Tíminn - 08.03.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.03.1972, Blaðsíða 2
k I » f-.i 11,i,i .1 I u TliVlliMiM Miðvikudagur 8. marz 1972. Urðu að athlægi A kappræðufundi Félags ungra Framsóknarmanna og Hcimdallar á mánudagskvöld var Jakob R. Möller, héraös- dóm slögmaður, einn af ræðumönnum Heimdallar. Eins og aörir ræðuménn Ihaldsins deildi hann fast á stefnu núverandi rikisstjórnar I öryggis- og varnarmálum. Einn ræðumanna FUF dró þá upp plagg, sem lagt var fram á siöasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins og hafði inni að halda ýmsar ritgerðir um stjórnmál, sem afhent voru landsfundarfulltrúum, sem grundvöllur umræðna og ályktana landsfundarins. Þar á meðal varritgerðeftir Jakob R. Möller, sem ungir Sjálf- stæðismenn virtust lita á sem sérfræðing sinn i varnar- og öryggismálum. 1 þessari ritgerö ræðir Jakob ,m.a. um þá aðstöðu, sem nú er látin Nato og Bandarikjamönnum I té hér á iandi og hvetur hann til rækilegrar könnunar og endurskoöunar þessara mála allra, meö þaðfyrir augum, að varnarliöið hverfi frá tslandi. Um þetta segir Jakob m.á. orörétt I landsfundarritgerð . „Það er mjög sennilegt, að þessi aöstaöa sé aöeins nauð- synleg i fá ár I viðbót, að þá muni njósnatungl og önnur tækni hafa gert herstöö á tslandi óþarfa- og þegar sá dagur rennur upp ætti öllum tslendingum að verða þaö fagnaðarefni.” Nokkru siöar segir Jakob: ,,....gæti mjög hæglega komið til þess, að Bandarikjamenn kæmust að þeirri niðurstöðu, að herstöðin á Kefiavikurflug- velli svaraði ekki opinberum kostnaði. Ef sjálfstæðismenn halda fast við hina opinberu kenningu sina um, að tsland inegi aldrei varnarlaust verða, gæti farið svo, að þeir vöknuðu upp einn daginn við þaö, að þeir væru orönir að athlægi fyrir aö vera kaþólsk- ari en páfinn.” Niöurlag þessarar ritgeröar Jakobs er svohljóðandi: ,,Ef menn nú ekki vilja fallast á þá skoðun mina, að tsland þurfi ekki á varnarliöi i sjálfu sér aö halda, þá er samt hægt að fá tryggingu fyrir öryggi tslands eftir að bandariska liðið væri farið héðan, vegna þess að herstööin væri orðin úrelt. I 5. gr. Atlantshafssátt- málans segir, að árás á einn aðila bandalagsins skuli talin árás á þá alla c,g skuli þá beitt þeini ráð- stöfunum, sem aðilav telja nauösynlegar til að varöveita öryggi á Noröur-Atlantshafs- svæðinu. Nú hefur þessi grein reyndar verið túlkuð svo, að hún skuldbindi engan aðila til að gripa til vopna við árás á einhvern annan aöila, en i henni er samt mikil stoð. Ennfremur er á það að lita, að Bandarikin hafa marglýst þvi yfir að þau muni telja árás á Vestur Evrópu jafngilda árás á sig sjálf. Með htiðsjón af þvi er ekki ósennilegt, að Ban- daríkin yrðu fáanleg til að gefa sérstaka yfirlýsingu, ef á þyrfti að halda um það, að árás á tsland jafngildi árás á Bandarikin. Slik yfirlýsing væri tslendingum engu minni vernd en sá tiltölulega fámenni hópur flugliöa og tæknimanna, sem nú dvelur á Kcflavíkurflugvelli.” Þetta eru sömu rökscmdir og Framsóknarmenn hafa flutt í sambandi við þá endur- skoðun, sem nú fer fram á varnarmálunum, sem Mbl. hefur harðast gagnrýnt. Þaö kom einnig fram á fundinum, að spá Jakobs Möllers hefur þegar rætzt: Sjálfstæðis- flokkurinn er oröinn að athlægi fyrir að vera orðinn kaþólskari en páfinn!