Tíminn - 11.03.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.03.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 11. marz 1972. TÍMINN 1] Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Fetar hann í fótspor föður síns ? Fyrir tæplega tveimur áratugum lauk einstæðum knattspyrnuferli Alberts Guðmunds- sonar á erlendri grund. Nú er hugsan- legt, að sonur hans Ingi Björn Albertsson, feti i fótspor föður sins. Fyrir dyrum stendur, að hann haldi utan til náms með vorinu, liklega til Frakklands, þar sem honum stendur til boða að taka þátt i æfingum franskra knattspyrnuliða. Ingi Björn, sem er 19 ára gamall, hefur náö skjótum frama í islenzkri knattspyrnu. Hann lék meö öllum yngri aidursfiokkum Vals og hóf aö ieika með meistaraflokki féiagsins aöeins 16—17 ára gamall. Sfðan hefur hann verið valinn til að leika meö úrvalsliöum og hefur leikiö iandsieiki meö ágætum árangri. Þegar franska landsiiöiö var á ferö hér siðast, var Inga Birni boðiö aö æfa meö frön- skum liðum. Og m.a. stendur honum til boöa að æfa meö Racing Club de France i Paris. En hvort Ingi Björn Alberts- son leggur fyrir sig knatt- spyrnu I Frakklandi, er ekki vitað ennþá. En alla vega stefnir hann aö námi I Frakk- landi — og hvaö er þá eöliiegra en hann æfi knattspyrnu meö. likt og faöir hans geröi foröum, þegar hann var viö nám ytra? —alf. Missir KR enn einn leikmann? Iþróttasiöunni hafa borizt þær fréttir, að hinn ungi og efnilegi miðvörður KR, i knattspyrnu Björn Árnason, sem hefur verið skólaður til að taka við hlutverki Ellerts B. Schram i KR-liðinu, verði þjálfari Þróttar i Neskaup- stað i sumar — einnig mun hann leika með félaginu, sem leikur i 3. deild. Er þetta enn ein blóðtakan, hjá KR-liðinu, vi að Baldvin Bandvinsson, hinn mark- sækni miðframherji liðsins, fer til Húsavikur i sumar og þjálfar og leikur, með 2. deildar liöi Völsunga. Kemur þetta sér mjög illa fyrir KR, þvi að vestur- bæjarfélagið hefur verið að yngja upp 1. deildar lið sitt, og ná þvi ekki við að missa tvo af leikreyndustu leik- mönnum sinum, einmitt á þeim tima þegar mest not eru fyrir þá hjá félaginu — þvi að leikreynsla þessara manna getur orðið ungum leikmönnum félagsins að miklu gagni i hinni erfiðu baráttu, sem er i 1. deildinni. SOS. Nú mun augun beinast að Bilbao á Spáni! w Eslenzka landsliðið heldur utan á mánudaginn Alf—Reykjavik. "1 næstu viku munu augu is- lenzkra handknattleiksunnenda beinast aö spænsku borginni Bil- bao, en þar mun Islenzka lands- liöiö á næstu dögum heyja baráttu fyrir þvi aö komast i handknatt- leikskeppni Olympiuleikanna i Miínchen. Fer Islenzka landsliöiö utan á mánudaginn, en fyrsti ieikur liösins veröur á miöviku- daginn. TIL LUKKU ÍR-INGAR! I dag eru liðin 65 ár frá stofnun IR, en félagið hefur verið eitt stærsta og öflugasta íþróttafélag borgarinnar um marga áratuga- skeið. Félagið hefur flestar iþróttagreinar, sem stundaðar eru hérlendis, á stefnuskrá sinni. Nú siðast hefur ÍR tekið knatt- spyrnu á stefnuskrá sina. Núver- andi formaður IR er Gunnar Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri. IR minnist afmælis sins með hófi 14. april. Bein lýsing frá Spáni Alf—Reykjavik. — Hinn vinsæli útvarpsfrétta- maður, Jón Asgeirsson, heldur utan til Spánar núna um helgina, en hann mun fylgjast með leikj- um islenzka landsliðsins og lýsa þeim beint. Munu eflaust margir biða spenntir við viðtæki sin, þeg- ar Jón byrjar að lýsa frá Spáni. Forkeppnin á Spáni er með þvi sniði, aðkeppt er I fjórum riðlum, a,b,c og d-riðli, og er tsland I a- riðli ásamt Noregi, Finnlandi og Belgiu. Tvö efstu lið úr hverjum riðli komast áfram i milliriðil. Verða milliriðlarnir tveir. Þannig munu tvö efstu lið úr a og b-riðli leiða saman hesta sina — og sömuleiðis tvö efstu liðin úr c og d-riðli. Úr hvorum milliriðli kom- ast tvö lið áfram, þ.e. samtals fjögur lið, sem tryggja sér þar Framhald á bls. 10 Skjaldarglíman háð á sunnudag Stórviðburður i glimumálum verður á sunnudag, 12. marz, þegar 60. Skjaldarglima Ármanns fer fram i iþróttahúsi Vogaskóla við Gnoðarvog, og hefst kl. 14.30. Fyrsta Skjaldarglima Armanns var háð 1908, og hefur verið háð á'ríega síöan itan fiögur ár á tim- um heimsstyrjaldarinnar fyrri. Skjaldargliman er þvi elzta iþróttamót, sem haldið er reglu- lega i Reykjavik. 