Tíminn - 08.03.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.03.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR Skattar lækka á þorra gjaldenda EB—Reykjavík. önnur umræta um skattafrum- vörp rikisstjórnarinnar stéft yfir i allan gærdag á Alþingi,og i gær- kvöldi var reiknaö með að um- ræöunni lyki ekki fyrr en ein- hvern tima i nótt. Umræðan hófst i gær á þvi aö Vilhjálmur Hjálmarsson mælti i neðri deild fyrir nefndaráliti meiri hluta fjárhagsnefndar um tekju- og eignarskattsfrumvarp- ið, sem leggur til áð frumvarpið verði samþykkt — og i efri deild mælti Björn Jónsson fyrir nefnd aráliti meiri hluta heilbrigðiS'Og félagsmálanefndar deildarinnar um tekjustofnafrumvarpið, en meiri hlutinn leggur til aö frum- varpið veröi samþykkt. 1 upphafi framsöguræðu sinnar rifjaði Vilhjálmur Hjálmarsson upp aðdraganda málsins. Hann minnti á ákvæði málefnasamn- ings stjórnarflokkanna um skattamálin, og að rikisstjórnin hefði þegar hafizt handa um að móta þá stefnu,sem þar hefði ver- ið mörkuð. Vilhjálmur gerði þá grein fyrir breytingartillögum þeim sem meiri hluti fjárhagsnefndar hefur lagt fram við tekju- og eignar- skattsfrumvarpið, og I : lok ræðu sinnar sagði hann, að öllum mætti vera ljóst, sem athuga þessi mál af nokkurri sanngirni, að með þeirri meginbreytingu, sem yrði við niðurfellingu per- sónuskallanna, og raunar í'leiri aðgerðum, sem stjórnin beitti sér fyrir, væri stefnt að þvi, sem tal- að væri um i stjórnarsáttmálan- um;að stuðla að réttlátari dreif- ingu skattbyrðarinnar heldur en átt hefði sér stað að undarförnu. Með þvi að leggja ekki beina skatta á þær tekjur, sem einungis hrykkju til allra brýnustu lifs- nauðsynja fólks, væri óhætt að segja, að þokazt væri nær þvi marki. Niðurfelling söluskatts af nokkrum slikum þáttum þjónaði vitanlega sama tilgangi. Hitt væri svo önnur saga, að skattbyrðin i heild minnkaði ekki, það þyrfti engum að koma á óvart, sem fylgdist með gangi mála. — Vil- hjálmur minnti á i lokin, að þetta frumvarp væri aöeins áfangi, það væri leiðrétting á nokkrum agnú- um núgildandi löggjafar, um leið og það væri samræming við gerða hluti i tryggingakerfinu, og sam- ræming við tekjustofnafrum- varpið. Endurskoðun tekjuöflun- arkerfisins i heild, yrði svo haldið áfram. í efri deild héldu stjórnarand- stæðingar uppi mikilli gagnrýni á tekjustofnafrumvarpið, sem þeir töldu að kæmi sér ákaflega illa fyrir sveitarfélögin, yrði það að lögum. Alexander Stefánsson hrakti þessa fullyrðingu stjórnar- andstæðinga og minnti m.a. á ályktanir Sambands isl. sveitar- félaga.máli sinu til stuðnings. Fyrir kl. 19 i gærkvöldi höfðu tekið til máls auk áöurnefndra: 1 neðri deild: Matthías Bjarnason, Framhald á bls. 10 Mörg hundruð skóla- p börn á fjöllum í f veðurblíðunni í gær | og flest skilja „föðurlandið" eftir heima :| Klp—Reykjavik. Skólarnir I Reykjavik og ná- grenni hafa i góða veðrinu að undanförnu sent eldri bekki sina i skiða- og gönguferðalög. A mánudaginn voru hundruð unglinga á skiðum á þeim stöðum, þar sem einhvern snjó var að sjá, en I gær var sá hópur enn stærri. Var talið, að milli 1200 og 1500 unglingar væru á þessum