Tíminn - 11.03.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.03.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. marz 1972. TÍMINN Myndin var tekin á aöalfundi Osta- og smjörsölunnar, sem haldinn var I gær. (Timamynd G.E.) Blaðamannafélagið ætlar að safna fyrir hjartabíl til minningar um Hauk Hauksson blaðamann KJ-Reykjavik. Blaðamannafélag tslands hefur ákveöiö að gangast fyrir fjársöfn- un til kaupa á fullkomnum sjúkrabil, sem sérstaklega verö- ur útbúin fyrir hjartasjúklinga. Söfnun þessi fer fram til minning- ar um Hauk Hauksson blaða- mann, sem lézt fyrir ári, og hefur eiginkona hans Margrét Schram lagt fram eitt hundrað þúsund króna stofnframlag. Arni Gunnarsson formaöur Blaðamannafélags tslands skýrði frá þessari ákvörðun stjórnar félagsins á blaðamannafundi i dag, en þar voru viðstaddir Björn Tryggvason formaður Rauða kross tslands, Eggert Asgeirsson framkvæmdastjóri RKÍ og Sigurður Samúelsson prófessor fulltrúi Hjartaverndar. Bflar eins og hér um ræðir, eru orðnir algengir víða um lönd, og eru ekki aðeins notaðir I sam- bandi við hjartasjúklinga, heldur einnig t.d. þegar um drukknanir, raflost, eitranir og fleira er að ræða. Arið 1969 fóru bilar sem þessir I 1400 útköll I Osló, og þar af var einn þriðji útkallanna vegna hjartasjúklinga. Þá fór bfllinn I 12 útköll vegna drukkn- ana, og í sex tilfellum var hægt að lifga fólkið við. Prófessor Sigurður Samúelsson sagði á blaðamannafundinum, að : A blaðamannafundinum i gær. F.v. Björn Tryggvason, Eggert As- geirsson og Sigurður Samúelsson. (Timamynd G.E.) einn þriðji af öllum dausföllum hér á landi mætti rekja til krans- æðastiflu eða þess háttar sjúk- dóma. Samkvæmt könnun, sem gerð hefur verið, létust alls 340 manns úr kransæðastiflu og hjartasjúkdómum á höfuðborgar- svæðinu 1971, og þar af létust 70 skyndilega heima hjá sér, en ef hjartabill hefði verið fyrir hendi hér, heföi örugglega mátt bjarga mörgum. Bifreið eins og hér um ræðir, með öllum húnaði kostar tæpar þrjár milljónir króna, og er þá reiknað með mjög fullkomnum búnaði i honum. Fjárframlögum i söfnun þessa verður veitt móttaka hjá öllum dagblöðunum. Eins og kunnugt er, rekur Rauði kross Islands sjúkrabifreiðar i Reykjavik, og verður þessi hjartabill afhentur RKl ril rekstrar og umsjónar. Fólk vantar til vinnu á Blönduósi JT—Blönduósi. Hér er nú yfirdrifin atvinna og væri nær lagi að segja að fólk vantaði fremur en að þvi væri of- aukið. Er ýmislegt, sem að þessu stuðlar og ekki hvað sizt hið óvenju góða tfðarfar i vetur. Hægt hefur verið að vinna að byggingum, sem á sumardegi. Og hér hefur mikið verið byggt. A árinu sem leið voru t.d. 24 ibúðar- hils i smiðum. Þá var og reist viðbygging við gagnfræðaskólann og tekin i notkun i haust. Enn er þó eftir að ganga frá lóðinni. Kostnaður við þessa framkvæmd var áætlaður 4—5 millj. kr. og er þá lagfæring á lóðinni þar inni- falin. Einnig var hér i byggingu, á vegum kaupfélagsins, nýtt sláturhús. Er þar tekið upp hið svonefnda færibandakerfi. Gert er ráð fyrir þvi að hægt verði að slátra I húsinu 2500 fjár á dag þegar fullum afköstum er náð, sem eðlilega tekur sinn tima. Þá stendur og fyrir dyrum frysti- hússbygging og rekur hið nýja sláturhúsm.a. mjög á eftir henni. Núverandi frystihús verður algjörlega ófullnægjandi þegar afkastageta sláturhússins er komin i hámark. Rekstur prjónastofunnar hér skapar einnig mikla atvinnu, einkum fyrir kvenfólk. Hentar sú