór, eftir heimkomuna, og hann ræddi einnig við sveitarstjórann i Garðahreppi um að reyna þetta slitlag á Flötunum i Garðahreppi, og ákvað hreppsnefndin þar að ráðast i tilraunina. Sveinn Torfi segir, að þetta hafi mætt ótrúlegri andspyrnu verkfræðinga i háum embættum, og borgarverkfræð- ingurinn i Reykjavik hafi gengið þar sérstaklega fram fyrir sk- jöldu og talið oliumöl óhæfa vegna grjótkasts. Eftir nokkurn viðbúnaö og utanfarir var lögð oliumöl á götu- hluta i Garðahreppi 11. sept. 1963, og er hún enn þar litt slitin eftir átta ár. Ýmsar tilraunir voru siöan gerðar hér og hvar, en tókust misjafnlega, enda var kunnátta um undirlag, blöndun og lagningu litil og tæki léleg. Verulegur skriður komst ekki á málið fyrr en sveitarfélögin i Reykjaneskjördæmi höfðu sam- ráö um að stofna vel hæfa oliu- malarstöð i samstarfi við fleiri aðila. Aður höfðu þó tvö eða þrjú fyrirtæki framleitt og lagt oliu- möl með allgóöum árangri, og má þar nefna fyrirtækið Véltækni h/f. Það var Björn Einarsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins i Kópavogi, sem átti þarna verulegan hlut að þvi að hrinda málinu fram, enda hafði hann átt frumkvæði að auknu samstarfi sveitarfélaganna i Reykjanes- Fullkomin oiiulagningarvél að starfi á austurvegi. Hvaða kauptún hafa ákveðiö að fá oliumöl i sumar þar eystra? Lausleg áætlun, sem byggt er á nú, er sú að Vopnafjörður fái möl á 2 km af götum, Seyðis- fjörður á 3 km, Neskaupstaður á 3 km, Eskifjörður á 4 km, Reyðar- fjörður á 3 km, Búðir i Fáskrúðs- firði á 2,5 km, Breiðdalsvik á 1,5 km, Djúpivogur á 1,5 km, Höfn i Hornafirði á 3 km, Egilsstaðir á 3 km og vegagerð rikisins þar eystra ef til vill 5,5 km. Alls er þessi vegalengd um 32 km. — Verður olíumalarstöðin á sama stað og nú? — Já. Við höfum ágætt efni i Rauðamöl við Stapafell á Reyk janesi. Þar er þétt gosefni með einstaklega góða viðloðunarhæfi- leika. — Eru fleiri verkefni ráðgerð? — Þéttbýlissvæöin i Reykja- neskjördæmi ráðgera að leggja á um 25 km og vegagerð rikisins á einhverja kafla. — Hvaö framleiddi stöðin mikla oliumöl s.l. ár? — Um 35-40 þús. tonn. Hún getur framleitt um 90 tonn á klukkustund, og tækin gætu fram- leitt á eina 100 km á sumri. Af þessu sést, að unnt væri að komast töluvert áleiðis á vega- kerfi landsins á nokkrum árum, ef tækin væru fullnýtt og fjár- magn fyrir hendi. — Ert þú að hætta starfi hjá hjá Oliumöl núna? — Já, ég hef tekið að mér starf við miðbæjarskipulag Kópavogs. Mér hefur þótt ánægjulegt að eiga hlut að þvi að koma þessum málum á rekspöl. Ég tel, að nú sé dýrmæt reynsla fengin og unnt sé að byggja á henni meiri fram- kvæmdir. Oliumölin er að minum dómi tvimælalaust sú lausn, sem við eigum að hverfa að i vega- gerðinni um sinn, þangað til annað betra kemur á daginn. Við ættum að geta rykbundið með þessum hætti aöalvegi landsins og notað þá undirbyggingu sem fyrir er, að verulegu leyti. meö styrkingu. Þetta mundi gerbreyta vegunum og borga sig fyrr en nokkurn grunar i viðhald bila og vega, auk þeirra viðbrigöa, sem það er að aka á slikum vegum, sagði Björn. Fyrir siðust áramót kom út skýrsla Rannsóknarstofnunar byggingaiðnaðarins um oliumöl, og er hún i alla staði mjög já kvæð. Dr. Guömundur Guðmunds son, sem annazt hefur prófanir á efni og fylgzt með hönnun, blöndun og lagningu, gerir þar grein fyrir helztu þáttum máls- ins, og er þar að finna mikil- vægar upplýsingar. Haraldur Asgeirsson, forstööu- maður rannsóknarstofn- unarinnar, segir m.a. i formála um oliumölina: „Nú eftir sex ára rcynslu þykir Björn Einarsson kjördæmi um ýms mál, og leiddi það til stofnunar sambands þeirra. Oliumöl h.f. var stofnuð áriö 1970 með þessum sveitarfélögum og tækin keypt frá Véltækni h/f. Með þeim tækjum var mikil oliumöl gerð bæði á götur i þétt- býli og á vegum. Loks fékk Oliumöl h.f. enn betri og stór- virkari tæki fyrir tveimur árum, og hafa þau bæði verið notuö austan við fjall og vestan heiða. Gott efni fannst við Stapafell sunnan Hafnarfjarðar, og þar er oliumalarstööin nú. Talið er, að unnt sé aö blanda og leggja oliu- möl á allt að hundrað kilómetrum á sumri, séu þessi tæki fullnýtt. Allir ökumenn finna greinilega þann reginmun, sem er á oliu- malarvegi og venjulegum malar- vegi, einkum á þurrum sumar- dögum. Það er mikil raun að aka i bilalest i rykmekkinum yl'ir Hellisheiði og likast þvi að koma út úr brennandi húsi á oliumalar- vegin i Svinahrauni. Björn Einarsson, bæjarfulltrúi i Kópavogi, hefur verið fram- kvæmdastjóri Oliumalar h.f. frá byrjun. Sveinn TorfiSveinsson og Björn fóru nú eftir áramótin til Austur- lands að ræða við forystumenn kauptúnanna þar um lagningu' oliumalar þar. Ráðgert er, að hún hefjist i sumar. Sá er hængur á, að þar eystra hefur ekki fundizt nægilega mikið af góðu eða hæfu malarefni og einnig er örðugt að flytja tækin milli staða til smá- verka á hverjum stað. Þvi hefur verið horfið að þvi ráði að flytja oliumölina tilbúna til lagningar héðan að sunnan austur og leggja hana siðan beint upp úr skipinu. Norðmenn flytja oliumöl milli staða á skipum og hafa til þess ___hæfilega pramma. Timinn átti tal við Björn á dög- unum og spurði hann um þessar fyrirætlanir. Björn sagði, að þeir Sveinn Torfi hefðu rætt viö marga og skoðað aðstæður, og nú mætti heita fullráðið að flytja ein 22 þús. tonn af oliumöl austur i sumar. Enn væri ekki fengiö skip til flutninganna, en ráðgert væri að bjóða flutningana út bæði innan lands og utan. Hér á landi væru til ein tvö skip, sem unnt mundi að nota, en til að mynda Norðmenn ættu mörg skip sér- staklega búin og vel hæf til þess- ara flutninga. Gera mætti ráð fyrir aö fara þyrfti einar tiu flutningaferðir. Sérstakir og haganlegir „krabbar” væru til, sem tækju mölina úr skipi og létu á bilpalla. Blöndunartæki olfumalar að starfi i stöðinni við Rauöamel hjá Stapafclli á Reykjanesi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.