Tíminn - 10.03.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.03.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. marz 1972. TÍMINN 3 L Stærsta sjónvarpslausa svæðið er í Alftafirði Margar endurvarpsstöðvar teknar í notkun í vetur SJ— Reykjavik Ný endurvarpsstöð sjón- varps að Bjargi i Miðfirði var tekin i notkun 2. marz s.l. Stöð þessier 1. watt að styrkleika og þjónar Núpsdal, en þar hafa útsendingar sjónvarps ekki sézt til þessa, Vesturdal og Heggsstaðanesi. Allmargar endurvarpsstöðvar hafa verið teknar í notkun í vetur, og vonast þeir, sem að þessum málum vinna, til að þær hafi orðið til þess að gera fólk ánægðara með þjónustu sjón- varpsins. Nú eru það aðeins tiltölulega litil svæði,þar sem ekki sést sjónvarp. Hið stærsta þeirra er Alftafjörður eystri og nær til 13 sveitabæja. Nokkur fleiri smásvæði hafa ekki sjónvarp enn af land- fræðilegurry'þrsökum, allt upp i um 10 BÆIR $A ^ Nokkur fleir smásvæði hafa ekki sjónvarp enn af land- fræðilegum orsökum, allt upp i um 10 bæir á hverjum stað og viða eru 1—2 bæir, þar sem ekki sést sjónvarp. Radió- tæknideild Landsimans mun vinna að þvi að bæta úr þessu eftir fremsta megni með byggingu endurvarpsstöðva. Sjónvarpsáhorfendur á Austfjörðum verða oftar en aðrir landsmenn fyrir barðinu á bilunum á endurvarps- stöðvunum. í Grimsey sjást útsendingar sjonvarpsins ekki eins vel og ákjósanlegt væri, en endurvarpsstöð á Húsa- vlkurfjalli mun væntanlega bæta úr þvi. Hún átti að risa i vetur, en verktakar fengust ekki, svo framkvæmdum var frestað þangað til i sumar. fok"ð:ðarÞingi Frumvörp að jarðræktarlögum og búfjárræktarlögum lögð fyrir Alþingi AK.Rvik. — Búnaðarþingi lauk á mánu- daginn var og hafði þá staðið I 22 daga, en upphaflega var ráðgert þriggja vikna þing. Þingið gerði ályktanir um eða afgreiddi alls 35 mál, en 39 erindum var beint til þess. Meðal þeirra mála, sem þingið fjallaði um, var búnaðar- menntunin I landinu, eins og áður hefur verið greint frá. Búnaðar- þingið I fyrra markaði stefnu um að gera þennan áratug að sér- stökum baráttutima I menningar- sókn bændastéttarinnar, og milli- þinganefnd I þvl máli lagði álit sitt fyrir þetta þing. Hefur áður verið sagt frá ályktun þingsins um það mál, og þingið ákvað skipun nefndar til þess að endur- skoða lög um búnaðarskóla. Þá var og I fyrra efnt til endur- skoðunar á helztu lagabálkum, er varða landbúnað, og frumvörp um breytingar á þeim lágu fyrir þessu þingi og þingið f jallaði itar- lega um þau. Þessi frumvörp verða væntanlega lögð fyrir Alþingi það, sem nú situr. Timinn hefur þegar skýrt frá ýmsum helztu ályktunum þingsins, en nokkrar eru eftir, og verða þær birtar eða aðalefni þeirra næstu daga. Viðskiptafræðinemar ræða sjávarútveg í Eyjum Félag viðskiptafræðinema við Háskóla fslands heldur ráðstefnu I Vestmannaeyjum dagana 10—12 Gamlar góðar bækur fyrir gamlar góóar krónur SILLA OG VALDA- HÚSINU ÁLFHEIMUM marz n.k., þar sem fjallað verður um efnið: „Islenzkur sjávarút- vegur.” Rúmlega þrjátiu nemendur ásamt prófessorum munu sækja ráðstefnuna, en auk þeirra hefur verið boðið úr Vestmannaeyjum ýmsum framámönnum i sjávar- útvegi og skyldum greinum. Dagskrá verður skipt i funda - höld og kynnisferðir i fyrirtæki. Frummælendur verða þeir: Björn Guðmundsson form. út- vegsbændafélags Vestmanna- eyja, Kjartan B. Kristjánsson, verkfræðingur og Guðmundur Karlsson.framkvæmdastjóri. Vigdis Finnbogadóttir. Iðnóstjóri SJ—Reykjavik. Stjórn Leikfélags Reykjavlkur samþykkti samhljóða á fundi 4. marz s.l. að ráða Vigdisi Finn- bogadóttur sem leikhússtjóra til næstu þriggja ára, frá 1. sep- tember n.k. Stjórnin ræður leik- hússtjóra til þriggja ára i senn, og þarf samþykki aðalfundar félags- ins til. I samræmi við það verður ákvörðun stjórnárinnar lögð fyrir næsta aðalfund LR, en hann er venjulega i lok leikárs. Vigdis er menntaskólakennari og hefur einnig starfað mikið hjá Ferðaskrifstofu rikisins. Hún er einn af umsjónarmönnum Vöku, sjónvarpsþáttar