Tíminn - 08.03.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.03.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 8. marz 1972. mSL Raforkumál Vesturlands Nægjanleg raforka verði tryggð á hagstæðu verði - sagði Alexander Stefánsson EB-Reykjavik. A fundi sameinaðs þings síðast- liðinn fimmtudag, mælti Alex- ander Stefánsson (F) fyrir tillögu til þingsályktunar, er hann flytur, þar sem lagt er tikað skoraö veröi á rfkisstjórnina að láta fram- kvæma sem allra fyrst, I samráöi viö samtök sveitarfélaga á Vesturiandi, ftariega rannsókn á hagkvæmustu lausn raforkumála á Vesturlandi i heild, sem miðist við að tryggja þessum landshluta nægjanlega raforku, þar meö tal- ið til atvinnuuppbyggingar, svo sem I iðnaði og til upphitunar húsa. 1 upphafi framsöguræöu sinnar sagði Alexander: „Landiö okkar er stórt og erfitt land, en meöal mestu kosta þess eru hinir miklu og margvíslegu möguleikar til raforkufram- leiöslu. Hin litla þjóö hefur þegar framkvæmt stórvirki á þessu sviði, og stefna veröur markvisst að þvi, aö áöur en mörg ár líöi ráöum viö yfir nægjanlegri ódýrri raforku til alhliöa framfara og llfsþæginda og er rafmagn til hús- hitunar þar stórt mál, sem blöur úrlausnar. Raforkumálin, stórvirkjanir, orkufrekur stóriönaöur hafa veriö og eru efst á baugi með þjóöinni I dag, enda gera allir sér grein fyrir þvi, aö hér er um grund- vallaratriði aö ræöa fyrir framtlð þjóöarinnar. Hver landshluti, hvert byggðarlag hefur þvl eðli- lega tekiö þessi mál til meðferöar með þaft fyrir augum að tryggja byggöarlaginu nægjanlega og ódýra raforku. Hins vegar veröur það ljósar fyrir mönnum, þegar fariö verður aö skoöa þessi mál vandlega, aö athuga þarf þetta mál I stærri einingum I dag en gert var fyrir nokkrum árum. Aöalatriðiö er, aö fá ngjanlega örugga raforku á hagstæöu veröi, en ekki hvar virkjun er staðsett. Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi tóku þessi mál til meöferöar á ársfundi sinum 1971. Eru sveitarstjórnarmenn á Vestur- landi sammála um nauö- syn þess, aö fram fari Itarleg rannsókn á hagkvæmustu lausn raforkumála Vesturlands I heild, I fyrsta lagi til aö tryggja öllum Ibúum Vesturlands næga raforku til heimilisnota, þar meö taliö til upphitunar húsa og til atvinnu- uppbyggingar, þar meö taliö til ýmissa iöngreina.” Alexander sagöi þvi næst, aö þessi rannsókn ætti ekki síöur aö AUGLÝSING Menntamálaráöuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sviþjóðar munu á þessu ári veita nokkra styrki handa tslendingum til náms við iönfræöslustofnanir f þessum löndum. Er stofnaö til styrkveitinga þessara á grundvelli ályktunar Norðurlandaráðs frá 1968 um ráöstafanir til að gera Islenzkum ungmennum kleift að afla sér sérhæfðrar starfsmenntunar á Noröurlöndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir 1) þeim sem lokið hafa iönskólaprófi eða hliðstæðri starfsmenntun á islandi, en óska að stunda framhaldsnám i grein sinni, 2) þeim, sem hafa hug á að búa sig undir kennslu I iðn- skólum, eða iðnskólakennurum, sem leita vilja sér fram- haldsmenntunar, og 3) þeim, sem óska að leggja stund á iöngreinar, sem ekki eru kenndar á tslandi. Varðandi fyrsta flokkinn hér að framan skal tekið fram, að bæði koma til greina nokkurra