Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 7. marz 1972. TÍMINN 17 Sigrún Sveinsdóttir setur tslandsmet i langstökki. Alf - Reykjavík. Sex tslandsmet sáu dagsins ljós á Meistaramóti tslands i frjálsum iþróttum um helgina. Þetta var skemmtilegt mót, hart barizt I flestum greinum og framfarir augljósar hjá iþróttafólkinu, sér- staklega þvi yngra. Auk tslands- metanna voru sett mörg met I yngri flokkunum, en sumt af þvi iþróttafólki, sem setti tslands- metin er enn i yngri aldursflokk- um og metin þvi i raun og veru margföld. Armenningar voru sigursælir á mótinu, hlutu 7 íslandsmeistara, ÍR-ingar komu næstir með 6, KR hlaut 2 meistara og UMSS og UMSK 1 hvort. Systurnar Lára og Sigrún Sveinsdætur voru stjörnur mótsins, sigruðu i tveimur grein- um hvor og settu met i báðum. Margt var til að gera mót þetta ánægjulegt, eittaf þvivarm.a. að keppendur voru úr öllum lands- fjórðungum og allir landshlutar áttu mann, einn eða fleiri i úrslit- um. Þannig eiga Islandsmót að vera. En litum nú á einstakar greinar. Langstökk kvenn án atrennu: Sigurlina Gisladóttir, UMSS, 2,62 m isl. telpnamet, Sigrún Sveins- dóttir,Á 2,62 m, Björk Ingi- mundardóttir, UMSB, 2,59 m, Hafdis Ingimarsdóttir, UMSK, 2,56 m, Sigriður Jónsdóttir, HSK, 2,56 m, Ásta Alfreðsdóttir, IA, 2,37 m. Spennandi og jöfn keppni, en Sigurlina verðskuldaði sigurinn, hún átti t.d. 3 stökk, sem mældust 2,61 m og hin tvö voru 2,58 m. Hástökk karla með atrennu: Elias Sveinsson, IR, 1,95 m, Jón Þ. Ólafsson, IR, 1,90 m, Hafsteinn Jóhannesson, UMSK, 1,85 m, Karl W. Fredriksen, UMSK, 1,80 m. Stefán Hallgrimsson, KR, 1,80 m, Helgi Hólm, IBK, 1,70 m. Það háði Eliasi, að þristökk án at- rennu fór fram samtimis há- stökkinu, en hann átti samt all- góða tilraun við 2,02 m. Jón Þ. hefur ekkert æft, og var þungur. Vonandi tekur hann til við æfingar aftur, þá koma 2 metrarnir fljótlega. Langstökk karla með atrennu: Valbj. Þorláksson, A, 6,64 m, Stefán Hallgrimsson, KR, 6,61 m, Friðrik Þór Óskarsson, 1R, 6,51 m, Pétur Pétursson, HSS, 6,42 m, Guðm. Jónsson, HSK, 6,25 m, Valmundur Gislason, HSK, 6,00 m. Ótrúlega slakur árangur i langstökkinu, sem vonandi stendur til bóta i sumar. Langstökk karla án atrennu: Trausti Sveinbjörnsson, UMSK, 3,24 m, Elias Sveinsson, IR, 3,17 m, Friðrik Þór Óskarsson, IR, 3,17 m, Guðmundur Hermanns- son, HVl, 3,08 m, Sigurður Jóns- son, HSK, 3,08 m, Guðm. Jónsson, HSK, 2,94 m, Trausti er harður keppnismaður, hann átti eitt frá- bært stökk, sem nægði til sigurs, en Elias og Friðrik Þór voru jafnari. 50 m hlaup karla: Bjarni Stefáns- son, KR, 5,9 sek., Sigurður Jóns- son, HSK, 6,0, Vilmundur Vil- hjálmsson, KR, 6,1, Valbj. Þor- láksson, Á, 6,1. Bjarni var hinn öruggi sigurvegari, en hinn góði árangur Sigurðar vakti töluverða athygli, en hann vann bæði Vil- mund og Valbjörn. Hörkuspenn- andi hlaup. 50 m hlaup kvenna: Sigrún Sveinsdóttir, Á, 6,7 sek. Isl. met, Edda Lúðviksdóttir, UMSS, 6,8, Hafdis Ingimarsdóttir, UMSK 6,9. Lára Sveinsdóttir, A.vann sér rétt til þátttöku i úrslitahlaupinu, en datt illa i undanúrslitum og gat ekki verið með. Sigrún hélt uppi merki ættarinnar og sigraði á nýju meti. Þristökk karla án atrennu: Elias Sveinsson, IR, 9,78 m, Friðrik Þór Óskarsosn, 1R, 9,54 m, Guðm. Jónsson, HSK, 9,28 m, Guðm. Hermannsson, HVl, 9,19 m, Vil- mundur Vilhjálmsson, KR, 9,10 m, Birgir Jónsson, HSÞ, 8,89 m. Elias hafði yfirburði og hann hjó nærri unglingametinu, sem er 9,80 m. 600 m hlaup karla: Ágúst As- geirsson, IR, 1:30,8 min. Einar Óskarsson, UMSK, 1:33,8, Ingi- mundur Ingimundarson, UMSS, 1:34,5, Július