160. Skjaldarglímunni taka þátt 14 glimumenn frá 3 glimufélög- um, 5 frá Armanni, 5 frá KR og 4 frá Umf. Vikverja. Meðal þeirra eru tveir fyrrverandi Skjaldar- hafar, þeir Sigtryggur Sigurðs- son, sem vann til eignar Ármannsskjöld á siðasta ári, og Ómar úlfarsson. Þeir eru báðir úr KR. Aðrir þátttakendur eru: Sveinn Guðmundsson, Kristján Tryggvason, Guðmundur Freyr Halldórsson, Björn Hafsteinsson og Guðmundur Ólafsson, allir úr Armanni: Jón Undórsson, Rögn- valdur ólafsson og Mattias Guð- mundsson úr KR: Gunnar R. Ingvarsson, Hjálmur Sigurðsson, Sigurður Jónsson og Pétur Ingva- son, allir úr Umf. Vikverja. Sérstakir heiðursgestir á mót- inu verða þeir glimumenn, sem unnið hafa Skjaldarglimuna á siðustu 10 árum, en þeir eru: Hilmar Bjarnason, Ómar Úl- farsson og Sigtryggur Sigurðs- son. Þeir hafa allir unmö ár- mannsskjöldinn fyrsta sinni á timabilinu. Skjaldargliman er háð nokkuð siðar nú en oftast áður, þar sem ekki hefur fengizt viðunandi glimusalur til að keppa i fyrr. Eins og fyrr segir hefst Sk- jaldargliman kl. 14.30 i Iþrótta- húsi Vogaskóla við Gnoðarvog, sunnudag 12. marz, og mun forsti ISÍ, Gisli Halldórsson, setja mót- ið. Ingi Björn Albertsson. Laugardagur 11. marz. Handknattleikur: Laugar alshöll kl. 15.30, leikur i yngri flokkum og l.og 2.deild kvenna. Knattspyrna: Keflavikurvöllur kl. 15.00 Keflavik við Viking i Meistarakeppni K.S.I. Badminton: Valshús — Unglinga- meistaramót Reykjavikur kl. 14.00. Körfuknattleikur: Akureyri 1. deild Þór — UMFS kl 16. Seltjarn- arnes kl. 19, Valur — IR. Sunnudagur 12. marz. Itandknattleikur: Laugardalshöll kl. 13.00, leikur i yngri flokkun- um. tþróttahús Hafnarfjarðar kl. 15.00 leikir i Revkjanesriðli yngri flokka. Hraðkeppni H.R.R. verð- ur i Laugardalshöllinni kl. 20.00. Badminton: Valshús kl. 14.00 — úrslit i Unglingam.móti Reykja- vikur. Glima: Iþróttahús Vogaskóla kl. 14.30, Skjaldarglima Armanns. Knattspyrna: Vestmannaeyja- völlur kl. 15.00 leikur i l.B.V. og Landsliðsins (æfingaleikur). Körfuknattieikur: tbróttahús Sel- tjarnarness. kl. 19.30. 1. deild HSK — KR og IS — Armann. Knattspyrnuféiagiö Vikingur. Aðalfundur félagsins verður haldinn i Neðri bæ, Siðumúla, mánudaginn 13. marz kl. 20.15. Hraðkeppni í handknatt- leik hefst um helgina Handknattleiksráð Reykjavik- ur mun efna til hraðkeppni i handkna111 eik dagana 12,—20,—22,—26. marz. Þátttöku- aðilar i þessari keppni verða öll Reykjavikurfélögin, ásamt F.H. — Haukum — Gróttu — og Breiðabliki. Fyrirkomulag keppninnar verður þannig, að félag verður úr leik við annan tapleik. Leiktimi verður 2x10 min., og verði leikar jafnir þá, skal framlengt i 2x3 min. Verði enn jafnt eftir þann leiktima skulu félögin skiptast á um að taka vitaköst og nota til þess 5 leikmenn. Keppnin hefst sunnudaginn 12. marz I Laugardalshöllinni kl. 20.00. I fyrstu umferð mótsins munu eftirtalin félög leika saman: K.R. — Þróttur, Fylkir — Haukar, l.R. — Armann, Fram — Grótta, Vikingur — Valir, F.H. — Breiðablik. I 2. umferð munu þau félög leika saman, sem töpuðu i 1. um- ferð, og svo þau lið sem sigruðu. Mun verða dregið um hvaða félög leika saman.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.