—TK Glaumbæjarhreyfing og varnarræða fyrir húsmæður ■ llÍ.liili,: Hl Steinunn Eyjólfsdóttir skrifar Landfara bréf um tvær greinar, sem hún hefur lesið I Timanum. „Kæri Landfari. Það má nú segja,aö mikið er oft gaman að lesa Timann. En þeim, sem kynnu að hafa veriö svo önnum kafnir að undanförnu, að þeir hafa ekki getað gert það nema að nokkru leyti, langar mig til að benda á pistla tvo, sem mér þykja aldeilis óviöjafnanlegir, og mun svo fleiri fara. Er þar fyrst aö nefna hugvekju eftir Arelius Nielsson prest, sem margir kannast við. Hugvekja þessi birtist fyrir hálfum mánuði og var aö mestu um þaö hversu glaðværöin væri mannfólkinu nauösynleg. Sfðan komu hugleiö- ingar um hin óskyldustu efni, svo sem Glaumbæjarhreyfinguna og Rauðsokka og ósk séra Areliusar rætist. Lesandinn fyllist svo mik- illi glaðværð, að hann veltist um af hlátri. Þá ber að nefna ritsmfð, ei birtist í blaðinu 16. febrúar, og nefnistsú „Varnarræöa fyrirhús- mæður”. Er þetta hið kostu- legasta verk. En annað hvort fyrir eðlisávfsun eða ljós vits- munanna hefur höfundurinn þó kosið að hafa vaðiö fyrir neðan sig, þannig að ekki sé mikil hætta á, að honum verði svarað. Þvi vitaskuld fer enginn, karl eða kona, með heilbrigöa skynsemi að svara manni, sem telur það óbrigöult ráð til að kanna sálarlif fólks að bera það saman við naut- pening. Sem sagt, skemmtiefni finnst vfðar en I dýrum skáldsögum. Steinunn Eyjólfsdóttir.” Og hér er annaö bréf, komið alla leið vestan úr Trékyllisvik frá manni, sem oft hefur sent okkur góða pistla. Þessi heitir: Alikálfur fhaldsins „Þegar það spurðist út, að Gylfi Þ. G islason fyrrv. ráöhcrra yrði til þess fyrstur manna að njóta ókeypis námsvistar i húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn lögðu menn misjafnt til þess. Töldu ýmsir hann þess ómak- legan. Þeir munu þó hafa veriö fleiri, sem hugsuöu og sögöu á þá leið, að mörgum væri þess þörf, en cngum meiri nauðsyn en Gylfa Þ. Gislasyni. Svo óhönduglega licfði honum farizt öll stjórnsýsla á 12-12 ára ráðherradómi sem hjú hjá ihaldinu. — Menn væntu þess, að hann mundi hafa gott af þvi aö dveljast i þvi húsi endurminning- anna og gefast þar timi til, að endurskoða og meta sina fyrri „rekstrarhagfræði”. Menn væntu þvi nokkurs af lionum heim- komnum úr þeirri dvöl. — Þegar svo Gylfi tók á ný sæti sitt á alþingi eftir heimkomu sina úr þeirri námsdvöl, bjuggust menn við^. að andi Jóns Sigurðssonar mundi á einhvern hátt hafa sett mark sitt á hugarfar hans. En hér fór á aðra leið. Hann var enn sá sami og áður: Eins og strialinn kálfur i fjósi ihaldsins, sem sparkaði klaufum og sperti up halann, sinum fornu húsbændum tii ósegjanlegrar gleði. Það er þvi hald manna^ð hann hafi litið lært og allar líkur á, að hann haldi áfram að þjóna og skemmta sinum fyrri fjósameisturum. — Frumvarpa- og tillöguflutningur hans á aiþingi eftir heimkomuna bendir glöggt til þess. G.V.” Sjálfvirkur kartöflusetjari Howard Rotaplanter setjarinn þolir 12-18 km aksturshraða á klst. Afköstin eru á klst. ca. 0,4 ha. með 2ja raða setjaranum. Niðursetningin er jöfn og óaðfinnanleg. AAötunarútbúnaðurinn, sem færir útsæðið í jörð, veldur sama og engum skemmd- um á útsæðinu eða innan við 2%. Þess vegna tekur útsæðið fyrr við sér og árangurinn verður meiri uppskera, auk þess, sem fyrr má byrja á uppskerunni. Sumir brezkir bændur telja vélina flýta og auka uppskeruna um 30% miðað við að nota aðrar vélar. Howard Rotaplanter sparar allt í senn, mannafla, útsæði og áburð og eykur því afraksturinn af búrekstrinum. Þegareru í notkun hér á landi 10 vélar af þessari gerð. Leitið nánari upplýsinga hjá ei n ka u m boðsmön n um Howard Rotaplanter Co. Itd. (jIODUSf SmaUjoíd Lágmúla 5, Reykjavík. Sími 81555 VERKFÆRASYNING VERÐUR I VOLVO SALNUM AÐ SUÐURLANDSBRAUT 16 Laugardag 11. marz kl. 10-12 og 1-4 Sunnudag 12. marz kl. 2-5 SÝNT VERÐUR: Frá VIBRO VERKEN: Frá WEDA VERKEN: Frá BOSCH Frá BRIGGS & STRATTON: Vibratorar, jarðvegsþjöppur. Brunndælur. Rafmagnsverkfæri t.d. steinborar, höggborvélar, hjólsagir o.fl. Loftkældar bensínvélar og vatnsdælur. SÝNING ÞESSI HENTAR ÖLLUM VERKTÖKUM, BYGGINGA- MEISTURUM OG FRAMKVÆMDAAÐILUM BÆJARFÉLAGA. unnai Sqógeáódan Lf. Suðurlandsbraul 16 - Reykjavik - Simnefni: »Volver« - Simi 35200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.