Tíminn - 11.03.1972, Page 6

Tíminn - 11.03.1972, Page 6
6 TIMINN Laugardagur 11. marz 1972. Hver skattgreiðandi sjálfstæður skattþegn - Að því verður stefnt við áframhaldandi endurskoðun á skattkerfinu, sagði fjármálaráðherra EB-Reykjavik. Eftir talsveröar umræöur i fyrradag á Alþingi um skatta- frumvörpin, voru þau afgreidd milli þingdeilda. Stjórnarandstaöan flutti nokkrar breytingartillögur viö þriöju umræöu, og voru þær allar felldar. t lok umræönanna i gær um tekju- og eignaskattsfrum- varpiö i neöri deild, lýsti Halldör E. Sigurösson fjár- málaráöherra þvi yfir, aö viö áframhald endurskoöunar á skattkerfinu yröi stefnt aö þvi aö gera hvern þann, sem aflar tekna, aö sjálfstæöum skatt- þegn. Fjármálaráðherra lýsti þessu yfir, þegar til atkvæöa- greiöslu kom breytingar- tillaga frá Svövu Jakobsdóttur viö illskiljanlega breytingar- tillögu Gylfa Þ. Gislasonar, sem greint var frá i blaöinu i gær, en tillaga Svövu er þess efnis, að við áframhaldandi endurskoðun á skattkerfinu verði stefnt að þvi, að hver maður, sem afli tekna eða eigi skattskyldar eignir, verði sjálfstæður skattþegn án tillits til hjúskaparstéttar. — Er hér um að ræða ákvæöi til bráða- birgða. Vegna yfirlýsingar fjár- málaráðherra dró Svava þessa tillögu sina til baka, en Jóhann Hafstein tók hana aftur upp. Tillagan var felld meö 20 atkvæðum gegn 6 að viðhöfðu nafnakalli. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn henni, voru þau Svava Jakobsdóttir og Jóhann Hafstein. Rannsókn hafnarskil- yrða í Kelduhverfi EB-Reykjavik. Allir þingmenn Norður- landskjördæmis eystra hafa lagt fyrir Sameinaö þing til- lögu til þingsályktunar um,aö rikisstjórninni veröi falið aö láta rannsaka I sumar hafnar- skilyröi I Kelduhverfi og leggja niöurstööur rannsókn- anna fyrir Alþingi. I greinargerö meö tillögunni segir, að á Alþingi 1962 hefðu sjö alþingismenn úr Norður- landskjördæmi eystra flutt sams konar tillögu til þingsá- lyktunar um rannsókn hafnar- skilyröa i Kelduhverfi. Hefði þar fyrst og fremst veriö átt viö Fjallahöfða, en langt væri siðan þeirri hugmynd hefði verið hreyft, að þar yrði, ef skilyröi leyfðu, gerð hafskipa- höfn, sem komið gæti að góöu gagni, einkum i sambandi við Dettifossvirkjun, þegar úr henni yrði. A6 ööru leyti þætti nægja að visa til greinargerð- arinnar, sem fylgdi tillögunni 1962, að þvi leyti sem við ætti nú, en þeirri tillögu hefði á sin- um tima verið visaö til rikis- stjórnar. Rannsókn sú, sem þar hefði verið gert ráð fyrir, heföi enn ekki verið fram- kvæmd. En úr þvi þyrfti að fást skoriö, hvort þarna væri um hafnarstæði aö ræða eins og vonir heföu staðiö til. Stjórnarfrumvarp lagf fyrir Alþingi: SÖLUSTOFNUN NIÐURSUÐU- IÐNflÐflRINS KOMIÐ Á FÓT EB-Reykjavik. Stjórnarfrumvarp um stofnun sölustofnunar niðursuðuiðnaöar- ins var i gær lagt fyrir Alþingi. Samkvæmt frumvarpinu mun þessi stofnun hafa viðMtu þjón- ustuhlutverki að gegna. Aðal- verkefni hennar veröur þá að annast sölu og dreifingarstarf- semi fyrir hönd niðursuðuverk- smiðjanna á erlendum mörkuð- um. Frumvarpið gerir ráð fyrir, aö sölusamtök selji islenzka framleiðslu undireinu vö’rumerki og annist auglýsingarstarfsemi erlendis. Einnig gerir frumvarpið ráð fyrir þvi, að sölusamtökin annist sameiginleg innkaup fyrir meðlimi sina, sem stuöla aö þvi aö lækka framleiðslukostnaöinn. Jafnframt þessu er gert ráð fyrir aö efla framleiðslugetuna innan- lands og auðveida reksturinn, svo aö verksmiðjurnar geti mætt þeirri eftirspurn, sem skapast við starfsemi sölusamtakanna. Lagt er til i frumvarpinu, að þessi sölustofnun verið sjálfstæð stofnun meö sjálfstæðan