Tíminn - 11.03.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.03.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Laugardagur 11. marz 1972. Þar fornar súlur flutu á land l'iii.i Kinarsdóttir ¦ "\ .^.-..-^- JM it|v;; '¦1 1 -i liirna l'órliallsdóllir Guðnv Jóhannesdóttir GAMLI AUSTURBÆF Lára Guðmundsdóttir. Gamli Austurbærinn, svæðið milli Hringbrautar og sjávar og Lækjargötu og Rauðarárstigs, er rótgróið bæjarhverfi, þar sem hver einasti fersentimetri er skipu- lagður. Á þessu svæði er fátt um ný ibúðarhús og flest það fólk, sem þarna býr, hefur gert það lengi. Gegn um miðjan bæinn liggja einar mestu umi'érða- og verzlunargötur borgarinnar, Laugavegurinn og Hverfisgatan. Ibúunum finnst ágætt að hafa þessar götur þarna, þvi að þá er svo stutt i búðir, en hins vegar eru götur þessar for- eldrum i neðri hluta hverfisins þyrnir i augu, þvi börnin þurfa yfir þær til að komast i skólann. Ibúar hverfisins eiga kirkjusókn að Hallgrimskirkju, sem nú hefur verið i byggingu i ein 26 ár. Kven- fólag Hallgrimskirkju mun vera sá félagsskapur hverfisbúa, sem mest lif er i og þess vegjia hittum við að máli frú bóru Einarsdóttur, for- mann kvenfélagsins, og spyrjum hana um félagsstarfið. — Kvenfélagið er 30 ára gamalt og á stefnuskrá þess alla tið hafa verið liknarmál, málefni aldraðra og kirkjunnar. —Hvernig hafið þið aflað fjár til starfsins? —Með ýmsu móti. Hér áður héld- um við skemmtanir i Hljómskála- garðinum. Þar var á boðstólnum kaffi og skemmtiatriði, söngur, dans og fleira. Þetta er ekki hægt nú orðið, þvi að þá gáfu skemmti- kraftar vinnu sina. En við höldum fundi mánaðarlega og þá reynum við að hafa það eitthvað meira en fundi og fáum kannski upplesara og einhverja listamenn. Svo syngj- um við. —Hvað hefur félagið lagt til Hall- grimskirkju? —Það er nú sitt af hverju. Arið 1967 efndum við til happdrættis og ágóðinn af þvi varð fyrir pianói. Ennfremur höfum viðgefið stóla og borð i félagsheimilið og fjórar af kirkjuklukkunum. Þá komum við eldhúsinu upp, og eigum eftir að stækka það og bæta. —En málefni aldraða fólksins? —Það hefur verið samþykkt að stofna sjóð til byggingar elli- heimilis. Einu sinni á ári höfum viö samkvæmi fyrir aldraða og einnig eru alltaf i gangi hjá okkur fótaaö- gerðir fyrir aldrað fólk. —Að lokum. Hvað eru félags- konur margar? —Þær munu vera kring um 250. Næst heimsóttum við undirstöðu- menntastofnunina i hverfinu, Austurbæjarbarnaskólann og leit- uðum þar uppi skólastjórann, Frið: björn Betiónýsson. —Hvað er Austurbæjarskólinn gamall skóli? —Hann tók til starfa 1930 og þótti þá stór og mikill skóli. I honum er til dæmis kvikmyndasalur með leiksviði og tekur hann 160 manns i sæti. Þetta þótti óhóflegur lúxus á þeirra tima mælikvarða. —Er skólinn nægilega stór enn fyrir það, sem honum er ætlað? —Það er nokkuð eftir þvi, hvernig á það er Íitið. Að visu er öllum kennt hér, sem hingað eiga að sækja skóla, en það er tvisett i allan skólann og hefur verið þrisett stundum, i margar deildir. Hvað eru börnin hér af stóru svæði i bænum? —Svæðið nær vestur að Lækjar- götu fyrir barnaskólann, inn að Snorrabraut ofan til og inn að Nóa- túni i neðri hlutanum. Hins vegar nær unglingadeildin inn að Alfta- mýri og er það dálitið