Tíminn - 11.03.1972, Page 1

Tíminn - 11.03.1972, Page 1
 PLÖTUR FUKU í 8 VIND- STIGUM A AKUREYRI Vertíðin komin í fullan gang: Aflabrögðin hafa verið lang bezt við Breiðafjörð •i ÞÓ—MHG — Reykjavik. Nú er vetrarvertiðin komin i fuilan gang, og eru aflabrögð ákaflega misjöfn. Langbeztu aflabrögðin hafa verið i Breiða- firðinum fram til þcssa, og á flestum stöðum þar er aflinn orðinn helmingi meiri en á sama tima i fyrra. Aftur á móti er aöra sögu að segja frá stöðum Sunnanlands: þar er aflinn yfirleitt miklum mun minni en á sama tima i fyrra, er t.d. rúmum S000 lestum minni i Grindavík en á sama tima á siðustu vetrarvertið. Þá hafa ógæftir verið mjög miklar allt frá Hornafirði til Breiðafjarðar, og hafa bátarnir oftast þurft að draga fiskinn tveggja nátta, og vita allir hvernig vara sá guli er, þegar hann hefur verið allan þann tima i netunum. Timinn hafði i gær samband við fréttaritara sina á nokkrum verstöðvum, og fara frásagnir þeirra hér á eftir. Fiskurinn uppi við landsteina Mikill annatimi stendur nú yfir i Rifi á Snæfellsnesi, þvi að, þar erafli með ágætum, en á hinn bóginn mannekla. 1 gær, 8. marz, var aflinn frá 10 til 40 smál. á bát. Fiskurinn af heimabátunum er allur unninn i Rifi, en af bátum Sigurðar Agústssonar, sem einnig landa þar, er honum ekið til vinnslu inn i Stykkis- hólm. Um siðustu mánaðamót var 700 smái. meira af fiski komið á land i Rifi en á sama tima i fyrra. Heita má, að unnið sé nótt með degi. Og fiskurinn gengur upp i land steina. ,,Ég hef verið hér i 17 ár og á ' bbbhhhhb þvi timabili hefur það aldrei komið fyrir að fiskur hafi gengið svona nærri landi”, sagði Leifur Jónsson i Rifi við okkur i gær. Hafa þurft að senda fiskinn frá sér. Agætur afli hefur verið i Stykkishólmi að undanförnu, að þvi er þeir i frystihúsi Kaupfélagsins upplýstu okkur um. Hjá þvi leggur nú upp einn bátur og er hann búinn að fiska 300 smál., sem er mjög gott, þvi hann hefur ekki verið nema tæpan mánuð að veiðum. Eru aflabrögðin langtum betri nú en i fyrra. Ekki hefur ávallt hafzt undan að gera að aflanum vegna manneklu. Af þeim sökum hefur það hent, að senda hefur orðið fisk frá Stykkishólmi bæði til Akraness og Grundarfjarðar. Um aðkomufólk er litt eða ekki að ræða i Stykkishólmi, enda hefur heimamönnum að jafnaði hingað til tekizt að ^vinna úr þeim afla, sem að landi hefur borizt. Enn kemur svo til, að rýmra er nú um atvinnuval en oft áður og leitar fólk þá eðlilega frekar eftir þeirri atvinnu, sem tryggari er en vinna við sjáv- afaflann. 33 lestir i róðri Reytingsafli er nú hér i Ólafsvik og hefur svo verið að undanförnu, sagði Guðbrandur Guðbjartsson, þegar blaðið náði tali af honum i gær. Hafa fengizt þetta 15 til 33 smál. á bát i róðri, en 24 bátar leggja hér upp, 17 stærri en 7 af minni gerð. En þó að Guðbrandur vildi nú ekki taka dýpra i árinni en svo að tala um reytingsafla þá lét hann þess þó getið, að helmingi meiri afli hefði verið kominn á land i Ólafsvik um siðustu mánaðamót en á sama tima i fyrra, eða 2939 smál. nú á móti 1532 smál. þá. Um næstliðin mánaðamót höfðu 5 aflahæstu bátarnir fiskað sem hér segir: Jökull, 282 smál., Matthildur 241 smál., Lárus S—Sveinsson, 231 smál. Halldór Jónsson, 221 smál. og Stapafell, 217 smál. t gær lék afli bátanna frá 8 og upp i 33 lestir. Fiskur gengur nú hér óvenju grunnt, og er þvi stutt að sæk- ja. Hingað vantar fólk, bæði til vinnu i landi og á bátana. Og ekki bætir úr skák að nú erum við að verða saltlausir, og standa ekki vonir til að úr þvi rætist fyrr en um miðjan mánuð. Sifelldar landlegur. A viktinni i Grindavik fengum við þær upplýsingar, að afli hefði verið mjög tregur. Meira