Tíminn - 11.03.1972, Side 5

Tíminn - 11.03.1972, Side 5
' Laugardagur 11. marz 1972. TÍMINN 5 ■ BEiB .Jlhx ksá Ákveða kynferði ófæddra barna. Franskur visindamaöur gerir nú tilraunir með að ákveða kyn- ferði ófædds barns með þvi að ákveða mataræði móðurinnar mánuði til sex vikum áður en getnaður á sér stað. Hann hefur gert tilraunir sinar á sérstakri tegund sjávarorma, og hefur getað vitað til um kynferði orm- anna með algjörri vissu. Ekki hefur honum gengið eins vel með tilraunir sinar á froskum. Þó hefur komið i ljós, að fleiri karldýr verða til, ef potassium er sett i vatnið, þar sem froskarnir búa. Ef calcium eða magnesium er bætt út i vatnið verða kvendýrin fleiri. Mun verr hefur gengið með þessar tilraunir, þegar notaðar hafa verið rottur við tilraunastarf- semina. Arið 1967 var gerð til- raun á kúm i Frakklandi. Franska rikið greiddi kostnað- inn. Alls tóku 82 mjólkurbændur i Nordmandy þátt i tilrauninni. Sömu aðferðir voru notaðar og Mia ekki að skilja Mia Farrow, tviburamóðir, eiginkona André Previn, og eitt sinn kona Frank Sinatra, segist alls ekki vera i þann veginn að skilja við hljómsveitarstjórann mann sinn. — Ég skil alls ekki, hvers vegna fólk er að koma svona kjaftasögum af stað. Hjónaband mitt er ekki ihættu. Um þessar mundir leikur Mia Farrow i kvikmynd á móti Jean- Paul Belmondo, en leikstjórinn er Claude Chabrol. við ormana, og á eftir var sagt, að árangurinn hefði verið mjög jákvæður. Nú hafa konur boðið sig fram til þess að taka þátt i þessum tilraunum, og fara kon- urnar i einu og öllu eftir matar- uppskriftum þeim, sem pró- 1 fessor Stolkowsci, visindamað- urinn, sem stendur fyrir þessum rannsóknum ákveður. Konurn- ar fá þó að ráða þvi, hvort þær reyni frekar að eignast stúlku eða dreng. Stolkowski hefur lagt mikla áherzlu á það, að enn sem komið er, sé ekkert sem bendi til þess, að aðferðir hans eigi við menn, eins og þær virðast þó hafa átt við dýr. Hann segir ennfremur, að ekki verði birtar neir.ar upplýsingar um árang- urinn fyrr en mjög margar kon- ur, sem fylgt hafa fæðuvali hans, hafi eignazt börn sin. V Caroline ástfangin Caroline Kennedy er nú orðin 15ára gömul, og verður laglegri með hverjum deginum, sem iiður. Jackie Kennedy Onassis móðir hennar veitir dóttur sinni stöðugt meira frelsi, svo hún megi þroskast og fullorðnast sem mest óhindruð. Caroline hefur mjög gaman af tónlist, og fer oft i óperu og á tónleika. Uppáhaldstónskáldið hennar er Mozart. Nýlega fór Caroline litla i óperuna, og varð þá yfir sig ástfangin. Sá, sem hún varð svona hrifin af, var hljóm- sveitarstjórinn, Jean-Pierre Marty, og eftir sýninguna á' óperunni fékk hún að hitta hann- Járnbrautir i Sovét. A timabili fimm ára áætlunar- innar 1971—1975 verða lagðir i Sovétrikjunum 11.600 kilómetr- ar nýrra járnbrautarteina, og af þeim verða 6 þúsund kilómetrar fyrir rafmagnslestir, en það er tveimur og hálfum sinnum meira en lagt var á timabili sið- ustu 5 ára áætlunar. Fjárfram- lög til járnbrautarkerfisins munu aukást um 60 prósent á yfirstandandi fimm ára áætlunartimabili. A siðasta ári voru opnaðir til umferðar 1200 kilómetrar nýrra járnbrautarlagna og hliðar- spora. Lagningu hinnar 700 kiló- metra löngu járnbrautarlinu Tjumen-Tobolsk-Surgut i Si: beriu miðar vel áfram og fyrsti hlutinn,220 km, verður'tilbúinn i lok þessa árs. Hafizt verður handa um fleiri járnbrautar- lagnir i Stberiu á næstu árum. 1 áfsbyrjun 1972 voru rafmagns- járnbrautir i Sovétrikjunum samtals 35 þúsund km að lengd eða fjórðungur allra rafmagns- járnbrauta i heiminum. # ■ Alltaf fjölgar hótelunum á Spáni. 