erfitt, þvi að einn bekkur verður eiginlega eins konar gestabekkur i skólanum. Hvernig er aðstaðan fyrir leikfimi- kennslu? —Við höfum hér einn leikfimisal, sem er i notkun frá 8 á morgnana til 7 á kvöldin. Það nægir raunveru- lega ekki, þvi að það ætti að kenna meiri leikfimi. Sundaðstaðan hér er hins vegar betri, þvi i kjallaran- um ersundlaug, sem nægir vel, . er bara heldur litil. —Hvað eru margir kennarar við skólann? —Þeir eru 45 fastir, auk yfir- kennara og skólastjóra'. Þessi kennarafjöldi kemur til af þvi, að svo margir hafa skerta kennslu, til dæmis húsmæður. —Eruð þið með nokkrar nýj- ungar i kennslunni? Jón Ingi kennir sund í Austurbæjarskólanum. —Við höfum verið með ensku- kennslu i barnaskólanum I 3 ár og i vetur er hún i fyrsta sinn kennd i 1. bekk, sem er framhald af barna- skólanum. Svo erum við með breytta kennsluaðferð i dönsku. Nú er kennt eftir svokallaðri beinni að- ferð. Þá snerum við okkur að verald- legri hliðunum á gamla Austur- bænum og fórum að huga að ver- zluninni. En á þessum mánudags- morgni var þar ekki um auðugan garð að gresja, viðast lokaðar dyr. En loks runnum við á indælan ilm- inn úr Bernhöftsbakarfi og heilsuð- um þar upp á forstjórann, Sigurð Bergsson. bakara. —Já, við höfum opið, það hefur alltaf verið stefna okkar hér að hafa sæmilega þjónustu við þá við- skiptavini, sem hingað koma, þvi að við sendum ekki heim og höfum aldrei ¦ gert. Seljum bara okkar vöru hér á þessum eina stað. —Er þetta ekki ævagamalt fyrir- tæki? —Jú, þetta er elzta brauðgerð á landinu, stofnuð 1845 og ég veit ekki annað en brauðin okkar hafi likað vel allan þann tima, enda erum við alltaf að finna upp á nýjum tegund- um og endurbæta þær gömlu. —Nokkur vandamál? —Við erum afskaplega bjart- sýnir hérna. Eitt aðalvandamálið er að halda i gott starfsfólk og þá reynum við að gera vel við það. Magnús Jónsson, verzlunarstjóri i kjörbúð sláturfélagsins við Hlemm tók vel á móti okkur, er við komum til að spyrja hann um verzlunina. Hann sagði, að verzlunin hjá sér hefði aukizt geysimikið, þegar Hlemmur var gerður að aðalstöð strætisvagnanna og aftur að mun i desember sl. þegar mjólkursala hófst þar. —Sendir þú mikið heim vörur? —Já, geysilega, einkum eftir að mjólkin kom.Við sendum mikið upp iBreiðholt og suður i Kópavog, auk allrar borgarinnar. —Hvernig er lokunartiminn hjá ykkur hér? —Við hóldum gamla lokunartim- anum núna, en sleppum þó mánu- dagsmorgninum. Eftir þvi sem mér finnst, þá er fólk óánægðara með það, heldur en að sleppa laugardagsmorgnunum. Hús- mæður vilja alveg eins' verzla til helgarinnar á föstudögum og starfsfólkið vill fá fri á laugardög- um, svo ég veit ekki... —Finnst þér matarvenjur fólks vera að breytast nokkuð? —Jú, mikið. Ég hef verið i þessu i 25 ár og þaðer mikill munur á. Sala annars kjöts en dilkakjöts hefur aukizt mjög á kostnað dilkakjötsins en það er liklega af þvf,að dilkakjöt hefur hækkað langmest alls kjóts i verði. —Þið seljið heitan mat hérna lika. —Já, hér fást 6-8 heitir réttir i hádeginu og hefst varla undan að pakka. I nágrenninu er mikið af Sigurður Bergsson • í y +* 1 sk he fó ár h\ sv va sv ns 9; V6 hi ní se st le hí st br in h£ m ve gc ar Bi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.