fjárhag og reikningshald og verði staðsett i Reykjavik. Stofnaöilar sölu- stofnunarinnar verði rikið og at- vinnurekendur i niðursuðu- og niðurlagningariðnaði. Þá er lagt til að sölustofnuninni veröi aflað tekna til starfseminn- ar á eftirfarandi hátt: a) Rlkissjóður leggur fram sem óendurkræft framlag 20 milljónir kr. ar hvert, fyrstu fimm starfsárin. b) Rikissjóöi er heimilt aö á- byrgjast fyrir hönd stofnunarinn- ar lán, sem nemur allt að 100 milljónum kr. c) Niðursuöuverksmiðjurnar greiða sölulaun til stofnunarinn- ar, sem nota skal til að mæta sölukostnaði fulltrúaráös, sem at- vinnurekendur, er aðild eiga að stofnunni mynda, en það verði skipað einum fulltrúa fyrir hvert fyrirtæki. d) Stofnuninni er heimilt að taka umboðslaun fyrir þær vörur, sem hún flytur inn eða útvegar samkvæmt ákvöröun stjórnar hennar. Þá er lagt til, að næstu fimm árin skuli öll útfiutningsgjöld af niðursoðnum og niðurlögðum sjávarafurðum, söltuöum grá- sleppuhrognum, söltuðum ufsa- flökum, hraðfrystum og sykur- söltuðum þorskhrognum og salt- og kryddsildjundanþegin hinum almennu ákvæðum um út- flutningsgjöld, en renni þess i stað i sérstakan sjóð, sem hafi það verkefni aö efla niðursuðu- iðnaðinn, auka tilraunir með nýj- ar vörutegundir og afla þeim markaða erlendis. Þetta frumvarp er samiö af nefnd, sem iðnaðarráöherra skip- aöi s.l. sumar til að fjalla um vandamál niöursuðuiönaðarins. SÍm II Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra á Alþingi: EÐLILEG TEKJUÖFLUN sem stuðlar að jafnrétti þegnanna EB-Reykja vik. Viö aöra umræöu um tekju- og eignarskattsfrumvarpiö I neöri deild tók llalldór E. Sigurðsson fjármálaráöherra til máls. 1 ræöu sinni svaraði hann gagnrýni, sem þingmenn stjórnarandstööu- flokkanna höföu látiö frá sér fara um frumvarpiö.og sýndi fram á þaö meö Ijósum rökum, aö nauð- syn bæri til aö afgreiöa skatta- frumvörpin. Ef ekki heföi átt aö gera þaö á þessu þingi, þá heföi orðið aö fresta breytingum á tryggingakerfinu og fleira, sem rikisstjórnin væri þegar búin aö gera. Eölileg tekjuöflun 1 lok ræðu sinnar sagði fjár- málaráðherra, að hann væri sannfæröur um, að sú stefna, sem mörkuð væri nú meö þessum frumvörpum, væri rétt. Hún miðaðist fyrst og fremst við að leggja á tekjur þar sem tekjur væru og eignir þar sem eignir væru. Ekkert i þessum frum- vörpum gengi út i öfgar. Þaö væri ekki hægt með nokkrum rétti að halda þvi fram, að þau fældu menn frá tek- juöflun, eða veriö væri aö þrengja kosti útgerðarmanna. Þaö sem Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra. verið væri að gera, væri ekki annað en eðlileg tekjuöflun, sem þyrfti að eiga sér stað á meðan ekki væru notaðar aðrar leiðir til þess að jafna milli þegnanna, þeirra sem heföu miklar tekjur og hinna. Tekjuskatturinn jöfnunar- tæki milli þegnanna Fjármálaráðherra sagði, að sér væri fullkomlega ljóst, að hægt væri að nota aðrar leiðir i þessum tilgangi. Til dæmis væri hægt að gera þennan jöfnuð i gegnum tryggingakerfið, en eins og við notuðum tryggingakerfið nú, væri enginn jöfnuður i sliku. Þess vegna yröi að nota tekjuskattinn sem jöfnunartæki milli þegnanna. Stefnan.sem allir munu fylgja. Fjármálaráðherra kvaðst einnig vera sannfærður um, að það myndi sýna sig, að sú breyting,sem verið væri að gera á tekju- og eignarskatti og tek- justofni sveitarfélaga, væri sú stefna, sem bæði alþingis.menn og fólkið i landinu myndi fylgja. — Ég er lika sannfærður um það, að með framhaldsvinnu i þessum málum, tekst rikisstjórninni að ná þvi marki, sem hún stefnir að. Hér er byrjun hafin, og það er búið að vinna hér mikið og gott verk, þótt