um menningar- mál, og hefur séð um frönsku- kennslu I sjónvarpi. iiiifiiiiiíiiiiii!....::uii m Afbrot þróast Eitt af þvi, sem mannskepnan tekur ekki með i reikninginn, þegar hún er að spá fyrir um þróunina i heiminum, hvort heldur það er nú gert i tölvu eða á einhverri málaþrunginni ráðstefnunni, er sú staðreynd, að taki eitt þróun,. þróast annað, einnig það, sem talið hefur veriö fáránlegast i fari manna svo sem glæpir. Það er alltaf verið að spá útrýmingu lifs á jörðinni vegna menginar og óffjölgunar og of- nýtingar á alla grein, en minna er gertaðþvi að fjalla um þróunina, sem hefur orðið í giæpum siðustu áratugina. Sú þróun segir óhugnanlegri sögu, sem stendur okkur nær, en ýmislegt það sem menn þykjast geta merkt úti við sjóndeildarhringinn. Hér á landi fara ýmiskonar óreiðuglæpir og smærri afbrot hrfðvaxandi. Að visu er ekki mikið um manndráp, en alveg nóg samt, og gott ef þau hafa ekki einnig færzt i aukana. Meöal milljónaþjóða margfaldast þetta svo allt, og fylgir þvi slikur óhug- naður, að fólk veigrar sér jafnvel við að ferðast til ákveðinna landa af ótta við að fá hnif i kviðinn. Stjórnleysi af þessu tagi á sér rætur i manneðlinu og eðli sam- félagsins. Uppeldishættir á þessari öld, svo tekið sé dæmi, eru ekki því marki brenndir, að þeir i sjálfu sér dragi úr þeirri óheillaþróun, sem virðingarleysið fyrir öðrum skapar. Segja má,að ófarnaðurinn i sambúðarmálum manna byrji með fyrstu skrefum þeirra. Og eftir þvi sem sam- félagið er uppiýstara og fyllra af þeim kenningum, sem i stöðugt rikara mæli koma i staðinn fyrir eðlileg viðbrögð uppalenda, þeim mun meira ber á vandamálum, sem eiga rót að rekja í marg- vislegu hömluleysi. Fólk full- orðnast nú til dags, án þess að hafa nokkurntima lært grund- vallaratriði sæmilegrar um- gengni. Misgæfir sálfræðilegir kuklarar og hómópatar gætu kannski gefið sinar skýringar. Þótt við höfum ekki af alvar- legri hliðum þessarar þróunar að segja, er ekki hægt að segja annað en viö eltum i þessum efnum eins og öðrum. Sem betur fer getur fólkið gengið hér nokkurn veginn óhult um á götum, án þess að vera stungið i kviðinn — I mesta lagi fær það pústra og eitthvað af klámi yfir sig. En þar sem áður var látið duga að sálga einum og einum sakleysingja, er nú hafin stór- styrjöld við þá vesalinga, sem herja á heila hópa I einu undir yfirskini f j á r k ú g u n n a r . Sprengjuæðið I farþegaflug- vélum, sem nú stendur yfir, er viss árangur þeirrar þróunar á öllum sviðuin manns og um- hverfis, sem státað hefur verið af til þessa. Það kemur bara á daginn, að hún felur I sér mögu- leika á fjöldamorðum, sem áður þekktust ekki. Þannig virðist maðurinn enn vera langt á eftir sköpunaróskum sinum. Svarthöfði ÁVINNSLUHERFI Ávinnsluherfin vinsælu væntanleg innan tíðar — Sendið pantanir sem fyrst. ÞÖR HF • REYKJAVIK SKÓLAVÖRÐUSTÍG 25 TRAKTORAR Laust starf Starf skrifstofustúlku við lögreglustjóra- embættið i Reykjavik er laust til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfs- manna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist embættinu fyrir 1. april n.k. Lögreglustjóraembættið i Reykjavik, 8. marz 1972. Sigurjón Sigurðsson. LÍFEYRISSJÓÐUR Félags starfsfólks í veitíngahúsum Akveðið hefur verið að veita lán úr sjóðnum á þessu ári. Umsóknum skal skila til skrifstofu félagsins, Óðinsgötu 7, fyrir 31. marz, 1972. Umsóknareyðublöð eru afhent á sama stað. STJÓRNIN. Skemmtilegt útvarp með 4 bylgjum, FM, SW, LW, MW. 11 transitorar, 7 díóður og 1 afriðill. Djúpur bassa hátalari og einn hátóna hátalari. Styrk og tónstillar. Tengingar fyrir plötuspilara, segulband og auka hátalara. Verð 8550.00. Kaupið aðeins vandaða vöru. Sérstaklega þeg- ar um er að ræða t.d. fe/ðaviðtæki, segulband eða sjónvarp. Og síðast en ekki síst STEREO- hljómtæki. Vandið valið. Komið og kynnist vörum frá ITT SCHAUP-LORENZ. Ödýrt en vandað. Verzlunin Garöastræti 11 sími 20080

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.