en 70 bátar eru nú gerðir út frá Grindavik, og bezti aflinn fram til þessa er 18 tonnf róðri. Annars helur þótt gott að fá 10 tonn af tveggja nátta fiski, en oftast hefur það verið svo, að bátarnir hafa þurft að draga tveggja nátta, vegna tiðar farsins. — 1 dag er landlega, — rétt einu sinni, sagði viktarmaður- inn, — og allir bátar i höfn. Heildaraflinn er meira en þrjú þúsund tonnum minni en á sama lima i fyrra. Vantar fólk. Vertiðin hér á Patreksfirði hefur gengið mjög vel, og er Framhald á bls. 15 ISSÍ Mjög aukin umsvif Menntamálaráðs: Veita milljón í „list um landið” og hálfa milljón í kvikmyndagerð SB—Reykjavik. Mikið hvassviðri varo> Akureyri i gær, og mældist meðalvindhraði á 10 minútum um 38. hnútar. Þegar vrst var. En það munu vera rúm 8 vindstig. geitthvað fauk af húsum, aðallega i Glerár- hverfi og syðri Orekkunni. Þá munu plötur viða hafa losnað á húsum. Att var á sunnan fyrst i gærmorgun, en snerist siðan til suð-vesturs. Mjög hvasst getur orðið á Akureyri i suð-vestanátt. Skattaf rumvörpin milli deilda EB—Reykjavik. Skattafrumvörp rikisstjórnar- innar voru i fyrradag afgreidd milli þingdeilda. A mánudaginn verður svo 1. umræða um tekju- og eignarskattsfrumvarpið á fundi I efri deild, og sama dag verður 1. umræða um tekju- stofnafrumvarpið i neðri deild. Nixon vinsæll NTB—Washington. Nixon er nú vinsælli hjá Banda- rikjamönnum en hann hefur verið siðan i árslok 1970, að þvi er kemur fram I Gallup-könnun, sem fram fór, eftir að forsetinn kom heim frá Kina. 56% þjóöar- innar eru ánægð með verk hans i Hvita húsinu. SJ—Reykjavik Menntam álaráð hefur gert fjárhagsáætlun fyrir árið 1972, en það hefur nú rýmri fjárráð en áður, eða 6,4 milljónir króna i stað 4,4 miiljóna árið 1971. Þá eru komnar út tvær fyrstu bækurnar i alfræðisafni Menningars jóðs, Stjörnufræði—Rimfræði, sem dr. Þorsteinn Sæmundsson hefur samið, og Bókmenntir eftir Hannes Pétursson skáld. Formaður Menntamálaráðs skýrði á blaðamannafundi i gær frá fyrirhugaðri starfsemi ráðsins, sem nú er ætlunin að verði viðtækari en áður. Helztu nýiungar eru að 500.000 kr. verður varið til kvikmyndagerðar. Og verða væntanlega auglýstir tveir styrkir fyrir kvikmyndagerðar- menn, sem þó mætti veita i einu lagi: eru þeir. hugsaðir sem vinnu tilboð. Þá verður 1 milljón kr. varið til að fara með list umlandið. t ráði er að skipuleggja dagskrár með sem flestum listgreinum og koma þannig til móts við áhuga fólks úti á landsbyggðinni og gera listamönnum kleift að kynna þvi verk sin. 250,000 kr. verður varið til tónlistar, sennilega hljómplötuútgáfu i samráði við tónverkamiðstöðina. Menntamálarað hefur einnig ákveðið að veita allt að 800.000 kr. i dvalarstyrki til listamanna, og er gerl ráð fyrir að 10 menn geti hlotið 80.000 kr.. sityrk hver Framhald á bls. 15 2 nýir Fokkerar næsta sumar Þó—Reykjavik. Að öilum likindum munu tvær Kokkcr friendship skrúfuþotur bætast við flug- flota lslendinga á vori kom- anda. Þessar vélar hafa ver- ið i eigu japanska flugfélags- ins All Nippon. Það er Flug- félag tslands og Landhelgis- gæzlan, sem hafa verið að athuga með kaup á þessum vélum, en þær eru likar Fokkerum Flugfélagsins, nema hvað þær eru með sterkari hreyfla. Tveir menn frá Flugfélagi islands hafa verið i Japan að undanförnu. Eru þeir nú komnir heim og liafa gefið umsögn sina um vélarnar til Flugfélagsins. Um þessar mundir er verið að athuga öll göng varðandi vélarnar, og mun t.d. Flug- félag Islands taka sina ák- vörðun mjög fljótlega, enda stefnir félagið að þvi að eign- ast nýjan Fokker fyrir vorið. Myndin er af Fokker-vél F.i.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.