mánaða námskeið og lengra framhaldsnám fyrir þá, er lokiö hafa sveinsprófi eöa stunða sérhæfð storf i verksmiðjuiðnaði, svo og nám við listiðnaðarskóla og hliðstæðar fræðslustofnanir, hins vegar ekki tæknifræðinám. Hugsanlegt er, aö I Finnlandi yrði styrkur veittur til náms I húsagerðarlist, ef ekki bærust umsóknir til náms á þeim sviðum, sem að framan greinir. Styrkir þeir, sem f boði eru, nema sjö þúsund dönskum krónum eöa jafnviröi þeirrar fjárhæðar I norskum og sænskum krónum, og er þá miöaö við styrk til heils skóla- árs. í Finnlandi verður styrkfjárhæðin væntanlega nokkru hærri. Sé styrkur veittur til skemmri tfma, breytist styrkfjárhæðin f hlutfalli við tfmalengdina. Til náms I Danmörku eru boönir fram fjórir fullir styrkir, þrfr I Finnlandi, fimm f Noregi og jafnmargir I Sviþjóð. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 5. aprll n.k. t umsókn skal m.a. skýrt frá náms- og starfsferli og tekiö fram, hvers konar nám umsækjandi hyggst stunda, hversu lengi og við hvaða námsstofnun. Fylgja skulu staðfest afrit prófskfrteina og meðmæli. Umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytið, 6. marz 1972. beinast aö þvl, aö raforkuverö á Vesturlandi yröi sambærilegt viö það sem lægst væri á öðrum veitusvæöum i landinu. A þetta átriði þyrfti að leggja sérstaka áherzlu. Það yröi að teljast i alla staöi réttlætismál, aö rafmagns- veröið yröi það sama um land allt. Alexander geröi grein fyrir, hvernig raforkumálin væru nú á Vesturlandi. Ástandið væri þannig, aö brýn þörf væri á þvi, að finna hagkvæma lausn raf- orkumála kjördæmisins. I lok ræðu sinnar sagöi Alexander ma.a.: Samtenging ails orkusvæðisins. „Margar hugmyndir og ráöa- gerðir eru uppi um þessi mál eins og hér hefur þegar komiö fram, t.d. virkjun viö Kljáfoss I Hvitá i Borgarfiröi, sem gæti oröiö 10-12 MW aö stærð. Hefur farið fram nokkur athugun á þeim virk- junarmöguleikum. Liggur fyrir áætlun um c.a. 160-170 millj. kr. virkjun. Sú virkjun gæti veriö rekin I nánum tengslum viö Andakilsárvirkjun meö fjar- stýringu og er af mörgum talin hagstæö virkjun. Þá hafa me'nn talaö um virkjun viö Hraunsfjaröarvatn á Snæ- fellsnesi sbr. þingsályktunartil- lögu 4. þingmanns Vesturlands (Friðjóns Þóröarsonar), sem hér hefur veriö höfö framsaga um. Frumathugun á þessari virk- junarhugmynd hefur fariö fram, án þess þó aö upplýst sé um niöurstööur hennar. Nú þegar hafa komlö fram hörö mótmæli gegn þessari virkjunarhugmynd frá aðalfundi Veiðifélags Straumfjaröarár, en Straum- fjaröará á Snæfellsnesi er mjög góö laxveiöiá. Hafa bændur 12 lögbýla, sem land eiga aö ánni, haft allgóðar tekjur af leigu ár- innar. Straumfjaröará hefur vatnsmagn sitt aö mestu úr Hraunsfjaröar- og Baulárvalla- vötnum. Ekkert afrennsli, svo að afgerandi sé, er úr nefndum vötn- um annaö en I Straumfjarðará, sem rennur til suðurs. En ef virk- jun viö Hraunsfjaröarvatn á að veröa möguleg, þarf að veita þessum vötnum noröur af fjall- garðinum. Er þá nokkuð ljóst, að þá er Staumfjaröará úr sögunni sem laxveiöiá. Þarf aö gefa þessu atriði mjög mikinn gaum. Þá kemur sterklega til greina sem lausn þessara mála, sam- tenging alls orkusvæðisins, þ.e. Vesturland meö linu frá Lands- virkjun’’ Lögum um ítölu verði breytt. A