Tíminn - 08.03.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.03.1972, Blaðsíða 5
Miövikudagur 8. marz 1972. TÍMINN 5 Veöja um hvaö sem er Það hefur löngum verið sagt, að Bretar vilji veðja um hvað sem er, og hvenær, sem er. bvi varð veðurfræðingur Gerald Willis ekkert hissa, þegar sjórnarvöldin samþykktu, að láta efna til getraunar um veðrið i Englandi. Hefur verið ákveðið, að fólk skuli geta upp á þvi, hvaða hiti verður á Trafalgar Square 16. júni næst komandi kl. 12:01. Fá þeir, sem næst komast hinu rétta hitastigi einhver verðlaun. * Elizabetar — börn brjú börn Elizabetar Taylor eru hér i skiðabúningi á leið á skiði i Gstad i Sviss. Þetta er Liza Todd, 14 ára, sem verður stöðugt likari föður sinum. Svo er það Christopher Wilding, 17 ára, yngri bróðir Michaels, sem nýverið varð faðir, eins og frá hefur verið skýrt i fréttum, og myndir hafa sýnt. Að lokum er þarna Maria, 12 ára gömul, sem er fósturdóttir Elizabetar og Richard Burtons. Mjög vel fer á með börnum jafnt sem fóstur- börnum hjónanna, og halda þau hópinn, eftir þvi, sem þau geta. MAJA PLISETSKAJ A GERIST BALLETT- MEISTARI Hin fræga ballettdansmær, Maja Plisetskaja, mun innan skamms þreyta frumraun sina sem ballettmeistari, en hún er i þann veginn að færa upp á Bolsjojleikhúsinu i Moskvu ballett, byggðan á sögu Tolstojs, önnu Kareninu. Plisetskaja dansar sjálf titil- hlutverkið til skiptis við Marinu Kondaratjevu. Er gert ráð fyrir, að frumsýningin verði i þessum mánuði. Tónlistina skrifaði eiginmaður Plisetskajau, Rodion Sjtjedrin. Plisetskaja hefur haft áhuga á önnu Kareninu frá þvi hún lék aðalhlutverkið i kvikmynd Aleksanders Sarkiis. # HEILSURÆKTARMIÐ. STÖÐ UNDIR GLERI IFREÐMÝRUNUM Heilsuhæli munu flestir setja i samband við suðlæg sólarlönd, en fáir nefna staði eins og Tamirskaga nyrzt i Siberiu, langt norðan heimsskauts- baugs. Þó er ein slik heilsuræktarmiðstöð i 15 km fjarlægð frá borginni Norilsk i Siberiu, þar sem frost leysir aldrei úr jörðu. Allt svæðið þarna er undir gleri, heilsuhæli, gróðurlendi, tónleikasalur, kvikmyndahús, iþróttahús, jafnvel svæði til skiðaiðkana. Byggingaframkvæmdir hófust þarna á siðasta áratug, er að- streymi fólks til þessara norð- lægu slóða hófst að ráði vegna námuvinnslunnar. Um 4500 manns geta dvalizt i þessari heilsuræktarmiðstöð árlega og þessi fjöldi tvöfaldast bráðlega, þegar lokið er stækkunarfram- kvæmdum, sem unnið er að. Kostnaður við dvöl verka- manna og fjölskyldna þeirra i þessari „gróðurvin” i frcðmýr- unum, er að langmestu leyti greiddur af sjóðum verkalýðs- félaga og almannatrygginga. ☆ Hundur meöal heldri manna 1 Bandarikjunum er gefin út bók með nöfnum og upp- lýsingum um ýmislegt fyrirfólk. 1 útgáfunni 1972 er skráður hundur nokkur frá New Jersey, og þykir mörgum, sem ekki sé jafnæskilegt að vera i bókinni og ☆ ☆ áður hefur þólt, úr þvi þar er einnig hægt að lesa sér til um hunda. Hundurinn komst i bókina fyrir mistök. Eigandi hans, Bernard Rosen frá Little Silver, N.J. fékk i hendur blað, til þess að fylla út með up- plýsingum um þann eða þá, sem i bókinm eiga að verða. Fyrst fékk hann slikt blað fyrir einu ári, og setti þá nafn hundsins inn á, en þá komst hann ekki i bókina. Aftur fékk hann eyðu- blað fyrir 1972, og enn reyndi hann að koma hundi sinum i bókina. Hundurinn heitir Clause Tramme, og er oft kallaður Moosehead. A blaðið i ár setti eigandinn