Tíminn - 11.03.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.03.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 11. marz 1972. TÍMINN RINN HEIAASOTTUR A Magnús Jónsson. skrifstofum og verkstæðum og ég held svei mér þá, að mest af þessu fólki sé i fæði hérna. Það er ánægjulegt. Loks fórum við vitt og breitt um hverfið og hittum að máli ibúana, svona til að forvitnast um, hvernig væri að búa á þessu þröngbýla svæði, þar sem útsýnið er veggur næsta húss. Lára Guðmundsdóttir hefur búið 9 ár i Norðurmýrinni og segist ekki vera að hugsa um að flytja, fyrr en hún fari á elliheimilið. —Hér i nágrenninu eru allar verzlanir, sem maður þarf á að halda og strætisvagnaferðir eru mjög þægi- legar. Það er afskaplega rólegt hérna, krakkarnir eru að visu stundum að ærslast i kring og það brotnaði nú gluggi hjá mér um dag- inn. Það eina, sem ég sakna, er að hafa ekkert útsýni. Á sumrin sér maður bara tré, en húsveggi á veturna. Ég fæ mér gönguferðir i góða veðrinu til að sjá eitthvað annað. Neðar, á Bjarnarstignum taýr Birna Þórhallsdóttir, húsmóðir.með þrjú börn. —Það er erfitt að vera hér með börn, nema að halda þeim inni. Umferðin um Njálsgötuna er oft mikil. Annars sagði Birna, að þarna á stignum væri afskaplega friðsamt, börnin væru mest að leika sér á Njálsgötunni. — Ég vil gjarnan koma þvi, að sagði hún, —að þar iðka þau ljótan leik. Þau sitja fyrir bilunum og stökkva svo i veg fyrirþá. Það má mikið vera, ef ekki verður slys þarna. Sigurður Þ. Björnsson býr i Þing- holtunum og rekur þar einnig bóka- verzlun spölkorn frá heimili sinu. —Já, ég þekki þetta hverfi, þvi að ég fer varla út úr þvi. Hér er gott að . búa, svo rólegt siðan Glaumbær brann. Maður þarf aldrei að nota strætisvagna, þvi þetta er rétt við Miðbæinn. Magnea Guðlaugsdóttir hefur átt heima innarlega á Lindargötunni, nánar tiltekið beint á móti ATVR, siðustu 5 árin. —Það er oft anzi mikið um að vera hérna hinum megin, sérstaklega er mikil umferð á föstudögum og laugardögum og maður er dauðhræddur um börnin. Svo er leiðin þeirra upp i Austur- bæjarskóla líka slæm vegna um- Þar fornar súlur flutu á land Axel og María Friðb.jörn Benónýsson ferðarinn. —Breiðholt? Nei alls ekki. Ég vil ekki fara úr miðbæn- um, þar hef ég lengst af verið. Guðný Jóhannesdóttir hefur búið á Bjargarstignum siðan 1937 og finnst það alltaf jafn gott, nema kannski heldur mikil umferð siðari árin. Henni er alveg sama þö hún komist ekki i búðir fyrir hádegi á mánudögúm,— en það gæti kannski verið óþægilegt fyrir einhvern. Það eina, sem okkur hér vantar, er fisk- búð. Við þurfum anzi langt eftir soðningunni. AUt annað er hérna rétt hjá okkur. Við Hverfisgötu, svo sem miðja vegu milli endanna, búa ung hjón, Axel Orlygsson og Maria Schjetne. Þau vorusammála.um,að gott væri að vera svona i miðbænum vegna verzlana og annars, en hins vegar létu þau illa af umferðarhávaðan- um. —Við sváfum varla fyrstu vik- una, en þetta er að venjast, við er- um bara búin að vera hérna í nokkra mánuði. Verst er iskrið i strætisvögnunum, þegar þeir stanza hérna rétt við húshornið. —Breiðholt? Jú, þangað iangaði þau að flytja, eða i Kópavoginn. SB ¦raBH Sigurður I>. líjörnsson. Magnca Guolaugsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.