fundi i neöri deild á mánu- daginn, mælti Björn Pálsson (F) fyrir frumvarpi þvi,sem hann flytur um breytingar á lögum um itölu. Lagði flutn- ingsmaöur i ræöu sinni áherzlu á aö itölulögunum yröi komið i þannig horf,að þau væru framkvæmanleg. Auk þess tóku Ingólfur Jónsson (S) og Pálmi Jónsson (S) til máls. Varnir gegn síga- rettureykingum. Jón Skaftason (F) hefur lagt svohljóðandi fyrirspurn fram til heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra: „Hvað hefur verið gert til þess að hrinda i framkvæmd samþykkt Alþingis frá 2. marz 1972 um varnir gegn sigarettu- reykingum?” Efling landhelgis- gæzlunnar. Jóhann Hafstein (S) og Geir Hallgrimsson (S) hafa lagt fyrir Sameinað þing tillögu til þingsályktunar um, að ríkis- stjórninni verði falið aö hefja nú þegar undirbúning aö byggingu nýs varðskips til landhelgisgæzlu. Skal byggingu varðskipsins hraöaö svo sem veröa má og gerö og stærö þess miöuð við fyrir- hugaða útfærslu fiskveiöiland- helginnar hinn 1. september 1972. Jafnframt láti ríkis- stjórnin gera áætlun um al- hliða eflingu Landhelgis- gæzlunnar á næstu árum. úttekt á rfkis- stofnunum. Inga Birna Jónsdóttir (SFV) og Bjarni Guðnason (SFV) hafa lagt fyrir Sameinað þing svohljóðandi þingsályktunar- tillögu: „Alþingi ályktar aö fela rikisstjórninni að skipa þriggja manna nefnd til að kanna og gera úttekt á ráðu- neytum, rikisstofnunum og embættismannakerfi og gera tillögu til úrbóta, Verkefni nefndarinnar skulu vera m.a. eftirfarandi: 1. Aö kanna hlutverk og verkaskiptingu ráðuneyta og rikisstofnana. 2. Að rannsaka nýtingu vinnuafls og vinnubrögö i ráðuneytum og opinberum stofnunum i þvi skyni að auka vinnuhagræðingu. 3. Aö taka til athugunar hús- næðismál ráöuneyta og rikis- stofnana. Sérstaklega skal kannaö hvort æskilegt sé, að hið opinbera gerist i æ rikari mæli leigutaki hjá einka- aðilum i stað þess aö reisa eigið húsnæði. 4. Að gaumgæfa, hvort ekki sé unnt að koma á auknu stjórnunarlýðræði við ráðu- neyti og rikisstofnanir, og i þvi sambandi, hvort ekki sé æski- legt, að forstöðumenn ráðu- neyta og rikisstofnana verði ráðnir til skamms tima i senn. 5. Aö finna leiðir til að veita almenningi greiðari aðgang að ráðuneytum og rikis- stofnunum. Endurskoöun bankakerfisins. Sömu þingmenn hafa lagt fyrir Sameinað þing þings- ályktunartillögu um,að rikis- stjórninni verði falið aö hef- jast þegar handa um endur-_ skoðun bankakerfisins, i þvr skyni m.a. að vinna að sam- einingu banka og fjár- festingarsjóða og koma á vinnuhagræðingu og sparnaöi í bankarekstrinum. Samkeppni um teikningar. Ellert B. Schram (S) hefur lagt svohljóðandi tillögu fram i Sameinuðu þingi: „Alþingi ályktar aö fela rikisstjórninni að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 63/1970 um skipan opinberra fram- kvæmda, þar sem kveðið skal á um, aö efna skuli aö jafnaði til samkeppni um teikningar af opinberum byggingum.” EB. BOTAGREIÐSLUR Almannatrygginganna i Reykjavik. Otborgun ellilifeyris i Reykjavik hefst að þessu sinni fimmtudaginn 9. marz. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS RHEYHLEÐSLUVAGNAR 18 og 24 rrf BEZTU KAUPIN Á MARKADNUM ÞOR HF REYKJAVIK SKÓLAVÖRÐUSTÍG 25 TRAKTORAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.