margt se óunnið ennþá, sagði Halldór E. Sigurðsson fjár- málaráðherra að lokum. Tómas Karlsson í þingræðu: 21.5% stjómarandstæðinga al gerlega úr lausu lofti gripin EB-Reykjavik. Þegar önnur umræöa um tekju- og eignarskattsfrumvarpiö fór fram í neöri deild, kvaddi Tómas Karlsson (F) sér hijóös til þess aö mótmæla þeim dylgjum, sem stjórnarandstæöingar höföu uppi I umræöunni um tillöguflutning Þórarins Þórarinssonar um skattvisitöluna á undan- förnum árum, en Tómas situr nú á þingi fyrir Þórarin. Að gefnu tilefni minnti Tómas á það, að Þórarinn heföi alltaf lagt áherzlu á, að skattvisitala fylgdi framfærsluvisitölunni og að persónufrádráttur og skattstigar breyttust i samræmi við fram- færsluvisitölu. Af orðum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Matthiasar A. Mathiesen og Matthiasar Bjarnasonar, hefði mátt skilja, að Þórarinn Þórarinsson hefði á undanförnum þingum flutt tillögu um það, aö skattvisitölu yrði breytt, og þá notuð einhver önnur viðmiðun, hærri og hagstæöari fyrir skatt- þegna en núverandi rfkisstjórn hefði beitt sér fyrir i þeim saman- buröarútreikningum, sem fluttir hefðu veriö og færð rök fyrir i umræöunum, þ.e. saman- burði á gamla skattkerfinu og hinu nýja. Hér væri um algjörlega staðlausa starfi að ræða. Tala algjörlega úr lausu lofti gripin Siðan sagöi Tómas Karlsson meðal annars: En af hverju eru þessar dylgjur hér fiuttar? Það er veriö að reyna að færa rök fyrir þvi, með þessum hætti, án þess að það sé á nokkurn hátt rökstutt eða vitnað i einhver þau þingskjöl, sem Þórarinn Þórarinsson hefur lagt hér fram, að það sé einhver grundvöllur, sem Þórarinn Þórarinsson hafi átt þátt i að leggja, fyrir þeirri tölu, 21,5%, sem háttvirtir st- jórnarandstæðingar segja, að skattvisitalan eigi að hækka um, áður en samanburðarútreikn- ingar á gamla kerfinu og þvi nýja fari fram. Þessi tala, 21,5%, er algjörlega úr lausu lofti gripin, og það er ekki hægt að færa fram nein skynsamleg rök i samhengi við það, sem menn eru almennt sammála um að miða beri við, til þess að rökstyðja þá tölu. Tómas minnti þessu næst á það, hvernig fyrrverandi rikisstjórn fylgdi skattvisitölu við fram- kvæmd sinna skattalaga. Heildarendutskoðun á skran- ingaimálum félaga og fúma EB-Reykjavik. Allsherjarnefnd hefur athugað og rætt tiliögu til þingsályktunar um aö koma á stofn félags-og firmaskrá yfir landið i heild, en þessi tillaga var lögð fyrir þingið fyrr I vetur. Leggur nefndin til,að þessi tillaga : verði samþykkt i nokkuö breyttu horfi. Eru breytingarnar, sem nefndin leggur til svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að taka til heildar- endurskoðunar lagaákvæði um skráningarmál félaga og firmu i þvi skyni, að skráningin fari fram á einum stað fyrir landið allt og að öðru leyti geröar þær breyt- ingar, sem hæfa nútima þjóð- félagsháttum. Aö endurskoðun- inni lokinni skal rikisstjórnin láta semja frumvarp til nýrra lög- gjafar um þessi efni og leggja fyrir næst a þing’.’ Björn Fr. Björnsson mælti fyrir áliti nefndarinnar á fundi sam- einaðs þings s.l. fimmtudag. Hann gat þess m.a.,aö nefndin hefði leitað umsagnar hjá Dómarafélagi íslands og Hag- stofunni um þingsályktunar- tillöguna og málið i heild. Þessir aðilar hefðu báðir mælt með aö- gerðum til ýmiss konar úrbóta á þeim reglum, sem giltu um þessi skráningamál, og m.a. i þá átt, sem tillagan gengi. Hagstofan legði auk þess sérstaka áherzlu á, að málið yrði allt tekið til gagn- gerðar endurskoðunar, og tæki Hagstofan sérstaklega fram, að þessi mál séu i miklu ófremdará- standi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.