Hjörleifsson, UMSB, 1:34,6, Friðbjörn Ó. Stein- grimsson, IBV, 1:35,3, Jóhann Garðarsson, Á, 1:37,0. Keppendur voru margir i þessu hlaupi og hlaupið i fjórum riðlum. Agúst var langbeztur, þó að hann virtist nokkuð þungur. Hringurinn er anzi stuttur og erfitt að hlaupa. Kúluvarp karla: Guðm. Her- mannsson, KR, 16,73 m, Hreinn Halldórsson, HSS, 15,29 m, Er- lendur Valdimarsson, IR, 15,27 m, Páll Dagbjartsson, HSÞ, 13,91 m, Guðni Sigfússon, A, 13,82 m, Sig. Sigurðsson, UMSK, 12,52 m. Guðmundur hafði yfirburði, en tiltölulega mestar framfarir sýna Páll og Guðni. 800 m hlaup kvenna (aukagrein): Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK, 2:38,8 min. Isl. met, Björk Eiriks- dóttir, IR, 2:49,3, Lilja Guö- mundsdóttir, IR, 2:53,4, Guðbjörg Sigurðardóttir, IR, Bjarney Ar- nadóttir, IR, 3:07,0 Anna Haraldsdóttir, 1R, 3:07,9. Ragn- hildur hljóp þetta keppnislaust og getur mun meira. Björk hljóp laglega og er efnileg. SÍÐARI DAGUR: Hástökk kvenna með atrennu: Lára Sveinsdóttir, A, 1,63 m, Isl. met, Kristin Björnsdóttir, UMSK, 1,55 m, Edda Lúðviksdóttir, UMSS, 1,45 m, Sigriður Jóns- dóttir, HSK, 1,40 m, Sigurlina Gisladóttir, UMSS, 1,40 m, Asa Halldórsdóttir, A, 1,40 m. Glæsi- legt met Láru, fyrst stökk hún 1,60 m, og bætti eigið met um 1 sm en siðan stökk hún fallega yfir l, 63m og átti góða tilraun við 1,66 m. Það eru röskleg tilþrif i þessari ungu og efnilegu iþrótta- konu. Kristin stökk og vel og átti mjög góða tilraun við 1,60 m. Stangarstökk: Valbj. Þorláksson, Á, 4,30 m, Guðm. Jóhannesson, 1R, 4,20 m, Elias Sveinsson, IR, 3,50 m, Sigurður Kristjánsson, IR, 3,35 m, Arni Þorsteinsson, KR, 3,35 m, Stefán Hallgrimsson, KR. Baráttan var hörð um fyrsta sætið, en Valbjörn var heppinn að fara yfir 4,30 m i fyrstu tilraun og þar með var gert út um meistaratitilinn. Keppnin verður vafalaust skemmtileg milli Val- björns og Guðmundar i sumar. 1000 m hlaup karla: Ágúst Ás- geirsson, IR, 2:47,8 min. Högni Óskarsson, KR, 2:48,5, Emil Björnsson, UIA, 2:53,3, Július Hjörleifsson, UMSB, 2:53,5, Ragnar Sigurjónsson, UMSK, 2:55,5 Jóhann Garðarsson, A, 2:57,2. Ágúst var hinn öruggi sigurvegari, en nýliðinn Högni Óskarsson, KR vakti sannarlega athygli bæði fyrir hörku og gott keppnisskap. Þar er efnilegur hlaupari á ferð. Langstökk kvenna með atrennu: Sigrún Sveinsdóttir, A, 5,47 m, tsl. met, Hafdis Ingimarsdóttir, UMSK, 5,46 m, Björg Kristjáns- dóttir, UMSK, 5,14 m, Asa Hall- dórsdóttir, A, 4,88 m, Ingibj. óskarsdóttir, IA, 4,82 m, Þuriður Jónsdóttir, HSK, 4,61 m. Hörku- keppni milli Sigrúnar og Haf- disar, sú fyrrnefnda er i mikilli framför, en Hafdis var óheppin i þessari keppni. Þristökk karla með atrennu: Friðrik Þór Óskarsson, IR, 14,46 m, tsl. met, Karl Stefánsson, UMSK, 14,31 m, Borgþór Magnússon, KR, I4,22m, Helgi Hauksson, UMSK, 13,36 m, Val- mundur Gislason, HSK, 12,47 m, Jóhannes Magnússon, IR, 11,67 m. Karl hafði forystu þar til i siðasta stökki, að Friðrik Þór náði hörkustökki og vann á nýju Islandsmeti. Karl stökk og lengra en gamla metið. Mestar fram farir sýndi Helgi Hauksson. Hástökk karla án atrennu: Frið- rik Þór Óskarsson, IR, 1,68 m, Elias Sveinsson, IR, 1,60 m, Guðm. Jóhannesson, IR, 1,55 m, Valbj. Þorlákss., Á, 1,50 m, Reynir Georgss., l,55vlabj. Þorlákss., A, 1,50 m, Reynir Georgss. IBK. 1.35 m. Frið rik Þór vann Elias óvænt með töl- verðum yfirburðum og átti all- góðar tilraunir við 1,71 m, en 10 ára gamalt unglingamet Jóns Þ. er 1,70 m. 50 m grindahlaup kvenna: Lára Sveinsdóttir, A, 7,7 sek. Isl. met Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.