Tíminn - 10.03.1972, Qupperneq 1

Tíminn - 10.03.1972, Qupperneq 1
 EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR Landhelgis- rit á ensku KJ — Reykjavík Myndin hér að ofan er á baksiðu litprentaðs kyn- ningarrits um landhelgis- tnálið á ensku, sem rikis- stjórnin hefur gefið út og verður m.a. sent 500 völdum, erlendum blöðum i 125 rikjum. Rit þetta nefnist „Iceland and the Law of the Sea”, og er höfundur ritsins Hannes Jónsson blaðafull- trúi rikisst jórnarinnar. Myndin sýnir landgrunnið umhverfis Island. 1 ritinu er m.a. gerð grein fyrir efnahagslegri þýðingu fiskveiða fyrir þjóðarbúskap Islendinga: bent á hættuna af ofveiði við Island: rakin söguleg þróun hugmynda fræðimanna um viðáttu landhelgi: skýrt frá baráttu tslendinga á alþjóðavett- vangi fyrir þróun þjóðar- réttar varðandi viðáttu fisk- veiðimarka strandrikja, talin upp hin mismunandi landhelgismörk, sem gilda viða um heim i dag: sýnt fram á, að engin alþjóðalög eru i gildi i dag um viðáttu landhelgi og engin alþjóða- lög banna útfærslu landhelg- innar við Island i 50 milur, talin upp þjóðréttarfraéðileg og efnahagsleg rök, sem styðja útfærslu fiskveiði- markanna við Island, og fleira. t ritinu eru 6 tölutöflur með upplýsingum um islenzkan sjávarútveg. Kynningarritið er 48 siður auk litprentaðrar kápu i stóru broti, prýtt fjölda lit- mynda, myndrita og teikninga, og eru röksemdir tslands i landhelgismálinu kynntar i máli, myndum, myndatextum og mynd- ritum. Atvinnumennska í íslenzkum íþróttum ? Mikil óánægja er meðal reyk- viskra iþróttaforustumanna með ásókn utanbæjaraðila i reykvíska iþróttamenn. Sjá iþróttasíðu bls. 16. Eina ráðið að dæla loðnunni í sjóinn — segja skipstjórarnir á Súlunni og Helgu Guðmundsdóttur, sem hafa beðið eftir löndun i Reykjavik í þrjá sólarhringa, meðan aðrir bátar hafa landað að vild. ÞÓ—Reykjavik. Þo svo, að hinar ýmsu loðnuverksmiðjur á Suður- og Suðvesturlandi hafi lýst þvl yfir á sinum tíma, aö loðnubátarnir fengju löndun eftir þeirri röð, sem þeir kæmu til hafnar, þá hafa þær ekki staðiö við þau orö sin. Siðasta dæmið um óafsakanlegt framferði forráðamanna verksmiðjanna, er að Súlan EA og Helga Guðmundsdóttir BA, hafa þurft að liggja i Reykjavik frá þvi á þriðjudagsmorgun og enga löndun fengið. Á sama tima hafa einhverjir „Klettskliku” bátsrgetað landað að vild i Reyk- javik. Nú er svo komið, að ef Súlan og Helga Guðmundsdóttir fá ekki löndun strax, eru mestar likur á þvi, að loðnunni verði að dæla i sjóinn, þar sem stutt er i það, að hún verði ónýt. Timinn hitti, þá Hrólf Gunnars- son, skipstjóra á Súlunni og Filip Höskuldsson, skipstjóra á Helgu Guðmundsdóttur að máli i gær. Þeir Hrólfur og Filip sögðu, að Súlan hefði komið kl. 2 aðfarar- nótt þriðjudags til Reykjavfkur, en Helga Guðmundsdóttir hefði komið á þriðjudag. Þegar bátarnir komu til Reykjavikur voru Asgeir, Asberg, Gisli Arni og Þorsteinn að landa, og fengu þeir hana strax og gátu þá farið út. Stuttu seinna kom Reykjaborgin inn til löndunar og var hún tekin fram fyrir Súluna og Helgu, Siðan koma þeir Asberg, Asgeir, Gisli Arni og Þorsteinn aftur inn til löndunar og fengu hana strax, en Helga og Súlan voru látnar biða áfram. Það, sem okkur undrar mest, sögðu Hrólfur og Filip, er, að á sinum tima gaf verksmiðjan i Reykjavik tilkynningu, sem m.a. birtist i fréttum blaðanna, að eftirleiðis yrðu bátarnir teknir til löndunar eftir þeirri röð, sem þeir kæmu til hafnar. Að auki sagði Jónas Jónsson, framkvæmda- stjóri Sildar og fiskimjölsverk- smiðjunnar, við útgm. Helgu Guðmundsdóttur i fyrradag, að jafnt yréi látið ganga yfir alla. Ekki hefur hann staðið við þau orð sin. Að auki