stöðum, flestir i Jósefsdal, en einnig í Fleng- ingabrekku, Skálafelli, Hveradölum og svo I hinu nýja skfðalandi Reykjavikur I Blá- fjöllum. I'ar voru þó ekki margir, enda þarf að komast I fjöllin, þar sem vegalagningu þangað er enn ekki lokið. beir sem hafa með lang- ferðabifreiðar að gera, höfðu nóg að gera við að flytja fólk á þessa staði, og var allt, sem gat snuizt, I gangi hjá þeim. Eins og fyrr segir, voru flestir i Jósefsdal, eða eitthvað á annað þúsund unglingar ásamt kennurum frá fimm skólum i Reykjavik og ná- grenni. Við brugðum okkur þangað uppeftir i gær til að sjá hópinn. Var hann friður og föngulegur, en ekki að sama skapi vel skipulagður eða vel útbúinn. Einn kennarinn sagði okkur, aö þeir væru of fáir til aö geta fylgzt vel með öllum. Krakk- arnir færu i allar áttir um leið og komið væri á staðinn, og vont væri að fá þau til að halda hópinn. Mörg þeirra væru illa útbúin i svona ferðalag. Kæmu jafn- vel f einum þunnum buxum og þunnri peysu, og hefðu lftið annað með sér en gos og sæl- Framhald á bls. 10 Það voru kátir krakkar f Jósefsdal I gær, þegar blaðamenn Tfmans skruppu þangað upp eftir, og hér á myiid- inni voru þau að taka lagið, á milli þess, sem þau notuðu snjóinn og brekkurnar. (Tlmamynd G.E.) Skattabreytingar óhjákvæmilegar nú vegna þess, sem á undan var gengið __ segir Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra í stuttu samtali um skattamálin, eins og þau horfa nú við AK, Rvik. Timinn hitti Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra að máli i gær, meðan umræður um skattamálafrumvörpin stóðu yfir á Alþingi,og bað hann að svara nokkrum spurningum um þessi mál, eins og þau horfa nú við. — Hvaða nauðsyn bar til þess, fjármálaráðherra, að leggja fram slikar stórbreytingar á þessum flóknu málum nú þegar á fyrsta starfsári nýrrar rikis- stjórnar? RáOherrar ræðast við á göngunum f Alþingi i gær, og bera saman bækur sinar um skattafrumvörpin. Lúðvik Jósefsson, Halldór E. Sigurðsson og ólafur Jóhannesson. F.v. Hannibal Valdimarsson, (Timamynd Gunnar) Til bess eru tvær meginástæður, sagði ráðherrann. Onnur er sú, að það var alls ekki hægt að breyta tryggingakerfinu, eins og lögleitt hafði verið, eða taka þar upp tryggingu lágmarkslauna, nema breyta tekjuöflunarkerfi trygginganna og sveitarfélaga. Ef taka átti 22 þús af h jónum, 15,8 þús. af einhleypum karlmanni og 13,8 þús af konu i almanna- tryggingagjöld , hefði verið um óhæfilega skattaaukningu að ræða hjá þeim, sem sizt skyldi. Jafnhliða þessu hefðu útgjöld sveitarfélaga aukizt um 200 millj. af þessu einu. 1 öðru lagi hefði þá orðið aö íramkvæma þær skattbreytingar aörar, sem fyrrverandi stjórnar- flokkar skelltu á i fyrra, svo sem að hafa undanþeginn skatti arð af hlutabré'fum, allt að 60 þús. hjá hjónum og 30 þús. hjá ein- staklingum, og hefði sú löggjöf komið til fullra framkvæmda, hefði margt annað orðið að breytast til samræmis, og mikilla nýrra tekna orðið að afla, eins og Ólafur Björnsson benti réttilega á s.l. vor. Framkvæmd skattalagaákvæða m.a. um hluta- Framhald á bls. 10 íæða Magnúsar Kja nai

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.