1500 milljón króna baðstaður verður senn reistur i námunda við Almeria á sunnanverðri Miðjarðarhafsströnd Spánar. Baðstaðurinn og hótelbærinn, sem þarna á að risa,verður við þorpið Puerto Rey, og þar er ætlunin að hafa tæpra tveggja & V km langa baðströnd og allmörg hótel, sem samtals eiga að rúma um 700 hótelgesti. Það er brezkt ferðamálafyrirtæki, sem ætlar sér að standa fyrir þessari uppbyggingu, en það hefur nú þegar komið sér upp ferða- mannastöðum á Sardiniu, Kiprus og á Ceylon. ☆ Hellum breytt i hótel. Akveðið hefur verið að breyta forsögulegum hellum á Kanari- eyjum i hótel fyrir ferðamenn. Hellarnir eru á Grand Kanarí. Hellarnir opnast allir út að 16 km langri klettasyllu, sem er i 3000 feta hæð. Er útsýni þaðan einstaklega gott yfir mjög fall- egan dal fyrir neðan. Ætlunin er að öllum nútimaþægindum verði komið fyrir i þessu óvenjulega hóteli, þar á meðal lendingarpalli fyrir þyrlur, sundlaug og kappreiðavelli. þV Vodka sifellt vinsælla. Vodka-drykkja meðal F’rakka fer nú stöðugl vaxandi. Er aukningunni likt við það þegar whiský náði vinsældum þar i landi fyrir einum tuttugu árum. Árið 1952 voru fluttir inn til Frakklands um 180 þúsund litrar af viskii, miðað við hreint alkóhól. Arið 1955 var innflutn- ingurinn orðinn tvöfalt meiri. Arið 1960 var talan komin upp i 865 þúsund litra, og árið 1965 var litrafjöldinn orðinn 4.065.000, og barf hún aö gegna störfum drottningar? Benedikta Danaprinsessa er sú dönsku prinsessanna, sem minnsta athygli hefur vakið fram til þessa. Það er i rauninni ekki nema eðlilegt, þar sem Margrét var lengst af rikiserf- ingi, og nú orðin drottning, og Anna Maria varð Grikklands- drottning, og hefur mikið borið á henni af þeim sökum. En nú eftir að Friðrik Danakonungur lézt er Benedikta orðin rikisarfi, næst á eftir sonum Margrétar, og það sem meira er.hún er eins konar varadrottning, og henni (ber að taka við skyldum systur sinnar, hvenær sem hún þarf að bregða sér frá, eða forfallast af einhverjum sökum. Hún verður þá að yfirgefa mann sinn, Richard zu Sayn-Wittgenstein og börn þeirra tvö og heimili i Berleburg i Þýzkalandi, og flýta sér heim til Kaupmannahafnar. 1 höll Ingiriöar drottningar, Amalienborg, eru tvö herbergi, sem alltaf biða komu hennar. Þar er einnig starfandi hirð- mey, sem verður hirðmey Benediktu, á meðan hún er i Danmörku. Börn Benediktu eru einnig orðin rikiserfingjar, og koma næst á eftir börnum drottningarinnar sjálfrar ef til erfða kemur. árið 1970 var innflutningurinn orðinn sex milljónir litra á ári. Nú er röðin komin að Vodka að risa upp á stjörnuhimininn meðal drykkjarfanga Frakka. Árið 1963 nam innfiutningurinn frá Rússlandi og Póllandi aðeins 27.500 litrum af hreinu alkóhóli, en á siðasta ári var innflutning- urinn orðinn 126.300 litrar. KAmNU frúin. — Mér finnst bara svo gaman að velta þeim. Mörg vandamálin eru i lifinu. Bjössi litli sat á tröppunum heima hjá sér og virtist leiður á lifinu. — Hvað er að, vinur minn? spurði gömul kona, sem átti leið framhjá. — Palli og Gunna eiga fri i skól- anum en ekki ég. — Hvers vegna ekki þú? — Af þvi að ég er ekki byrjaður að ganga i skóla. Unga stúlkan var að koma úr partii, og móðirin vildi fá að vita, hvernig það hefði verið. — Það var stórkostlegt. Viggó settist á allar stereoplöturnar, svo við urðum að dansa eftir frönsku tungumálanámskeiði þarð sem eftir var. Helgi litli er loksins kominn i rúmið, og mamma breiðir yfir hann sængina og segir: — Sofðu nú vel, elskan min, og ef þú verður þyrstur, þá kallaðu á mömmu, þá kemur pabbi með vatnsglas. — Hvað á ég oft að segja þér strákur, að þú mátt ekki leika þér að tannkreminu? Hún var að koma út úr búðinni með fullan poka af appelsinum, þegar pokinn rifnaði Þegar hún stóð þarna bogin og var að tina appelsinurnar upp, kom ungur maður og spurði: — Nei, rifnaði pokinn. — Nei. ungi maður, svaraði m — Svona já. Afturfæturna með! DENNI DÆAAALAUSI — Siðast þegar ég prófaði að hringja, fckk ég samband við stórfina gæja á Akureyri, hvar svo sem það er nú a landinu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.