hefur hann haldið þvi fram, að bátarnir hafi ekki verið „meldaðir” til löndunar, sem er tóm vitleysa, enda báðir bátarnir skráðir i dagbókina hjá Grandaradiói. Sem kunnugt er þá borgar Verðjöfnunarsjóður hluta i loðnu- veröinu og teljum við, að þegar svona aðferðum er beitt, þá geti forgangsbátar ekki notið hans. Eöa er Verðjöfnunarsjóður ekki eign allra sjómanna? í fyrrinótt fengu þeir Hrólfur og Filip til- kynningu um, að 100 tonn yrðu tekin af hvorum bát, en það gagnaði litið, þar sem Súlan var með 450 tonn og Helga Guð- mundsóttir 350. Að lokum spurðum við skip- stjórana: Hvað getið þið gert við loðnuna, ef þið fáið ekki löndun i nótt eða i dag? — Eina ráðið, sem við höfum, úr þvi sem komið er, er að dæla loðnunni i sjóinn. Loðnan yrði löngu ónýt áður en við værum komnir með hana til verksmiðjanna fyrir norðan eða austan. Með þessu teljum við, að sé verið að henda fengnum gjald- eyri frá hinu opinbera. Hér eru skipstjórarnir Hrólfur Gunnarsson, skipstjóri á Súlunni, til vinstri og Filip Höskuldsson á Helgu Guðmundsdóttur. 1 baksýn eru Súla og Helga Guðmundsdóttir. (Timamynd Gunnar) A/kötío/tvéía/t ALjf iwmtwiKii, hmumtuti u. tím ium ^IERA kæli- skápar V Málin rædd í landhelgis- nefndinni EB — Reykjavik. Jóhann Hafstein kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi I gær og óskaði eftir þvi, að fjallað yrði I landhelgisnefndinni um þær yfirlýsingar, sem fram hafa komið af hálfu ráöamanna Bret- lands og V-Þýzkalands um út- færslu landhelginnar. ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, sagði að þessi ósk þing- mannsins væri sjálfsögð og eðli lcg. Yrði landhelgisnefndin kölluð saman strax eftir helgi þar sem fjallað yrði um þessi mál. Forsætisráðherra sagöi enn- fremur, að rikisstjórnin biði eftir formlegum orðsendinum frá stjórnvöldum Bretlands og V- Þýzkalands um málið — og það væri ýmislegt, sem þörf væri að fá skýringar a' i sambandi við málið. — Ég hef lagt á það áherzlu, einnig i viðtölum, sem ég hef átt við fulltrúa þessara rikja, að við- tölum yrði haldið áfram og ég vona að svo verði, sagði forsætis- ráðherra. Og að lokum sagði hann: — A þessu stigi sé ég að öðru leyti ekki ástæðu til að gefa opin- berar,yfirlýsingar, nema hvað ég get að sjálfsögðu visað til þess, sem sagt hefur verið i samþykkt Alþingis og orðsendingu rikis- stjórnarinnar, að samkomulagið við Breta og V-Þýjóðverja frá 1961 eigi að áliti Alþingis og islenzku rikisstjórnarinnar ekki lengur við Island sé þvl sam- kvæmt þvi samkomulagi ekki skuldbundið til þess að hlita lög- sögu Alþjóðadómstólsins. Loðnan: Austfjarða- verksmiðjur taka á móti ÞÓ—Reykjavik Loðnuverksmiðjur frá Vest- mannaeyjun til Breiðafjarðar hafa ákveðið að hætta móttöku loðnu frá kl. 24 sunnudaginn 12. marz. llinsvegar munu loðnu- verksmiðjur á Austfjörðum halda áfram móttöku loðnu, enda hefur engin verksmiðja þar talið ástæðu til að hætta móttöku, þó svo að vcrð það, sem Verð- jöfnunarsjóður greiðir fari lækk- andi dag frá degi. Sumar þeirra verksmiðja, sem ákveðið hafa að hætta móttöku loðnunnar, munu ekki taka á móti neinni loðnu frekar, þar sem allar þrær hjá þeim eru yfirfullar. 1 fréttatilkynningu frá þessum verksmiðjum segir, aö ákvörðun þessi sé tekin vegna þess, að starfsgrundvöllur verksmiðjanna sé brostinn, og gifurlegt verðfall hafi orðið á loðnuafúrðum. Þær verksmiðjur, sem- hætta móttöku loðnu, eru: Fiskimjöls- verksmiðja Einars Sigurðssonar h.f. Vestmannaeyjum, Fiski- mjölsverksmiðjan Vestmanna eyjum, h.f., Meitillinn h.f., Þorlákshöfn, Fiskimjöl og lýsi h.f., Grindavik, Útgerðarstöð Guðmundar Jónssonar, Sand- Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.