nafnið Claudius Trammer Van Dermot, og sleppti alveg gælunafninu. Við það flaug hvutti inn i bókina, og prýðir nú siður þess með þeim Nixon forseta og 17.000 öðrum Bandarikjamönnum. ☆ SANDURFLUTTUR UM RÖR Verkfræðingar i sovétlýð- veldinu Grúsiu hafa fundið upp nýja aöferð við flutninga á sandi og öðrum likum efnum eftir röraleiðslurnar með 30 km hraða á klukkustund. Aö loknum tilraunum hefur nú verið lögð 45 km löng sandflutn- ingarörleiðsla i tengslum við steypustöð nokkra. „Hliðar- spor” eru til þess, að „lestir” geti mætzt. Duglegt iþróttafólk Kennedy-fjölskyldan hefur alltaf haft mikinn áhuga á iþróttum. Kennedy-börn eru strax og þau geta staðið látin læra að sitja hest, renna sér á skautum og skiðum og lara i fjallgöngur. Ilér er Ted Ken- nedy og Ethel mágkona hans á skautasvellinu i Rockefeller Center i New York. Þau renna sér léttilega um svellið. Með þeim eru tvær telpur, sem ekki voru nafngreindar i mynda- lextanum.sem lylgdi myndinni. V Víldi skilja Aristoteles Onassis sagði konu sinni, Jacqueline.árið 1970, að rétt væri fyrir þau að skilja. Jackie var ekki alveg á þvi, og elti Onassis til Parisar og henti sér þar i arma hans. Þessu heldur fyrrverandi þjónn þeirra hjóna að minnsta kosli fram i bókinni — Hin stórkostlegu Onassis-hjón, en úrdráttur úr bókinni birtist i marz-blaöi McCall's timaritsins.— 1 fyrsta skipti i mörg ár varð Jackie að beygja sig og stiga niður af stalli sinum, og hegða sér eins og venjuleg kona myndi hafa gert. Eftir yfirlýsinguna fór Ari til Parisar, og skömmu siðar sá Jackie mynd af honum i blaði, þar sem hann var að borða með gömlu vinkonuninni sinni, henni Mariu Callas. Meira þurfti ekki til. Jackie flaug til Parisar. Þegar hún kom i ibúð Onassis i Paris var hann ekki heima. Hún beið i marga klukkutima, og þegar hann birtist, kastaði hún sér grátandi i arma hans. Meira þurfti ekki til. Herramennirnir sátu saman og Óli litli hafði brotið rúðu og flýtti sér nú allt hvað af tók af staðnum. En eigandi rúðunnar náði þó i hnakkadrembið á Óla: —Varst það þú strákur, sem brauzt rúð- una mina? —Já, ég gat ekki gert að þvi. Ég var að hreinsa teygju- byssuna mina, og þá hljóp skotið úr henni. voru að spila og eftir spilið segir einn: —Hvað er þetta maður, þú varst ekki með ærlegt spil á hend- inni. A hvað sagöirðu eiginlega grand? —Tvær drottningar og fimm viskýsjússa. Gummi litli er að leika sér úti i garðinum og þá kallar mamma hans: —Gummi, hvað oft á ég að segja þér,að þú átt ekki að leika þér með þessum óþægu krökkum þarna. Af hverju ertu ekki með börnunum á leikvellinum? —Af þvi þau mega ekki vera með mér! Sinn er siður i landi hverju. 1 múhammeðstrúarlöndum sér eiginkonan ekki mann sinn fyrir brúðkaupið, en hér heima sér hún hann varla eftir brúðkaupið. — Nei, mer finnst þetta ekki gott ennþá. Kinverskur meistarakokkur gift- ist danskri stúlku og þau bjuggu saman i Kaupmannahöfn i eitt ár. En dag einn fór litli Hung Wang til lögfræðings og reyndi að gera honum skiljanlegt á bjag- aðri dönsku, að hann vildi skiija við konu sina. Lögfræöingurinn spurði þá um ástæðuna og þá svaraði Hung Wang: —Ja, sko, maður sá hrisgrjónum og fá hris- grjón, maður sá korn og fá korn, yes? En maður sá gult barn og fá litið svart barn. No! DÆMALAUSI — Sú var tiðin, að hér heyrðist aldrei nokkur hávaði. Og hvað gerðist svo?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.