vinna húsmæðrum vel, þvi að þær þurfa ekki, frekar en þær vilja, að vinna nema háltan daginn. Má segja, að fremur sé skortur á prjónakonum hér i kauptúninu en hitt. Er til, að stúlkur utan úr hér- aöinu komi til vinnu I prjónastof- unni, en mikil brögð held ég þó ekki að séu að þvi enn. Fyrirtæki þetta, sem nefnist Pólarprjón, er sérstakthlutafélag hér á staðnum en rekstur þess er annars tengdur Álafossverksmiðjunni. Enn má nefna, að hér er rekin plastverksmiðja, sem m.a. fram- leiðir plastumbúðir fyrir Afengis- og tóbaksverzlun rikisins. Keyptar hafa verið tvær vélar til verksmiðjunnar, en aðeins önnur þeirra mun enn hafa verið tekin i notkun. Óhætt mun að ætla, að verksmiðjunni vaxi fiskur um hrygg með meiri og fullkomnari véla- og tækjabúnaði. Loks eru það svo bila- og tré- smiðaverkstæðin hér, sem alltaf veita verulega atvinnu. Byggingarvinna í fullum gangi á Húsavík ÞJ—Húsavik. Hér er atvinnulífið með mesta blóma. Veðurfariðá að sjálfsögðu sinn góða þátt I þvl. Vegna mildi þess hefur verið unnt að stunda byggingavinnu í allan vetur, og hygg ^g það einsdæmi hér um slóðir. Full vinna er i frysti- húsinu. Hafin er nú rauð- magaveíði, en ekki grásleppu- veiði ennþá. Vegir eru færir um allt sem á sumardegi. Leikfélagið æfir sjónleikinn Júnó og páfuglinn, og er Ey- vindur Erlendsson leikstjóri. Frumsýning fer væntanlega fram fyrir páska. Jarðvinnsla stunduð á Skaga JJ—Skagaströnd. Atvinnuástand má heita sæmi- legt hér, eins og sakir standa. Aðalfundur Osta- og smjörsölunnar Sala á smjöri jókst um 44% á síðasta ári KJ-ReykjavIk. A aðalfundi Osta- og smjörsölunnar, sem haldinn var I Reykjavlk I gær, kom fram, að heildarsala fyrirtækisins á s.l. ári nam 854.2 milljónum króna, og hafði aukizt um 342.5 milljónir a árinu. Endurgreidd umboðslaun til mjólkursamlaganna námu rösk- um 17 milljónum króna. Framkvæmdastjóri upplýsti á fundinum, að búið væri að greiða mjólkursamlögum allt andvirði seldra vara á árinu 1971. 1 stjórn Osta- og smjörsölunnar Stefán Björnsson, forstjóri - for- maöur. Erlendur Einarsson, forstjóri. Einar Ólafsson, bóndi. Grétar Simonarson, mjólkurbús- stjóri. Hjalti Pálsson, framkv. stjóri. Jónas Kristjánsson, fv. mjólkur- saml. stjóri.. Framkvæmdastjóri er óskar H. Gunnarsson. Formaður stjórnarinnar, Stefán Björnsson, forstjóri, st- jórnaði fundinum og flutti skýrslu stjórnar. Framkvæmdastjórinn óskar H. Gunnarsson flutti skýrslu um starfsemi fyrirtækisins á liðnu ári og lagði fram og skýrði endur- skoðaða reksturs- og efnahags- reikninga fyrir árið 1971. Heildarframleiðsla mjólkur- samlaganna á árinu 1971 var: Smjör 1430 lestir, ostur 1956 lestir, nýmjólkurduft 709 lestir, undan- rennuduft 679 lestir, Kasein 219 lestir. Smjörframleiðslan dróst sam- an um 80 lestir miðað við árið áð- ur, en framleiðsluaiikning varð á ostum og mjólkurdufti. Veruleg söluaukning varð hjá fyrirtækinu á árinu, sala á smjöri varð 1063 lestir og jókst um 44% miðað við árið á undan, og af ost- um seldust 802 lestir, sem er um 13.5% aukning frá fyrra ári. Útflutningur mjólkurvara jókst einnig nokkuð á árinu og varð sem hér segir: Ostur 937 lestir, kasein 230 lestir, nýmjólkurduft 643 lestir, undan- rennuduft 75 lestir, súrmjólk 34 lestir, smjör 308 lestir. Fjórir bátar leggja upp sjófang, þar af tveir skelfisk. Afli hefur verið allgóður á togbátana siðustu dagana, og hafa þeir fiskað út af Vestfjörðum. t bili munu þvi allir karlmenn í vinnu og taisvert af kvenfólki einnig. En sá er hængur á, að vinna er ekki nógu stöðug. Til þess að svo megi verða, vantar okkur stærri tog- skip, sem geta sótt lengra en þau, sem við höfum nú. Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar er i l'ullum gangi. Þar eru nú i smiðum tveir 4 smál. bátar og einn 12 smál. Þá var stöðinni að berast efni i tvo 29 smál. báta svo að framundan er þarna töluvert verkefni. Enn má nefna, að Björgvin Jónsson er að setja hér á lagg- irnar saumastofu. Úti á Skaga er hafin jarð- vinnsla, og mun fátitt á þessum árstima. Er það vél frá Búnaðar- sambandinu, sem þarna er byrjuð að vinna i flögum. Kvenfélagið okkar æfir af miklu kappi sjónleik, sem það hyggst sýna á Húnavökunni. Brýn nauðsyn er á verulegum endurbótum á hafnargarðinum hér. 1 haust var hann svo illa farinn, að á timabili var ekki hægt að fá skip til að leggjast hér að bryggju. Bráðabirgðaviðgerð fór þá fram á garðinum, svo að hættulaust er nú fyrir skip að at- hafna sig við hann. Allt um það eru frekari endurbætur áríðandi og mega illa dragast. Þá er og mikil nauðsyn á endur- byggingu Hrafnaárbrúar, sem er á veginum milli Blönduóss og Skagastrandar. Er brúin mjög lé- leg orðin, m.a. handriðslaus. Ekki bætir úr skák, að brekka er að henni að norðanverðu. Þarna hefur legið við stórslysum i hálku og snjó, og verður brúin að teljast mjög hættuleg allri umferð þarna um veginn. Einstakt að farin sé Lágheiði á þessum tíma BS—Ólafsfirði. Atvinnuástand er hér ekki nógu gott, því að afli hefur verið tregur, en þó skárra s.l. viku en þar á undan. i síðustu viku kom Stigandi inn með 43 smál. og Sæþór með 12. Afli netabála var hins vegar með tregara móti. A hinn bóginn var heldur liflcgra hjá llnubátunum. Þeirhafa fengið . þetta 3—4 smál. í róðri. Rauð- magaveiði er sæmilega góð, cn treglega gengur að losna við aflann. Veðurfar er hér með ein- dæmum gott, svo að elztu menn muna ekki annað eins. Snjólaust er upp i mið fjöll. Við vorum hér með skiðanámskeið fyrir skólana i fyrri viku, en urðum að hætta þvi i miðju kafi vegna snjóleysis. Man ég ekki til þess, að slikt hafi hent áður hér i Ólafsfirði. Vegir eru ágætir. Má þvi til staðfestingar nefna, að maður þurfti héðan inn i Stiflu um helg- ina, og þá að sjálfsögðu að fara Lágheiði. Fékk hann með sig jeppa og gekk ferðin ágætlega. Er Lágheiði sjaldfarin á bil um þetta leyti árs, án þess að snjómokstur komi til eða önnur aðstoð. Leiksýningar á Logalandi AK—Rvik. Ungníennafélag Rcykdæla I Borgarfirði frumsýnir gaman- leikinn „Saumlausi brúðguminn" eftir Arnold og Back að Logalandi laugardaginn 11. marz n.k. undir leikstjórn Sverris Guð- mundssonar leikara. Leiktjöld hefur Ingibjörg Einarsdóttir gert. Mikill áhugi er fyrir leikstarfi i félaginu, enda á það kost á ágætri leiðsögn Sverris. I fyrra sýndi fé- lagið Gullna hliðið við miklar vin- sældir og góða dóma. Talið er, að þessi leiksýning sé nú orðin mjög vel æfð og muni njóta mikilla vin- sælda. I gegnum fimm þing EB— Reykjavik. Allar likur eru nú á þvi, að frumvarpið um sölu Holts i Dyrhólahreppi, sem þingmenn hafa fengizt við á siðustu fimm þingum, verði samþykkt i efri deild. Á fundi i deildinni á fimm- tudag var samþykkt að visa frumvarpinu til 3ju umræðu með 11 samhljóða atkvæðum. Að lokinni 3ju umræðu fer svo frumvarpið til neðri deildar. Um afdrif þess þar, er náttúrlega ekki hægt að fullyrða nú.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.